Bæjarstjórn Fjallabyggðar

112. fundur 11. febrúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015

Málsnúmer 1501005FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti Skúli Pálsson til að fylgja eftir áskorun sem hann sendi bæjarstjórn um kaup á búnaði til kvikmyndasýninga í Tjarnarborg.

    Bæjarráð þakkar Skúla fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til markaðs- og menningarnefndar.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela markaðs- og menningarnefnd að endurskoða og móta framtíðarstefnu fyrir menningarhúsið Tjarnarborg, varðandi tilgang og nýtingu.
    Niðurstöðu þarf að leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. apríl 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

    Í bréfi fiskverkenda í Ólafsfirði, dagsett 6. janúar 2015, er byggðakvótaúthlutun og fyrirkomulagi mótmælt.
    Óska þeir eftir að úthlutun verði afturkölluð og endurskoðuð.

    Bæjarráð hafnar að endurskoða úthlutunarreglur.

    Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að kanna hvernig eftirlitshlutverki er sinnt er varðar byggðakvóta.
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Í bréfi Greiðrar leiðar ehf til hluthafa, dagsett 13. janúar 2015, er óskað eftir áskrift að því hlutafé sem var óselt um áramót, þannig að staðið verði við lánasamning Vaðlaheiðarganga og ríkisins án þess að reyna þurfi á ábyrgð Akureyrarbæjar.

    Forkaupsréttur Fjallabyggðar í óseldum hlutum er kr. 11.525.

    Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Í ályktun aðalfundar Golfklúbbs Ólafsfjarðar frá 29. desember 2014, er m.a. hörmuð sú ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar að setja einungis 1600 þúsund til rekstrar Skeggjabrekkuvallar í Ólafsfirði á árinu 2015 og þess óskað að bæjarstjórnin endurskoði ákvörðun sína.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir að formenn golfklúbba í Fjallabyggð komi á fund bæjarráðs til viðræðna um rekstur og framtíðarplön.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Í bréfi forstöðumanns Hornbrekku dagsett 2. janúar 2015, er óskað eftir viðræðum við Fjallabyggð um húnæðismál Hornbrekku.

    Bæjarráð samþykkir að boða forstöðumann á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Í bréfi Stígamóta frá 10. desember 2014, er leitað eftir rekstraraðstoð.

    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Dagskrárlið frestað til bæjarráðsfundar n.k. fimmtudag. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Dagskrárlið frestað til bæjarráðsfundar n.k. fimmtudag. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2014, dagsett 6. janúar 2015.

    Rekstrarniðurstaða tímabils er 39,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -92,8 millj. miðað við -53,3 millj.
    Tekjur eru 6,1 millj. lægri en áætlun, gjöld 38,3 millj. lægri og fjárm.liðir 7,3 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Lagt fram til kynningar bréf sent samgönguráði dagsett 9. janúar 2015 vegna vegar að skíðasvæðinu í Skarðsdal. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Fundargerð frá 16. janúar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Fundargerð frá 9. desember 2014, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Fundargerð frá 5. janúar 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20. janúar 2015 Fundargerðir 261. og 262. fundar, frá 19. nóvember og 17. desember s.l. lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 376. fundur - 23. janúar 2015

Málsnúmer 1501007FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 376. fundur - 23. janúar 2015 Lagður fram starfslokasamningur við Sigurð Val Ásbjarnason, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

    Fráfarandi bæjarstjóri sagði starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og óskuðu bæjarfulltrúar meirihlutans eftir því að hann ynni ekki uppsagnarfrestinn.

    Bæjarráð samþykkir framlagðan starfslokasamning.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Fyrirliggjandi starfslokasamningur við fráfarandi bæjarstjóra er ekki í samræmi við bókun meirihluta bæjarráðs frá 23. janúar 2015. Eins og samningurinn liggur hér fyrir samræmist hann heldur ekki uppsagnarákvæðum ráðningarsamnings hans eða almennum grundvallarreglum vinnuréttar. En samkvæmt starfslokasamningi þessum sagði fráfarandi bæjarstjóri upp störfum að eigin frumkvæði af persónulegum ástæðum og lét af störfum 1. febrúar samkvæmt samkomulagi. Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til. Um háa upphæð er að ræða, heildarkostnað upp á rúmlega 11.6 millj. sem ég tel að nýta mætti í þágu íbúa Fjallabyggðar."

