Bæjarstjórn Fjallabyggðar

114. fundur 15. apríl 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum S. Guðrúnu Hauksdóttur sem boðaði forföll.
Í hennar stað mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015

Málsnúmer 1503008FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Tekið til umfjöllunar erindi frá VSÓ varðandi almenningsakstur í Fjallabyggð/Eyþingi.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.
    Lagt fram yfirlit yfir umfang verkþátta og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar.

    Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir því að gengið verði til samninga við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna undirbúnings og lýsingar á verkefninu.

    Bæjarráð samþykkir erindi deildarstjóra tæknideildar.
    Gert verði ráð fyrir vinnu starfsmanns tæknideildar bæjarfélagsins að minnsta kosti 40%.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Eitt gilt kauptilboð barst til Fasteignasölunnar Hvamms í húsnæðið að Hlíðarveg 18-20 Siglufirði, frá Þresti Þórhallssyni.
    Tilboðsfrestur rann út 13. mars 2015.
    Annað tilboð barst, en það reyndist ekki gilt.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við kauptilboðsgjafa.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dagsett 12. mars 2015, ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið Norræna strandmenningarhátíðin 2018.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lagt fram til kynningar svarbréf Vegagerðar dagsett 4. mars 2015 vegna snjósöfnunar.
    Þar kemur fram að Vegagerðin mun meta aðstæður við Saurbæjarás og í Héðinsfirði og skoða hvaða aðgerðir muni henta best til að draga úr snjósöfnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Í erindi eiganda Suðurgötu 28 Siglufirði, dagsett 7. mars 2015, er ítrekuð fyrri ósk um frágang á bakka við austurhlið hússins.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - febrúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

    Lagðar fram tillögur Íslenska gámafélagsins er miða að aukinni flokkun til endurvinnslu í Fjallabyggð með það að markmiði að draga úr urðun úrgangs og auka endurvinnslu.
    Einnig er gerð tillaga um að auka tíðni tunnulosana í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð tillögu að nýju sorphirðudagatali.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Steinunn María Sveinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lögð fram drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara Ólafsfirði, vegna Bylgjubyggðar 2b Ólafsfirði.

    Fjallabyggð skuldbindur sig með samningi þessum til að styrkja félagið með beinu fjárframlagi vegna fasteignagjalda, ræstingu á húsnæði og umhirðu lóðar.

    Bæjarráð samþykkir samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

    Lagt fram yfirlit yfir niðurstöðu verðkönnunar í einingaverð fyrir vélar og tæki í ýmis viðvik fyrir bæjarfélagið, annað en snjómokstur, en tilboð voru opnuð 5. mars 2015.

    Bæjarráð samþykkir að gera verksamning við alla bjóðendur. Lægstbjóðendur séu í forgangi þegar kallað er til tæki og svo koll af kolli eftir niðurstöðu verðkönnunar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Í tengslum við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2015, hefur komið fram athugasemd við gjaldflokkun heimagistingar, og þá helst hvort hægt sé að taka upp hlutfall gjalds miðað við hve mikið af húsnæðinu er leigt út og hversu lengi af árinu.
    Er í því sambandi vísað til útfærslu Reykjavíkurborgar.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Í tengslum við erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015, um starf Flugklasans Air 66N á Norðurlandi, óskaði bæjarráð á 383. fundi sínum eftir kynningu á verkefninu.

    Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Flugklasa Air 66N, Hjalti Páll Þórarinsson og kynnti verkefnið.

    Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.

    Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár, 2015-2017.

    Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.
    Árlega verði bæjarfélaginu gerð grein fyrir stöðu verkefnisins.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum þátttöku í verkefninu.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lagt fram til kynningar erindi Skúla Pálssonar vegna kvikmynda. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lögð fram til kynningar umsögn Eyþings dagsett 6. mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 12. mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17. mars 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 12. mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015

Málsnúmer 1503012FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 383. fundur bæjarráðs óskaði í framhaldi af svörum Jöfnunarsjóðs við fyrirspurnum að eftirfarandi yrði kannað:
    1. Þarf að sækja sérstaklega um framlag vegna snjómoksturs (aukaframlagi séu aðstæður þannig).
    2. Á bæjarfélagið rétt á jöfnunarsjóðsframlagi vegna skólabúða að Reykjum.
    3. Óskað er eftir útreikningi og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.

