Bæjarstjórn Fjallabyggðar

110. fundur 15. desember 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014

Málsnúmer 1411017FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Innanríkisráðuneytið sendir bréf dags. 13. nóvember 2014. Óskað er eftir upplýsingum um snjómokstur í þéttbýli á snjóþungum svæðum.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Samstarf Mæðrastyrksnefnda á Akureyri, Hjálparsstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð er að hefja fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár og óska eftir styrk hjá Fjallabyggð.
    Bæjarráð samþykkir að hafna ósk um styrk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara á Siglufirði dags. 19. nóvember 2014. Þar er m.a. vakin athygli á því að kostnaður við upphitun húsa er mun hærri á Siglufirði en í Ólafsfirði og að munur er á fasteignamati milli byggðakjarna.

    Bæjarráð þakkar fram komnar ábendingar og vill koma á framfæri að Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður eru að vinna að tillögum um breytingu á álagningu fasteignagjalda til að jafna álögur á íbúa.
    Íbúar byggðakjarna kaupa vatn til húshitunar af sitthvoru fyrirtækinu á sitthvorri gjaldskránni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Lögð fram tilkynning og bréf frá 21.11.2014 um að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23. september 2012 en óskar eftir viðtalsaðstöðu án endurgjalds.

    Bæjarráð óskar eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi þess að atvinnuleitendur þurfa á þjónustu og aðstoð að halda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.5 1211041 Málefni Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Bæjarstjóri sótti fund um málefni hjúkrunarheimila miðvikudaginn 26. nóvember í Reykjavík.
    Lögð fram fundargerð þar sem til umfjöllunar voru m.a.
    1. Endurskoðun daggjalda og gerð þjónustusamninga.
    2. Gagnaöflun og upplýsingagjöf um málefni hjúkrunarheimila.
    3. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
    4. Samningur um leiguleið.
    5. Samantekt um niðurstöður fundarins.
    Áhersla er lögð á að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sér varðandi endurskoðun daggjalda og gerð þjónustusamninga. Farið verði fram á formlega kostnaðargreiningu á lágmarkskröfum ríkisins og húsnæðiskostnaði komið inn í fjármögnunarmódel skv. daggjöldum þar sem það á við. Fundarmenn myndi bakhóp fyrir sambandið og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í viðræðum þessara aðila við ráðuneytin.
    Varðandi gagnaöflun og upplýsingamiðlun mun sambandið ræða við Ríkisendurskoðun um að fá aðgang að gagnagrunni embættisins. Bakhópurinn verður upplýstur um framvindu málsins.
    Sambandið mun þrýsta á tilnefningar í nefnd sem fari yfir uppgjör lífeyrisskuldbindinga á grundvelli þess fordæmis sem komið er í samkomulagi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og fjármálaráðuneytis.
    Bakhópurinn mun vakta hvernig grunnforsendur í samningum um leiguleiðina þróast með það fyrir augum að öll hlutaðeigandi sveitarfélög njóti þess ef viðmið þróast á hagstæðan hátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Lagt fram bréf dagsett 25. nóvember 2014, frá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem kynnt eru aðilaskipti að jörðinni Hreppsendaá Ólafsfirði.
    Um er að ræða kaup Guðjóns Þórðarsonar á jörðinni úr dánarbúi í opinberum skiptum.

    Málinu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Tillaga lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 3. desember 2014 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 370. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014

Málsnúmer 1412001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Á fund bæjarráðs mætti skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson.

    Til umræðu var m.a. akstursmál starfsmanna og framlenging á samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn, að uppfylltum ákveðnum atriðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Á fund bæjarráðs mætti skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir.

    Til umræðu var m.a. ósk skólastjóra um fasta stöðu deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Skólastjóri lagði fram greinargerð og áætlaður kostnaður var ræddur.

    Bæjarráð samþykkir tímabundna stöðu deildarstjóra næsta skólaár 2015-2016.

    Bæjarráð leggur áherslu á við skólastjórnendur að lokið verði við sjálfsmat skólans og að greinargerð um framvindu verkefnisins verði lögð fram í bæjarráði hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Sótt er um stuðning við Snorraverkefnið er lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.

    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Sótt er um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014, en það fór fram 21.-28. nóvember s.l.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk upp á kr. 15.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagðar fram tillögur bæjarbúa, sjá 362. fund bæjarráðs frá 30. október 2014.

    Bæjarstjóra er falið að svara þeim aðilum sem sendu inn ábendingar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagðar fram upplýsingar um allan akstur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

    Bæjarráð telur rétt að boða fulltrúa Hópferðabíla Akureyrar á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Eins og kveðið er á um í lánasamningi Vaðlaheiðarganga hf. og ríkisins þá ber Greiðri leið ehf. að auka hlut sinn um 40 m.kr. ár hvert á árabilinu 2013 - 2017 eða um 200 m.kr.
    Með tilkynningu og áskriftarblaði eru lagðar fram upplýsingar um forkaupsrétt hluthafa að Greiðri leið ehf.
    Hlutur Fjallabyggðar er kr. 21.185.

    Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir umsóknir um menningarstyrki á 11. fundi sínum 20. nóvember 2014 og gerði tillögu að menningarstyrkjum með hliðsjón af afgreiðslu bæjarráðs um rekstrarstyrki.
    Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og var þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
    Tillaga markaðs- og menningarnefndar ásamt afgreiðslu bæjarráðs er upp á kr. 5.065.000.

    Bæjarráð hafnar eftirfarandi styrkumsóknum:

    1. Styrkumsókn frá Norrænafélaginu á Siglufirði.
    2. Umsókn frá Þorsteini Ásgeirssyni, Ólafsfirði.
    3. Umsókn frá Kolbeini Arnbjörnssyni.

    Bæjarráð staðfestir framlag til Sigurhæða ses. samkvæmt samningi kr. 1.900.000.
    Jafnframt kr. 500.000 til viðhalds samkvæmt samningi.
    Bæjarráð boðar stjórn Sigurhæða ses. til fundar á fyrsta fundi á nýju ári til að ræða framtíðaruppbyggingu Sigurhæða ses.

    Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknar frá Þjóðlagahátíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Á 15. fundi Fræðslu- og frístundanefnd 24. nóvember var farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um frístundastyrki.

    Nefndin samþykkti tillögu að upphæð kr. 1.660.000 vegna eftirfarandi umsókna:
    Golfklúbbur Siglufjarðar, SNAG búnaður.
    Samþykkt að gert verði ráð fyrir þessum búnaðarkaupum á stofnbúnarlið íþróttamiðstöðvarinnar, kr. 360.000.
    Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðamót Íslands.
    Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
    Herdís Erlendsdóttir, umsókn um styrk fyrir reiðnámskeið.
    Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 300.000.
    Smástrákar, Unglingasveit Björgunarsv.
    Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.

    Nefndin vísaði eftirfarandi umsóknum til bæjarráðs:
    ÚÍF fasteignaskattur.
    Golfklúbbur Ólafsfjarðar, hækkun á rekstarsamningi.
    Golfklúbbur Siglufjarðar, hækkun á rekstarsamningi.
    Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, Fjallaskíðamót. Þar sem umsóknin snýr að kynningar og markaðssetningu mótsins, sem er ætlað fullorðnum, telur nefndin verkefnið ekki falla undir styrkveitingu til ungmenna og æskulýðsstarfs.
    Skíðafélag Ólafsfjarðar, hækkun á Þjónustusamningi.
    Hestamannafélagið Gnýfari, rekstarsamningur.
    Hestamannafélagið Glæsir, rekstarsamningur.
    Hestamannafélagið Glæsir, fasteignaskattur.
    KF, þjónustusamningur.
    Hyrnan og Súlur, umsóknir um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs.

    Nefndin synjaði fyrir sitt leyti umsókn frá Sævar Birgissyni, vegna heimsmeistaramóts í skíðagöngu, þar sem umsókn barst of seint.

    Bæjarráð hefur áður samþykkt óbreytta upphæð til rekstrar og þjónustusamninga.

    Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnir frá Hyrnunni og Súlum vegna salarleigu.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Sævar Birgisson, vegna heimsmeistaramóts í skíðagöngu um kr. 100.000.

    Bæjarráð samþykkir að kannað verði eignarhald á SNAG búnaðinum fyrir næsta fund.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, vegna fjallaskíðamóts um kr. 100.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Neðanritaðir styrkir voru óafgreiddir í bæjarráði. Bæjarráð hafnar eftirfarandi umsóknum.
    1. Hestamannafélagið Gnýfari.
    Lýsing frá Brimvöllum 1 og að Faxavöllum 9.
    2. Þórarinn Hannesson.
    Markaðs og kynningarmál, kr. 250.000.
    3. Sigurhæðir ses.
    Viðgerðir og viðhald, kr. 900.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram til kynningar áherslur er varðar viðhaldsverkefni fyrir árið 2015 og verkefni til framkvæmda á árinu 2015.
    Einnig áherslur deildarstjóra tæknideildar er varðar framkvæmdir í gatna- og gangstéttagerð á árinu 2015.

    Undir þessum dagskrárlið lagði Sólrún Júlíusdóttir fram eftirfarandi spurningar og óskar að þeim sé svarað skriflega áður en bæjarstjórn afgreiðir fjárhagsáætlun við seinni umræðu:

    1. Forsendur fyrir viðhalds- og endurbótakostnaði í gatnagerð.
    a. Hvert er fermetraverð á malbiki?
    b. Hver er annar áætlaður kostnaður í gatnagerð, s.s. niðurföll, brunnar, jarðvegsskipti, lagnir o.s.frv.?

