Bæjarstjórn Fjallabyggðar

104. fundur 03. júlí 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Jónasson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi S lista
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu
Forseti bæjarstjórnar Magnús S. Jónasson setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014

Málsnúmer 1406004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Arnar Freyr Þrastarson óskar eftir launalausu ársleyfi sem tæknifulltrúi Fjallabyggðar frá og með næsta hausti.
    Bæjarráð samþykkir fram komna ósk og felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa auglýsingu um tímabundna ráðningu eða kaup á þjónustu þar til tæknifulltrúi kemur aftur til starfa.
    Bókun fundar
    Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Lagðar fram upplýsingar um viðhald gatna og gangstétta á árinu 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Hafnasambandsþing verður haldið 4. og 5. september á Dalvík og í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg á Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Bæjarstjóri hefur gert tilboð í Námuveg 11 Ólafsfirði. Um er að ræða innköllun á lóð, ásamt kaupum á girðingu og húsnæði.
    Olíudreifing efh hefur samþykkt kaupverðið að upphæð kr. 500.000.-.
    Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupum á umræddri eign og útbúa viðauka fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
    Bæjarráð leggur áherslu á að svæðið verði einnig notað fyrir gámageymslusvæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Lagðar fram fundargerðir til kynningar.
    1. Frá 20. janúar 2014, staða á golfverkefni á Siglufirði.
    2. Frá 28. maí 2014, framkvæmdir á golfvelli á Siglufirði í sumar.
    3. Frá 15. apríl 2014, skíðasvæðið í Skarðsdal.
    4. Frá  28. maí 2014, frá vetraríþróttanefnd.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Á öðrum fundi Siðanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga var ákveðið að senda út kynningarbréf á öll sveitarfélög til að kynna nefndina fyrir kjörnum fulltrúum.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 28. maí 2014 er varðar tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
    Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun innheimta hlutdeild sveitarfélagsins í umræddum verkefnum á grundvelli íbúafjölda í desember 2014 sem var 2016.
    Áætlaður kostnaður Fjallabyggðar er 1.548.630 kr. og er dregið af útgjaldajöfnunarframlagi ársins.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Lögð fram umsókn um styrk til að mæta innheimtu fasteignagjalda. Viðkomandi aðili greiðir gjaldið með menningarviðburðum á árinu 2013 og 2014.
    Bæjarráð samþykkir styrk á móti fasteignarskatti ársins í samræmi við reglur bæjarfélagsins.
    Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar í markaðs- og menningarnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Ráðgert var að opna tilboð í breytingar á Ólafsvegi 4 þann 4. júní s.l., en engin tilboð bárust.
    Tveir sóttu útboðsgögn en skiluðu ekki inn tilboðum.
    Bæjarráð telur rétt að auglýsa útboðið aftur um miðjan júlí n.k með verktíma frá ágúst fram til áramóta í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
    Bæjarráð leggur áherslu á að bæjarfélagið haldi uppi þjónustu við íbúa Ólafsfjarðar að Ólafsvegi 4 þar til í framkvæmdir verður ráðist.
    Afgreiðslutími verði auglýstur og er lögð áhersla á að deildarstjórar bæjarfélagsins sem og bæjarstjóri hafi þar fasta auglýsta viðveru.
    Stefnt er að því að nýtt bókasafn verði þar með opnað 1. janúar 2015.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Lögð fram fundargerð frá 3. fundi ársins sem haldinn var á Hornbrekku 27. maí 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10. júní 2014
    Lögð fram fundargerð 816. fundar stjórnar frá 16. maí 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014

Málsnúmer 1406013FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014





    Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Finnur Ingvi Kristinsson kt. 280279-3159 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa Hannes Boy café, þjónustumiðstöð Rauðku  og Kaffi Rauðku, Gránugötu 19, 23 og 25, 580 Siglufirði.


    Sótt er um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðar í III, flokki.

    Óskað er eftir lengri opnunartíma frá fyrra leyfi, um helgar og aðfaranótt helgidaga eða til kl. 5:00.



    Með vísan til 10.  og 13. gr. laga nr. 85/2007, sbr. 21. gr. laganna er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fram lagða umsókn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Boðað var til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. þann 10. júní s.l. en þeim fundi var frestað til 14. ágúst n.k.
    Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra fullt umboð til að mæta á fundinn f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014




    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Akureyri dagana 24.-26. september nk.
    Ráðstefnudeild Iceland Travel sér um hótelbókanir vegna ráðstefnunnar.

    Bæjarstjóra er falið að sjá um bókanir fyrir réttkjörna fulltrúa Fjallabyggðar. Bæjarstjóri mun einnig taka þátt í fundinum.

    Bæjarstjóri lagði fram samþykktir fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga til kynningar fyrir nýkjörna bæjarfulltrúa og voru kjörbréf undirrituð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Sláttur og hirðing á görðum eldri bæjarbúa og öryrkja hófst mánudaginn 23.06.2014.
    Þjónustumiðstöð annast utanumhald og hefur þjónustan verið auglýst á heimasíðu bæjarfélagsins.
    Bæjarstjóra falið að auglýsa þjónustu bæjarfélagsins í Tunnunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Samkvæmt 43. gr. um kosningu og kjörgengi kemur m.a. neðanritað fram.
    Kosningar í fastanefndir bæjarstjórnar, nefndir fyrir hluta sveitarfélags, nefndir til að fara með einstök verkefni eða málaflokka og aðrar nefndir og stjórnir sem sveitarfélag á aðild að, skulu vera leynilegar og hlutfallskosningar ef þess er óskað. Framkvæmd kosninga skal þá vera í samræmi við ákvæði 44. og 45. gr. sveitarstjórnarlaga. Ef ekki er kosið hlutfallskosningu til nefndar, sbr. 1. mgr. 43. gr., sveitarstjórnarlaga, skal bæjarstjórn gæta þess að fullnægja kröfum um kynjahlutfall skv. 2. tölul. 44. gr. laganna við skipun í viðkomandi nefnd. Sjá og sveitarstjórnarlög.