    Í svari Jöfnunarsjóðs dagsettu 16. mars 2015 kemur m.a. fram að:
    1. Það þarf ekki að sækja um framlögin vegna snjómoksturs. Framlögin eru greidd á grundvelli vegalengda í þéttbýli á snjóþyngstu svæðum landsins eins og áður hefur komið fram.
    Sérstök úthlutun var gerð til sveitarfélaga vegna áranna 2011 og 2012. Til úthlutunar komu um 19 m.kr. Hér var um sérstaka afgreiðslu að ræða, enda snjóþyngd óvenjulega mikil. Hvorki fyrr né síðar hefur verið veitt slíkt viðbótarframlag.

    2. Skólabúðir að Reykjum
    Jöfnunarsjóður greiðir framlög til reksturs Skólabúðanna að Reykjum á grundvelli samnings milli Húnaþings vestra, sem ber ábyrgð á rekstri búðanna, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á árinu 2014 nam framlagið 42,3 m.kr. Samkomulagið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólans 1996 og er ætlað að greiða niður kostnað við rekstur búðanna til hagsbóta fyrir þau sveitarfélög sem nýta sér starfsemi búðanna.
    Ekki er um nein viðbótarframlög að ræða til sveitarfélaga vegna þessa, enda nemur ráðstöfunarfjármagn sjóðsins vegna skólabúðanna eingöngu þeim fjármunum sem samningsfjárhæðinni nemur.

    3. Útreikningur og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.
    Á árinu 2014 fór fram endurmat á þeim fötluðu einstaklingum er voru metnir SIS mati á árinu 2011. Tekið var tillit til þess við uppgjör almenna framlagsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 og í endurskoðaðri áætlun framlaga vegna ársins 2015. Hins vegar fer nú fram gæðamat á endurmatinu og mun niðurstaða þess liggja fyrir fljótlega. Byggðasamlaginu verða sendar niðurstöður matsins fyrir þau sveitarfélög er eiga aðild á svæðinu.

    Bæjarráð þakkar greinargóð svör frá Jöfnunarsjóðnum.

    Samkvæmt svari við fyrirspurn til Byggðasamlagsins Róta verður bæjarfélaginu sendur útreikningur og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs, þegar það liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1412012 Gjaldskrár 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Lögð fram tillaga að gjaldskrá slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.

    Bæjarráð samþykkir að gerður verði samanburður á gjaldskrám við sambærileg sveitarfélög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

    Teknar til umfjöllunar tillögur Íslenska gámafélagsins vegna aukinnar tíðni tunnulosana í bæjarfélaginu úr 43 í 47 p/ár og kynningar á flokkunarkerfinu með heimsókn í öll hús í bæjarfélaginu í maí.
    Kostnaður er áætlaður um 3 milljónir.

    Með aukinni flokkun næst fram sparnaður í kostnaði við urðun sorps.

    Bæjarráð hvetur íbúa til að auka flokkun sorps, því ljóst er að sorphirðugjald stendur engan veginn undir kostnaði við sorphirðu og förgun.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

    Lögð voru fram drög að ráðgjafasamningi við Teiknistofuna Víðhlíð 45 um stækkun og endurbætur á leikskóla við Brekkugötu 2, Siglufirði.
    Samningur er upp á tæpar 1,2 milljónir króna án vsk.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum hönnunarsamning vegna viðbyggingar við Leikskála.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Lagt fram yfirlit frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um eldvarnareftirlit í bæjarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir uppfærðum lista yfir skoðunarskylda staði vegna eldvarnareftirlits.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

    Lögð fram kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar vegna lagfæringar á lóðarmörkum við Suðurgötu 28, Siglufirði, þar sem ein af vatnslögnum bæjarfélagsins liggur.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Afgreiðsla bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Lagt fram erindi frá Sigurhæð ses, dagsett 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð í tengslum við hugmyndir um að koma Náttúrugripasafninu fyrir í Strandgötu 4 Ólafsfirði og sölu á Aðalgötu 15 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa stjórnar Sigurhæðar ses á sinn fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Tekin fyrir beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN hópsins, dagsett 15. mars 2015.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Á fundi bæjarráðs þann 10. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar þar sem lagt er til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að stofnuð verði afmælisnefnd, sem yrði skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara.

