Bæjarstjórn Fjallabyggðar

128. fundur 09. mars 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Ægir Bergsson varabæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Hilmari Þór Elefsen, S lista, sem boðaði forföll.
Í hans stað mætti Ægir Bergsson.

Samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að taka á dagskrá málið, kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016

Málsnúmer 1602009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Í erindi frá Ríkiskaupum, dagsett 5. febrúar 2016, er kannaður vilji bæjarfélagsins til áframhaldandi aðildar að rammasamningum Ríkiskaupa 2016.

    Bæjarráð samþykkir óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
    Bókun fundar 128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar afstaða Ofanflóðanefndar til sáttartillögu eigenda fasteignarinnar að Hólavegi 7, Siglufirði.

    Ofanflóðanefnd samþykkir kaup á húsinu samkvæmt sáttartillögu og bæjarstjórn einnig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 80,8 m.kr. sem er 97,3% af áætlun tímabilsins sem var 83,0 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 1,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 3,7 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 2,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lögð fram umsögn bæjarstjóra.

    Í umsögn kemur m.a. fram að bæjarráð hafi falið bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.
    Bæjarstjóri hefur haft samband við eigendur skúrsins, og viðræður hafa verið milli eigenda Vesturgötu 5 og Ólafsvegar 2 Ólafsfirði, en niðurstaða ekki fengin.
    Bæjarfélagið á enga aðkomu að málinu, nema að tala við aðila málsins og reyna að ná sáttum. Það hefur því miður ekki gengið.

    Bæjarráð samþykkir að senda umsögn bæjarstjóra til aðila máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1.
    Rekstrargjöld aukast um 6,9 millj. og framkvæmdaliðir efnahags breytast um 12,5 millj. aðallega vegna framkvæmda við leikskólann Leikskála.

    Breyting er m.a. fjármögnuð með samkomulagsgreiðslu Akureyrarkaupstaðar að upphæð 15 milljónir og niðurskurði í öðrum framkvæmdum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Í erindi frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsett 9. febrúar 2016, kemur fram að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hefur verið samþykkt í öllum 18 sveitarfélögunum.

    Fyrirhugað er að halda fund þar sem samstarf í úrgangsmálum og eftirfylgni svæðisáætlunar munu vera til umræðu. Í ljósi þess að ein af tillögum svæðisáætlunar er að sveitarfélögin undirbúi og komi á formlegum samstarfs- og samráðsvettvangi í þessum málaflokki hefur verið ákveðið að boða til fundar um málið á Akureyri 25. febrúar 2016.

    Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson sem fulltrúa bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 11. febrúar 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Sólvangi, í landi efri Skútu, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Í erindi Umhverfisstofnunar er upplýst um endurgreiðslu vegna refaveiða fyrir uppgjörstímabilið 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.
    Kostnaður bæjarfélagsins varð 1,2 milljónir og er þátttaka Umhverfisstofnunar í kostnaði 120 þúsund.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

    Í erindi Síldarminjasafnsins, dagsett 29. janúar 2016, er lögð fram ósk um styrk á móti leigugjaldi að upphæð 182 þúsund, í geymsluhúsnæði Fjallabyggðar að Lækjargötu 16, Siglufirði.

    Hluti safnskosts safnsins hefur verið geymdur þar undanfarin ár, án endurgjalds og á þeim forsendum.

    Stefnt er að því að flytja muni yfir í Salthúsið, varðveisluhús safnsins, sem er í uppbyggingu, og verður tekið í notkun í áföngum á næstu árum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
    Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Kristinn Kristjánsson.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að hafna styrkbeiðni.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.

    Bæjarráð samþykkir að bíða með umsögn þar til umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar erindi Mennta- og menningarráðuneytis, dagsett 8. febrúar 2016 um niðurstöður úttektar á starfsemi Grunnskóla Fjallabyggðar, sem gerð var í október 2015.

    Ráðuneytið óskar eftir því að bæjarstjóri sendi ráðuneytinu, fyrir 13. apríl nk., tímasetta umbótaáætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

    Jafnframt er yfirvöldum fræðslumála, starfsfólki skóla, nemendum og foreldrum þökkuð góð samvinna við úttektina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Í erindi fulltrúa Rökstóla Samvinnumiðstöðvar í Fjallabyggð, dagsett 5. febrúar 2016, er óskað eftir því að fá að hitta fulltrúa bæjarfélagsins og kynna samstarf Rökstóla við SÍMEY og VMST í þróun þver-faglegra úrræða fyrir konur án vinnu í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.

    Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.14 1602042 Vetrarleikar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fara fram dagana 26. febrúar - 6. mars. Þar munu aðildarfélögin vera með ýmsa viðburði og opnar æfingar eða kynningar á sinni íþrótt. Fjallabyggð hefur komið að þessum leikum með því að bjóða frítt í sund og rækt beggja vegna, í 1 - 2 daga.
    Í erindi stjórnar UÍF frá 9. febrúar 2016 er kannað hvort aðkoma Fjallabyggðar verði með sama hætti þetta árið.

    Bæjarráð samþykkir að bjóða frítt í sund og líkamsrækt í tvo daga, dagana 26. febrúar til 6. mars 2016 og þátttaka verði kynnt bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Samgönguþing MN 2016 verður haldið í Hofi á Akureyri n.k. miðvikudag 17. febrúar.
    Fjallað verður um Strætó, skemmtiferðaskip og innanlandsflug frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16. febrúar 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    Starfshópur um MTR 2. fundur, 10. febrúar 2016.
    Ungmennaráð 12. fundur, 10. febrúar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016

Málsnúmer 1602011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kom á fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Á 12. fundi Ungmennaráðs, 10. febrúar 2016 var samþykkt að óska eftir því við bæjarráð að fá að senda tvo fulltrúa auk starfsmanns, á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem haldinn er á vegum Ungmennafélags Íslands á Selfossi 16. - 18. mars nk..

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu, frístunda- og menningarmála.
    Þar kemur fram m.a. að um sé að ræða mjög gott tækifæri fyrir ungt fólk til að fræðast, upplifa og ekki síst að kynnast jafnöldrum sem eru að fást við sambærileg málefni í öðrum sveitarfélögum. Þetta sé vettvangur til að komast í kynni við ungt fólk vítt og breitt um landið. Mikið sé lagt upp úr virkri þátttöku á þessari ráðstefnu og er m.a. málstofur þar sem hin ýmsu málefni eru rædd.
    Fram kemur að áætlaður kostnaður sé kr. 60.700.

    Bæjarráð samþykkir erindið.
    Kostnaður færist á 06030-4997
    Bókun fundar 128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að senda tvo fullrúa auk starfsmanna, á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, sem haldin er á vegum Ungmennafélags Íslands á Selfossi 16. - 18. mars n.k.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kom á fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Á fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vildu taka að sér að sjá um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem samningur við Veitingahúsið Höllina er að renna út. Auglýst var í Tunnunni og barst ein umsókn frá Veitingahúsinu Höllinni sem lýsti yfir áhuga á því að halda áfram að þjónusta menningarhúsið með veitingasölu.
    Markaðs- og menningarnefnd lagði til við bæjarráð, á fundi sínum 15. febrúar 2016, að samningurinn við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg yrði endurskoðaður og endurnýjaður.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við Veitingahúsið Höllina og leggja drög fyrir bæjarráð eins og fram kom á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Á 24. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 8. febrúar 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að reglur um niðurgreiðslu á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema frá 2013 yrðu afnumdar þar sem nemendur eiga rétt á akstursstyrk frá LÍN. Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem sækja skóla frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu.

    Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Stjórnsýslubifreið Fjallabyggðar skemmdist 29. janúar s.l. Tjón var það mikið að tryggingarfélagið hefur samþykkt að greiða bætur fyrir bifreiðina.

    Bæjarstjóri upplýsti um kosti í stöðunni.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir kaupum á notuðum bíl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar bréf til Ofnaflóðasjóðs dagsett 23. febrúar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lögð fram drög að samningi við Leikfélag Fjallabyggðar vegna afnota af Menningarhúsinu Tjarnarborg í tengslum við uppsetningu á verkinu, Síldin kemur og síldin fer.