    Nýkjörið bæjarráð leggur til að nefndarkjör verði lagfært í samræmi við lög og samþykktir bæjarfélagsins um kynjahlutfall sjá ofanritað.
    Bæjarráð leggur til að minnihluti D-lista og meirihluti S-lista og F-lista leggi fram breytingar á fundi bæjarstjórnar eins fljótt og kostur er.

    Um er að ræða neðantaldar nefndir.  
    Hafnarstjórn, félagsmálanefnd, markaðs- og menningarnefnd, fræðslu- og frístundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Lögð fram fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar frá 20. maí s.l. Fundarmenn skora á bæjaryfirvöld að ljúka uppsetningu stoppistöðvar við Aðalgötu í Ólafsfirði fyrir næsta skólaár.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að sjá um að umræddum framkvæmdum verði lokið á tilsettum tíma. Áætlaður kostnaður er um 1,2 m.kr.  Framkvæmdin kallar á viðauka í áætlun ársins og er bæjarstjóra falið að útfæra viðaukann sjá 14. mál, viðauka 4.
    Bæjarstjóri lagði fram til kynningar umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka saman fyrir næsta fund kostnað við frágang á þeim stoppistöðvum sem umferðaröryggisáætlun bæjarfélagsins tekur til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Lögð fram umsókn um starf hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar. Ein umsókn barst og er hún frá Kjartani Smára Ólafssyni.
    Hafnarstjóri leggur til að Kjartan verði ráðinn enda hefur hann víðtæka reynslu af starfinu þar sem hann hefur leyst hafnarverði á Siglufirði af s.l 13. ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Óskað er eftir styrk í tengslum við skemmtidagskrá á Pæjumóti Sparisjóðsins og Rauðku árið 2014.
    Um er að ræða styrkumsókn að upphæð kr. 120.000.-
    Bæjarráð samþykkir umræddan styrk, sjá 14. mál, viðaukatillögu 4.
    Vakin er athygli á að samkvæmt venju skal sækja um styrki til sveitarfélagsins við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Nokkur umræða var um sumarleyfi bæjarstjórnar og er vísað í 8. gr. samþykkta bæjarfélagsins
    Bæjarráð leggur til að fresta sumarfríi bæjarstjórnar þar til annað verður ákveðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Nokkur umræða hefur verið um Flugvöllinn á Siglufirði að undanförnu og felur bæjarráð bæjarstjóra fullt umboð til að taka upp viðræður um málið við Isavia.
    Bæjarstjóri hefur fengið fund með framkvæmdarstjórn Isavia næstkomandi fimmtudag kl. 14.00 í Reykjavík.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Í 8. gr. samþykkta um stjórn Fjallabyggðar segir um fundi bæjarstjórnar.
    "Bæjarstjórn Fjallabyggðar heldur reglulega fundi bæjarstjórnar einu sinni í mánuði að jafnaði til skiptis í fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsinu á Siglufirði eða í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði. Aukafundi skal halda þegar forseti eða bæjarstjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur bæjarfulltrúa óskar þess. Bæjarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi bæjarstjórnar á undan. Bæjarstjórn er heimilt að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar vegna sumarleyfis".

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglulegir fundi bæjarstjórnar verði annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 17.00 eins og verið hefur.
    Næsti fundur bæjarstjórnar er hinsvegar boðaður þann 3. júlí n.k. og er þar um undantekningu frá reglulegum fundartíma bæjarstjórnar.

    Í 27. grein samþykkta um stjórn Fjallabyggðar segir um fundi bæjarráðs.