    Bæjarstjóri verði formaður.
    Aðrir í stjórn verði:
    fulltrúi Siglfirðingafélags og Vildarvina
    einn frá meirihluta
    einn frá minnihluta og
    markaðs- og menningarfulltrúi.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og bar upp tillögu um að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.
    Bæjarstjórn samþykkti tillögu með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Fundargerð frá 16. febrúar 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24. mars 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015

Málsnúmer 1503015FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Á 385. fundi bæjarráðs, 24. mars 2015, var lagt fram erindi frá Sigurhæð ses, dagsett 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð í tengslum við hugmyndir um að koma Náttúrugripasafninu fyrir í Strandgötu 4 Ólafsfirði og sölu á Aðalgötu 15 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkti þá að boða fulltrúa stjórnar Sigurhæðar ses á sinn fund.

    337. fundur bæjarráðs 16. apríl 2014, samþykkti drög að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina Sigurhæðir ses. sem og tillögu að þjónustusamningi við Sigurhæðir ses. um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
    Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs 20. maí 2014.

    Á fund bæjarráð mættu fulltrúar Sigurhæðar, Þorsteinn Ásgeirsson og Alda María Traustadóttir.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að húsið við Aðalgötu 15 verði sett á sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Lögð fram skýrsla bæjarstjóra um stöðu Róta bs. og lögð fram til kynningar bókun fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í stjórn Róta sem lögð verður fram á næsta stjórnarfundi Róta bs. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Í erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, móttekið 25. mars 2015, er kannað hvort heimild fáist til taka að sér verkefni, samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar, við þvott á jarðgöngum.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verkefnið enda sé alls öryggis gætt á meðan, varðandi tankbíl með vatnsbirgðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Á 385. fundi bæjarráðs, 24. mars 2015, var lagt fram yfirlit frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um eldvarnareftirlit í bæjarfélaginu.

    Bæjarráð óskaði þá eftir uppfærðum lista yfir skoðunarskylda staði vegna eldvarnareftirlits.

    Uppfært yfirlit lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar móttekið 19. mars 2015, um atriði er tengjast bæjarfélaginu og KF á einn eða annan hátt.
    Sex atriði eru talin upp og óskar félagið ýmist eftir svörum frá sveitarfélaginu eða að ákveðin vinna verði sett í gang til að klára ýmis mál.

    Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman upplýsingar um beina og óbeina styrki sem veittir voru til félagsins á árinu 2014 og samþykkta styrki fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Lagt fram fundarboð miðvikudaginn 8. apríl á Akureyri um mikilvægi þess að byggt sé upp millilandaflug frá Norður- og Austurlandi.
    Að fundinum standa Markaðsstofa Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssamband Vestfirðinga.

    Á fundinn eru boðaðir þingmenn Norðvesturkjördæmis og Norðausturkjördæmis, en auk þeirra fjármálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og innanríkisráðherra.

    Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og oddvita sveitarstjórna eða annarra sem að málinu koma.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fulltrúum bæjarráðs að sækja fundinn.
    Markaðs- og menningarfulltrúi mun mæta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Á 371. fundi bæjarráðs, 9. desember 2014 var samþykkt að fresta afgreiðslu umsóknar vegna Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar og vegna Þjóðlagahátíðar.

    Bæjarráð samþykkir að afgreiða styrkveitingu til Þjóðlagahátíðar að upphæð 1.000.000 og 800.000 til Þjóðlagaseturs eins og gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

    Bæjarráð vonast til að niðurstaða fáist í viðræðum við ráðuneyti, fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar, varðandi aðkomu þess að rekstri Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Á 180. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 25. mars 2015, var tekin fyrir umsókn Selvíkur ehf um byggingarleyfi fyrir baðhúsi, útigeymslu og heitum potti og breytingu á innra skipulagi í miðrými hótelbyggingar. Samhliða breytingunum var óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir breytingar og stækkun lóðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum breytingar og stækkun lóðar að Snorragötu 3, Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30. mars 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015

Málsnúmer 1504001FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á fund bæjarráðs kom Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

    Rædd voru málefni heilbrigðisstofnunarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Í tengslum við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2015, hefur komið fram athugasemd við gjaldflokkun heimagistingar, og þá helst hvort hægt sé að taka upp hlutfall gjalds miðað við hve mikið af húsnæðinu er leigt út og hversu lengi af árinu.
    Er í því sambandi vísað til útfærslu Reykjavíkurborgar.