    Afgreiðsla 376. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
    Helga Helgadóttir greiddi atkvæði á móti.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 376. fundur - 23. janúar 2015 Lagður fram ráðningasamningur við Gunnar Inga Birgisson, sem bæjarstjóra, fyrir kjörtímabilið 2015-2018.

    Meirihluti bæjarráðs samþykkir ráðningarsamninginn.
    S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og vísar í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 376. fundur - 23. janúar 2015 Tekið fyrir kauptilboð frá Heimilisbraut ehf í Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari upplýsingum um framkvæmdaáætlun og tímasetningar.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 376. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015

Málsnúmer 1501010FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Í erindi Skeljungs hf dagsettu 19. janúar 2015, er mótmælt úthlutun lóðarinnar að Vesturtanga 18 til Olíuverslunar Íslands og óskað eftir fundi með fulltrúum bæjarfélagsins.

    Lagt var fram yfirlit úr skjalakerfi bæjarfélagins um sögu mála vegna lóðar undir eldsneytisafgreiðslu á Vesturtanga.

    Bæjarráð samþykkir að fá lögfræðiálit á málinu og í framhaldi af því verði formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að eiga fund með fulltrúum Skeljungs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Í erindi Valló ehf er óskað eftir því að snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðinu í Skarðsdal sem er nú á vegum rekstraraðila skíðasvæðins verði fært yfir til bæjarfélagsins og verði samþætt eftirliti fyrir þéttbýlið í Siglufirði, sem Veðurstofan sér um og greiðir.

    Bæjarráð leggur áherslu á að lokið verði við aðgerðaráætlun um daglegt snjóflóðaeftirlit í samvinnu við Veðurstofu Íslands samkvæmt reglugerð og að fundað verði með fulltrúum Leyningsáss ses. og Valló ehf. í framhaldinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Á fundi stjórnar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar frá 9. janúar 2015 var hörmuð
    sú niðurstaða 372. fundar bæjarráðs að hafna beiðni um 2 millj. kr. styrk á ári í 4 ár vegna endurbóta að Hóli.
    Stjórn UÍF leitar eftir tillögu bæjarráðs um lausn á málinu svo hægt sé að halda áfram við endurbætur á tengigangi.

    Bæjarráð hafnar aðkomu að málinu en ítrekar að í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sé rekstrarframlag 1,5 millj. á ári til U.Í.F..

    Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi vísar í fyrri bókun um að hún leggi áherslu á að þörf sé á að fara í endurbætur með aðkomu Fjallabyggðar og að styrkbeiðni sé samþykkt.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Tekið fyrir erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 23. janúar 2015, varðandi öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss á Siglufirði yfir vetrartímann.

    16. fundur Fræðslu- og frístundanefndar tók undir með skólastjóra um nauðsyn þess að gangstéttir á þessari leið séu hreinsaðar þegar snjór safnast á þær.

    Í minnisblaði deildarstjóra tæknideildar til bæjarráðs kemur fram að hann og bæjarverkstjóri hafa ítrekað við verktakann, sem sér um mokstur á Siglufirði, að halda þurfi gönguleiðum milli grunnskóla Norðurgötu og íþróttamiðstöðvar á Siglufirði opnum. Verkefnið á að vera í fyrsta forgangi og mun bæjarverkstjóri fylgja því eftir að þetta verði gert.

    Fram kom í erindi skólastjóra að í undirbúningi sé að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra.

    Bæjarráð leggur áherslu á að gönguleið sé mokuð og felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman aukinn kostnað vegna málsins fyrir næsta bæjarráðsfund og að athuga aðkomu Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála lagði fram tillögu að verkfallslista, sem tók mið af svörum stéttarfélaga.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að verkfallslista.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Í erindi deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála er leitað eftir formlegri heimild til að skuldajafna stöðu viðskiptareikninga á móti innri lánum
    milli aðalsjóðs og veitustofnunar annars vegar og aðalsjóðs og hafnarsjóðs hins vegar.

