Bæjarstjórn Fjallabyggðar

132. fundur 11. maí 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
.
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Helgu Helgadóttur og Sólrúnu Júlíusdóttur.
Í þeirra stað mættu Ásgeir Logi Ásgeirsson og Jón Valgeir Baldursson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016

Málsnúmer 1604009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

    Tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til Hestamannafélagsins Glæsis.

    Bæjarráð samþykkir að breyta tillögu er varðar 2ha hólf norðan Hóls, austan Hólsár samkv. uppdrætti.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að gera samning til þriggja ára við Hestamannafélagið Glæsi.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til Hestamannafélagsins Glæsis.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

    Tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til sauðfjáreigenda.

    Bæjarráð samþykkir að breyta tillögu er varðar 2ha hólf norðan Hóls, austan Hólsár samkv. uppdrætti.

    Bæjarráð samþykkir tillögu svo breytta með þremur samhljóða atkvæðum.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að gera samning til þriggja ára við sauðfjáreigendur.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til sauðfjáreigenda á Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu á tímabilinu 1. janúar til 31. mars 2016.

    Bókfærð upphæð kr. 245,5 milljón er 1,4% hærri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2016, lögð fram.

    Um er að ræða aukið rekstrarframlag vegna golfvallar að Hóli, aukið framlag til Hornbrekku vegna dagdvalar aldraðra, frestun á kaup á mannskapsbíl fyrir slökkvilið og heimild til lántöku og uppgreiðslu láns.

    Rekstrarbreyting er samtals gjöld umfram tekjur kr. 7.234.000 og efnahagsbreyting samtals lækkun kr. 45.605.000.

    Nettóbreyting tillögunnar er fjármögnuð með eigin fé.

    Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, var frestað afgreiðslu erindis varðandi dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.

    Bæjarráð samþykkir sérstakt framlag til Hornbrekku að upphæð kr. 2.235.000 umfram þær kr. 2.000.000 sem eru á áætlun þessa árs vegna dagdvalar aldraðra.
    Jafnframt er samþykkt að vísa afgreiðslu til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að gerð verði úttekt á dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.


    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum sérstakt framlag til Hornbrekku að upphæð kr. 2.235.000, umfram þær kr. 2.000.000 sem eru á áætlun þessa árs vegna dagdvalar aldraðra.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að gerð verði úttekt á dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Á 27. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 11. apríl 2016, samþykkti nefndin fyrir sitt leyti umsókn starfsmanns leikskóla Fjallabyggðar um launalaust ársleyfi, en lagði til við bæjarráð að settar yrðu reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.

    Lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að lögð verði tillaga fyrir bæjarráð að launuðum sem og launalausum leyfum starfsmanna.

    Afstaða til beiðni starfsmanns verður tekin þegar reglur liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016. Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Gunnar I. Birgisson, Steinunn María Sveinsdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 12. apríl voru opnuð tilboð í verkið Fjallabyggð, fráveita 2016, skolpdælubrunnar, vél-, raf- og stjórnbúnaður.

    Varma og vélaverk ehf. bauð kr. 21.294.381,- og
    Áveitan ehf. kr. 18.985.200,-.

    Kostnaðaráætlun var kr. 24.860.000,-.

    Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Áveituna ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við Áveituna ehf um vélbúnað skolpdælubrunna fyrir fráveitu í Fjallabyggð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Deildarstjóri tæknideildar, óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út í lokuðu útboði, verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

    Bæjarráð heimilar að farið verði í lokað útboð og eftirtöldum fyrirtækjum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Árni Helgason ehf. Ólafsfirði
    Bás ehf. Siglufirði og
    Smári ehf. Ólafsfirði

    Útboðsgögn verði afhent 20. apríl og tilboð opnuð 3. maí 2016 kl. 14:00 að Gránugötu 24 Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 12. apríl voru opnuð tilboð í verkið Siglufjörður, Fráveita 2016, yfirfalls- og dælubrunnur við Aðalgötu, útrás neðan Aðalgötu, yfirfalls og dælubrunnur við Norðurtún.

    Árni Helgason ehf. bauð kr. 49.821.408,- og
    Bás ehf. kr. 37.862.304,-.

    Kostnaðaráætlun var kr. 36.602.600,-.

    Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Bás ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að ganga til samninga við Bás ehf. í verkið Siglufjörður, Fráveita 2016, yfirfalls- og dælubrunnur við Aðalgötu, útrás neðan Aðalgötu, yfirfalls og dælubrunnur við Norðurtún.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 12. apríl voru opnuð tilboð í malbikun fyrir Fjallabyggð 2016.