    384. fundur bæjarráðs óskaði eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

    Lagt fram minnisblað með upplýsingum um fyrirkomulag álagningar heimagistingar hjá bæjar- og sveitarfélögum.
    Þar komu einnig fram upplýsingar um frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um einföldun á umsóknar- og umsagnarferli er varðar heimagistingu að hámarki átta vikur á ári.

    Upplýst var á fundinum að hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga er verið að vinna að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd álagningar fasteignaskatts af mannvirkjum í ferðaþjónustu.

    Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun um álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, þar til leiðbeiningar Sambands ísl. sveitarfélaga liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar svar bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Sólrúnar Júlíusdóttur vegna Grunnskóla Fjallabyggðar.

    a) Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi Grunnskólans á Siglufirði undir eitt þak.
    b) Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað, sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda.

    Svar bæjarstjóra má sjá í framlögðu skjali.

    Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum eins og fram kom á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.4 1412012 Gjaldskrár 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á 385. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.
    Bæjarráð samþykkti þá að gerður verði samanburður á gjaldskrám við sambærileg sveitarfélög.

    Lagðar fram gjaldskrár sem auglýstar hafa verið í Stjórnartíðindum í ár og á seinni hluta síðasta árs,
    frá Brunavörnum Austurlands, Slökkviliði Norðurþings, Slökkviliði Grundarfjarðar, Slökkviliði Fjarðabyggðar og Brunavörnum Skagafjarðar.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram erindi skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, Láru Stefánsdóttur, dagsett 24. mars 2015, þar sem bent er á tengsl íþróttabrautar með afreks- og útivistarsviði við skólann og íþróttaaðstöðu í Ólafsfirði. Fram kemur í erindi að íþróttaaðstaða í Ólafsfirði sé með miklum ágætum fyrir utan líkamsræktaraðstöðuna og er vonast til að þar verði úr bætt.

    Bæjarráð samþykkir að fá umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Tekið fyrir erindi frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, dagsett 24. mars 2015 um störf vinnuhóps um málefni MTR og aðkomu skólans að honum.

    Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um fjölda nemendaígilda n.k. skólaár.
    Fulltrúar MTR tilnefndir í vinnuhópinn eru Lára Stefánsdóttir og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir.

    Bæjarráð telur rétt að stefna að fundi í lok þessa mánaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á 185. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Norðurorku sem óskaði eftir að fá úthlutað lóðum utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

    Skipulags- og umhverfisnefndin samþykkti fyrir sitt leyti umsókn um lóðir.

    Bæjarráð samþykkir úthlutun lóða til Norðurorku.
    Bæjarráð beinir þeirri spurningu til nefndarinnar hvort rétt sé að óska eftir að lóðarhafi girði lóðirnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2015, dagsett 4. apríl 2015.

    Rekstrarniðurstaða tímabils er 53,9 milljónir, en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 62,3 millj.
    Tekjur eru 14,9 millj. hærri en áætlun, gjöld 14,7 millj. hærri og fjárm.liðir 8,2 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram yfirlit fyrir umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015.
    Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 2.500.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 2.470.901 verði samþykktir í samræmi við framlagt yfirlit og reglur Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að taka reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til endurskoðunar fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram kauptilboð í íbúð 201 að Laugarvegi 39 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram kauptilboð í íbúð 202 að Ólafsvegi 30 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á 380. fundi bæjarráðs var samþykkt að framlengja samning um malbikun við Malbikun K-M ehf. um eitt ár og lögð áhersla á að yfirlagnir og viðgerðir verði unnar fyrri hluta sumars.

    Í erindi deildarstjóra tæknideildar er óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess að einingaverð í samningi verði uppfært um 3,6% samkv. byggingarvísitölu sem fyrirtækið hafði láðst að gera þegar framlenging samnings var til umræðu í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera verðkönnun í malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að gera verðkönnun í malbiksyfirlagnir.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Forsætisráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 21. maí 2015 á Akureyri um málefni þjóðlendna.

    Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga, 17. apríl 2015 í Kópavogi.