    Bæjarráð samþykkir samninginn. Kostnaður kr. 120.000, rúmast innan styrkveitinga til menningarmála á fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar 128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afnotasamning við Leikfélag Ólafsfjarðar vegna Tjarnarborgar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lagt fram þakkarbréf Félags eldri borgara í Siglufirði, dagsett 10. febrúar 2016, fyrir styrk Fjallabyggðar til félagsins fyrir starfsárið 2016. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Tekið fyrir erindi frá Jóni H. Jóhannssyni, dagsett 14. febrúar 2016, þar sem kannað er hvort hægt sé að fá snjómokaðan hring á úthlutuðu svæði fyrir hunda.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 16. febrúar 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Lindargötu 20b, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lagt fram erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett 17. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2015, fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda inna þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í.

    Samkvæmt upplýsingum hefur bæjarfélagið engar tekjur af þjóðlendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.

    Bæjarstjóri flutti umsögn um málið.

    Bæjarráð lítur jákvætt á þingsályktunartillöguna en í fjárhagsáætlun bæjarins 2016 er gert ráð fyrir að skipt verði um gúmmíkurl á sparkvöllum bæjarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla, frá 11. febrúar 2016, um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar samantekt af ráðstefnunni.

    Bæjarráð samþykkir að vísa samantekt til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd og ungmennaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Kynning KPMG fyrir sveitarfélög í tengslum við útgefna reglugerð nr. 1212/2015. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23. febrúar 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    Hafnarstjórn 78. fundur, 16. febrúar 2016
    Markaðs- og menningarnefnd 23. fundur, 16. febrúar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016

Málsnúmer 1602013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Fulltrúar ungmennaráðs, Haukur Orri Kristjánsson, Óskar Helgi Ingvason, Tinna Kristjánsdóttir og Anna Dís Baldvinsdóttir mættu á fund bæjarráðs ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristni J. Reimarssyni og íþrótta- og tómstundafulltrúa Hauki Sigurðssyni.

    Til umræðu var framtíðarhúsnæði Neons.
    Kynnt var niðurstaða könnunar ungmennaráðs sem m.a. gekk út á að fá fram sýn ungmenna á framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar auk þess að kanna starfið í félagsmiðstöðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Á 96. fundi félagsmálanefndar, 25. febrúar 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að tillaga að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016 og 2017, verði samþykktur.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Samkvæmt samningi eru greiðslur 316 þúsund og styrkur á móti fasteignaskatti 236 þúsund.
    Gert er ráð fyrir þessum samningi í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
    Bókun fundar 128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning um Hús eldri borgara í Ólafsfirði.
  • 3.3 1408036 Vatnsagi í lóðum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Lögð fram til kynningar skýrsla frá Eflu, um jarðvatns- og lekamál á Siglufirði og tengsl þeirra við snjóflóðavarnargarða.

    Fjallabyggð hefur þegar skrifað stjórn Ofanflóðasjóðs bréf þar sem m.a. er farið fram á viðræður um þær tillögur til úrbóta sem settar eru fram í skýrslunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Tillaga að viðauka vegna kaupa á stjórnsýslubifreið í stað þeirrar sem tjónaðist.

    Rekstrarbreyting vegna sölu á bifreið og kaup á annarri er jákvæð um 1,8 milljón og eignabreyting er 4,1 milljón.
    Tillagan er fjármögnuð með eigin fé.

    Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Lögð fram kynningargögn á vinnutímaskráningarkerfinu Vinnustund. Kynningarfundur var með deildarstjórum og forstöðumönnum bæjarfélagsins 15. febrúar s.l.

    Bæjarráð samþykkir að skoðað verði með upptöku vinnutímaskráningarkerfis 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Í erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 22. febrúar 2016, kemur fram að í tengslum við aðalfund félagsins sem haldinn verður 8. apríl n.k. þurfa tilnefningar til stjórnar og varastjórnar að hafa borist kjörnefnd fyrir 7. mars n.k.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Í erindi frá Viðburðarstofu Norðurlands, dagsett 22. febrúar 2016, er óskað eftir formlegu leyfi hjá bæjaryfirvöldum Fjallabyggðar til þess að halda freeride mót á Múlakollu, 31. mars 2016, í samstarfi Iceland Winter Games og Arctic Freeride. Þá mun fyrirtækið Amazing Mountain einnig koma að framkvæmd viðburðarins.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindið og leggur áherslu á að fyllsta öryggis verði gætt.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðs.
    Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Í erindi verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 19. febrúar 2016, er óskað eftir því að bæjarfélagið taki þátt í að ráða fólk til starfa í sumar.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dags. 22. febrúar 2016, er varðar styrktarsjóð EBÍ.
    Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð rennur út í lok apríl.
    Bæjarfélaginu er boðið að senda inn umsókn sem fellur undir reglur sjóðsins og varðar sérstakt framfaraverkefni.

    Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og bendir á safnauppbyggingu Sigurhæðar ses í Ólafsfirði sem möguleika.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Umsóknarfrestur er til 18. mars n.k.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Boðað er til vinnufundar hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, 22. mars 2016, í tengslum við verkefni um aukna hagnýtingu ímyndunarafls í eyfirska skólakerfinu, stjórnsýslunni og atvinnulífinu.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. febrúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 277. fundar stjórnar Eyþings, ásamt fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 28. janúar 2016 og fundargerð stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis 9. febrúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 1. mars 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    3. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 24. febrúar 2016.
    96. fundur félagsmálanefndar, 25. febrúar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016

Málsnúmer 1603002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, Ármanns V. Sigurðssonar vegna nýlagnar og yfirlagnar malbiks 2016 fyrir Fjallabyggð.

    Samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar, er skylt að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna verksamninga er yfir kr. 35.000.000.

    Bæjarráð samþykkir því að bjóða út nýlagnir og yfirlagnir malbiks fyrir Fjallabyggð 2016 og felur deildarstóra tæknideildar að sjá um útboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Kaupsamningur vegna stjórnsýslubifreiðar lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Á fund bæjarráðs kom Kristinn J. Reimarsson og fylgdi minnisblaðinu úr hlaði.
    Í október 2014 var kannað með kostnað við gerð þrívíddarkorts af Siglufirði og Ólafsfirði.
    Haft var samband við Borgarmynd ehf sem hafði myndað Siglufjörð úr lofti með dróna þá um sumarið.
    Tilboð þeirra var ekki til afgreiðslu við fjárhagsáætlun 2015.
    Í byrjun þessa árs þegar farið er í að skoða gerð nýs bæklings eða kynningarefnis fyrir þá erlendu ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðarskipum, sýna ferðaþjónustuaðilar áhuga á gerð þrívíddarkorts.
    Í framhaldi var leitað til Borgarmyndar ehf og þeir lögðu fram nýtt tilboð í gerð slíks korts.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd og leggur áherslu að það verði afgreitt á næsta fundi. Þátttaka ferðaþjónustuaðila þarf að liggja fyrir við endanlega afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með umdæmisstjóra og rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri 2. mars 2016. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 2. mars 2016, þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjallabyggðar að standa betur að öryggismálum gangandi grunnskólabarna til og frá tónskóla á skólatíma.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

    Einnig kynnt ályktun af fundi foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar 25. febrúar 2016, þar sem skorað er á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli sem allra fyrst á Saurbæjarásnum í Siglufirði.
    Bæjarráð vísar í minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar 2. mars 2016.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 2. mars 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga á Ísafold Kitchen Bar, Aðalgötu 32, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Boðað er til málþings um jafnrétti í sveitarfélögum, 31. mars og námskeiðs 1. apríl 2016 í Reykjavík.

    Þessir viðburðir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018, þar sem segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Í september og nóvember á síðasta ári voru haldnir fundir með Landsneti og fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra, um kerfisáætlun Landsnets.

    Í samráði Atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra og Landsnets hefur verið ákveðið að boða til næsta fundar þriðjudaginn 15. mars á Akureyri. Reiknað er með einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi.

    Bæjarráð samþykkir að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri verði fulltrúi Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Aðstandendur Nótunnar - uppskeruhátíðar tónlistarskóla fara þess á leit við bæjarfélagið í erindi sínu dagsett 3. mars 2016 að það veiti Nótunni 2016 stuðning í formi styrktarlínu, og taka þar með þátt í að efla samhljóm NÓTUNNAR, á sínu svæði sem og á landsvísu.

    Hátíðin, sem nú verður haldin í sjöunda sinn, er talinn víðtækasta samstarfsverkefni sem stofnað hefur verið til í tónlistarskólakerfinu, "grasrót tónlistarsköpunar" á landinu.