    2. Gert er ráð fyrir 4,1 milljón í Ráðhúsið ofan á u.þ.b. þær 30m, sem þegar er búið að framkvæma í Ráðhúsinu.
    a. Er það mat meirihlutans að þetta sé forgangsverkefni, umfram aðrar framkvæmdir, t.d. í umhverfismálum?

    3. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í viðbyggingu á leikskólanum á Siglufirði.
    a. Er það mat meirihlutans að ekki sé brýn þörf fyrir viðbyggingu?
    b. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

    4. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í byggingu líkamsræktarstöðvar á Ólafsfirði.
    a. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

    5. Hver er áætlaður heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna framkvæmda við Vesturtangann í heild sinni, tek það fram að þarna er á ferðinni mjög þarft verk, en engu að síður þarf heildarkostnaður að liggja fyrir?

    6. Eru engin umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði?

    7. Grunnskóli Fjallabyggðar.
    a. Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi á Siglufirði undir eitt þak?
    b. Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda?
    c. Óskað er eftir sparnaði í rekstri fasteigna?
    d. Þá er óskað eftir að upplýst verði um aukinn fjármagnskostnað eða minni fjármagnstekjur vegna fjárfestingarinnar, sem kemur niður á rekstri bæjarsjóðs til framtíðar?
    e. Hver er áætlaður gjaldfærður fyrningarkostnaður á ári vegna skólabygginga í Fjallabyggð?

    8. Lausafjárstaða bæjarsjóðs.
    a. Í ljósi gríðarlegra framkvæmda bæjarsjóðs á síðastliðnum árum, hver eru áhrifin á lausafjárstöðu bæjarins og telja menn hana viðunandi m.t.t. þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru í sveitarfélaginu?
    b. Hvað telja stjórnendur bæjarins, ef horft er til daglegs rekstur og fyrirhugaðra framkvæmda, að handbært fé þurfi að vera mikið?
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir 10 mánuði ársins 2014.
    Rekstrarniðurstaða tímabils er 30,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -89,9 millj. miðað við -59,4 millj.
    Tekjur eru 8,4 millj. lægri en áætlun, gjöld 36,5 millj. lægri og fjárm.liðir 2,4 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram bréf frá Póst- og Fjarskiptastofnun, dags. 20. nóvember um leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaranets. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lögð fram bókun byggðarráðs Dalvíkurbyggðar frá 27. nóvember sl., er varðar eflingu skólastarfs og rekstur Menntaskólans á Tröllaskaga. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um almannatryggingar. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram til kynningar, tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr, 100/2007, með síðari breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 371. fundur - 9. desember 2014 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
    6. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 9. september 2014.
    7. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 15. september 2014.
    8. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 30. september 2014.
    9. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 14. október 2014.
    10. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 11. nóvember 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 371. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014

Málsnúmer 1412002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Samkvæmt upplýsingum íþrótta- og tómstundafulltrúa verða morgunopnanir eins á Siglufirði og í Ólafsfirði. Gert er ráð fyrir helgaropnun beggja vegna laugardaga og sunnudaga. Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.2 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram og rædd tillaga að breyttu skipuriti fyrir Fjallabyggð.
    Einnig drög að starfslýsingum og minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.3 1412019 Erindisbréf nefnda
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram drög að breyttum erindisbréfum, í tengslum við breytingu á skipuriti Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum til umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.5 1412012 Gjaldskrár 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Samþykkt að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Í bréfi dagsettu 5. desember 2014, er Fjallabyggð boðinn forkaupsréttur að Siglunesi SI 70, skipaskrárnúmer 1146, en gerður hefur verið kaupsamningur um skipið á milli Sögu útgerðar ehf og PSP ehf.
    Vísað er til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

    Bæjarráð mun ekki nýta sér forkaupsrétt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram til kynningar tillaga að Ferðastefnu Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
    Þar sem ekki næst að bjóða út tryggingarnar og ganga frá samningum fyrir áramót, óskar deildarstjóri eftir því að útboði verði frestað til næsta vors og að samið verði um skammtímaframlengingu í eitt ár við núverandi tryggingafélag.

    Bæjarráð samþykkir fram komna ósk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að kanna hvert yrði eignarhald á SNAG búnaðinum sem tengdist umsókn Golfklúbbs Siglufjarðar.

    Samkvæmt upplýsingum er gert ráð fyrir að búnaðurinn verði í eigu Fjallabyggðar til útleigu fyrir alla golfáhugamenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Á síðasta fundi bæjarráðs lagði Sólrún Júlíusdóttir fram eftirfarandi spurningar.
    Óskaði hún eftir að þeim yrði svarað skriflega áður en bæjarstjórn afgreiðir fjárhagsáætlun við seinni umræðu:

    Eftirfarandi svör eru lögð hér fram á fundi bæjarráðs:

    1. Forsendur fyrir viðhalds- og endurbótakostnaði í gatnagerð
    a. Hvert er fermetraverð á malbiki?
    b. Hver er annar áætlaður kostnaður í gatnagerð, s.s. niðurföll, brunnar, jarðvegsskipti, lagnir o.s.frv.?