    "Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku. Bæjarstjórn ákveður fundartíma bæjarráðs í upphafi kjörtímabils.
    Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess."
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglulegir fundi bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Meirihluti bæjarráðs vill kanna hvort vilji sé til að stofna sérstaka fjallskilanefnd þar sem búfénaður í Fjallabyggð hefur aukist á s.l. árum.
    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Bæjarstjóri fór yfir framkomnar tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
    1. Sandburður í Ólafsfjarðarvatn, áætlaður kostnaður um kr. 4.500.000.-, sjá fundargerð 340, fundar bæjarráðs
    2. Kaup á húsnæði Ólafsfirði kr. 500.000.- sjá fundargerð 343, fundar bæjarráðs
    3. Áheyrnarfullttrúar fyrir B-lista en áætlaður kostnaður er um kr. 350.000.-, sjá fundargerð 103, fundar bæjarstjórnar
    4. Tillaga um styrk til Pæjumóts kr. 120.000.-, fundargerð 344, fundar bæjarráðs
    5. Tillaga um stoppistöð í Ólafsfirði kr. 1.200.000.-, fundargerð 344. fundar bæjarráðs
    6. Tillaga um sérstaka Atvinnumálanefnd kr. 300.000.-, fundargerð 344. fundar bæjarráðs
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að setja upp tillögu að viðauka í samræmi við ofanritað fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Bæjarráð leggur til að deildarstjóri tæknideildar geri úttekt á eignum bæjarins, viðhaldi og ásýnd, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
    Í framhaldi af því verði Skipulags- og umhverfisnefnd falið að vinna aðgerðaáætlun í samvinnu við deildarstjóra tæknideildar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Bæjarráð leggur til að skoðaður verði möguleikinn á bættum samgöngum á milli byggðarkjarnanna með tíðari ferðum.
    Bæjarstjóra er falið að láta kanna og kostnaðargreina verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélags dags. 12. júní 2014 en í bréfinu koma fram ábendingar um fjármál og áætlanir sveitarfélaga.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Fundargerð frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra frá 13.06.2014 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Fundargerð stjórnar Hornbrekku lögð fram til kynningar.
    Reikningar fyrir árið 2013 sem og endurskoðunarskýrsla lögð fram til kynningar.
    Fram kemur í reikningum að rekstrarhalli sé um 750 þúsund fyrir s.l. ár og er handbært fé í árslok um 26,2 m.kr. og hefur lækkað um 3 m.kr á milli ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Aðalfundur húsfélagsins Aðalgötu 46-58 í Ólafsfirði sem haldin var 17. maí s.l. samþykkti að taka tilboði í þakviðhald raðhússins.
    Hlutur minni íbúða (52-58) er áætlaður 613 þús. á íbúð.
    Sveitarfélagið á íbúðina nr 52.
    Áætlaður kostnaður bæjarfélagsins er kr. 613 þús.
    Bæjarráð samþykkir framkvæmdina fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.21 1406042 Fasteignamat 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands , dags. 13, júní 2014. Þar kemur fram að allar fasteignir skal endurmeta fyrir 31. maí ár hvert. Fasteignamatið hækkar um 7,7% á milli ára að meðaltali en fyrir Fjallabyggð um 7,4 %.
    Lagt fram til kynningar og er umræðu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Lögð fram fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar frá 11.06.2014.
    Meirihluti bæjarráðs telur rétt að taka nokkur mál til nánari skoðunar á milli funda og þar með til frekari umræðu og ákvarðanatöku á næsta fundi bæjarráðs.
    Um er að ræða ábendingar um neðantalin verkefni:
    1. Lokafrágang á og að gámasvæði á Siglufirði en áætlaður kostnaður er um 7,8 m.kr.
    2. Sameining íbúða í Skálarhlíð, en áætlaður kostnaður er um 7,5 m.kr.
    3. Kaup á lausri kennslustofu fyrir leikskóla og er áætlaður kostnaður um 8,5 m.kr.
    4. Hönnun á stækkun leikskóla en áætlaður kostnaður er um 1,5 m.kr.
    5. Meirihluti bæjarráðs óskar einnig eftir upplýsingum frá tæknideild um kostnað við lagfæringar á vegi að skíðaskálanum í Ólafsfirði.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Samgöngustofu/umferðarsvið um neðantalin málefni fyrir næsta fund í bæjarráði.
    1. Nauðsynlegar lagfæringar á þjóðveginum um Ásinn á Siglufirði.
    2. Kostnaðarhlutdeild í mokstri á miklum sandburði inn í Ólafsfjarðarvatn en áætlaður kostnaður er orðinn um 5,5 m.kr.
    3.Farið verði yfir lagfæringar og framkvæmdir við þjóðveg að og í gegnum Siglufjörð.
    4. Farið verði yfir lagfæringar og framkvæmdir við þjóðveg að og í gegnum Ólafsfjörð.
    5. Einnig er bæjarstjóra falið að taka upp viðræður um aðkomu að framkvæmdum við veg að skíðaskálanum Ólafsfirði.  
    6. Bæjarstjóra er falið að ræða einnig endurbætur á hafnarbryggju á Siglufirði og koma verkefninu á samgönguáætlun.

    Bæjarstjóri upplýsti fundarmenn um að hann hafi fengið tvo fundi í vikunni með fulltrúum Samgöngustofu er varðar ofangreind málefni og eru þeir á miðvikudag og fimmtudag.

    Bæjarstjóri upplýsti að hann hefur rætt við forstöðumann bókasafns bæjarfélagsins er varðar framkvæmdir við Ólafsveg 4.
    Á þeim fundi kom fram hugmynd um aðgerðaráætlun sem miðar að opnun á þjónustu við íbúa strax í haust.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna kostnað við að opna bókasafn á neðrihæð hússins í lok sumars. Þjónusta við íbúa í Ólafsfirði verði þar með tryggð er varðar bókasafnið og almenna þjónustu.  Forstöðumanni bókasafnsins er falið að miða búnaðaðarkaup fyrir umrædda þjónustu.

    Bæjarráð telur þar með rétt að fresta fyrirhuguðu útboði á viðbyggingu við Ólafsveg 4 þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að kanna fyrir næsta fund áætlaðan kostnað við umrædda hugmynd og framkvæmd.
    Í ljósi ofanritaðs þ.e. funda með Samgöngustofu og úttektar tæknideildar á Ólafsvegi 4 mun bæjarráð taka til afgreiðslu ofanritaðar framkvæmdir og framkomnar ábendingar á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar

    Til máls tóku Helga Helgadóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og Kristinn Kristjánsson.

    Helga Helgadóttir las upp eftirfarandi bókun fulltrúa D-lista.