    Fernir svæðistónleikar Nótunnar eru haldnir út um land og lokahátíð Nótunnar á landsvísu er haldin í Hörpu.

    Stuðningsbeiðni er að upphæð 35.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni.
    Bókun fundar 128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum stuðning við Nótuna.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Boðað er til ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi.

    Aðstandendur ráðstefnunnar og styrktaraðilar eru: Háskólinn á Akureyri, Háskólasjóður KEA, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofa Íslands, King Abdullah University of Science and Technology (KAUST), Rannsóknar-miðstöð í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands, Almannavarnadeild Ríkis-lögreglustjóra, Viðlagatrygging Íslands, Íslenskar Orkurannsóknir (ÍSOR), Þekkingarnet Þingeyinga, Orkustofnun, Innanríkisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Forsætisráðuneytið.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Boðað er til XXX. landsþings sambandsins 8. apríl 2016 í Reykjavík.

    Kjörnir fulltrúar Fjallabyggðar eru:
    Kristinn Kristjánsson og
    Steinunn María Sveinsdóttir.
    Til vara:
    Ríkharður Hólm Sigurðsson og
    Hilmar Þór Elefsen.

    Bæjarstjóri mun einnig sækja landsþingið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Í erindi Sjómannafélags Ólafsfjarðar, dagsett 29. febrúar 2016, er þakkað fyrir styrk sem veittur er til Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð 2016. Jafnframt er þess óskað að félagið fái afslátt af leiguverði í Tjarnarborg og íþróttamiðstöð um sjómannadagshelgina 3. - 5. júní 2016.
    Einnig er þess óskað að bæjarfélagið bjóði upp á rútuferðir milli byggðakjarna þessa helgi og að félagið fái afnot af smákofum, sjómannadagshelgina, þeim sem notaðir hafa verið í tengslum við jólamarkað Tjarnarborgar.

    Bæjarráð samþykkir afslátt af leigu á Tjarnarborg, afnot af smákofum og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að útfæra rútuferðir í samráði við Sjómannafélag Ólafsfjarðar.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
    128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.

    Lagt fram til kynningar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá deildarstjóra félagsmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð HNv frá 11. febrúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lagðar fram til kynningar fundargerðir samstarfsnefndar SNS og Félags grunnskólakennara nr. 53 og 54, sem nýlega voru birtar á heimsíðu sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 26. febrúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 2. fundur - 10. febrúar 2016

Málsnúmer 1602005FVakta málsnúmer

  • 5.1 1601094 Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 2. fundur - 10. febrúar 2016 Á síðasta fundi vinnuhópsins var skólameistara MTR falið að koma með hugmyndir stjórnenda skólans að nýtingu, út frá þarfagreiningu innan skólans.

    Lára skólameistari lagði fram og gerði grein fyrir þarfagreiningu sem búið er að vinna innan skólans. Í þarfagreiningunni er samantekt á hvað viðbygging við skólann þyrfti að innihalda, þ.e. matsalur og móttökueldhús, félagsaðstaða fyrir nemendur, salur með sviði, kaffiaðstaða fyrir starfsmenn, geymslur fyrir útivistarbúnað og aðstaða til viðhalds á útivistarbúnaði.

    Vinnuhópurinn felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að hefja viðræður við AVH arkitekta og verkfræðistofu um vinnu við þarfagreiningu og forhönnun á viðbyggingu skólann.

    Næsti fundur verður haldinn eftir 2-3 vikur.
    Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 2. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 3. fundur - 24. febrúar 2016

Málsnúmer 1602012FVakta málsnúmer

  • 6.1 1601094 Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 3. fundur - 24. febrúar 2016 AVH arkitekta og verkfræðistofa hafa skilað forhönnun á viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga. Hönnunin tekur mið af þarfagreiningu sem unnin var innan skólans.

    Bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er falið að vinna frekar að tillögunni með AVH arkitektum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10. febrúar 2016

Málsnúmer 1602002FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10. febrúar 2016 UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Selfossi 16. - 18. mars nk. Yfirskrift hátíðarinnar er "Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi." Áætluð þátttaka er tveir frá hverju sveitarfélagi auk starfsmanns. Ungmennaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar ungmennaráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10. febrúar 2016 Í tengslum við umræðu um framtíðarhúsnæði Neon var framkvæmd könnun á meðal nemenda í 8. - 10. bekk. þar sem spurt var út i húsnæðismál og skipulag starfseminnar í félagsmiðstöðinni. Svarhlutfall var 80,8%. Tæp 57% nemenda segja það skipta máli að félagsmiðstöðin sé bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Rúm 64% sækja félagsmiðstöðina nokkrum sinnu í viku á meðan rúm 5% segjast aldrei taka þátt í starfi Neon. 77,5% nemenda segja að ungmenni ráði miklu eða mjög miklu um starfsemi Neon. Einnig var spurt út í samgöngur á milli byggðarkjarna. Rúm 80% ungmenna telja að það megi vera fleiri rútuferðir á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

    Ungmennaráð leggur til við bæjarráð að fundin verði framtíðarlausn á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar þannig að hægt sé að starfrækja hana í báðum byggðarkjörnum. Ungmennaráð óskar eftir að fá að koma á fund bæjarráðs til að ræða um framtíðaráform á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar auk þess að ræða starfsemi ungmennaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar ungmennaráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016

Málsnúmer 1602008FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Fjöldi landana, afli og aflagjöld í höfnum Fjallabyggðar 1.janúar 2016 til og með 31.janúar 2016.
    2016 Siglufjörður 1432 tonn í 93 löndunum.
    Ólafsfjörður 38 tonn í 65 löndunum.
    2015 Siglufjörður 970 tonn í 73 löndunum.
    Ólafsfjörður 10 tonn í 19 löndunum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.2 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Komið hefur í ljós að festingar nýju flotbryggjunnar í Ólafsfirði við landfestu eru ekki nógu sterkar. Yfirhafnarvörður leggur til að sett verði nýtt ankeri svo álag á landfestur minnki. Einnig er óskað eftir heimild til þess að setja rafmagn í gömlu flotbryggjurnar.

    Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að fá tilboð í báða verkþætti og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Deildarstjóri tæknideildar fór yfir kostnað vegna lýsinga á Fjallabyggðarhöfnum og hver sparnaður yrði við að skipta yfir í led kastara. Rekstrarkostnaður við hvern lampa í dag er um 13.720 kr. á ári og er hægt að minnka það niður um helming eða í 6.860 kr. á ári. Nýr led kastari kostar með uppsetningu um 140.000 kr. Einnig farið yfir úttekt sem gerð var á rafmagnsmælum í Ólafsfjarðarhöfn sem leiddi í ljós að hægt væri að minnka rafmagnsöryggi og þannig spara um 560.000 kr. árlega.

    Hafnarstjórn samþykkir að skipt verði í led kastara eftir því sem þörf er á endurnýjum kastara. Einnig er deildarstjóra tæknideildar falið að láta minnka rafmagnsöryggi í Ólafsfjarðarhöfn og spara þannig 560.000 kr. árlega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit, desember 2015.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Bilun hefur orðið í vatnsleiðslu að bæjarbryggju á Siglufirði og hefur höfnin tekið vatn á mæli frá Fiskmarkaðinum.

    Þarfagreining á vatnsnotkun og rafmagnsnotkun er í vinnslu og verður endurnýjað samhliða framkvæmdinni við bæjarbryggju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdakostnað hafnarsjóðs og fjármögnun hans. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið yrði af stað með vinnu þar sem kannaðir yrðu möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn yrði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið yrði rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tæki saman og ynni úr tillögunum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Skeljungur óskar eftir að fá að breyta stöðu olíutanks sem þjónustar smábáta við Óskarsbryggju. Tankinum yrði snúið um 90°.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Samkvæmt reglugerð nr. 1201/2014 sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setti 2014 skal hafnarsjóður innheimta gjald af skipum vegna losunar úrgangs og farmleifa í höfn og að gjaldið skuli standa straum af kostnaði við móttöku, meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum.
    Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Fjallabyggðar að sett verði ákvæði um gjaldtökuna inn í gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar í samræmi við 2.mgr. 1.gr. reglugerðar nr. 1201/2014 hið allra fyrsta hafi það ekki þegar verið gert.