    Malbikun KM ehf. bauð kr. 64.400.000,- og
    Kraftfag ehf. kr. 68.197.200,-.

    Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Malbikun KM ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Malbikun KM ehf. um malbikun fyrir Fjallabyggð 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lögð fram drög að þjónustusamningi vegna veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg við Bolla og bedda ehf.

    Samningurinn gildir til 1. maí 2017.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þjónustusamning vegna veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg við Bolla og bedda ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lögð fram drög að dagskrá ferðar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Akureyrar og Siglufjarðar 24. - 25. maí.

    Ráðgjafarnefndin og starfsmenn sjóðsins óska eftir að fá að hitta fulltrúa bæjarfélagsins á fundi fyrir hádegi 25. maí.

    Bæjarráð samþykkir að taka á móti fulltrúum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Tekið fyrir erindi deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 14. apríl 2016, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að halda skólaþing og íbúafundi um fræðslu og frístundamál v/endurskoðunar á stefnum bæjarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögu frá deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að lækkun á áætlunarliðum viðkomandi málaflokka á móti kostnaði vegna íbúafundar og skólaþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 80 mkr. til 10 ára vegna framkvæmda við leikskóla. Þetta gerir bæjarsjóði einnig mögulegt að greiða upp óhagstætt skuldabréfalán, sem tekið var árið 2003.
    Þetta mun leiða til yfir kr. 30 milljóna króna ábata fyrir bæjarsjóð á lánstímabilinu.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum á 131. fundi bæjarstjórnar, 26. apríl 2016, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til 10 ára.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Bæjarstjóri óskaði eftir því við bæjarráð að fá heimild til að gera hönnunarsamning við AVH arkitekta og verkfræðistofu um viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.
    Viðbyggingin er ætluð sem mataraðstaða fyrir nemendur og starfsmenn, félagsaðstaða fyrir nemendur og fundaraðstaða bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
    Með tilkomu viðbyggingarinnar sem inniheldur móttökueldhús, geymslur og sal, mun aðstaða nemenda og starfsmanna batna til muna.

    Gert er ráð fyrir 5 milljónum í fjárhagsáætlun til hönnunar.

    Bæjarráð samþykkir beiðni.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að gera hönnunarsamning við AVH ehf. v. viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, var tekið fyrir erindi B og G tours, þar sem óskað var eftir aðkomu bæjarfélagsins að opnun vegar um Siglufjarðarskarð.

    Í bókun bæjarráðs var tiltekið að Vegagerðin hefur lofað að opna gamla Siglufjarðarveginn upp á Siglufjarðarskarð nú í vor og einnig að Vegagerðin telji að mikið þurfi til að gera við veginn Skagafjarðarmegin og ekki sé fjármagn til þess verkefnis.

    14. apríl 2016, óskar fulltrúi B og G tours eftir því að snjór verði ruddur af veginum um Siglufjarðarskarð, Fljótamegin.

    Þar sem vegurinn er á forræði Vegagerðar, er fulltrúi B og G tours beðinn að taka beiðni sína upp á þeim vettvangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Tekið fyrir erindi Arctic Freeride ehf, dagsett 13. apríl 2016, þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að fá aukið landssvæði til farþegaflutninga á snjótroðara, með því að keyra inn í botn Brimnesdals og þaðan upp á topp Kistufjalls.
    Þannig megi auka fjölbreytni í þeirra ferðaþjónustu og fyrirtækinu gert kleift að starfa lengur fram á vorið.

    Bæjarráð samþykkir umsókn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Þann 7. apríl 2016 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. september 2015 til 31. mars 2019.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Hrafnabjargavirkjunar hf. vegna friðunaráforma verkefnistjórnar Rammaáætlunar 3 varðandi vatnsaflsvirkjanir í Skjálfandafljóti ofan Bárðardals. Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. apríl 2016, koma fram leiðbeiningar, hvar nálgast má upplýsingar á heimasíðu sambandsins um fasteignaskatt og ferðaþjónustu.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lagt fram til kynningar dreifibréf undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2016-2017, dagsett 11. apríl 2016, þar sem vakin er athygli á nokkrum þáttum í tengslum við umsóknir til nefndarinnar.