    Svör:
    1.a.3.750 kr/m2 yfirlögn (skv. tilboði sumar 2014)
    6.500 kr/m2 viðgerðir (skv. tilboði sumar 2014)
    b. 1.100 kr/lm sögun á malbiki
    45.000 kr/stk götuniðurfall
    200.000 kr/stk 600mm brunnur
    8.000 kr/lm 200mm fráveitulögn
    4.500 kr/lm grafa fyrir lögn sanda og fylla
    1.000 kr/m3 gröftur
    3.000 kr/m3 fylling
    2. Gert er ráð fyrir 4,1 milljón í Ráðhúsið ofan á u.þ.b. þær 30m, sem þegar er búið að framkvæma í Ráðhúsinu
    a. Er það mat meirihlutans að þetta sé forgangsverkefni, umfram aðrar framkvæmdir, t.d. í umhverfismálum?

    Svör:
    2.a. Meirihlutinn telur rétt að ljúka þeirri framkvæmd sem fyrri bæjarstjórn ákvað að ráðast í og gera vinnuaðstöðu starfsmanna bæjarskrifstofu viðunandi. Með sameiginlegri skrifstofu fyrir báða byggðakjarna næst fram hagræðing í rekstri á skrifstofu bæjarfélagsins og skilvirkni í stjórn þess.

    3. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í viðbyggingu á leikskólanum á Siglufirði
    a. Er það mat meirihlutans að ekki sé brýn þörf fyrir viðbyggingu?
    b. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

    Svör:
    3.a. Meirihlutinn telur að brýn þörf sé fyrir viðbyggingu við Leikskála eins og augljóslega má sjá í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 en þar er gert ráð fyrir að ráðist verði í hönnun viðbyggingar og leikskólalóðar á árinu 2015 svo að raunhæft kostnaðarmat liggi fyrir þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verður unnin. Þegar ákvörðun um bráðabirgðahúsnæði var tekin var öllum ljóst að það væri - eins og liggur í hlutarins eðli - aðeins til bráðabirgða. Að mati leikskólastjóra er hægt að búa við þá lausn í eitt til tvö skólaár. Meirihlutinn leggur áherslu á að leikskólabörn og starfsfólk leikskólans búi við góðar aðstæður og eru lagfæringar á eldhúsi Leikskála eitt dæmi um það. Leikskóli Fjallabyggðar hefur verið látinn sitja á hakanum undanfarin ár og það er vilji meirihlutans að snúa þeirri þróun við.
    3.b. Áætlaður kostnaður miðast við 350.000 kr/m2
    Hönnun húsnæðis liggur ekki fyrir og þar með liggur stærð byggingarinnar ekki fyrir.
    Stærð á viðbótarhúsnæði gæti verið um 60 m2.
    Heildarkostnaður gæti þar með verið um 21 m.kr.

    4. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í byggingu líkamsræktarstöðvar á Ólafsfirði
    a. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

    Svör:
    4. a. Áætlaður kostnaður miðast við 300.000 - 350.000 kr/m2
    Tillaga að hönnun viðbyggingar liggur fyrir, en málið hefur ekki fengið umfjöllun í bæjarráði eða fagnefnd. Málið verður til umræðu eftir áramót.
    Framkomin tillaga miðast við um 102 m2.
    Áætlaður kostnaður er því um 31 - 36 m.kr.

    5. Hver er áætlaður heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna framkvæmda við Vesturtangann í heild sinni, tek það fram að þarna er á ferðinni mjög þarft verk, en engu að síður þarf heildarkostnaður að liggja fyrir?

    Svör:
    5. Bæjaryfirvöld hafa fullan hug á að uppfylla þann samning sem undirritaður var við Rauðku ehf. Endanleg hönnun svæðisins liggur ekki fyrir og því er ekki hægt að áætla kostnað fyrr en búið er að ákveða hvað skal gera, þ.e. hversu langir vegir/göngustígar eiga að vera, hvernig landmótun á svæðinu verður o.s.frv..
    Því hefur hönnun svæðisins forgang á árinu 2015 í samráð við Rauðku ehf. en Rauðka ehf. hefur lagt áherslu á að framkvæmdir hefjist á árinu og hefur fyrsti áfangi verið ákveðinn á því ári.
    6. Eru engin umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði?