    "Á fundi bæjarráðs þann 10. maí 2014, lagði bæjarráð til að útboð vegna endurbóta á Ólafsvegi 4 Ólafsfirði yrði auglýst aftur í júlí og verktími yrði frá ágúst og fram að áramótum.
    Undirrituðum finnst rétt að láta á þetta reyna áður en ákvörðun um frestun framkvæmda verður tekin.
    Mikilvægt er að bæta úr aðstöðu og þjónustu bæjarskrifstofu og bókasafns fyrir íbúa Fjallabyggðar í Ólafsfirði og tryggja þeim þannig jafna þjónustu og veitt er á Siglufirði frá báðum þjónustueiningum.
    Með áætlunum fyrri bæjarstjórnar um endurbætur á húsnæðinu að Ólafsvegi 4 og sameiningu þessara tveggja þjónustueininga undir eitt þak var lögð áhersla á að gera aðgegni, aðbúnað og umhverfi þjónustunnar í Ólafsfirði sem besta úr garði fyrir alla aldurshópa. Við hræðumst að frestun verkefnisins geti orðið til þess að ekkert verði af slíkum áformum í framtíðinni.
    Það er von okkar að nýr meirihluti standi við gefin loforð um jafnt aðgengi íbúa að þjónustu og samráð um mikilvægar ákvarðanir eins og þessi áætlun um frestun á áður samþykktri og kynntri framkvæmd
    er".

    S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir


    Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum gegn einu.
    Helga Helgadóttir greiddi atkvæði á móti.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl lagt fram til kynningar.
    Rekstrarniðurstaða tímabils er 6,1 m.kr. betri en tímabilsáætlunin gerir ráð fyrir. Tekjurnar eru 3,2 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 9,1 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnsliðir 0,2 m.kr. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24. júní 2014
    Fram hafa komið ábendingar um að störf hér á Siglufirði væru í hættu vegna nýrra lagasetningar um gjaldeyrismál.
    Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita þingmönnum kjördæmisins bréf er varðar málið og mun bæjarráð fylgjast náið með gangi mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 17. fundur - 10. maí 2014

Málsnúmer 1406008FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 3.1 1406021 Móttaka framboðslista og meðmælenda vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 í Fjallabyggð
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 17. fundur - 10. maí 2014
    Komið var með lista frá Framsóknarflokknum og óskaði framboðið eftir listabókstafnum B. Einnig kom framboð frá Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð, sem óskuðu eftir listabókstafnum S.
    Fyrir lágu framboð Sjálfstæðisfokksins, þar sem óskað var eftir bókstafnum D og listi Fjallabyggðarlistans, sem óskaði eftir bókstafnum F.
    Fyrir liggja því fjögur framboð sem úrskurðað verður um á næsta fundi yfirkjörstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 18. fundur - 11. maí 2014

Málsnúmer 1406009FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 4.1 1406022 Að úrskurða um framboð og úthluta listabókstöfum
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 18. fundur - 11. maí 2014
    Fyrir liggja fjögur framboð frá eftirtöldum:
      -   Framsóknarflokknum í Fjallabyggð, sem fer fram á að hafa listabókstafinn B.
      -   Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð, sem fara fram á að hafa listabókstafinn S.
      -   Fjallabyggðarlistanum sem fer fram á að hafa listabókstafinn F og
      -   Sjálfsstæðisflokknum sem fer fram á að fá listabókstafinn D.

    Samþykktir voru þeir listabókstafir sem framboðin fóru fram á, enda þeir í samræmi við skrá Innanríkisráðuneytis frá 13. mars 2014 um listabókstafi.

    Meðmælendalistar voru yfirfarnir. Við samanburð kom í ljós að 4 aðilar höfðu mælt með tveimur listum og voru nöfn þeirra felld út af meðmælendalistunum. Þrátt fyrri niðurfellingu þessara nafna voru nógu margir meðmælendur  með öllum framboðum og voru þau öll úrskurðuð gild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 19. fundur - 27. maí 2014

Málsnúmer 1406010FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 5.1 1406023 Talning prentaðra kjörseðla og útdeiling þeirra niður á kjördeildir
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 19. fundur - 27. maí 2014
    Prentaðir kjörseðlar reyndust vera 1659 stk. Var þeim deilt niður í kjördeildir þannig:
      -   Í kjördeild I á Siglufirði fóru 1000 kjörseðlar, en þar eur 975 á kjörskrá
      -   Í kjördeild II í Ólafsfirði fóru 650 kjörseðlar, en þar eru 636 á kjörskrá.

    Kjörseðlarnir voru settir í kassa og þeir innsiglaðir. Af gengu 9 seðlar sem var eytt. Kjörgögn voru sett í geymslu í Ráðhúsi þar sem formenn undirkjörstjórna nálgast þau.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.2 1406024 Framkvæmd á kjördag
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 19. fundur - 27. maí 2014
    Kosið verður á sömu stöðum og áður, þ.e. í Ráðhúsinu á Siglufirði og í Menntaskólanum í Ólafsfirði, sbr. auglýsingu sem yfirkjörstjórn birtir í Tunnunni 28. maí. Skipt verður um kassa um miðjan dag. Flokkun atkvæða hefst kl. 21:30 á kjördag. Talið verður í Ráðhúsinu á Siglufirði. Talning verður í höndum kjörstjórna og verður ekki ráðið sérstakt fólk til að telja. Umboðsmenn framboða mega vera viðstaddir talningu svo og aðrir sem þess óska.

    Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Ráðhúsinu á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 20. fundur - 31. maí 2014

Málsnúmer 1406011FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 6.1 1406025 Hefðbundin viðvera yfirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí 2014
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 20. fundur - 31. maí 2014
    Kosið var í tveimur kjördeildum, kjördeild I í Ráðhúsinu á Siglufirði  og í kjördeild II í Menntaskólanum Tröllaskaga í Ólafsfirði.
    Kosning hófst í báðum kjördeildum kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Skipt var um kassa í báðum kjördeildum síðdegis og hófst flokkum og talning þeirra atkvæða fyrir luktum dyrum kl. 21:30. Viðstaddir þá talningu voru Ámundi Gunnarsson og Magnús Eiríksson frá yfirkjörstjórn auk umboðsmanna lista, Unnars Más Péturssonar frá D lista, Sigurðar Friðfinns Haukssonar frá S lista, Rögnvalds Ingólfssonar, einnig frá S lista og Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar frá F lista. Í Ólafsfjarðarkassa voru 260 atkvæði og í Siglufjarðarkassa 450, samtals 710 atkvæði.
    Talningu þessara atkvæða var lokið kl. 22:15. Þær tölur voru þó ekki tilkynntar opinberlega fyrr en um 23:00 þegar loks náðist í Rúv, sem ekki hafði haft samband að fyrra bragði eins og ráðgert var.
    Seinni kassar frá kjördeildum komu milli kl. 23:00 og 24:00 og gekk flokkun og talning vel. Lokatölur lágu fyrir kl. 00:40 og frágangi var lokið kl. 00:50.
    Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði:

                                                   karlar     konur        alls
    kjósendur á kjörskrá               813        798           1611
    atkvæði greidd á kjörfundi     585         571          1156
    utankjörfundaratkvæði           109         103             212
    alls greidd atkvæði                 694         674           1368
    auðir seðlar                                                                34
    ógildir                                                                          9

    Gild atkvæði féllu þannig:
                                                   atkvæði   hlutfall í % kjörnir fulltrúar
    B listi Framsóknarmanna        213         16,08          1
    D listi Sjálfstæðisflokks         389          29,36         2
    F listi Fjallabyggðarlistans     382          28,83         2
    S listi Jafnaðarmanna              341          25,74         2
                      gild atkvæði alls 1325 
     
    Breytingar og útstrikanir á seðlum voru eftirfarandi:

    Hjá B-lista voru 26 seðlar breyttir:
    24 strikuðu út nafn 1. manns, Sólrúnar Júlísdóttur
    2 strikuðu út nafn 2. manns, Jóns Valgeirs Baldurssonar
    6 strikuðu út nafn 3. manns, Ólafs Guðmundar Guðbrandssonar
    2 strikuðu út nafn 5. manns, Hafeyjar Bjargar Pétursdóttur
    1 strikaði út nafn 8. manns, Kristófers Þórs Jóhannssonar
    auk þess breyttu þrír sætaskipan á seðli án útstrikana.

    Hjá D-lista voru 26 seðlar breyttir:
    6 strikuðu út nafn 1. manns, Sigríðar Guðrúnar Hauksdóttur
    11 strikuðu út nafn 2. manns, Helgu Helgadóttur
    2 strikuðu út nafn 3. manns, Ásgeirs Loga Ásgeirssonar
    1 strikaði út nafn 4. manns, Brynju Ingunnar Hafsteinsdóttur
    2 strikuðu út nafn 7. manns, Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur
    2 strikuðu út nafn 9. manns, Sæunnar Gunnar Pálmadóttur
    auk þessa breyttu 5 kjósendur númeraröð frambjóðenda.

    Hjá F-lista voru 4 seðlar breyttir:
    1 strikaði út nafn 2. manns, Kristins Kristjánssonar
    1 strikaði út nafn 10. manns, Harðar Júlíussonar
    auk þess breyttu 2 kjósendur númeraröð frambjóðenda

    Hjá S-lista Jafnaðarmanna vor 2 breyttir seðlar:
    2 strikuðu út nafn 2. manns, Kristjönu R. Sveinsdóttur.

    Útstrikanir og breytingar höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftiraldir:

    Aðalmenn:
    sæti nafn                                            listi atkvæði í sæti
    1     Sigríður Guðrún Hauksdóttir      D    389
    2     Magnús Jónasson                        F    382
    3     Steinunn María Sveinsdóttir       S     341
    4     Sólrún Júlíusdóttir                      B    213
    5     Helga Helgadóttir                       D    194,5
    6     Kristinn Kristjánsson                  F     191
    7     Kristjana R. Sveinsdóttir            S     170,5

    Varamenn:
    sæti nafn                                            listi atkvæði í sæti
    1    Ásgeir Logi Ásgeirsson               D    129,67
    2    Ríkharður Hólm Sigurðsson         F    127,33
    3    Hilmar Elefsen                             S    113,67
    4    Jón Valgeir Baldursson                B    106,50
    5    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir       D    97,50
    6    Anna Þórisdóttir                           F     95,50
    7    Nanna Árnadóttir                          S     85,25
    Vinna við talningu og afstemmingu gekk mjög vel og eiga allir sem að komu, kjörstjórnarmenn og umboðsmenn lista, heiður skilið fyrir sína vinnu á kjördag.
    Formenn undirkjörstjórna, Þorvaldur Hreinsson og Pétur Garðarsson voru fengnir til að fylla út skýrslur til Hagstofu varðandi kjörsókn eftir fæðingarárum. Verður það gert á mánudag og unnið upp úr kjörskrám.
    Formaður yfirkjörstjórnar mun sjá um almenna skýrslugerð til Hagstofu og annarra aðila.
    Bókun fundar
    Afgreiðsla 20. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 21. fundur - 11. júní 2014

Málsnúmer 1406015FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 7.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 21
    Yfirkjörstjórn undirritaði sjö kjörbréf fyrir aðalmenn og sjö kjörbréf fyrir varamenn í samræmi við niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014.
    Bókun fundar
    Afgreiðsla 21. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 4. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 5.786.000.
Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við sandmokstur úr Ólafsfjarðarvatni, íþróttastyrki og nefndarlaun.
Einnig tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á Námuvegi 11 í Ólafsfirði og frágangi við stoppistöð í Ólafsfirði.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 87.287.000 í stað 93.073.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.
Vísað er til umræðu á 345. fundi bæjarráðs, sjá mál nr. 6.

