Bæjarstjórn Fjallabyggðar

111. fundur 15. janúar 2015 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014

Málsnúmer 1412005FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Á fund bæjarráð komu fulltrúar Hópferðabíla Akureyrar, Ingi Rúnar Sigurjónsson og Einar Karlsson til viðræðna um auknar almenningssamgöngur á milli byggðakjarna í Fjallabyggð.

  Áform eru uppi um að hefja tíðari ferðir milli byggðakjarna á næsta ári.
  Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Á fund bæjarráðs kom Íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir opnunartíma íþróttamiðstöðva á næsta ári.
  Stefnt er að auknum opnunartíma á næsta ári og verður hann auglýstur nánar.

  Farið var yfir athugsemdir íbúa er varðar tækjakost í tækjasal íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
  Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að ástandsmeta tækjakost og leggja fram viðhaldslista í byrjun næsta árs.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.3 1412012 Gjaldskrár 2015
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Lagðar fram til kynningar eftirtaldar gjaldskrár:

  Hafnarsjóður
  Bókasafn
  Menningarhúsið Tjarnarborg
  Íþróttamiðstöð
  Þjónustumiðstöð

  Einnig gjaldskrár sem Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur fengið til umsagnar.

  Þær eru vegna:
  Sorphirðu
  Hundahalds
  Kattahalds
  Byggingarfulltrúa
  Vatnsveitu og
  Fráveitu
  Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Lögð fram tillaga að viðauka 7 við fjárhagsáætlun.
  Tillagan er að upphæð 1.247.000 og er samantekt ákvarðana bæjarráðs.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Lögð fram til kynningar viðbótargögn við fundargerð frá 1. desember 2014 um landnýtingartillögur, tangi og miðbær. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18. desember 2014 Lagt fram til kynningar minnisblað Valtýs Sigurðssonar f.h. Fjallabyggðar um fund sem hann átti með Orra Vigfússyni um flugvöllinn á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015

Málsnúmer 1501001FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Framkvæmdarstjóri KF sendi tölvupósta 26.október, 19. nóvember og 16. desember varðandi uppbyggingu á gervigrasvelli í Fjallabyggð.
  Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum um verkefnið.
  Vegna misskilnings hefur málið ekki verið tekið fyrir að nýju og er framkvæmdarstjórinn ekki sáttur með að málið hafi ekki fengið formlega afgreiðslu bæjarráðs.
  Framkvæmdarstjórinn bendir einnig á að verkefnið sé til umræðu hjá Dalvíkurbyggð. Er það hans mat og skoðun að rétt sé að taka upp viðræður um samvinnu þessara sveitarfélaga um verkefnið.

  Svona veigamikið og kostnaðarsamt verkefni verður ekki framkvæmt af bæjarfélaginu einu og sér, þar af leiðandi telur bæjarráð að bæjarfélagið geti ekki komið að framkvæmdinni að svo stöddu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Á fundi bæjarráðs þann 3.12.2014 var lagt fram bréf dagsett 25. nóvember 2014, frá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem kynnt eru aðilaskipti að jörðinni Hreppsendaá Ólafsfirði. Um er að ræða kaup Guðjóns Þórðarsonar á jörðinni úr dánarbúi í opinberum skiptum.
  Málinu var þar frestað.

  Sýslumaðurinn á Siglufirði fékk bréf frá Fjallabyggð 12. desember 2014, Nr. erindis 1411067 / IS
  Þar kom fram m.a. að á 175. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 11. desember sl., var málið lagt fram til kynningar.

  Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember er afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  Lagt fram til kynningar minnisblað lögmanns bæjarfélagsins um eignahald jarðarinnar.
  Þar kemur m.a. fram að ef engum tekst að sýna fram á eignarheimild á 50% hluta jarðarinnar, sem upplýsingar vantar um, er íslenska ríkið eigandi þess eignarhluta skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Lögð fram tillaga um hækkun nefndarlauna á árinu 2015 um 6% í samræmi við fjárhagsáætlun.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar reglur og útfærslur launa verði samþykkt.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Í erindi Magnúsar Þorgeirssonar frá 5. janúar 2015, er óskað eftir því að fá að nýta hjólaskóflu í stað traktorsgröfu við snjómokstur þar sem hann telur að hún nýtist betur í sumum tilfellum.
  Óskað er eftir að tæknideild fái að ákveða hvor vélin er kölluð út í mokstur.