    Svör:
    Að sjálfsögðu eru umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði og má þar nefna framkvæmdir á tjaldsvæðinu sem og að lagfæringar, tiltekt á eyrinni og við námusvæðið í Ólafsfirði. Í áætlun er gert ráð fyrir um 5,0 m. kr. til þess verkefnis og um 4,0 m.kr. frá Vegagerð vegna frágangs á umræddum svæðum. Þá má geta þess að gert er ráð fyrir 17,5 m.kr. til annarra verkefna þ.á.m. umhverfisverkefna sem ákveðin verða þegar nær dregur sumri.
    7. Grunnskóli Fjallabyggðar
    a. Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi á Siglufirði undir eitt þak?
    b. Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda?
    c. Óskað er eftir sparnaði í rekstri fasteigna?
    d. Þá er óskað eftir að upplýst verði um aukinn fjármagnskostnað eða minni fjármagnstekjur vegna fjárfestingarinnar, sem kemur niður á rekstri bæjarsjóðs til framtíðar?
    e. Hver er áætlaður gjaldfærður fyrningarkostnaður á ári vegna skólabygginga í Fjallabyggð?

    Svör:
    a. Ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
    b. Ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
    c. Sjáanlegur sparnaður er í því fyrir Fjallabyggð til lengri tíma litið að reka tvær byggingar á grunnskólastigi en fjórar, en ekki vannst tími til að taka saman tölulegar upplýsingar.
    d. Ekki er hægt að tala um aukinn fjármagnskostnað er varðar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins þar sem lántaka hefur verið í lágmarki og engin lán tekin á síðustu árum.
    Fjármagnstekjur hafa lækkað í takt við lækkun á handbæru fé og einnig er rétt að minna á að vextir hafa á sama tíma lækkað hjá innlánsstofnunum.
    e. Afskriftir af grunnskólahúsnæði við Tjarnarstíg er 6,8 millj. og við Norðurgötu 6,2 millj. Afskriftir af leikskólanum við Brekkugötu eru 2,3 millj. og 2,7 millj. af skólanum við Ólafsveg. Tónskólinn við Aðalgötu er afskrifaður um 0,5 millj. og húsnæðið við Aðalgötu í Ólafsfirði er afskrifað um 0,4 millj.
    Gamla grunnskólahúsnæðið við Hlíðarveg á Siglufirði er afskrifað árlega um 0,2 millj.
    8. Lausafjárstaða bæjarsjóðs
    a. Í ljósi gríðarlegra framkvæmda bæjarsjóðs á síðastliðnum árum, hver eru áhrifin á lausafjárstöðu bæjarins og telja menn hana viðunandi m.t.t. þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru í sveitarfélaginu?
    b. Hvað telja stjórnendur bæjarins, ef horft er til daglegs reksturs og fyrirhugaðra framkvæmda, að handbært fé þurfi að vera mikið?

    Svör:
    Lausafjárstaðan hefur lækkað á liðnum árum en hefur verið viðunandi.
    Framkvæmdir síðastliðinna ára hafa haft áhrif á lausafjárstöðu bæjarins en enn sem komið er hefur ekki þurft að taka lán.
    a.Lausafjárstaða bæjarfélagsins er öllum kunn, sjá áætlun síðustu ára og til ársins 2018.
    Í tillögu að fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir 65 millj. í handbært fé í lok árs.
    Megin þungi framkvæmda fellur á sumarmánuðina. Svo gæti farð að skammtímalán þurfi til að laga lausafjárstöðuna á því tímabili.
    Veltufé frá rekstri er mælikvarði á hve auðvelt er fyrir bæjarfélagið að standa undir áhvílandi skuldbindingum.
    Í tillögu að fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir veltufé standi að mestu undir rekstri, framkvæmdum og afborgunum lána.

    Handbært fé í árslok
    2010 270.253 millj.
    2011 214.508 millj.
    2012 108.317 millj.
    2013 206.144 millj.
    2014 upphafsáætlun 60.889 millj.
    2014 útkomuspá 73.267 millj.
    2015 áætlun 64.965 millj.

    Í fyrri umræðu þann 1.12.2014, var gert ráð fyrir að handbært fé verði:
    2016, 52.898 millj.
    2017, 47.106 millj.
    2018, 39.989 millj.
    Almennt er miðað við og bæjarráð Fjallabyggðar lagði áherslu á að veltufjárhlutfall eigi ekki að vera lægra en 1,0 til að lausafjárstaðan sé í ásættanlegu ástandi.
    Tillaga að fjárhagsáætlun 2015 -2018 uppfyllir þau skilyrði.

    Í ljósi þess að í tillögu að fjárhagsáætlun er handbært fé að lækka, þarf bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort endurskoða eigi fjárhagsáætlunina til að handbært fé sé sem næst útkomuspá 2014.
    Meirihluti bæjarráðs leggur þar með til að í áætlun 2016 - 2018 sé miðað við 170 m.kr. í fjárfestingar.

    Farið var yfir samantekt um mál sem var vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

    Þau mál sem eftir var að bóka með formlegum hætti og afgreiða eru eftirfarandi:

    1. Útvarp frá bæjarstjórnarfundum
    FM. Trölli.is vildi kanna hvort áhugi væri fyrir því að útvarpa frá fundum bæjarstjórnar.

    Bæjarráð leggur til að erindinu verði hafnað að sinni og tekið upp á næsta ári.