Til máls tók Helga Helgadóttir.

Sá hluti tillögu sem varðaði atvinnumálanefnd var borinn upp sérstaklega og samþykktur með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum S. Guðrúnar Hauksdóttur og Helgu Helgadóttur.

Að öðru leyti var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

1. Atvinnumálanefnd
Áður en tilnefning fór fram, var dregið um fulltrúafjölda hvers framboðs í atvinnumálanefnd.
Í Atvinnumálanefnd kom fimmti nefndarmaður í hlut F-lista.

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar.

Valur Þór Hilmarsson - Formaður F-lista
Friðfinnur Hauksson - Varaformaður S-lista
Lára Stefánsdóttir - Aðalmaður S-lista
Kjöri á aðalmanni D-lista frestað til næsta fundar bæjarstjórnar
Ásdís Sigurðardóttir - Aðalmaður F-lista

Árni Sæmundsson -Varamaður F-lista
Egill Rögnvaldsson - Varamaður S-lista
Sæbjörg Ágústsdóttir - Varamaður S-lista

Kjöri á varamanni D-lista frestað til næsta fundar bæjarstjórnar
Anna Þórisdóttir - Varamaður F-lista

Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna, og varaformaður annar í röðinni.

Samþykkt var samhljóða að áheyrnarfulltrúi B-lista yrði Sólrún Júlíusdóttir og varaáheyrnarfulltrúi B-lista yrði Jón Valgeir Baldursson.


2. Leiðrétting S-lista vegna laga um kynjahlutfall.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting á nefndarskipan S-lista.


Skipulags- og umhverfisnefnd:
Aðalmaður í stað Rögnvaldar Ingólfssonar verður Nanna Árnadóttir og varamaður Kristjana R. Sveinsdóttir, í stað Nönnu Árnadóttur.

Leiðrétting D-lista og F-lista er varðar kynjahlutfall verður gerð á fundi bæjarstjórnar í ágúst.

3. Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu sem varaformenn nefnda.

Hafnarstjórn: Ríkharður Hólm Sigurðsson F-lista
Félagsmálanefnd: Ásdís Sigurðardóttir F-lista
Skipulags- og umhverfisnefnd: Hilmar Þór Elefsen S-lista
Markaðs- og menningarnefnd: Ægir Bergsson S-lista
Fræðslu- og frístundanefnd: Guðný Kristinsdóttir F-lista


4. Varamaður í Heilbrigðisnefnd SSNV

Á síðasta fundi bæjarstjórnar hlaut Kristinn Kristjánsson F-lista kosningu sem aðalmaður.

Samþykkt var samhljóða að Guðný Kristinsdóttir F-lista yrði varamaður.


5. Kosning fulltrúa á aðalfund Eyþings.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar hlutu eftirtaldir kosningu:
Magnús Jónasson - Aðalmaður F-lista
Steinunn María Sveinsdóttir - Aðalmaður S-lista
Kristinn Kristjánsson - Varamaður F-lista
Kristjana R Sveinsdóttir - Varamaður S-lista

Samþykkt var samhljóða að til viðbótar kæmu:

Helga Helgadóttir - Aðalmaður D-lista

Sólrún Júlíusdóttir - Aðalmaður B-lista

S. Guðrún Hauksdóttir - Varamaður D-lista

Jón Valgeir Baldursson - Varamaður B-lista

Jafnframt var samþykkt samhljóða eftirfarandi breyting:

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri kemur í stað

Magnúsar Jónassonar F-lista, sem aðalmaður og

Magnús Jónasson verður varamaður F-lista í stað
Kristins Kristjánssonar

10.Umboð til sitjandi bæjarstjóra

Málsnúmer 1406012Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram tillögu F-lista og S-lista um að Sigurður Valur
Ásbjarnarson verði ráðinn til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar á kjörtímabilinu 2014 - 2018.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Því næst lagði forseti fram tillögu meirihlutans um að fela forseta bæjarstjórnar að undirrita ráðningarsamning við Sigurð Val Ásbjarnarson fyrir hönd Fjallabyggðar.
Ráðningarsamningur verði lagður fram á fundi bæjarráðs 8. júlí 2014.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Forseti bæjarstjórnar lagði einnig fram tillögu um endurnýjað prókúruumboð til bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála til næstu fjögurra ára.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