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna hvort gera megi breytingar á núgildandi samningi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ákvað á fundi sínum 24. október að úthluta framlagi til Fjallabygðar vegna nýbúafræðslu á fjárhagsáætlun 2015 á grundvelli upplýsinga frá kennsluráðgjafa og vekefnastjóra í nýbúafræðslu. Umsókn Fjallabyggðar var tekin til afgreiðslu á grundvelli 5.gr. reglugerðar um jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002.
  Sótt var um framlag fyrir 15 nýbúa í grunnskóla Fjallabyggðar og er heildaráætlun um úthlutun framlags á árinu 2015 1.950.000.- eða 162.500.- á mánuði.
  Kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í nýbúafræðslu er tilbúinn til að koma og ræða við skólastjórnendur og bæjarráð í febrúar n.k. er varða nýbúafræðslu en verkefnastjórinn fór yfir málin með kennurum og skólastjórnendum Fjallabyggðar á síðasta skólaári.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að kanna grundvöll fyrir íslenskukennslu fyrir fullorðna nýbúa og leggi niðurstöðu fyrir bæjarráð í janúar 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Á 39. sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var í Garðabæ 11. október 2014, var sveitarfélögum færðar þakkir fyrir stuðning með gistingu í húsnæði bæjarfélaga, Fundurinn hvetur sveitarfélög til að leggja sitt að mörkum til þess að hópar fái gistingu á viðráðanlegu verði.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögur að Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem er nú til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/20016 og reglugerð nr. 1001/2011. Frestur til að skila athugasemdum er til 13. febrúar 2015.
  Bæjarráð vísar málinu til skoðunar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr.4/1995, með síðari breytingum en um er að ræða fjölgun í ráðgjafanefnd, tímabundin ákvæði um fasteignaskatt af atvinnuhúsnæði og sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Lagðar fram fundargerðir 822. fundar, frá 21. nóvember og 823. fundar, frá 12. desember í húsakynnum Sambands ísl. sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 374. fundur - 7. janúar 2015 Lagðar fram fundargerðir Greiðrar leiðar frá 2014. Fyrri fundurinn var haldinn 10, júní 2014 og síðari fundurinn var haldinn 14. ágúst 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar bæjarráðs staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15. desember 2014

Málsnúmer 1412003FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • 3.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15. desember 2014 Hafnarstjóri leggur fram hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir og erindisbréf hafnarstjórnar fram til kynningar.
  Nokkur umræða var um seturétt á fundum hafnarstjórnar og er það niðurstaða nefndarinnar að hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar er falið að ákveða hverjir mæta á fund hverju sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar hafnarstjórnar staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.2 1412003 Ný hafnalög
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15. desember 2014 Búið er að samþykkja ný hafnarlög og voru þau lögð fram til kynningar.
  Hlutur ríkisins gæti verið um 75% og hefur hlutur ríkisins hækkað úr 60%. Vonir stóðu til þess að að hlutur ríkisins væri um 85%.
  Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar er falið að funda með fulltúum Vegagerðar ríkisins og samgönguráði er varðar framkvæmdir við Hafnarbryggu.
  Lögð er áhersla á að fá forhönnun - tillögur frá Vegagerð ríkisins um hönnun og er óskað eftir áætluðum kostnaði fyrir næsta fund.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar hafnarstjórnar staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.3 1412012 Gjaldskrár 2015
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15. desember 2014 Lögð fram leiðrétt gjaldskrá fyrir árið 2015. Búið er að gera þær breytingar sem bæjarráð samþykkti og hafnarstjórn lagði áherslu á.
  Gjaldskráin samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að yfirhafnarvörður fylgi gjaldskrá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar hafnarstjórnar staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15. desember 2014 Lagt fram til kynningar.
  Tekjur tímabils hærri um 1,1 millj.
  Launaliðir tímabils hærri um 1,7 millj.
  Annar rekstrarkostnaður hærri sem nemur 2,4 millj.að teknu tilliti til eignabr. og afskr.
  Fjármagnsliðir á tímabilinu 0,9 millj. sem er 0,1 millj. lægra miðað við tímabilið.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar hafnarstjórnar staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 23. fundur - 28. desember 2014

