Bæjarstjórn Fjallabyggðar

137. fundur 26. október 2016 kl. 17:00 - 19:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
 • Valur Þór Hilmarsson varabæjarfulltrúi, F lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
.
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir nema Kristinn Kristjánsson. Í hans stað mætti Valur Þór Hilmarsson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016

Málsnúmer 1610005FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Á 468. fundi bæjarráðs, 4. október 2016, lýsti bæjarráð yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna í útibúum Arion banka í Fjallabyggð 28. september 2016. Þessar uppsagnir væru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði.
  Niðurskurður stöðugilda í Fjallabyggð væri þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og er mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð.
  Bæjarráð óskaði eftir því að fulltrúar Arion banka kæmu á næsta fund bæjarráðs og færu yfir núverandi stöðu mála og til framtíðar.

  Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Arion banka, Oddgeir Reynisson og Guðmundur Ólafsson og upplýstu um ástæður uppsagna og þær breytingar sem gerðar voru í útibúum Arion banka í Fjallabyggð.

  Bæjarráð hvetur forsvarsmenn Arion banka til að upplýsa bæjarbúa um framtíðaráform í starfsemi bankans í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson og upplýsti bæjarráð um stöðu framkvæmda ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Á 469. fundi bæjarráðs. 11. október 2016, var lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 29. september 2016, er varðar innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar Síldarævintýrið á Siglufirði.
  Meðfylgjandi voru umsagnir Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna málsins.
  Ráðuneytið gaf Fjallabyggð frest til 14. október 2016, til að veita andmæli við umsagnirnar áður en málið yrði tekið til úrskurðar.
  Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

  Lagt fram svar bæjarstjóra til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dagsett 14. október 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir ágúst 2016.
  Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til ágúst 2016, er 30,6 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
  Tekjur umfram gjöld eru 62,1 millj. í stað 92,7 millj.
  Tekjur eru 74,9 millj. hærri en áætlun, gjöld 133,3 millj. hærri og fjármagnsliðir 27,8 millj. lægri.
  Stærstu frávik tengjast lægra útsvari m.a. vegna minni tekna er viðkemur sjávarútvegi, lægri hafnartekjum, hærri launakostnaði vegna kjarasamninga, hækkun lífeyrisskuldbindinga og t.d. meiri kostnaður vegna ófyrirséðs viðhalds á fráveitu- og vatnsveitukerfum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lögð fram erindi frá Reykjavíkurakademíunni, dagsett 10. október 2016, þar sem vakin er athygli á áhugaverðum málþingum um fjölmiðlun í almannaþágu. Málþingin verða tvö talsins, hið fyrra verður haldið laugardaginn 19. nóvember næstkomandi en hið síðara er áætlað í febrúar 2017. Í því skyni að tengja saman höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina er markmiðið að streyma málþingunum á valda staði út á land. Til þess að þetta metnaðarfulla verkefni takist óskar félagið eftir fjárstuðningi til verksins.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2016 og 2017 sem unnin er af hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, dagsett 11. október 2016 í tengslum við niðurstöðu starfhóps á vegum Velferðaráðuneytisins um framtíðarskipan í fæðingarorlofsmálum. Í framhaldi af niðurstöðu starfshópsins, óskar nefnd BSBR um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál að aðildarfélög BSRB sendi inn fyrirspurnir í sex liðum til sveitarfélaga á þeirra félagssvæði varðandi dagvistunarúrræði.

  Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lagðar fram til kynningar ábendingar varðandi fjárhagsáætlun 2017 frá:
  a) Helga Jóhannssyni
  b) Elsu Guðrúnu Jónsdóttur
  c) Hestamannafélaginu Gnýfara

  Bæjarráð þakkar ábendingarnar og samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lagt fram erindi Íbúðalánasjóðs, dagsett 13. október 2016.
  Íbúðalánasjóði hefur verið falið að annast framkvæmd laga nr. 52/2016 um stofnstyrki til almennra íbúða, en þessa dagana er sjóðurinn að auglýsa eftir umsóknum.
  Þess vegna óskar Íbúðalánasjóður eftir eftirfarandi upplýsingum frá sveitarfélaginu;
  a. Hvað úthlutaði sveitarfélagið mörgum lóðum til byggingar íbúðahúsnæðis á tímabilinu 01.01.2013 til 01.10.2016.
  b. Hvað var þessum lóðum úthlutað til byggingar marga íbúða.
  c. Hvert var lóðaverð fyrir þessar lóðir.
  d. Einnig er óskað eftir upplýsingum um gatnagerðargjöld þessara lóða sem var úthlutað þetta tímabil.