    Undanþágunefnd grunnskóla metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi mennta- og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og reglugerð nr. 440/2010 um störf og starfshætti undanþágunefndar grunnskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Undir þessum dagskrárlið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
    Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. apríl 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar og sölu veitinga að Aðalgötu 10, 580 Siglufirði, áður Gistihúsið Hvanneyri.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19. apríl 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    199. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 14. apríl 2016.

    Varðandi umfjöllun nefndarinnar um Lóðarmörk Tjarnargötu 16, 18 og 20, Siglufirði, þá leggur bæjarráð til að málið verði tekið aftur fyrir í nefndinni til frekari úrvinnslu.

    25. fundur markaðs- og menningarnefndar, 14. apríl 2016.

    5. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 15. apríl 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 441. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016

Málsnúmer 1604011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var tekið fyrir erindi deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 14. apríl 2016, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að halda skólaþing og íbúafundi um fræðslu og frístundamál v/endurskoðunar á stefnum bæjarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkti þá að óska eftir tillögu frá deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að lækkun á áætlunarliðum viðkomandi málaflokka á móti kostnaði vegna íbúafundar og skólaþings.

    Lögð fram tillaga deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 22. apríl 2016, sem unnin var í samráði við skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, um að kostnaður við skólaþingið færist á fundarkostnað skólans, (04210-4230)en í áætlun er gert ráð fyrir kr. 290.000 í fundarkostnað.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lagður fram samningur um rekstur tjaldsvæða í Ólafsfirði við Bolla og bedda ehf.

    Bæjarráð staðfestir samning.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning um rekstur tjaldsvæða í Ólafsfirði við Bolla og bedda ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lögð fram tillaga að samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016.

    Bæjarráð samþykkir samstarfssamning.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, fyrir sitt leyti, samstarfssamning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lagðar fram til kynningar samþykktir fyrir byggðasamlagið Rætur bs og þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks, sem ritað var undir 19. febrúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Á 441. fundi bæjarráðs, frá 19. apríl 2016,
    frestaði bæjarráð að taka afstöðu til beiðni starfsmanns leikskóla Fjallabyggðar um launalaust ársleyfi, þar til tillaga að launuðum sem og launalausum leyfum starfsmanna lægi fyrir.

    Tekið fyrir erindi frá leyfisbeiðanda, dagsett 25. apríl 2016, þar sem þess er óskað að bæjarráð taki afstöðu til beiðninnar um launalaust leyfi sem fyrst, óháð reglum sem eftir er að setja.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lagt fram bréf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 31. mars 2016, þar sem rökstudd er tillaga um 80% stöðu deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2016-2017.

    Bæjarráð hafnar beiðninni.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hafna beiðni um 80% stöðu deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2016-2017.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2016, 10. maí í Reykjavík.
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Boðað er til aðalfundar SÍMEY, 28. apríl 2015 á Akureyri.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lögð fram tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett 14. apríl 2016, um arðgreiðslu til Fjallabyggðar, sem samþykkt var á aðalfundi sjóðsins 8. apríl 2016.

    Hlutur Fjallabyggðar sem kemur til útborgunar þegar fjármagnstekjuskattur hefur verið dreginn frá er kr. 10.016.496.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. apríl 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar kt. 670169-1899, til sölu gistingar í Íþróttamiðstöðinni á Hóli, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lagt fram til kynningar hvatningarbréf frá Ungmennafélagi Íslands, um þátttöku í hreyfiviku UMFÍ 23. - 29. maí nk. Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lagt fram erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dagsett 15. apríl 2016, þar sem boðið er upp á að halda skáknámskeið.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, fól bæjarráð bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir bæjarráð umsögn vegna fyrirspurnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framlög til dvalar- og eða hjúkrunarheimila.

    Samningaviðræður milli samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um ákvörðun daggjalda á hjúkrunarheimilum hafa staðið yfir frá því snemma árs 2015.

    Þar sem niðurstaða samningaviðræðna liggur ekki fyrir, er afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 18. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.

    Aðilar voru ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

    Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra.

    Sveitarfélögin bera sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn.

    Bæjarráð telur eðlilegt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði með sama hætti og verið hefur, þ.e. hjá sýslumanni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Eyþing og SSNV boða til fundar um næstu skref í samstarfi sveitarfélaga um úrgangsmál.

    Fundurinn verður haldinn á Akureyri, 2. maí 2016

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Gengið verður til forsetakosninga 25. júní n.k. og hefur Þjóðskrá Íslands þegar hafið ýmsan undirbúning vegna kosninganna.

    Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kjördeildarkerfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara Siglufirði, dagsett 19. apríl 2016, í framhaldi af fundi stjórnar félagsins 29. febrúar s.l.

    Bæjarráð samþykkir að viðræðuhópur á vegum félagsmálanefndar taki aftur upp viðræður við félög eldri borgara í Fjallabyggð.
    Jafnframt er deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka málið áfram.

    Varðandi aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í tengslum við dagdvöl aldraðra.

    Varðandi aðstöðu undir púttvöll, þá óskar bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Fyrirhugaður aðalfundur Flokkunar Eyjafjörður ehf. fyrir árið 2016 er áætlaður 17. maí nk.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi bæjarfélagsins verði Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar.

    1. fundur stjórnar Hornbrekku 20. janúar 2016.
    3. fundur stjórnar Hornbrekku 13. apríl 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26. apríl 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    13. fundur Ungmennaráðs, 20. apríl 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 442. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016

Málsnúmer 1604016FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lögð fram drög að hönnunarsamningi við AVH ehf. v. viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum hönnunarsamning við AVH ehf. vegna viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Á 442. fundi bæjarráðs, 26. apríl 2016, var til umfjöllunar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.

    Umsögn send nefndarsviði lögð fram.

    Þau atriði sem helst bera að nefna í umsögn varða endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði, Skarðsveg í Skarðsdal og gatnamót Snorragötu, Gránugötu og Suðurgötu, Siglufirði.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lögð fram til kynningar yfirferð Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlun Fjallabyggðar.

    Það er mat Jafnréttisstofu að áætlunin uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru skv. ákvæðum jafnréttislaga nr. 10/2008.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa, frá 22. apríl 2016, ásamt drögum að viðmiðunarreglum um launuð og launalaus leyfi starfsmanna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að reglum til afgreiðslu þar næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit mars 2016.

    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til mars, 2016, er 3,0 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 24,5 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 21,5 millj.
    Tekjur eru 0,5 millj. hærri en áætlun, gjöld 4,3 millj. lægri og fjármagnsliðir 1,8 millj. hærri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Kl. 13:00 í dag 3. maí 2016, voru opnuð tilboð í verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

    Tilboð bárust frá:
    Bás ehf. Siglufirði kr. 37.414.474,- sem er 132% af kostnaðaráætlun (28.433.800) og
    Smári ehf. Ólafsfirði kr. 47.042.556,- sem er 165% af kostnaðaráætlun.

    Bæjarráð hafnar framkomnum tilboðum.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir að hafna framkomnum tilboðum í verkið og samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við lægstbjóðanda.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Tekið til umfjöllunar erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dagsett 29. apríl 2016 um úthlutun leikskólapláss á leikskólanum Leikskálum.

    Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 29. apríl 2016.

    Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri mæti á næsta fund bæjarráðs og leggi fram umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lögð fram fyrirspurn frá Ívari Bragasyni, eiganda að Þormóðsgötu 30 Siglufirði, dagsett 25. apríl 2016.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 25. apríl 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Yummi Yummi kt. 601115-2390 til sölu veitinga að Túngötu 40a, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Tekin fyrir fyrirspurn vegna söfnunar áskrifenda að endurminningum og í senn afmælisriti séra Vigfúsar Þórs Árnasonar sem var prestur á Siglufirði og bæjarfulltrúi.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar kaup á bókum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga á Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

    Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett, 20. apríl 2016.

    Bæjarráð undrast svör Vegagerðarinnar og felur slökkviliðsstjóra að leita eftir skýrari svörum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. 10. maí 2016 á Akureyri.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar, eigi hann þess kost.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands, 10. maí 2016 á Akureyri.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    6. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 27. apríl 2016.

    98. fundur félagsmálanefndar, 29. apríl 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 3. maí 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð HNV frá 28. apríl 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 443. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016

Málsnúmer 1605001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á fund bæjarráðs mættu leikskólastjóri Olga Gísladóttir og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016, var tekið til umfjöllunar erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dagsett 29. apríl 2016 um úthlutun leikskólapláss á leikskólanum Leikskálum.
    Einnig var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 29. apríl 2016.

    Umsögn leikskólastjóra lögð fram.