    Gjaldið er þegar innleitt í gjadskrá hafnarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið umsókn um viðbyggingu við húseignina Gránugötu 13b, Siglufirði. Nefndin fól tæknideild að grenndarkynna tillöguna og er hún kynnt m.a. hafnarstjórn.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Útgerðarfélagið Dagur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem staðsettir yrðu við Óskarsbryggju á Siglufirði.

    Hafnarstjórn samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 380. fundar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 381. fundar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016

Málsnúmer 1603004FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Ómar Geirsson og Einar Áki Valsson umsjónarmenn björgunarbátsins Sigurvins mættu á fund hafnarstjórnar.

    Aðilar voru sammála um að flytja Sveinsbúð og Sigurvin á vesturkant í innri höfn. Forsvarsmenn Sigurvins munu leggja fram kostnaðaráætlun fyrir flutningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir stöðu sumar- og vetrarfríi hafnarstarfsmanna fyrir árið 2016.

    Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna í málinu, sem fram kom á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lögð fram tilboð sem yfirhafnarverði var falið að fá vegna uppsetningu á hanafót á nýju flotbryggjuna í Ólafsfirði, rafmagni á gömlu flotbryggjurnar í Ólafsfirði og botnfestur við flotbryggjuna framan við Harbor House.

    Yfirhafnarverði falið að vinna verkin á sem hagkvæmastan hátt og kostur er.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Samkvæmt upplýsingum frá Ramma hf þá þarf landtenging við nýjan togara að vera 250 Amper.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lögð fram til kynningar verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir Siglufjarðarhöfn. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar á tímabilinu 1. janúar 2016 til og með 29. febrúar 2016.

    Siglufjörður 2292 tonn í 138 löndunum. Ólafsfjörður 105 tonn í 98 löndunum.

    Samanburður við sama tímabil árið 2015.
    Siglufjörður 2821 tonn í 135 löndunum. Ólafsfjörður 92 tonn í 57 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta verkfundar vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lagt fram til kynningar tilboð Hafblik í þjónustu vegna vigtunar á Ólafsfirði. Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lagt fram bréf hafnarstjóra til stjórnar Cruise Iceland vegna SeaTrade í Santa Cruz. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið umsókn um viðbyggingu við húseignina Gránugötu 13b, Siglufirði. Nefndin fól tæknideild að grenndarkynna tillöguna og er hún kynnt m.a. hafnarstjórn.

    Hafnarstjórn gerir eftirfarandi athugasemd við umsóknina:
    Lengd viðbyggingar til suðurs mun skerða útsýni frá hafnarvog til vesturs og leggur hafnarstjórn því til að húsið verði stytt þannig að suðurgafl hússins sé í línu við húsin sem eru austan og vestan við fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig bendir hafnarstjórn á að mjög takmarkað athafnasvæði yrði við innkeyrsluhurð sem teiknuð er á suðurgafl sem myndi skapa hættu og óþægindi fyrir gangandi og akandi umferð, styður það því enn frekar við þá hugmynd að húsið yrði stytt sem því nemur.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lögð fram tillaga yfirhafnarvarðar að auglýsingu fyrir grásleppuvertíð sem hefst 20. mars næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 7. mars 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 382. fundar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016