  Óskað er eftir því að svörin verði sundurliðuð þannig að fram komi hvað margar íbúðir eru á hverri lóð sem og fram komi hvað sú lóð kostar. Einnig er óskað eftir að svör verði brotin niður eftir matssvæðum og/eða póstnúmerum sveitarfélagsins.

  Íbúðalánasjóður óskar eftir að umbeðnar upplýsingar berist sjóðnum fyrir 19.október n.k..

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga þar sem sjóðfélögum er nú boðinn möguleiki á að sækja um óverðtryggð lán til sjóðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Lagt fram til kynningar samkomulag Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna, dagsett 19. september 2016.

  Samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú ljóst að frumvarp sem samið var á grundvelli samkomulagsins var ekki samþykkt sem lög á yfirstandandi þingi. Það þýðir miðað við stöðuna eins og hún er núna að ekkert annað er að gera en að reikna með hækkun mótframlags um næstu áramót við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Á hinn bóginn gæti staðan breyst ef nýtt Alþingi og ný ríkisstjórn eru tilbúin að taka málið upp aftur og samningsaðilar eru tilbúnir að sameinast um nýja niðurstöðu og útfærslu. Það verður þá að gerast fyrir næstu áramót.

  Einnig er vísað til tilkynningar Brúar og LSR um hækkun á mótframlagi launagreiðenda um næstu áramót úr 12% í 16,8% hjá Brú og 11,5% í 15,1% hjá A-deild LSR.

  Bæjarstjóri og deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála upplýstu bæjarráð að áhrif þessara breytinga á fjárhagsáætlun næsta árs sé um kr. 25 milljónir til útgjaldaauka.

  Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar lífeyrissjóðanna Brúar og LSR komi á fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18. október 2016 Boðað er til stjórnarfundar í Flokkun Eyjafjarðar 19. október 2016 á Akureyri.

  Þar sem starfssemi Flokkunar hefur verið lítil undanfarin misseri, hefur stjórnin lagt til að verkefni Flokkunar verði sett í umsjón Moltu að mestu leyti á meðan verkefnin eru ekki stærri og meiri. Með þessu fyrirkomulagi má spara fjármuni og jafnframt styrkja Moltu.
  Þar sem ekki eiga öll hlutaðeigandi sveitarfélög fulltrúa í stjórn Flokkunar, er þeim sveitarfélögum sem þannig er ástatt um boðið að senda fulltrúa á stjórnarfundinn svo allir séu upplýstir um stöðu mála. Þau sveitarfélög eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit og Fjallabyggð.

  Bæjarráð samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar að sækja stjórnarfundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 470. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016

Málsnúmer 1610008FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram drög að viðauka átta við fjárhagsáætlun 2016.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að áttunda viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2016.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir september 2016.

  Niðurstaðan fyrir heildina er 829,9 m.kr. sem er 98,6% af áætlun tímabilsins sem var 841,8 m.kr.
  Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 24,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 36,0 m.kr.
  Nettóniðurstaða er því 11,9 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.
  Bæjarstjóri kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.
  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.4 1610003 Gjaldskrár 2017
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2017.

  Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

  Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
  Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
  Lóðarleiguprósenta verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
  Sorphirðugjöld hækki í 41.000.
  Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,360%.
  Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%
  Leigutekjur íbúðasjóðs hækki sérstaklega um 100 kr. p/m2(1. jan. 1.055 m2)
  Gjaldskrá bókasafns
  Gjaldskrá Tjarnarborgar
  Gjaldskrá tjaldsvæða
  Gjaldskrá leikskóla
  Gjaldskrá grunnskóla
  Gjaldskrá félagsþjónustu
  Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar
  Gjaldskrá slökkviliðs
  Gjaldskrá hafnarsjóðs
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, að útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48% Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
  Lóðarleiguprósenta verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
  Sorphirðugjöld hækki í kr. 41.000.-
  Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,360%.
  Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%
  Leigutekjur íbúðasjóðs hækki sérstaklega um 100 kr. p/m2(1. jan. 1.055 m2)

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögum að öðrum gjaldskrám til nefnda milli umræðna um fjárhagsáætlun.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagðar fram til kynningar ábendingar varðandi fjárhagsáætlun 2017 frá:
  a) Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar
  b) Þorvaldi Hreinssyni

  Bæjarráð þakkar ábendingarnar og samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Á 136. fundi bæjarstjórnar, 12. október 2016, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera tvær breytingar á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

  1626 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.004 á kjörskrá og í Ólafsfirði 622.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram fyrirspurn, dagsett 18. október 2016, sem send er á alla sveitar-, bæjar- og borgarstjóra á Íslandi ásamt forsetum bæjarstjórna og oddvita sveitarfélaga um mögulega stofnun upplýsingasíðu/upplýsingamiðstöðvar á netinu fyrir ferðamenn á Íslandi.

  Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur að svara fyrirspyrjanda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagt fram tilboð frá Klínik Sjúkraþjálfun í Bæjarlindinni í Kópavogi, dagsett 19. október 2016 í sölu á 3 Nautilus æfingatækjum.
  Bæjarráð afþakkar gott boð, þar sem nýbúið er að fjárfesta í tækjum fyrir báðar líkamsræktarstöðvar í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram fyrirspurn frá Hagstofu Íslands, dagsett 18. október 2016, er varðar Náttúrugripasafn Fjallabyggðar fyrir árið 2015.

  Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur að svara fyrirspurn Hagstofu Íslands.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagðar fram upplýsingar um kostnað við þátttöku sveitarfélaga í rekstri Almannavarna Eyjafjarðar.
  Fyrir árið 2016 er kostnaður um kr. 61 per íbúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lögð fram kaupfyrirspurn frá Önnu Kristínu Runólfsdóttur, dagsett 19. október 2016, í íbúð Fjallabyggðar að Laugarvegi 37 Siglufirði.

  Bæjarráð upplýsir að Fjallabyggð mun auglýsa íbúðina til sölu með hefðbundnum hætti, þegar núverandi leigjandi ákveður að segja upp húsnæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagður fram póstur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, þar sem minnt er á að í dag, 25. október 2016, rennur út umsóknarfrestur fyrir styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, vegna framkvæmda á árinu 2017.

  Í stað kröfu um helmings mótsframlag umsækjenda miðast mótframlag nú að jafnaði við 20% af kostnaði þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili.
  Tekjur sjóðsins eru 3/5 hlutar gistináttgjalds en auk þess hafa stjórnvöld undanfarin ár verið með sérstakar úthlutanir sem sjóðurinn hefur haft umsjón með.

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn umsókn er tengist merkingum, göngustígum og tjaldsvæðum í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Á stjórnarfundi Flokkunar Eyjafjarðar ehf, 19. október 2016, var til umfjöllunar starfssemi Flokkunar sem hefur verið lítil undanfarin misseri og hefur stjórnin áhuga á að verkefni Flokkunar verði sett í umsjón Moltu að mestu leyti á meðan verkefnin eru ekki stærri og meiri. Með þessu fyrirkomulagi mætti spara fjármuni og jafnframt styrkja Moltu.

  Bæjarráð leggur til að stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf, leggi fyrir aðalfund tillögu um skipulag starfsemi Flokkunar Eyjafjarðar ehf, sem aðildarsveitarfélög geti tekið afstöðu til.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 11. október 2016,
  lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25. október 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

  Markaðs- og menningarnefnd frá 20. október 2016
  Félagsmálanefnd frá 21. október 2016
  Hafnarstjórn frá 24. október 2016
  Bókun fundar Afgreiðsla 471. fundar bæjarráðs staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016

Málsnúmer 1610006FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona og fór yfir málefni bóka- og héraðsskjalasafnsins auk upplýsingamiðstöðvar.

  Hvað varðar upplýsingamiðstöðina þá þarf í ljósi gífurlegrar aukningar ferðamanna til Fjallabyggðar að endurskoða opnunartíma. Huga þarf betur að samnýtingu á búnaði, aðstöðu og starfsfólki upplýsingamiðstöðvar og bókasafns.

  Er varðar bókasafnið í Ólafsfirði þarf að taka til skoðunar skiptingu fjármagns til bókasafnsins og annarar starfsemi sem fer fram í húsinu, s.s. fundir og þjónusta sem starfsmaður safnsins er að veita fyrir hönd stjórnsýslunnar.

  Töluverð aukin umsvif eru á Héraðsskjalasafninu þar sem sífellt fleiri eru að færa safninu einkaskjalasöfn og er lítið pláss eftir til að taka við fleiri skjölum. Mjög brýnt er að fara huga að varanlegri lausn í því sambandi.

  Markaðs- og menningarnefnd leggur til að fjármagn til starfsemi bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðvar verði aukið svo hægt sé að halda úti lögbundinni þjónustu.
  Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Upplýsingaskilti sem er við innkomu á Siglufjörð að norðanverðu er í eigu þriðja aðila. Fyrir liggur beiðni um endurnýjun á samningi.
  Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa.