    Þau börn sem eru á biðlista munu fá pláss á leikskólanum frá og með 1. júní.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir apríl 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 346,5 m.kr. sem er 100,9% af áætlun tímabilsins sem var 343,3 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 14,6 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 11,4 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 3,2 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.
    Aðal skýring á stöðu deilda umfram áætlun tengist síðustu kjarasamningum og þarf að uppfæra launaáætlun miðað við þá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 98. fundi félagsmálanefndar, 29. apríl 2016, var lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar. Eftir umræður um málið vísar félagsmálanefnd málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmála, dagsett 27. apríl 2016.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að:

    a) Stefnt skuli að fækkun 10 leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar á næstu árum, úr 54 íbúðum í 44.

    b) Íbúðir í Hvanneyrarbraut 42 og Ólafsvegi 32 verði ekki eyrnamerktar eldri borgurum eins og verið hefur.

    c) Þrjár íbúðir verði settar í söluferli á árinu 2016, auk þeirrar sem þegar hefur verið auglýst til sölu (Aðalgata 52).

    d) Að ákvörðun verði tekin um sölu íbúða á árinu 2017 samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að:

    a) Stefnt skuli að fækkun 10 leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar á næstu árum, úr 54 íbúðum í 44.

    b) Íbúðir í Hvanneyrarbraut 42 og Ólafsvegi 32 verði ekki eyrnamerktar eldri borgurum eins og verið hefur.

    c) Þrjár íbúðir verði settar í söluferli á árinu 2016, auk þeirrar sem þegar hefur verið auglýst til sölu (Aðalgata 52).

    d) Að ákvörðun verði tekin um sölu íbúða á árinu 2017 samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var lagður fram samningur við Golfklúbb Siglufjarðar vegna reksturs á golfvellinum við Hól. Nefndin lagði til við bæjarráð að hann yrði samþykktur.

    Bæjarráð telur að breyta þurfi 7. grein. Samningur gildi til 1. september 2016 þar sem fyrir liggur að leggja þurfi reiðstíga um svæðið í haust og völlurinn því ekki nothæfur eftir það.

    Bæjarráð samþykkir rekstrarsamning svo breyttan og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum rekstrarsamning við Golfklúbb Siglufjarðar um golfvöllinn að Hóli, Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var lagður fram samningur við Golfklúbb Fjallabyggðar vegna reksturs á golfvellinum í Skeggjabrekku.
    Nefndin lagði til við bæjarráð að hann yrði samþykktur.

    Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum rekstrarsamning við Golfklúbb Fjallabyggðar um golfvöllinn í Skeggjabrekku, Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, voru til umfjöllunar samningar vegna skólamáltíða, en þeir eru að renna út eftir þetta skólaár.
    Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að farið yrði í gerð nýrrar verðkönnunar.

    Bæjarráð samþykkir að gerð verði verðkönnun og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2015.

    Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2015 var kr. 299,4 milljónir og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 29,9 milljónir kr.

    Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
    Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa til viðauka, breytingu á lántöku vegna snjóflóðavarna að upphæð 3,9 millj. umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2015.

    Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2015 var kr. 299,4 milljónir og er lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 29,9 milljónir kr.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun, vegna breytingar á lántöku vegna snjóflóðavarna að upphæð 3,9 millj. umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Bæjarstjóri fór yfir drög að bréfi til aðildarsveitarfélaga vegna starfsemi Menntaskólans á Tröllaskaga, annarsvegar vegna leigusamnings til 5 ára og hinsvegar vegna viðbyggingar við MTR á matar- félags- og fundaraðstöðu fyrir nemendur. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var til umfjöllunar samningur um skólaakstur. Í samningnum er ákvæði um að heimilt sé að framlengja honum um eitt ár.
    Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að það ákvæði yrði nýtt.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. maí 2016, hvort þörf sé á leiðbeiningum og/eða samræmdri skráningu á hagsmunatengslum kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi.
    Til að fá yfirsýn yfir stöðuna í sveitarfélögum er þess þess óskað að nokkrum spurningum sé svarað.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu í samræmi við umræður bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Samband íslenskra sveitarfélaga er að hefja nýtt samstarfsverkefni með Stjórnstöð ferðamála í samvinnu við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, um uppbyggingu innviða á ferðamannaleiðum, ferðamannastöðum og ferðamannasvæðum, til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

    Verkefnið lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra tæknideildar sem tengilið bæjarfélagsins við verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram til kynningar boðun til allra aðildarhafna að Hafnasambandi Íslands, á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði 13.-14. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 29. apríl 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    28. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29. apríl 2016