    Bæjarráðs samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Á fund bæjarráðs kom formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar, Rósa Jónsdóttir og ræddi rekstur og framtíðarplön golfklúbbsins.
    Fyrirhugað er að fá formann Golfklúbbs Siglufjarðar á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Málið snýr að beiðni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að settur verði upp upplýsingaskjár í sundlauginni í Ólafsfirði þar sem sýnilegar verði upplýsingar fyrir ferðamenn um færð á vegum ofl. Beintengt www.safetravel.is

    Kostnaður er áætlaður 360 þúsund ásamt rekstri samkvæmt minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa sem lagt var fyrir bæjarráð.
    Þar kemur fram að tæknilega er ekki hægt að nýta upplýsingaskjái bæjarfélagsins sem eru staðsettir í báðum byggðakjörnum fyrir þessa upplýsingagjöf.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Í erindi eigenda Siglunes hf, dagsettu 24. janúar 2015 er bæjarfélaginu boðinn forkaupsréttur skv. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða í tengslum við sölu á öllum hlutum í Siglunesi hf til Eignarhaldsfélagsins Ögurs ehf, samkv. kaupsamningi frá 21. janúar 2015.

    Bæjarráð harmar að veiðiheimildir séu á leið út úr bæjarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkauprétt þann sem boðinn er, enda ekki í aðstöðu til þess.
    Lagaleg óvissa er fyrir hendi og óútkljáð mál liggja fyrir dómstólum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Lagður fram til kynningar þjónustusamningur 2015-2016 bæjarfélagsins við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og lagði til að samningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar yrði samþykktur.
    Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.
    Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs að öðru leyti staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Lagt fram til kynningar staða framkvæmdaáætlunar 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til desember. Einnig aðrar tölulegar upplýsingar launadeildar.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 905,2 m.kr. sem er 96,8% af áætlun tímabilsins sem var 934,8 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 43,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 13,9 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 29,6 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29. janúar 2015 Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og kynnti opnunartíma íþróttamiðstöðvar og lagði fram upplýsingar um ástand tækjakosts í tækjasal og viðhaldsþörf.
    Nýr opnunartími tekur gildi 1. febrúar 2015 og verður auglýstur nánar á heimasíðu bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015

Málsnúmer 1501012FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti forstöðumaður Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson og ræddi húsnæðisaðstöðu hjúkrunar- og dvalarheimilisins.

    Einnig mætti deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson á fund bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar og deildarstjóra tæknideildar að láta gera úttekt og fá tillögur vegna endurbóta á hjúkrunar- og dvalarrýmum á Hornbrekku.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti formaður Golfklúbbs Siglufjarðar, Ingvar Hreinsson og ræddi rekstur og framtíðarplön golfklúbbsins.

    Bæjarráð óskar eftir greinargerð um framtíðaráætlanir golfklúbbanna í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á 176.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var ákveðið að notast við hlaðið grjót í vírneti til að verja hús við Eyrarflöt sem liggja við Langeyrarveg. Áætlaður kostnaður er um 2 milljónir.
    Nefndin vísaði því til bæjarráðs hvort farið yrði í þessa framkvæmd strax í vor.

    Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar og fór yfir málið.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við fulltrúa Vegagerðar um kostnaðarþátttöku í verkefninu.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.4 1501045 Ósk um námsleyfi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 27. janúar s.l. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti erindi frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttur, um launalaust leyfi frá störfum næsta skólaár, 2015-2016, til þess að sinna endurmenntun.

    Bæjarráð samþykkir erindi Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur um launalaust leyfi frá störfum næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Upplýst var um fund sem haldinn var 12. janúar s.l. með fulltrúa Bolla og bedda ehf varðandi upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði.