    2. Endurnýting á affallsvatni - Sundlaugin í Ólafsfirði

    Bæjarráð leggur til að deildarstjóri leggi fram greinargerð um áætlaðan kostnað og beri saman við ávinning.

    3. Endurbætur að Hóli á Siglufirði
    Um er að ræða styrkbeiðni að upphæð 2 milljónir á ári í 4 ár.

    Erindi hafnað.

    Bæjarráð leggur til að fundin verði önnur lausn á málinu.

    Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi óskar að bókað sé að hún leggi áherslu á að þörf sé á að fara í endurbætur með aðkomu Fjallabyggðar og að styrkbeiðni sé samþykkt.

    4. Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - Fjallskilanefnd

    Bæjarráð telur rétt að vinnuhópur sem skipaður var á 350. fundi bæjarráðs, 5. ágúst 2014, komi fram með tillögur áður en gerðar verði breytingar á samþykktum bæjarfélagsins er þetta mál varðar.

    5. Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

    Meirihluti bæjarráðs frestar málinu þar til eftir áramót.

    6. Sláttuvélar við knattspyrnuvelli - endurnýjun á vélarkosti

    Meirihluti bæjarráðs óskar eftir tillögum frá deildarstjóra tæknideildar, ásamt ábendingum frá verkstjóra þjónustumiðstöðvar og íþrótta- og tómstundafulltrúa um endurnýjun tækja og búnaðar fyrir næstu ár.
    Rétt er einnig að kanna kosti þess að koma á fót tækjadeild á vegum þjónustumiðstöðvar.

    7. Styrkumsókn - áhaldakaup - erindi Lísebetar Haukdóttur.

    Bæjarráð hafnar búnaðarkaupum í Íþróttamiðstöð Ólafsfirði.

    8. Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg - búnaðarkaup

    Bæjarráð hafnar erindinu að þessu sinni og leggur til að fundin verði hagkvæmari lausn á málinu.

    9. Snjóflóðaeftirlit - Skíðasvæðið Skarðsdal
    Lagt fram til kynningar.

    Farið var yfir þær breytingar sem þarf að gera á fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.

    Rekstrarbreytingar 2015 samtals gjöld upp á 1,2 millj. og lækkun vegna framkvæmda upp á samtals 25 millj. 2016 - 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    S. Guðrún Hauksdóttir óskaði að bókað yrði:
    "Ég undirrituð lýsi yfir vonbrigðum með hvernig staðið hefur verið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 af hálfu meirihlutans. Mikilvægar upplýsingar hafa komið mjög seint fram t.d. er fyrst nú á milli fyrri og síðari umræðu verið að taka til afgreiðslu mál sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar á árinu. Skortur á upplýsingum hefur gert bæjarfulltrúm minnihlutans erfitt fyrir að rækja skyldur sínar, sem kjörnir fulltrúar og áskil ég mér rétt til frekari bókana við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn".
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 1. desember 2014 um landnýtingartillögur, tangi og miðbær. Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar frá 9. desember 2014 sem fulltrúar bæjarfélagsins, Leyningsáss og fleiri, áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar um tillögur að veglínum að nýjum byrjunarstað skíðasvæðisins í Skarðsdal.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar bæjarráðs staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014

Málsnúmer 1412004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Húseigendur við Grundargötu nr. 5a, 5b, 7a og Lækjargötu 4c, óskuðu eftir því að fá afnot af lóð við Lækjargötu 6c fyrir bílastæði. Á 172.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að grenndarkynna tillögu tæknideildar að útfærslu bílastæða við Lækjargötu 6c í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdir bárust frá tveimur aðliggjandi lóðarhöfum.

    Í ljósi athugasemda sem bárust sér nefndin sér ekki fært að verða við umsókn íbúa um afnot af lóðinni undir bílastæði. Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c er því hafnað.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Lagt fram eftirfarandi erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólm Þórðarsonar:

    1. Ósk um leyfi til að lagfæra slóða við gamla Múlaveginn vegna breiddar á snjótroðararnum.
    2. Fá afnot af plani þar sem steypustöðin stóð. Þar yrði staðsettur aðstöðugámur og aðstaða til að leggja bílum.
    3. Fá að setja upp upplýsingaskilti 1,5m x 3,0m sem yrði staðsett við gatnamót Múlavegar og Námuvegar.