    Bæjarráð samþykkir að formaður og varaformaður bæjarráðs og bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram erindi frá Styrktarfélagi barna með einhverfu, þar sem óskað er eftir stuðningi við átakið "Blár apríl".

    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 25 þúsund kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um tilnefningar í starfshóp um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru á ákvörðun Akraneskaupstaðar um álagningu sorphirðu- og eyðingargjalda á fasteign á Akranesi. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 20. febrúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 827. fundar frá 27. mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12. mars 2015

Málsnúmer 1503007FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12. mars 2015 Fundurinn hófst á heimsókn í Listhúsið í Ólafsfirði. Framkvæmdastjóri Listhússins, Alice Liu, gerði grein fyrir starfsemi Listhússins. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Alice fyrir greinargóða kynningu og óskar þeim til hamingju með metnaðarfullt starf. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.2 1412012 Gjaldskrár 2015
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12. mars 2015 Tekin fyrir tillaga forstöðumanns Tjarnarborgar um gjaldskrá fyrir menningarhúsið árið 2015.
    Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir framlagða gjaldskrá.
    Nefndin samþykkir hins vegar, að gjaldskráin verði tekin til frekari umfjöllunar í vinnunni um framtíðarsýn Tjarnarborgar og bíður með að samþykkja hana þar til tillögur um framtíðarsýn hússins liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12. mars 2015 Fyrir liggur að samningar við rekstraraðila tjaldsvæða eru útrunnir.
    Báðir aðilar, í Ólafsfirði og Siglufirði, hafa lýst yfir áhuga á því að fá að halda áfram að hafa umsjón með tjaldsvæðunum. Nefndin samþykkir að gengið verði til viðræðna við Bolla og Bedda ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Ólafsfirði og við Baldvin Júlíusson um rekstur tjaldsvæðisins á Siglufirði og samið verði um reksturinn til eins árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12. mars 2015 Á fundi bæjarráðs þann 10. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar þar sem lagt er til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.
    Bæjarráð telur rétt að haldið sé upp á stórafmæli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og samþykkir að vísa erindinu og frekari undirbúningsvinnu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
    Markaðs- og menningarnefnd fagnar því að bæjarráð vilji halda upp á stórafmæli og bendir á að í ár á Ólafsfjörður 70 ára kaupstaðarafmæli en þau fékk bærinn 1. janúar 1945. Jafnframt eru 110 ár, þann 20. október nk. frá því að Ólafsfjörður, áður Þóroddsstaðarhreppur, hlaut verslunarréttindi.
    Jafnframt vekur nefndin athygli bæjarráðs á því að á næsta ári (2016) eru 10 ár frá sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til að þessum tímamótum verði fagnað og óskar eftir að bæjarráð veiti fjármagni í þessa viðburði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015

Málsnúmer 1503006FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Kristjana Rannveig Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 6.1 1412012 Gjaldskrár 2015
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015 Bæjarstjórn hefur vísað aftur til félagsmálanefndar ákvörðun nefndarinnar um gjaldskrárhækkun félagsþjónustu fyrir árið 2015. Í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórar verður ekki hækkun á þjónustuliðum heimaþjónustu, en hins vegar leggur félagsmálanefnd til að gjöld vegna veitingasölu dagvistar aldraðra í Skálarhlíð hækki um 3.74% vegna hækkunar sem varð á virðisaukaskatti matvöru, úr 7% í 11%, um síðustu áramót.
    Einnig er lagt til að verð vegna heimsends matar fylgi verðlagningu þjónustuaðila og innheimta daggjalds hjá dagvist aldraðra í Skálarhlíð verði í samræmi við reglugerð um dagvist aldraðra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar félagsmálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar félagsmálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar félagsmálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Kristjana R. Sveinsdóttir, Ríkharður Hólm Sigurðsson og Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 87. fundar félagsmálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar félagsmálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015 Lögð fram drög að samningi við Félag eldri borgara Ólafsfirði um Hús eldri borgara.
    Félagsmálanefnd vísar málinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar félagsmálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015