    Á þeim fundi voru rædd málefni upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði í tengslum við ályktun markaðs- og menningarnefndar 23. október 2014 og ákvörðun bæjarráðs frá 12. nóvember 2014 um að bjóða aðilum málsins að funda með bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

    Bæjarráð felur markaðs- og menningarnefnd að taka málið til umfjöllunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Fyrir bæjarráði liggur minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála í sex liðum um fasteignagjöld 2015, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
    Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi álagningarprósentur og gjöld:
    Fasteignaskattur skv. a.lið 0,49%
    Fasteignaskattur skv. b.lið 1,32%
    Fasteignaskattur skv. c.lið 1,65%
    Lóðaleiga 1,90%
    Lóðaleiga fyrirtækja 3,50%
    Vatnsskattur 0,35%
    Holræsagjald 0,36%
    Sorphirðugjald 33.350 kr. (var 32.700)
    Hálft sorphirðugjald hefur verið lagt á eigendur sumarhúsa á skipulögðum frístundasvæðum.

    Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið í afsláttarrelgum fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð hækki milli ára um 2%.
    Einnig að afsláttarþrep verði fjögur í stað ellefu.
    100%, 75%, 50% og 25% af fasteignaskatti.
    Hámarksafsláttur verður 56.000.

    Viðmið verða þá fyrir eintaklinga:
    100% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 1.761.000
    75% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.123.000
    50% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.474.000
    25% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.816.000

    Viðmið verða þá fyrir hjón/sambýlisfólk
    100% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 2.641.000
    75% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 3.169.000
    50% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 3.697.000
    25% afsláttur af fasteignaskatti tekjuviðmið 4.225.000
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Upplýsingabæklingur Siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagður fram til kynningar.

    Siðareglur Fjallabyggðar verða til umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

    Farið var yfir þau atriði sem betur mega fara í sorphirðumálum bæjarfélagsins.
    Kynnt frávik frá sorphirðudagatali í desember og byrjun janúar og athugasemdir sem hafa borist frá íbúum.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við Íslenska gámafélagið og leita leiða að betri skilvirkni í sorphirðu í bæjarfélaginu.
    Íbúar verði upplýstir um frávik frá sorphirðudagatali.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Farið var yfir innkaupareglur bæjarfélagsins og leggur bæjarráð áherslu á að farið sé eftir þeim við öll innkaup.

    Bæjarráð óskar eftir yfirliti yfir helstu útboðssamninga sem eru í gildi.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar Hirti Hjartarsyni.

    Deildarstjóri fjölskyldudeildar hefur haft samband við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) varðandi íslenskukennslu fyrir fullorðna nýbúa í Fjallabyggð.

    Deildarstjóri mun funda með forsvarsmönnum Símeyjar um íslenskunámskeið og fyrirkomulag nýbúafræðslu sem taki sérstaklega mið af þörfum nýbúa í Fjallabyggð.

    Bæjarráð óskar að niðurstaða liggi fyrir á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fela Ríkharði Hólm Sigurðssyni og Ármanni Viðari Sigurðssyni að fara sem fulltrúar bæjarfélagsins á fund um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi, 4. febrúar á Akureyri. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 3. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar lögfræðiálit um réttarstöðu olíufélaganna Skeljungs, N1 og Olís vegna umsóknar og úthlutunar lóðar fyrir eldsneytisafgreiðslu.

    Bæjarráð felur tæknideild að leggja fram tillögu um mögulegar lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar, eina á Siglufirði og aðra í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 378. fundar bæjarráðs staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 24. fundur - 14. janúar 2015

Málsnúmer 1501004FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 5.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 24. fundur - 14. janúar 2015 Vegna afsagnar Önnu Þórisdóttur varabæjarfulltrúa á F- lista þá kom inn nýr varamaður að beiðni forsvarsmanns F- listans og var gefið út kjörbréf til handa Ásdísi Sigurðardóttur, dags. 14. janúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20. janúar 2015

Málsnúmer 1412008FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20. janúar 2015 Auglýst var eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2015.

    Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar ásamt tillögum nefndarmanna.

    Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Fríðu Gylfadóttur sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2015.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn óskar bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2015, Fríðu Gylfadóttur til hamingju með útnefningu sem bæjarlistamanns Fjallabyggðar.
    Afgreiðsla 12. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20. janúar 2015 Tekið til umfjöllunar og yfirferðar viðburðarhald sem styrkt var af bæjarfélaginu um jól, áramót og á þrettándanum, fyrirkomulag og framkvæmd.

    Jólatréstendrun, jólaböll, brennur, flugeldasýningar.

    Markaðs- og menningarnefnd færir þeim aðilum sem komu að ofangreindum viðburðum kærar þakkir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.3 1412012 Gjaldskrár 2015
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20. janúar 2015 Teknar fyrir tillögur forstöðumanna að gjaldskrám 2015 fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, Bókasafn Fjallabyggðar og tjaldsvæði.

    Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár bókasafnsins og tjaldsvæða og samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nefndin óskar hins vegar eftir að gjaldskrá Menningarhússins Tjarnarborgar verði tekin til endurskoðunar og óskar eftir að forstöðumaður komi á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir gjaldskránna.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Afgreiðsla 12. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20. janúar 2015 Rekstraryfirlit fyrstu ellefu mánuði ársins lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða fyrir menningarmál er 56,5 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 60,7 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 14,9 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 15,2 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015

Málsnúmer 1502001FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1412012 Gjaldskrár 2015
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015 Á fundinn mætti Anna María Guðlaugsdóttir forstöðumaður Menningarhússins Tjarnarborgar og kynnti hún tillögu sína að nýrri gjaldskrá fyrir menningarhúsið. Markaðs- og menningarnefnd felur forstöðumanni að einfalda gjaldskránna og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015 Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Skúla Pálssyni þar sem hann skorar á bæjaryfirvöld að kaupa búnað til kvikmyndasýninga í Tjarnarborg. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til markaðs- og menningarnefndar og jafnframt samþykkti bæjarráð að fela nefndinni að endurskoða og móta framtíðarsýn fyrir menningarhúsið Tjarnarborg varðandi tilgang og nýtingu. Niðurstöðu þarf að leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. apríl nk. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar, forstöðumanni Tjarnarborgar og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna að því að móta framtíðarsýn fyrir Tjarnarborg og í þeirri vinnu að kalla eftir áliti félagasamtaka, listamanna og stofnanna sem hafa verið að nýta húsið fyrir hina ýmsu viðburði. Hugmyndir Skúla Pálssonar um að koma upp búnaði til kvikmyndasýninga verða teknar til umfjöllunnar í þeirri vinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015 Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar. Lagði hún fram ársskýrslu bóka- og héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2014. Einnig fór hún yfir nokkur mál er snúa að rekstri bókasafnanna í báðum byggðarkjörnum og rekstri héraðsskjalasafnsins. Upplýsti hún m.a. um að starfsmaður héraðsskjalasafnsins hefði sagt starfi sínu lausu og því þyrfti að auglýsa eftir nýjum starfsmanni. Gerð hún m.a. stuttlega grein fyrir ástandi skjalamála hjá stofnunum bæjarins. Óskar hún eftir að fá að ráða starfsmann í 100% starf til að geta hafið vinnu við að koma skjalamálum stofnanna í viðunandi horf.
    Markaðs- og menningarnefnd heimilar fyrir sitt leyti að farið verði í að grisja tímaritakost safnsins. Nefndin styður einnig tillögu forstöðumanns um að ráðinn verði einn starfsmaður í 100% starf til að vinna við héraðsskjalasafnið, bókasafnið og upplýsingamiðstöð og leggur til við bæjarráð að það verði samþykkt. Nefndin óskar eftir því að forstöðumaður skili greinargerð til bæjarráðs með rökstuðningi fyrir þessari tillögu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015 Á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar sl. var til umfjöllunar málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði þar sem upplýst var um fund sem haldin var þann 12. janúar með fulltrúa Bolla og bedda ehf. Á þeim fundi voru rædd málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í tengslum við ályktun markaðs- og menningarnefndar frá 23. október 2014. Bæjarráð fól markaðs- og menningarnefnd að taka málið til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði verði boðin út yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst og starfsemi hennar verði í bókasafninu á öðrum tíma ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015 Tekið fyrir bréf dagss. 28. janúar 2015 frá Örlygi Kristfinnssyni f.h. Síldarminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018. Lagt er til að Síldarminjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita- og strandmenningarfélagið sem hefur verið tengiliður Íslands við þessa hátíð sem haldin hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu 2011. Samstarfið myndi fyrst og fremst felast í samvinnu um skipulagningu og nokkurri kostnaðarhlutdeild. Fyrsta skrefið yrði að mynda samráðsvettvang fulltrúa þessara þriggja aðila. Í bréfinu er einnig bent á að árið 2018 verða eitthundrað ár liðin síðan Siglufjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og tvöhundruð ár síðan hann varð löggiltur verslunarstaður. Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til endanlegrar ákvörðunar bæjaráðs. Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 13. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 5. febrúar 2015 Lagt var fram til kynningar viðburðadagatal fyrir árið 2015 í Fjallabyggð tekið saman af markaðs- og menningarfulltrúa. Markaðs- og menningarnefnd fagnar framtakinu og hvetur til þess að viðburðadagatalið verði kynnt vel á meðal heimamanna og verði aðgengilegt gestum á upplýsingamiðstöðvum Fjallabyggðar og víðar. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015