    Nefndin samþykkir erindið með því skilyrði að aðstöðugámur sé fjarlægður á þeim árstíma sem starfsemin er ekki í gangi. Staðsetning á upplýsingaskilti skal ákveðin í samráði við tæknideild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Ísfells ehf., vill kanna afstöðu nefndarinnar til breytinga á eftir hæðum Pálsbergsgötu 1 í íbúðir.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og er tilbúin að hafa það í huga við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028, sú vinna hefst í byrjun árs 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Ingi Vignir Gunnlaugsson sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs við Hrannarbyggð 12, Ólafsfirði. Einnig sækir hann um leyfi til að klæða norðurhlið hússins.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram lóðamarkayfirlýsing vegna Hvanneyrarbrautar 27, Siglufirði. Með samþykki núverandi lóðarhafa er óskað eftir að stærð lóðarinnar verði minnkuð í samræmi við lóðarblað dagsett 18.11.2014.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.6 1412012 Gjaldskrár 2015
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Á 362.fundi bæjarráðs þann 30.október sl. var bókað að gjaldskrár og þjónustugjöld, 1. janúar 2015, taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2014. Lagðar eru fram uppfærðar gjaldskrár fyrir kattahald, hundahald, stofngjald fráveitu og fráveitugjald, vatnsveitu, þjónustumiðstöð og byggingarfulltrúa þar sem miðað er við vísitölu í janúar 2014 og munu gjaldskrár og þjónustugjöld uppfærast samkvæmt því. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Á 174.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 28.10.2014 þar sem óskað er eftir leyfi til að ráðast í sjóvörn á Siglunesi.

    Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

    Nefndin ítrekar bókun sem gerð var á 133.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 22.mars 2012. Þar var lögð áhersla á að framkvæmdaleyfið verði fyrst veitt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

    1. Að starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands liggi fyrir.

    2. Að gengið verði úr skugga um að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemdir við grjótnámið þó ekki hafi verið gert ráð fyrir námusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

    3. Að framkvæmdaaðili geri nánar grein fyrir þeim tækjum sem hann hyggst nota til verksins til að tryggja að sem minnstar líkur verði á raski og tímaáætlun framkvæmda.

    4. Að fyrir liggi tillaga frá Siglingastofnun um skiptingu kostnaðar, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn, samkvæmt 7. gr. laga um sjóvarnir, nr. 28 frá 1997.

    5. Að efnisnám og flutningur efnis fari eingöngu fram á meðan nægilegt frost er í jörðu.

    6. Að ráðist verði í lagfæringu á grjótnámssvæði í samræmi við skilyrði Skipulagsstofnunar og eins verði annað rask á svæðinu lagfært um leið og framkvæmdum líkur.

    7. Að framkvæmdum verði hætt, komi í ljós að ekki verði mögulegt að flytja efni um veginn án þess að valda verulegu raski eða styrkja veginn verulega.

    8. Að þekkt refagreni á framkvæmdasvæðinu verði merkt í samráði við Umhverfisstofnun og þess gætt að raska þeim ekki né nánasta umhverfi þeirra.

    9. Að ráðist verði í þær mótvægisaðgerðir sem Fornleifastofnun hefur lagt til, í samráði við stofnunina, til að tryggja að ekkert rask verði utan slóðans þar sem hann liggur um bæjarhólinn, efnisflutningar fari eingöngu fram um slóðann á meðan frost er í jörðu. Verktökum verði sérstaklega gerð grein fyrir að verið sé að aka um bæjarhól og allur akstur utan slóðans sé bannaður. Fornleifar verði merktar vel og verktökum gerð nákvæm grein fyrir staðsetningu þeirra.

    10. Að fyrir liggi samkomulag um eftirlit með framkvæmdinni, greiðslu kostnaðar vegna þess og mögulegs tjóns vegna framkvæmdanna.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Helga Helgadóttir óskaði að fram kæmi að bæjarfélagið gerir ekki ráð fyrir kostnaði á árinu 2015 vegna þessa máls.
    Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Bakkavegar nr. 8019-01 af vegaskrá. Ekki er lengur föst búseta á Bakka og uppfyllir vegurinn því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Tilkynning um aðilaskipti á jörðinni Hreppsendaá í Ólafsfirði lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11. desember 2014 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir október 2014.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 18,5 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 17,1 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 18,9 millj. kr. sem er 91% af áætlun tímabilsins sem var 20,7 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 82,2 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 86 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 50,4 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 52,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -84,8 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var -95,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 17,5 millj. kr. sem er 83% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -7 millj. kr. sem er 57% af áætlun tímabilsins sem var -12,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Í bréfi dagsettu 11. desember 2014 óskar Magnús Jónasson eftir áframhaldandi leyfi frá störfum fyrir Fjallabyggð vegna veikinda, frá 1. janúar 2015 til og með 31. mars 2015.

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni samhljóða.

Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar frá og með áramótum og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.

Tillaga samþykkt samhljóða.

6.Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - 2014

Málsnúmer 1412021Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri bar upp tillögu um að fresta þessum dagskrárlið og var tillagan samþykkt samhljóða.

7.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.
Stefnuræðuna má nálgast á heimasíðu Fjallabyggðar.

Helstu stærðir í milljónum króna eru sem hér segir:

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta:
2015 kr. 71,4 jákvæð.
2016 kr. 69,1 jákvæð.
2017 kr. 73,0 jákvæð.
2018 kr. 58,5 jákvæð.