Málsnúmer 1602007FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016 Á fundinn mættu Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Brynja I. Hafsteinsdóttir skjalavörður héraðsskjalasafnsins. Brynja fór yfir starfsemi héraðsskjalasafnsins og gerði grein fyrir starfsemi þessi. Ljóst er, ef safnið á að uppfylla lagalegar skyldur sínar, þarf að bæta húsnæðismál safnsins og eins þarf að auka við starfshlutfall til að mæta auknum verkefnum.
    Hrönn fór yfir ársskýrslu safnsins fyrir árið 2015. Í ársskýrslunni kemur m.a. fram að gestakomur á bókasafnið fór nú í fyrsta skipti yfir 10.000 manns og jókst heildargestafjöldi frá árinu 2014 um 33%. Lánþegakomur voru 8.875 manns og aðrar heimsóknir voru 2.242.
    Útlán úr Gegni voru 10.384 en voru 9.181 á árinu 2014. Útlánaaukning er því 13.1% á milli ára.
    Undir þessum lið lagði Hrönn jafnframt fram yfirlit yfir bókakaup frá árinu 2012. Flestir titlar voru keyptir á árinu 2013 eða alls 510. 287 titlar voru keyptir á árinu 2015 þrátt fyrir hærri upphæð til bókakaupa.
    Nefndin þakkar Hrönn fyrir greinargóða skýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016 Hrönn Hafþórsdóttir fór yfir starfsáætlun Bóka- og héraðsskjalasafnsins og upplýsingamiðstöðvar fyrir árið 2016. Í starfsáætluninni er farið yfir helstu markmið og hlutverk auk þess sem gerð er grein fyrir helstu verkefnum ársins.
    Fram kom hjá Hrönn að Brynja I. Hafsteinsdóttir skjalavörður hefur sagt starfi sínu lausu og var auglýst eftir starfsmanni nú í byrjun febrúar. Alls sóttu þrír aðilar um starfið og hefur Hrönn ráðið Önnu Huldu Júlíusdóttur í starf skjalavarðar.
    Nefndin þakkar Hrönn framlagða áætlun. Um leið og nefndin bíður Önnu Huldu velkomna til starfa vill nefndin þakka Brynju fyrir hennar störf í þágu Fjallabyggðar og óskar henni velfarnarðar á nýjum vettvangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016 Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór fyrir starfsáætlun fyrir menningarmál Fjallabyggðar. Í starfsáætlunni er gerð grein fyrir starfsemi Menningarhússins Tjarnarborgar, Listaverkasafns Fjallabyggðar auk upplýsinga um úthlutun menningarstyrkja.
    Nefndin þakkar Kristni yfirferðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016 Lagt fram minnisblað formanns markaðs- og menningarnefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um hátíðir í Fjallabyggð. Nefndin leggur til við bæjarráð að hátíðir verði styrktar sem hér segir:
    Berjadagar: 500.000 kr.
    Blúshátíð: 600.000 kr.
    Síldarævintýri: 2.750.000 kr.
    Sjómannadagshátíð: 200.000 kr. til viðbótar við áður úthlutaðann styrk að upphæð 600.000 kr.
    Þjóðlagahátíð: 800.000 kr.
    Nefndin setur fyrirvara á úthlutun til Síldarævintýrisins vegna stöðu mála og ekki hafi enn tekist að manna nýja stjórn.
    Bókun fundar Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
    128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016 Á fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vildu taka að sér að sjá um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem samningur við Veitingahúsið Höllina er að renna út. Auglýst var í Tunnunni og barst ein umsókn frá Veitingahúsinu Höllinni sem lýsti yfir áhuga á því að halda áfram að þjónusta menningarhúsið með veitingasölu. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg verði endurskoðaður og endurnýjaður. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15. febrúar 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember. Menningarmál: Rauntölur, 71.433.444 kr. Áætlun, 70.535.000 kr. Mismunur; -898.444 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 17.054.320 kr. Áætlun 20.540.000 kr. Mismunur; 3.485.680 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016

Málsnúmer 1602010FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Lögð fram tillaga um að breytt kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í húsaleigu á sambýlinu að Lindargötu 2, Siglufirði muni taka gildi jafnhliða gildistöku nýrrar reglugerðar um sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar 128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 akvæðum breytta hlutdeild í húsaleigu í sérstöku húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Húsaleigusamningur Fjallabyggðar við Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs, vegna sambýlisins að Lindargötu 2, Siglufirði lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Lagt fram rekstraryfirlit félagsþjónustu fyrir tímabilið janúar - desember 2015. Rauntölur, 100.578.205 kr. Áætlun, 106.734.000 kr. Mismunur, -6.155.795 kr. Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Fundargerð úthlutunarhóps frá 25.02.2016, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Tillaga að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017, lagður fram. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 25. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um fyrirhugað málþing um jafnrétti í sveitarfélögum. Sambandið hyggst standa fyrir málþingi og námskeiði í lok mars. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar félagsmálanefndar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á áheyrnarfulltrúa B-lista í fræðslu- og frístundanefnd.
Sóley Anna Pálsdóttir verður áheyrnarfulltrúi í stað Ólafs Guðbrandssonar.

Fundi slitið.