Málsnúmer 1501006FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 8.1 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja eina milljón króna í verkefnið "Ræsing í Fjallabyggð". Nefndin samþykkir að óska eftir stuðningi fyrirtækja, tengdum Fjallabyggð, við verkefnið þannig að hægt verði að hrinda því af stað sem fyrst. Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Atvinnumálanefnd leggur til að haldið verði Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð þar sem fyrirtæki og sveitarfélagið standi sameiginlega að opinni umræðu um atvinnumál og hverskyns hluti sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Lagt er til við bæjarráð að settur verði á laggirnar fimm manna vinnuhópur skipaður fulltrúum sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem gerir tillögu að framsetningu þingsins og hugsanlegu samstarfi við fyrirtæki og/eða stofnanir utan sveitarfélagsins. Stefnt verði að því að þingið verði haldið eigi síðar en í lok apríl 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.3 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Atvinnumálanefnd hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman lista yfir fyrirtæki eða hópa atvinnurekenda í sveitarfélaginu sem nefndin mun heimsækja á árinu 2015. Markmið með heimsóknunum er að efla tengsl sveitarfélagsins og atvinnurekenda á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.4 1409031 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
    Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21. janúar 2015 Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar var tekið fyrir bréf frá fiskverkendum í Ólafsfirði þar sem fyrirkomulagi á byggðakvótaúthlutun er mótmælt. Bæjarráð samþykkti að fela atvinnumálanefnd að kanna hvernig eftirlitshlutverki er sinnt er varðar byggðakvóta. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að kanna hjá Fiskistofu hvernig þessum málum er almennt háttað hjá öðrum sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015

Málsnúmer 1501011FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 9.1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015 Fundurinn hófst á heimsóknum í fyrirtækin Skiltagerð Norðurlands og Bifreiðaverkstæðið Múlatind. Atvinnumálanefnd þakkar forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fyrir góðar móttökur og góðar kynningar. Lagður var fram listi yfir heimsóknir nefndarinnar til fyrirtækja á árinu 2015. Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 6. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.2 1409031 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
    Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015 Lagt fram svar frá Fiskistofu vegna fyrirspurnar nefndarinnar um eftirlitsþátt með byggðarkvótanum. Í svari frá Fiskistofu kemur fram með hvaða hætti eftirlitshlutverkinu er sinnt að hálfu stofunarinnar. Ljóst er samkvæmt svari frá Fiskistofu að eftirlit með byggðarkvótanum er á höndum Fiskistofu en ekki sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.3 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015 Í framhaldi af síðasta fundi voru send út bréf til nokkurra fyrirtækja þar sem óskað var eftir stuðningi við verkefnið. Í ljósi jákvæðra viðbragða samþykkir nefndin að hrinda verkefninu "Ræsing í Fjallabyggð" af stað. Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 6. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015