Málsnúmer 1604014FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29. apríl 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar, sem tekið var fyrir á síðasta nefndarfundi, 31. mars s.l.
    Eftir umræður um málið vísar félagsmálanefnd málinu til umfjöllunar bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar félagsmálanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29. apríl 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar félagsmálanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29. apríl 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar félagsmálanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29. apríl 2016 Fundargerðir starfshóps um úthlutun leiguíbúða dags. 8.04.2016 og 13.04.2016, lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar félagsmálanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29. apríl 2016 Félagsmálanefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma í erindi Sambandsins að sveitarfélögin taki að sér aukin verkefni frá ríkinu, að því tilskyldu að fjármagn fylgi með í samræmi við umfangið. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar félagsmálanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016

Málsnúmer 1604015FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi Vinnuskólans á komandi sumri.
    Vinnuskólinn hefst 7. júní og verður þeim sem skrá sig fyrir 20. maí tryggð vinna sem hér segir;
    8. bekkur: 4 vikur 1/2 daginn
    9. bekkur: 5 vikur allan daginn (byrja 1. júlí)
    10. bekkur og fyrsti bekkur framhaldsskóla: 8 vikur allan daginn.
    Laun verða sem hér segir:
    8. bekkur: 639 kr. m/orlofi
    9. bekkur: 730 kr. m/ orlofi
    10. bekkur: 1.095 kr. m/orlofi
    Fyrsti bekkur framhaldsskóla: 1.497 kr. m/orlofi.
    Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Hauki fyrir upplýsingarnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirkomulag og taxta vegna vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2016.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Samkvæmt samningi um leigu á húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON á Siglufirði geta aðilar tekið upp viðræður um framlengingu samnings um eitt ár og þarf niðurstaða að liggja fyrir um mánaðarmótin apríl/ maí 2016. Í ljósi þess og þar sem ekki liggur fyrir að lausn sé í sjónmáli um framtíðarhúsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar leggur fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við leigusala Lækjagötu 8 um framlengingu á samningnum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka upp viðræður við leigusala Lækjargötu 8 Siglufirði um framlengingu á samningum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Lagður fram samstarfssamningur við Golfklúbb Fjallabyggðar um rekstur vallarins Skeggjabrekku Ólafsfirði. Nefndin leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Lagður fram samingur við Golfklúbb Siglufjarðar vegna reksturs á golfvellinum við Hól. Nefndin leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

    Guðný Kristinsdóttir mætti á fundinn 17:20

    Haukur Sigurðsson vék af fundi kl. 17:30
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Á fundinn mættu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans, Mundína Kristinsdóttir, fulltrúi starfsmanna, í forföllum Sigurlaugar Guðjónsdóttur og Hugborg Inga Harðardóttir fullltrúi foreldra.

    Vegna dagsetningar á haustfundi KSNV 7. október verður að færa skipulagsdag grunnskólans sem áður hafði verið skipulagður 16. september. Leikskólinn verður að halda þessum degi, 16. september, þar sem búið er að skipuleggja fræðslu á vegum MMS um læsistefnu og í samvinnu við Dalvíkurbyggð.
    Nefndin samþykkir breytingu á skóladagatali.
    Nefndin leggur til að komið verði á föstum forvarnardegi þar sem m.a. verði farið yfir viðbragðsáætlun í samgöngumálum á milli byggðarkjarna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðfest umbótaáætlun grunnskólans. Í júní 2017 mun ráðuneytið óska eftir greinargerð um framkvæmd umbótaáætlunar fram að þeim tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Jónína Magnúsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum úr starfsmannakönnun sem lögð var fyrir í mars sl. Í könnuninni eru starfsmenn spurðir um; stefnumótun, stjórnun, starfsþróun, jafnrétti/jafnræði, starfsanda, vinnuaðstöðu, álag og áreitni og einelti. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Samningar v/ skólamáltíða renna út eftir þetta skólaár. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í það að gera nýja verðkönnun. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Samningur um skólaakstur er að renna út. Í samningnum er ákvæði um að heimilt sé að framlengja honum um eitt ár. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að það ákvæði verði nýtt.