Veltufé frá rekstri samstæðu:
2015 kr. 264,3
2016 kr. 261,1
2017 kr. 261,9
2018 kr. 247,6

Handbært fé í árslok:
2015 kr. 63,8
2016 kr. 60,5
2017 kr. 63,5
2018 kr. 60,1

Fjárfestingar samstæðu:
2015 kr. 180,0
2016 kr. 170,0
2017 kr. 170,0
2018 kr. 170,0

Lántaka samstæðu:
2015 kr. 0
2016 kr. 0
2017 kr. 0
2018 kr. 0

Afborganir lána samstæðu:
2015 kr. 65,8
2016 kr. 66,3
2017 kr. 60,9
2018 kr. 52,9

Skuldir og skuldbindingar samstæðu:
2015 kr. 1.739,7
2016 kr. 1.715,3
2017 kr. 1.692,4
2018 kr. 1.675,1

Tekjur samstæðu:
2015 kr. 1.999,5
2016 kr. 1.999,5
2017 kr. 1.999,5
2018 kr. 1.999,5

Undirritaðar leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita foreldrum og forráðamönnum heimild til að flytja frístundastyrk á milli systkina".

S. Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir
Sólrún Júlíusdóttir

Tillaga samþykkt samhljóða.

Til máls um fjárhagsáætlun tóku:
Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Helga Helgadóttir.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Við undirritaðar bæjarfulltrúar D lista samþykkjum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, en ítrekum fyrri bókun frá 372. fundi bæjarráðs, þar sem gerðar voru athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Mikilvægar upplýsingar hafa komið mjög seint fram í ferlinu t.d. raunhæf útkomuspá fyrir 2014 og framkvæmdaáætlun. Þetta hefur gert störf okkar bæjarfulltrúa minnihlutans erfið. Einnig gerum við athugasemdir við að hlutfall launa af tekjum hækkar mikið milli ára eða úr 49% árið 2013 í 54% í fyrirliggjandi áætlun án þess að við því sé brugðist".

S. Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Þó geri ég fyrirvara um áherslur í fjárfestingaliðum.
Það er von mín að samráð verði haft við alla bæjarfulltrúa, við nánari útfærslur á viðhaldi og framkvæmdum á komandi ári.
Þá geri ég athugasemdir við það að gögn hafa oft á tíðum komið seint fram, sem gerir vinnu okkar í minnihlutanum erfiða, sem dæmi þá birtust ekki gögn í fundargátt fyrir þennan bæjarstjórnarfund fyrr en í morgun eða einungis nokkrum klukkutímum fyrir fund. Samkvæmt fundarsköpum eiga öll gögn að liggja fyrir tveimur sólarhringum fyrir fund.
Þá er vert að benda á að spurningum mínum varðandi hagræðingu í skólamálum er enn ósvarað og í því ljósi bendi ég á að í fjárhagsáætlun fyrir ári síðan fyrir árið 2014, var áætlað að setja í Fræðslu- og uppeldismál um 592m, en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er áætlað að setja 661m í sama lið. Forsendan fyrir því að eyða öllum þessum fjármunum í skólahúsnæði var hagræðing. Því er það enn óskýrt, svo ekki sé meira sagt, í hverju sú hagræðing var og verður fólgin".

Undirrituð óskuðu eftir að eftirfarandi yrði bókað við síðari umræðu um fjárhagsáætlun:

"Nú þegar lokið hefur verið við gerð fjárhagsáætlunar er ljóst að þær forsendur er forverar okkar gáfu sér um framtíðarhorfur bæjarsjóðs standast ekki skoðun. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 var ákveðið að fara ekki eftir viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun á kjarasamningum og var gert ráð fyrir mun minni hækkun en raunin varð. Áætlanir vegna lífeyrisskuldbindinga voru einnig verulega vanáætlaðar og hafa mikil áhrif á stöðu bæjarsjóðs. Því er ljóst að framkvæmdafé sveitarfélagsins verður mun minna á kjörtímabilinu en boðað hafði verið eða aðeins um 170-180 milljónir króna á ári".

Steinunn María Sveinsdóttir
Kristinn Kristjánsson
Kristjana R. Sveinsdóttir
Ríkharður Hólm Sigurðsson

Helga Helgadóttir óskaði að bókað yrði að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014, tók Fjallabyggð þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga sem fólst í því að hækka ekki gjaldskrár og stuðla þannig að lægri verðbólgu og hófstylltari launahækkunum. Ákvörðun um launaforsendur og gjaldskrárhækkanir átti svo að endurskoða þegar kjarasamningar hjá opinberum starfsmönnum lægju fyrir. Vísast hér í stefnuræðu bæjarstjóra fyrir árið 2014, þar sem markmið þessi koma fram. Einnig má benda á að eðlilegt hefði verið að núverandi meirihluti hefði tekið launa- og tekjuáætlun til endurskoðunar þegar kjarasamningar lágu fyrir í haust.


Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018.

Fundi slitið.