  Markaðs- og menningarnefnd leggur til að samningurinn verði ekki endurnýjaður og telur eðiliegt að upplýsingaskilti og götukort séu í eigu sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Lagt fram uppgjör frá Berjadögum 2016.
  Einnig var lagt var fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa varðandi Trilludaga um að þeir verði haldnir aftur á árinu 2017. Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með öllum þeim sem komu að Trilludögum 2016 og línur lagðar fyrir næsta ár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Umræða um væntanleg hátíðarhöld og árlega viðburði tengda jólum og áramótum.
  Nefndin samþykkir að kveikt verði á jólatrjám sem hér segir;
  í Ólafsfirði laugardaginn 26. nóvember og á Siglufirði sunnudaginn 27. nóvember.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Lagðar fram greinargerðir frá umsjónarmanni Tjarnarborgar.
  Markaðs- og menningarnefnd þakkar Snjólaug Ástu Sigurfinnsdóttur fyrir upplýsingarnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.7 1610003 Gjaldskrár 2017
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Lagðar fram tillögur að gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2017 vegna eftirtalinna stofnana; Menningarhúsið Tjarnarborg, Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og tjaldsvæði.
  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkanir á gjaldskrám fyrir Tjarnarborg og tjaldsvæði en leggst gegn því að gjald á bókasafnsskírteinum verði hækkað.
  Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - ágúst 2016. Menningarmál: Rauntölur, 56.849.377 kr. Áætlun, 57.677.515. kr. Mismunur; 828.138 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 2.875.748 kr. Áætlun 7.491.536 kr. Mismunur; 4.615.788 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016

Málsnúmer 1610007FVakta málsnúmer

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til ágúst 2016. Rauntölur; 54.780.550 kr. Áætlun; 63.641.450 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 8.860.900 kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Fundargerðir starfshóps um úthlutun leiguíbúða dags. 29.06., 06.07. og 11.10.2016 lagðar fram. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.3 1610003 Gjaldskrár 2017
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu 2017 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Þjónustuhópur í málefnum fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra,skv. 27.gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Umsóknarfrestur er til 31.október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Lögð fram tillaga að reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglurnar verða teknar til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Stefnt er að kynningarfundi Íbúðalánasjóðs og Sambands sveitarfélaga í fyrstu viku nóvember. Kynningarfundurinn verður fyrir fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar félagsmálanefndar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21. október 2016 Lagt er til að stofnað verði sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.
  Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri. Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda.
  Lagt er til að öldungaráðið verði skipað fulltrúum frá félögum eldri borgara á Ólafsfirði og Siglufirði auk fulltrúa sem bæjarstjórn Fjallabyggðar tilnefnir.
  Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stofna öldungaráð.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016

Málsnúmer 1610009FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 24/10 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

  2016 Siglufjörður 18739tonn í 1890 löndunum.
  Ólafsfjörður 512tonn í 518 löndunum.

  2015 Siglufjörður 19274tonn í 2158 löndunum.
  2015 Ólafsfjörður 495tonn í 544 löndunum.

  Aflinn er 518 tonnum minni 2016 en á sama tíma 2015 í höfnum Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Hafnarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2017.

  Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.3 1610003 Gjaldskrár 2017
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Hafnarstjóri fór yfir drög að gjaldskrá Hafnarsjóðs fyrir árið 2017.

  Hafnarstjórn vísar erindinu til næsta fundar til afgreiðslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið 1.1. - 31.8. 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 33 skemmtiferðaskip hafa nú þegar bókað komu sína til Fjallabyggðahafna á árinu 2017.

  Hafnarstjórn fagnar mikilli fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðahafna sem rekja má m.a. til stórbættrar aðstöðu á hafnasvæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Hafnasambandsþing 2016 var haldið á Ísafirði 13-14 október. Ásgeir Logi Ásgeirsson sótti þingið fyrir hönd Hafnarstjórnar Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Lagt fram til kynningar. Málið var tekið fyrir á Hafnasambandsþingi. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24. október 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar hafnarstjórnar staðfest á 137. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Fyrri umræða
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum í tillögu:
1. Hækkun launa um 3%.
2. Óbreyttri upphæð staðgreiðslu útsvars á milli ára.
3. Óbreyttri útsvarsprósentu 14,48 og óbreyttri álagningarprósenta fasteignagjalda.
4. Hækkun þjónustugjalda á milli ára.
5. Verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð 2.200 m.kr.
Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 39 m.kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 133 m.kr.

Veltufé frá rekstri er 362 m.kr. eða 21,5%.
Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 296 m.kr. og afborganir langtímakrafna 46 m.kr.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 36% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 83% að þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það tæpleg fjögur ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 0,59.
Veltufjárhlutfall verður 1,00 og handbært fé í árslok 2017 verður 66 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 756 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

7.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á skipan undirkjörstjórnar á Siglufirði.
Ólafur H. Kárason kemur inn í nefndina í stað Rögnvaldar Þórðarsonar.

Fundi slitið - kl. 19:45.