11.Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014

Málsnúmer 1406014FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Jóhann Helgason Vesturgötu 14 Ólafsfirði skrifar bæjarráði bréf dags. 23. júní 2014. Jóhann leggur í bréfi sínu áherslu á fegrun bæjarfélagsins og bendir á það sem betur má fara og nefnir sérstaklega fyrirtæki í sveitarfélaginu, ruslsöfnun þeirra og skort á almennu viðhaldi. Jóhann hvetur einnig bæjarfélagið til átaka er varðar sínar eignir.
    Meirihluti bæjarráðs hefur nú þegar falið tæknideild Fjallabyggðar að gera heildarúttekt á eignum bæjarfélagsins með það í huga að fegra umhverfi og stofnanir bæjarfélagsins.
    Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að boða Jóhann á sinn fund og taka saman þær ábendingar og áherslur sem bréfritari vildi sjá í umhverfi bæjarfélagsins.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda áskorun til fyrirtækja og boða til funda fyrir gerð fjárhagsáætlunar í haust um átak í umhverfismálum í bæjarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 23. júní 2014, þar sem tekið er undir sjónarmið þeirra landeigenda sem eiga hluta af Siglunesi, um að veruleg hætta sé á að skemma verði fyrir skemmdum vegna ágangs sjávar. Þar er lagt til að brugðist verði við og sjávarvörn sett upp við skemmuna á 35 m. kafla. Einnig er vísað í skýrslu SÍ frá 2009.
    Áætlaður kostnaður er um 3,9 m.kr. og er hlutur ríkisins 7/8 og landeigenda/sveitarfélagsins 1/8.
    Í bréfinu kemur fram að Vegagerðin mun leggja til við Innanríkisráðuneytið skv. 9. gr. laga um sjóvarnir 1997/28 að heimila þegar í stað framkvæmdir við gerð sjóvarna fyrir framan skemmuna.
    Bæjarráð telur eðlilegt að landið sé varið og mun skoða aðstæður á næstu dögum.  Ljóst er að ekki er gert ráð fyrir framlagi á fjárhagsáætlun bæjarfélagsins á þessu ári og ekki liggur fyrir samþykki Innanríkisráðuneytis fyrir framkvæmdinni.
    Bæjarráð leggur áherslu á ábendingar frá Skipulagsstofnun, sjá bréf dags. 25. mars 2014, en þar segir m.a. að áform um efnistöku á landi landeigenda kallar á breytingu á aðalskipulagi.
    Bæjarráð áréttar einnig að uppfylla þurfi ábendingar skipulags- og umhverfisnefndar, sjá bókun í fundargerð frá 7. september 2011, áður en framkvæmdarleyfi verði gefið út.
    Tæknideild Fjallabyggðar er falið að gera umræddar breytingar á aðalskipulagi, komi til þess að ráðuneytið samþykki fjármagn til framkvæmdarinnar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita öllum landeigendum bréf er varðar framkomið erindi.
    Verði af framkvæmdinni á árinu 2014 mun bæjarráð vísa hlutdeild bæjarfélagsins kr. 487.500.- til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Helgi Jóhannson sendi bæjarráði bréf dags. 3. apríl s.l.
    Þann  29. apríl var samþykkt í bæjarráði að auglýsa Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði til sölu. Engin tilboð hafa borist í umrædda eign.
    Bæjarráð ákvað á fundi sínum í apríl að taka málið aftur fyrir til endurskoðunar eftir þrjá mánuði.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort húsafriðunarnefnd hefur áhuga á varðveislu hússins og þar með aðkomu að verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.4 1405032 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 18. júní 2014.
    Ný sveitarstjórnarlög nr, 138/2011 voru þar til umræðu og er vísað sérstaklega í ákvæði 64.gr. um fjárhagsleg viðmið.
    Einnig er farið yfir 62. gr. og 63. gr., en þar er vikið að fjárhagsáætlunum og mikilvægi þess að um bindandi ákvörðun sé að ræða. Óheimilt er að víkja frá áætlun nema búið sé að samþykkja með formlegum hætti viðauka við áætlun ársins. Með bréfinu er að finna leiðbeinandi framsetningu um yfirlit viðauka fyrir rekstur og fjárfestingu.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Lögð fram tillaga að 4. viðauka við fjárhagsáætlun.

    Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 5.786.000.

    Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við sandmokstur úr Ólafsfjarðarvatni, íþróttastyrki og nefndarlaun. Einnig tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á Námuvegi 11 í Ólafsfirði og frágangi við stoppustöð í Ólafsfirði.
    Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 87.287.000 í stað 93.073.000.
    Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

    Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar viðauka 4. við áætlun 2014 með 3 atkvæðum.
    Helga Helgadóttir undanskilur samþykki fyrir fjárveitingu til atvinnumálanefndar og vísar til bókunar S. Guðrúnar Hauksdóttur frá síðasta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 8. apríl og fundargerðir stjórnarfunda Eyþings frá 252. fundi frá 2. apríl, 253. fundi frá 8. apríl, 254. fundi frá 23. maí, 255. fundi frá 18. júní
    Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 18 júní sl. Þar kemur fram að búið er að staðfesta samþykkt um afgreiðslu byggingarnefndar Fjallabyggðar á grundvelli heimildar í 1. mgr. 7.gr. laga nr 160/2010.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Lögð fram tillaga að bréfi bæjarstjóra til Isavia í framhaldi af fundi sem fór fram í Reykjavík 26. júní 2014.
    Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
    Á fund bæjarráðs kom Einar Stefánsson verkfræðingar VSÓ ásamt Fjólu Jóhannesdóttur til að ræða um fráveitumál í Fjallabyggð, en hann hefur séð um hönnun á fráveitu Siglufjarðar síðustu árin og hefur verið falið að gera tillögur um aðgerðir í fráveitu á Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014

Málsnúmer 1406016FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 12.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
    Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum kl. 17:00. Fundarritari sé að jafnaði tæknifulltrúi Fjallabyggðar.
     
    Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.
     
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014



    Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði rann út þann 30. júní síðastliðinn. Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekaði á 167. fundi sínum að varanleg lausn á málinu yrði lögð fram fyrir 30. júní.


     

    Í ljósi þess hefur Andri Páll Hilmarsson, fyrir hönd Rarik ohf sent inn erindi, dagsett 11. júní þar sem kemur fram að verið sé að hanna spennistöð sem sé felld inni í landið og stefnt sé að hefja framkvæmdir í haust. Vegna þessa óskar hann eftir framlengingu á stöðuleyfi bráðabirgðaspennistöðvarinnar.