Málsnúmer 1501009FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Leikskólastjóri, Olga Gísladóttir kynnti Jafnréttisáætlun leikskólans. Jafnréttisáætlunin á við börn, foreldra og starfsfólk leikskólans. Áætlunin tekur mið af skólanámskrá Leikskóla Fjallabyggðar og Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lögð fram skýrsla um eldvarnarskoðun fyrir Leikskála, dags. 17.12.2014. Athugasemdir skoðunaraðila eru óverulegar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2014-2015. Samþykkt.
    Olga Gísladóttir vék af fundi kl. 16:40.
    Guðný Kristinsdóttir vék af fundi kl. 16:40.
    Hilmar Þór Hreiðarsson tók sæti hennar á fundinum kl. 16:40.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 16:40.
    Lagðar fram til kynningar niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir nemendur í 6.-7. bekk og 8.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lagt fram til kynningar erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, til bæjarráðs varðandi öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss Siglufirði.
    Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir með skólastjóra um nauðsyn þess að gangstéttir á þessari leið séu hreinsaðar þegar snjór safnast á þær.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lögð fram til kynningar símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Ríkey vék af fundi kl. 17:30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.9 1412012 Gjaldskrár 2015
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi tók sæti á fundinum kl. 17:50.
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2015 með viðauka um útleigu á íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði.
    Gjaldskráin hækkar að meðaltali um 3,06% milli ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lögð fram tillaga að reglum um úthlutun frítíma í Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Reglurnar ná til úthlutunar á frítímum í íþróttasölum Fjallabyggðar og eru í samræmi við núgildandi stundatöflu íþróttamiðstöðvarinnar.
    Nefndin samþykkir að senda tillögunar til umsagnar UÍF.
    Haukur vék af fundi kl.18:25.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.11 1501045 Ósk um námsleyfi
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttur, þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi frá störfum næsta skólaár, til þess að sinna endurmenntun.
    Meðfylgjandi er bréf frá Námsleyfasjóði Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem staðfest er að sjóðurinn hefur veitt Ríkey námslaun næsta skólaár.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Ríkey fái leyfi frá störfum til að sinna endurmenntun skólaárið 2015-2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27. janúar 2015 Lagt fram til kynninga rekstaryfirlit fyrir nóvember 2014. Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 199.879 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 210.488,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 543.919,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 549.942,5 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015

Málsnúmer 1501008FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir því við nefndina að gengið verði frá samning við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar.

    Samþykkt.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Sigtryggur Kristjánsson sækir um leyfi til að byggja sólskála við íbúðarhús sitt á Fossvegi 6, Siglufirði. Lögð var fram umsókn ásamt samþykki nágranna.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Haraldur Björnsson sækir um beitarhólf fyrir fjáreigendur að Lambafeni 1, Siglufirði. Svæðið sem um ræðir eru allar sléttur norðan vegarins sem liggur upp að hesthúsunum og austan vegar hjá Steinaflötum.

    Umrætt svæði er nú þegar í notkun og er beiðninni hafnað. Nefndin er tilbúin að skoða aðra lausn fyrir fjárbændur og er formanni falið að ræða við umsækjanda.
    Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.

    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að gera heildarendurskoðun á úthlutun beitarlands í Fjallabyggð.

    Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Lögð var fram tillaga og kostnaðaráætlun fyrir hindrun til að verja hús við Eyrarflöt sem liggja við Langeyrarveg. Lagt er til að notast verði við hlaðið grjót í vírneti og er heildarkostnaður um 2 milljónir. Nefndin vísar því til bæjarráðs að farið verði í þessa framkvæmd strax í vor. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið aftur til skipulags- og umhverfisnefndar með vísun í afgreiðslu 378. fundar bæjarráðs frá 3. febrúar 2015.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Rakel Björnsdóttir óskar eftir endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir Suðurgötu 56 og Háveg 49 þar sem núverandi samningar eru útrunnir.
    Lagðir voru fram endurnýjaðir lóðarleigusamningar.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögur að Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem er nú til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/20016 og reglugerð nr. 1001/2011. Frestur til að skila athugasemdum er til 13. febrúar 2015.