Málsnúmer 1503009FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Lagðar fram athugasemdir frá ÚÍF um drög að reglum um úthlutun frítíma. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun vinna úr athugasemdunum.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga ÚÍF, sem fengið hafa úthlutað frítímum í Íþróttamiðstöðinni fyrir barna- og unglingastarf, að innheimta á æfingagjaldi verði í nafni félaganna.
    Gert er ráð fyrir að reglurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Lagt fram til kynningar form um skráningu og uppgjör frístundakorta 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði nefndinni grein fyrir athugasemdum sem borist hafa frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.
    Félagsmiðstöðin sótti landsmót félagsmiðstöðva 13.-15. mars s.l. 45 unglinar tóku þátt og gekk ferðin vel í alla staði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Unnið er að því að ganga frá skipan ungmennaráðs Fjallabyggðar og standa vonir til þess að ráðið verði starfhæft fyrir mánaðarmót. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.6 1412012 Gjaldskrár 2015
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Lögð fram gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árið 2015. Gjaldskráin hækkar um 1,4% milli ára.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit frá íþrótta-og tómstundafullrúa um aðsókn í frítíma íþróttamiðstöðvar. Frítímar eru samtals 32 á viku og fjöldi iðkenda samtals 289 í þessum tímum. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 25. fundur - 19. mars 2015

Málsnúmer 1503011FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 8.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 25. fundur - 19. mars 2015 Vegna veikinda Magnúsar Jónassonar bæjarfulltrúa á F- lista er Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, skipaður aðalmaður til 31. mars 2015. Magnús óskar eftir, samkv. símtali við skrifstofu- og fjármálastjóra 11. mars 2015, áframhaldandi leyfi frá störfum til 31. maí 2015.
    Erindið samþykkt og gefur kjörstjórn út nýtt kjörbréf til handa Ríkharði Hólm Sigurðssyni dags. 19. mars 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015

Málsnúmer 1503013FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Lagðir fram aðaluppdrættir og lóðarblað af Sigló hótel. Baðhúsi, útigeymslu og heitum potti hefur verið bætt við teikningarnar og innra skipulagi í miðrými breytt. Samhliða breytingunum er óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

    Nefndin samþykkir breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Norðurorka óskar eftir að fá úthlutað lóðir utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

    Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um lóðir. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

    Erindi frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss við Tjarnargötu 20 vegna flutnings Egils sjávarafurða ehf. í húsnæðið. Lagðar voru fram teikningar af breytingunum.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga. Skipulagslýsingin var auglýst 6.-16.mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr og 1. og 3. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Lagðar fram umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum vegna lýsingarinnar. Einnig voru drög að breytingarblaði samþykkt og kynnt fyrir opnu húsi þann 17. mars sl. í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingarnar skv. 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 17. mars sl. og á heimasíðu Fjallabyggðar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 177. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 13. - 27. febrúar 2015. Uppfærð lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar var auglýst 6.-16. mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr. og 1. og 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags Leirutanga samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015

Málsnúmer 1504002FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram bréf Jóns Hrólfs Baldurssonar og Ólafar Kristínar Daníelsdóttur vegna aðgengis að húsi þeirra við Lækjargötu 4c og afnotasamning fyrir lóðina Lækjargötu 6c.

    Tæknideild er falið að útbúa afnotasamning fyrir Lækjargötu 6c með aðgengi frá Lækjargötu. Jafnframt boðar nefndin Jón Hrólf Baldursson og Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 15. Óskað er eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á húsinu áður en farið er í frekari útfærslur.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna breytingarnar hjá húseigendum við Hvanneyrarbraut 13 og 17 og Vallargötu 3 og 7.
    Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Ólafur Kárason sækir um leyfi til að byggja svalir við Laugarveg 7 fyrir hönd húseiganda. Lagðar fram skissur af svölunum.

    Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að fullnægjandi teikningum verði skilað inn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar afsal vegna sölu á jörðinni Kvíabekk. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015

Málsnúmer 1503014FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 11.1 1412012 Gjaldskrár 2015
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015 Lagður fram samanburður á gjaldskrá Fjallabyggðarhafna og ýmissa annara hafna.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá og hafnarstjóri sendir nefndarmönnum endanlega útgáfu gjaldskrárinnar áður en hún fer í auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar sem tekin var fyrir og samþykkt á 67. fundi hafnarstjórnar.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015 Lagður fram áætlaður kostnaður vegna viðhalds á Fjallabyggðarhöfnum árin 2015 - 2020.