    Jónína, Mundína og Hugborg Inga véku af fundi kl. 18:00
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Hreyfivika UMFÍ verður að þesu sinni 23. - 29. maí nk. Hreyfivika UMFÍ snýst öðru fremur um það að kynna kostina sem felast í virkri hreyfingu og íþróttum. Einn liður í vikunni er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - mars 2016. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 181.139.448 kr. Áætlun, 184.586.372 kr. Mismunur; 3.446.924 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 61.175.951 kr. Áætlun 61.240.560 kr. Mismunur; 64.609 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 14. apríl 2016

Málsnúmer 1604001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 14. apríl 2016 Á fundinn mætti Guðrún Ingimundardóttir frá ÞjóðList ehf. og kynnti verkefnið.
    Á þessu ári fer í gang samstarfsverkefni Íslands og Noregs um skráningu menningarerfða í héraði, styrkt af Norsk-íslenska menningarsjóðnum. Á Íslandi verður verkefnið unnið í Fjallabyggð af ÞjóðList ehf. og Síldarminjasafninu.
    Markmiðið með verkefninu er að:
    -Leita heppilegra leiða til að vinna með samfélögum við að skrá menningarerfðir sínar og skilgreina verkferla sem önnur samfélög geta síðan stuðst við.
    - Skrá menningarerfðir með því að nota eyðublað sem norsku samstarfsaðilarnir hafa þróað, til að rannsaka hvernig og hvort formið hentar.
    - Rannsaka með hvaða hætti er heppilegast að hafa skráninguna aðgengilega.
    - Afla upplýsinga sem hjálpa til við að þróa landslista yfir menningarerfðir.

    Nefndin þakkar Guðrúnu fyrir greinargóða kynningu og óskar henni velfarnaðar í þessari vinnu. Nefndin óskar jafnframt eftir að markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar fái að fylgjast með framvindu verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.2 1603047 17. júní 2016
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 14. apríl 2016 Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 14. mars var samþykkt að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum í Fjallabyggð til að taka að sér framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna í bænum. Ein umsókn barst frá Starfsmannafélagi slökkviliðsins í Ólafsfirði.
    Nefndin samþykkir að fela starfsmannafélaginu umsjón með hátíðarhöldunum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að leggja fram samning við starfsmannafélagið á næsta fundi nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14. apríl 2016

Málsnúmer 1604004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14. apríl 2016 Austari lóðarmörk Tjarnargötu 16,18 og 20 eru samkvæmt gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis opið svæði á einkalóð. Á þetta við um 10m breiða ræmu meðfram lóðarmörkum. Lóðarmörk standa út í grjótvarnargarð.

    Nefndin áréttar að umferð vélknúinna ökutækja er ekki heimil á opnum svæðum. Einnig er áréttað að ekki er heimilt að hefta eða tálma umferð annara en vélknúinna ökutækja á opnum svæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14. apríl 2016 Á 197. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. febrúar sl. var tæknideild falið að grenndarkynna byggingaráform við Gránugötu 13b, Siglufirði í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2016.
    Athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 198. fundi nefndarinnar og eru þær núnar til afgreiðslu.

    Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

    Nefndin tekur undir framkomnar athugasemdir og samþykkir að byggingarlína við suðurgafl fyrirhugaðrar viðbyggingar sé í línu við húsin sem eru að austan og vestanverðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14. apríl 2016 Lagt fram erindi um uppsetningu á vegvísi á gatnamótum Suðurgötu og Gránugötu auk skilta með gönguleiðum og götukorti af byggðarkjörnum annars vegar á tjaldsvæði við miðbæ Siglufjarðar og hins vegar á tjaldsvæðið í Ólafsfirði.

    Nefndin samþykkir erindi og felur tæknideild að sjá um uppsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14. apríl 2016 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

    Umfjöllun í skýrslunni skiptist í eftirfarandi þætti:

    Atriði er varða samskipti og lagfæringu regluverks:
    1. Samskipti sveitarfélaga og ríkis
    2. Úrbætur á löggjöf
    3. Úrbætur á tölfræði um úrgangsmál

    Atriði sem varða framkvæmd á meðhöndlun úrgangs
    4. Stjórntæki sveitarfélaga
    5. Markmið í úrgangsmálum
    6. Fyrirkomulag framleiðendaábyrgðar
    7. Úrgangsforvarnir
    8. Framkvæmd úrgangsmeðhöndlunar
    9. Sérstakar ábendingar fyrir tiltekna úrgangsflokka

    Atriði sem munu hafa áhrif á framtíðarstefnu úrgangsmála á Íslandi

    10. Úrgangsmál í regluverki Evrópu-sambandsins - áhrif hringrásarhagkerfis á sveitarfélögin


    Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 5. fundur - 15. apríl 2016

Málsnúmer 1604005FVakta málsnúmer

  • 9.1 1601094 Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 5. fundur - 15. apríl 2016 Lagðar fram útlitsteikningar og tillaga 3 að grunnmynd fyrir viðbyggingu við MTR ásamt frumdrögum að kostnaðaráætlun viðbyggingarinnar.
    Lagt fram til kynningar.
    Einnig lagðar fram athugasemdir skólameistara við stærð glugga og lögð áhersla á að hugað verði að hljóðvist í viðbyggingunni.
    Ekki liggur fyrir áætlaður kostnaður vegna stofnbúnaðar í viðbyggingu en skipting hans milli ríkis og sveitarfélaga er 60/40. Skólameistari ætlar að leggja fram áætlun um kostnað stofnbúnaðar fyrir næsta fund.

    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 6. fundur - 27. apríl 2016

Málsnúmer 1604012FVakta málsnúmer

  • 10.1 1601094 Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 6. fundur - 27. apríl 2016 1. Fanney Hauksdóttir mætti á fund starfshópsins og kynnti tillögu að viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.

    Starfshópurinn samþykkir að fela AVH Arkitekta og Verkfræðiþjónustu að fara af stað með hönnun viðbyggingarinnar á grundvelli tillagna sem Fanney kynnti á fundinum og þeim ábendingum sem fram komu.
    Skólameistari tók fram að hvorki hún né aðstoðarskólameistari hafa heimild til þess að skuldbinda ríkið fjárhagslega í þessu samhengi. Bæjarstjóri bendir á að starfshópurinn var kosinn af bæjarstjórn og fulltrúar hans hafa atkvæðisrétt.

    2. Lögð fram kostnaðaráætlun skólameistara vegna stofnbúnaðar fyrir viðbygginguna.

    3. Framkvæmdaáætlun.
    Reiknað er með að hönnun ljúki í byrjun júlí og útboð á uppsteypu viðbyggingarinnar verði í júlí og tilboð opnuð í byrjun ágúst. Ef hönnun gengur hratt fyrir sig gætu dagssetningar orðið fyrr sem því nemur.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 6. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20. apríl 2016

Málsnúmer 1604010FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20. apríl 2016 Óskað er eftir að ungmennaráð tilnefni aðila í vinnuhóp um endurskoðun á Frístundastefnu Fjallabyggðar. Ungmennaráð samþykkir að Óskar Helgi Ingvason verði fulltrúi ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar ungmennaráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20. apríl 2016 Í 9. grein samþykktar um ungmennaráð er kveðið á um að einu sinni á ári skuli haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar með ungmennaráði. Stefnt er á að slíkur fundur verði í byrjun maí. Rætt var um hvaða málefni ætti að taka upp á fundinum. Fundarmenn sammála um að taka til umfjöllunar eftirtalin málefni; aukin fræðsla um eflingu geðheilsu ungra barna, skólamáltíðir, málefni félagsmiðstöðvar, umhverfismál og samgöngur. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 13. fundar ungmennaráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20. apríl 2016 Norræna upplýsingaskrifstofan hefur boðað til hvatningarfundar fyrir ungt fólk á Akureyri 2. maí. Á fundinn kemur Mikkel Vinther ráðgjafi hjá NAU (Netværket af Ungdområd)sem staðsett er í Danmörku. Fundurinn er hugsaður til eflingar ungmennaráðum og annarri stafsemi ungs fólks á sviði menningar og lista á Norður og Norðausturlandi.
    Ungmennaráð samþykkir að Haukur Orri, Anna Día og Vaka fari sem fulltrúar ungmennaráðs Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar ungmennaráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20. apríl 2016 Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars. Yfirskrift ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag. Anna Día Baldvinsdóttir og Tinna Kristjánsdóttir frá ungmennaráði og Birgitta Þorsteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Neon sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Fjallabyggðar. Anna Día og Tinna sögðu frá ráðstefnunni sem var mjög fræðandi og skemmtileg. Þakka þær fyrir það tækifæri að fá að sækja ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar ungmennaráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 13. fundur - 20. apríl 2016 Lögð fram til kynningar skýrsla frá ráðstefnunni ,,Frítíminn er okkar fag" sem var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar ungmennaráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu í undirkjörstjórn Fjallabyggðar, Siglufirði á þann veg að Pétur Garðarsson verður formaður í stað Rögnvaldar Þórðarsonar.

Fundi slitið.