Málsnúmer 1412007FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • 4.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 23. fundur - 28. desember 2014 Vegna veikinda Magnúsar Jónassonar bæjarfulltrúa á F- lista var Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður skipaður sem aðalmaður til 31. desember 2014. Magnús óskar eftir, í bréfi dags. 11. desember 2014 til bæjarráðs, áframhaldandi leyfi frá störfum til 31. mars 2015.
  Erindið samþykkt og gefur kjörstjórn út nýtt kjörbréf til handa Ríkharði Hólm Sigurðssyni dags. 29. desember 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar yfirkjörstjórnar við alþingis og sveitarstjórnakosningar staðfest á 111. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir fór yfir tillögu að 7. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 1.247.000.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 43.309.000 í stað 44.556.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 7 með 7 atkvæðum.

6.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

a. Eftirfarandi breyting hjá F-lista var samþykkt samhljóða:

Bæjarráð.
Ríkarður Hólm Sigurðsson, verður varamaður í stað
Magnúsar Jónassonar sem er með tímabundið leyfi frá störfum.

Markaðs- og menningarnefnd.
Arndís Erla Jónsdóttir, verður aðalmaður og jafnframt formaður í stað Önnu Þórisdóttur og
Guðlaugur Magnús Ingason verður aðalmaður í stað Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar.
Árni Sæmundsson verður varamaður í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur.

Undirkjörstjórn Siglufirði.
Árni Sæmundsson verður aðalmaður í stað Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar.

Atvinnumálanefnd.
Guðný Kristinsdóttir verður varamaður í stað Önnu Þórisdóttur.

Bæjarstjórn.
Gefa þarf út kjörbréf fyrir Ásdísi Sigurðardóttur þar sem varabæjarfulltrúi Anna Þórisdóttir hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir F-lista.

b. Eftirfarandi breyting hjá S-lista var samþykkt samhljóða:

Skipulags- og umhverfisnefnd.
Guðmundur Gauti Sveinsson, verður varamaður í stað Rögnvaldar Ingólfssonar.

Bæjarstjórn færir fráfarandi varabæjarfulltrúa og nefndarmönnum þakkir fyrir vel unnin störf.

7.Starfslok bæjarstjóra

Málsnúmer 1501038Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir las upp bréf frá Sigurði Val Ásbjarnarsyni dagsett 9. janúar 2015 um starfslok.

Formaður bæjarráðs bar upp tillögu um að fela forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að ganga frá starfslokasamningi í samræmi við ráðningarsamning og að starfslokasamningur yrði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

Tillaga var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, Steinunn María Sveinsdóttir S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarstjórn færði Sigurði kærar þakkir fyrir góð kynni og störf í þágu Fjallabyggðar og var honum og hans fjölskyldu óskað velfarnaðar.

Bæjarstjóri færði bæjarfulltrúm þakkir fyrir gott samstarf, færði þakkir til samfélagsins og óskaði bæjarfulltrúum og íbúum Fjallabyggðar alls hins besta í framtíðinni.

8.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 1501039Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Meirihluti F-lista og S-lista leggur til að Gunnar I. Birgisson verði ráðinn sem nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar".

Til máls tók: S. Guðrún Hauksdóttir og óskaði að eftirfarandi yrði bókað.

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð lýsa undrun sinni á þeim vinnubrögðum sem meirihluti bæjarstjórnar hefur viðhaft við ráðningu nýs bæjarstjóra og samræmast illa yfirlýstri stefnu meirihlutaflokkanna um gegnsæi, opna stjórnsýslu, lýðræði og sameiningu en ekki sundrung. Í ljósi þessa og þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru ekki upplýstir um ráðningu nýs bæjarstjóra sitjum við undirritaðar hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningu hans í embætti bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Það er von okkar að vinnubrögð nýs bæjarstjóra verði ekki í sama anda og starfshættir meirihlutans, heldur verði þau samfélaginu til framdráttar. Við bjóðum Gunnar I. Birgisson velkominn og óskum honum velfarnaðar í störfum sínum fyrir Fjallabyggð".

S. Guðrún Hauksdóttir.

Helga Helgadóttir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir sátu hjá.


Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Meirihluti F-lista og S-lista leggur til að forseta bæjarstjórnar verði falið að undirrita ráðningarsamning við Gunnar I. Birgisson fyrir hönd Fjallabyggðar.
Ráðningarsamningur verði lagður fram á fundi bæjarráðs 20. janúar 2015".

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.