    Hafnarstjórn samþykkir að senda Hafnarsambandinu áætlunina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015 Lagðar fram útboðsteikningar af nýju stálþili vegna endurbyggingar á bæjarbryggju, Siglufirði.

    Hafnarstjórn fagnar þessum áfanga. Reiknað er með að útboð vegna kaupa á stálþili verði strax eftir páska og fari í gegnum Ríkiskaup.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015 Lagðar fram upplýsingar um landanir í Fjallabyggðarhöfnum.
    Ólafsfjörður 195 tonn í 135 löndunum.
    Siglufjörður 4184 tonn í 242 löndunum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015

Málsnúmer 1503016FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 12.1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015 Fundurinn hófst á heimsóknum til fyrirtækjanna Ósland ehf og Norlandia ehf í Ólafsfirði. Atvinnumálanefnd þakkar forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir góðar móttökur og góða kynningu á starfsemi fyrirtækjanna. Bókun fundar Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Afgreiðsla 8. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.2 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015 Umsóknarfrestur vegna Ræsing í Fjallabyggð rann út í gær en umsóknarfrestur hafði verið framlengdur um einn mánuð. Alls bárust 13 umsóknir. Valur Þ. Hilmarsson hefur óskað eftir að draga sig úr dómnefnd fyrir hönd Fjallabyggðar. Atvinnumálanefnd samþykkir að skipa Friðfinn Hauksson í hans stað. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 8. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 12.3 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015 Bæjarráð hefur óskað eftir því að atvinnumálanefnd skili inn nánari hugmyndum að úrfærslu á fyrirtækjaþingi. Atvinnumálanefnd leggur til að á fyrsta þingi nk. haust verði húsnæðismál í bæjarfélaginu til umfjöllunar og felur starfsmanni nefndarinnar að leggja fram drög að dagskrá ásamt kostnaðaráælun fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015 vegna tilfærslu milli fjárhagsliða vegna kynningar á flokkun sorps og bæklings.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015.

14.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar í nefndum og stjórnum.

Fræðslu- og frístundanefnd:
Árni Sæmundsson F-lista kemur inn sem aðalmaður í stað Hilmars Hreiðarssonar, tímabundin breyting.

Stjórn Sigurhæða ses.
Gunnar I. Birgisson verður aðalmaður í stjórn Sigurhæða ses. í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.

15.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015

Málsnúmer 1504003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015 Lögð fram ósk Vegagerðar um fjármögnun á framkvæmd á hlut bæjarfélagsins við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar.

    Hafnarstjórn bókar eftirfarandi:

    Hafnarstjórn staðfestir að hafnarsjóður sé tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna framkvæmda sem listaðar eru hér að ofan.

    Samþykkt hafnarstjórnar er gerð með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

    Handbært fé hafnarsjóðs frá rekstri á fjárfestingartímabilinu 2013-2017:

    2013 43,7 millj.
    2014 49,9 millj.
    2015 52,5 millj. áætlun
    2016 53,6 millj. áætlun
    2017 58,9 millj. áætlun.

    Einu skuldir hafnarsjóðs í árslok 2014 eru lífeyrisskuldbindingar að upphæð 37 millj.

    Heimildir ársreikningur Hafnarsjóðs Fjallabyggðar og fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2015 - 2018.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að Hafnarsjóður Fjallabyggðar standi við skuldbindingu vegna framkvæmda við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar, sem er verkefni í hafnargerð og sjóvörnum í áætlaðri fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015 Lögð fram viðskiptaáætlun fyrir endurnýjun Hafnarbryggju, er varðar endurnýjun þils, dýpkun á innsiglingarrennu, lagnir, plön og fyllingar.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagða viðskiptaáætlun.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagða viðskiptaáætlun vegna framkvæmda við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar, sem er verkefni í hafnargerð og sjóvörnum í áætlaðri fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015 Lögð fram teikning með tillögu að staðsetningu olíutanka við norðurendann á Óskarsbryggju.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að staðsetningu fyrir olíuafgreiðslu smærri báta, sem er við norðurenda Óskarsbryggju.
    Hafnarstjórn vísar erindinu til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og óskar eftir afgreiðslu á málinu sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015 Rætt var um umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

16.Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14. apríl 2015

Málsnúmer 1504005FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

Fundi slitið.