     

    Nefndin samþykkir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2014 og óskar eftir því að byggingu varanlegrar spennistöðvar verði lokið fyrir þann tíma að undanskildum lóðarfrágangi sem ljúka skal vorið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014



    Lögð fram ályktun aðalfundar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar frá 20. maí síðastliðnum. Fundarmenn skora á bæjaryfirvöld að ljúka uppsetningu stoppistöðvar við Aðalgötu í Ólafsfirði fyrir næsta skólaár.

     

    Bæjarráð tók málið fyrir á 344. fundi sínum þar sem samþykkt var að fela deildarstjóra tæknideildar að ljúka umræddri framkvæmd á tilsettum tíma.

     

    Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarráð að lokið verði við gerð biðstöðva við Snorragötu/Norðurtún á Siglufirði og Aðalgötu í Ólafsfirði samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Borist hefur beiðni til tæknideildar um að sett verði upp ljósaskilti við innkeyrslurnar í bæjarkjarnana sem gefi til kynna hvort keyrt sé undir eða yfir löglegum hámarkshraða. Sér í lagi sé þetta nauðsynlegt á Hvanneyrarbraut á Siglufirði þar sem gatan sé þröng á kafla og mikið af börnum.
     
    Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn erindi til Vegagerðarinnar um beiðni um uppsetningu á umræddum ljósaskiltum við innkeyrslurnar í bæjarkjarnana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014


    Jakob Örn Kárason, fyrir hönd óstofnaðs félags sækir um byggingarleyfi fyrir Aðalgötu 26 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Breytingarnar fela í sér breytt innra skipulag Aðalgötu 26 og beina tengingu við jarðhæð Aðalgötu 28 á tveimur stöðum. Útliti Aðalgötu 26 verður breytt á þann veg að skyggni verður stækkað. Að auki er sótt um leyfi til að koma fyrir sölulúgu á austurhlið hússins með aðkeyrslu fyrir fólksbíla.

     

    Nefndin samþykkir fyrirhugaðar breytingar, þó ekki leyfi fyrir sölulúgu að svo stöddu og felur deildarstjóra tæknideildar að skoða útfærslu á aðkomu að sölulúgu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014

    Jón W. Magnússon óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á Brekkugötu 17, Ólafsfirði sem felast í stækkun á anddyri hússins og klæðningu þess með flísum.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Gunnlaugur I. Haraldsson og Ásgerður Einarsdóttir, eigendur Gunnólfsgötu 2 í Ólafsfirði sækja um leyfi til að klæða húsið með 10 mm þykkum sementspressuðum Viroc plötum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Fannar Gíslason fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um leyfi fyrir endurbyggingu á sjóvarnargarði við Norðurgarð í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir leyfi til efnistöku 2.600 rúmmetra úr grjótnámu í landi Garðs.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Brynjar Harðarson, eigandi að Lækjargötu 7 Siglufirði sækir um afnot af lóðinni Túngötu 8 en fyrirhugað er að nota lóðina undir bílastæði og garðrækt. Rekur hann í erindi sínu að bílastæði fyrir íbúa séu af skornum skammti í Lækjargötu vegna þess að í dag séu starfandi í götunni rafvirkjaverkstæði, prentþjónusta, bar og gistiheimili.
     
    Nefndin samþykkir að lóðarhöfum Lækjargötu 7 og Túngötu 10a verði veittur sameiginlegur afnotaréttur af lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Á 167. fundi nefndarinnar var samþykkt úthlutun á lóðinni Lækjargata 6c til Jóns Hrólfs Baldurssonar en hann hyggst nota lóðina undir bílastæði.
     
    Nefndin samþykkir að afturkalla úthlutun á lóðinni í samráði við umsækjanda en samþykkir jafnframt að gerður verði afnotasamningur fyrir hluta af lóðinni og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá afnotasamningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Kristján Hauksson sækir um lóðina Skógarstígur 8 á Saurbæjarási, Siglufirði undir frístundahús.
     
    Einnig lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áðurnefnda lóð.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun og lóðarleigusamning með fyrirvara um greiðslu lóðarúthlutunargjalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Líney Rut Halldórsdóttir sækir um lóðina Sólarstígur 8 á Saurbæjarási, Siglufirði. Áður hafði hún fengið úthlutað lóðinni Sólarstíg 9 en þar sem lóð nr. 8 er laus vill hún afsala sér lóð nr. 9 og sækir um lóð nr. 8 í staðinn.
     
    Einnig lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áðurnefnda lóð.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun og lóðarleigusamning með fyrirvara um greiðslu lóðarúthlutunargjalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Jóhann Sigurjónsson vegna lóðarinnar Skútustígur 11 á Saurbæjarási, Siglufirði. Jóhann fékk lóðinni úthlutað þann 22. ágúst 2007 en ekki var gengið frá gerð lóðarleigusamnings.
     
    Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lagt fram til kynningar bréf frá Sigurði Áss Grétarssyni, framkvæmdarstjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar þar sem tilkynnt er að Vegagerðin mun leggja til við innanríkisráðuneytið að hefja þegar í stað gerð sjóvarnar fyrir framan skemmu á Siglunesi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014
    Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni F. Sigurðssyni þar sem hann dregur umsókn sína um lóðina Skógarstíg 10 á Saurbæjarási til baka.
     
    Því er lóðin Skógarstígur 10 laus til umsóknar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 2. júlí 2014



    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir apríl 2014.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 6,9 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 7,3 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 6,3 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 7,4 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 30,3 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 33,1 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,4 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 1,6 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -51,5 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -40,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 8,5 millj. kr. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 7,8 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -3,5 millj. kr. sem er -633% af áætlun tímabilsins sem var 0,6 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.