    Nefndin mun kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir ef þörf þykir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Fundargerð frá 5.janúar 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015 Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 11 mánuði ársins lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015

Málsnúmer 1502002FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Lögð voru fram drög að lýsingu vegna skipulagsvinnu við Leirutanga, þar sem gert verður ráð fyrir tjaldsvæði, athafnasvæði, útivistarsvæði og fuglafriðlandi. Nefndin gekk frá kaflanum "Áherslur skipulags- og umhverfisnefndar" og leggur til að lýsingin verði samþykkt og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu 2015-2026.

    Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Lagt fram bréf Verkís fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar er kynnt breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Gönguskarðsárvirkjunar. Athugasemdir vegna þessa skulu berast fyrir 11.febrúar til skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar.

    Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Sirkus Íslands kannar möguleika á að vera með sýningu í Fjallabyggð á tímabilinu 28.júlí-10.ágúst.

    Nefndin fagnar komu Sirkus Íslands í Fjallabyggð og bendir á að sýningahald er mögulegt í báðum byggðarkjörnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Bás ehf. sækir um úthlutun á lóðum nr. 12 og 2 við Ránargötu á Siglufirði. Hugmyndir Bás ehf. er að reisa iðnaðarhúsnæði á lóð nr.12. Á lóð nr. 2 eru uppi hugmyndir um að þar verði steypustöð og efnisvinnsla ásamt efnisgeymslu.

    Nefndin samþykkir að úthluta Bás ehf. lóð nr.12 við Ránargötu. Lóð nr.2 er ekki hæf til úthlutunar fyrr en búið er að ganga frá lóðinni í samræmi við deiliskipulag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.6 1412012 Gjaldskrár 2015
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Lagðar fram breytingar á gjaldskrám fyrir þjónustumiðstöð, vatnsveitu og fráveitu. Breytingin felur í sér viðbót vegna útseldrar vinnu starfsmanna.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni. Þar kemur fram að Vegagerðin stefni að því að hefja framkvæmdir sjóvarna á Siglunesi sem fyrst, þar sem öll tilskilin leyfi og skilyrði hafi verið uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015

Málsnúmer 1502003FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Kristjana R Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 13.1 1412012 Gjaldskrár 2015
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu og dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð. Tekið er mið af vísitölu í janúar 2015 og munu gjaldskrár og þjónustugjöld uppfærast samkvæmt því.
    Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa þessum dagskrárlið aftur til félagsmálanefndar.
  • 13.2 1501087 Styrkbeiðni
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Dyngjan, áfangaheimili óskar eftir kostnaðarþátttöku vegna dvalar einstaklings á heimilinu s.l. haust.
    Styrkbeiðnin samþykkt að hluta til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Félagsmálanefnd leggur að þeir leigjendur sem eru með tekjur og eignir umfram það sem segir til um í 14. gr. reglna Fjallabyggðar um úthlutun leiguíbúða og falla þar af leiðandi ekki undir forgangsröðun eftir félagslegu leiguhúsnæði, greiða 15% álag á grunnverð húsaleigu eins og það er áveðið af bæjarstjórn Fjallabyggðar hverju sinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar um breytingu á 14. grein reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar.
    Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar að öðru leyti staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Velferðarráðuneytið hefur tilkynnt að uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta 2015 er kr. 6.983.000.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar um uppreiknuð eignamörk húsaleigubóta.
    Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar að öðru leyti staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Lögð fram tillaga deildarstjóra um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 1,2% frá og með 1. mars næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Lögð fram styrkbeiðni vegna ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
    Félagsmálanefnd samþykkir beiðnina tímabundið.
    Bókun fundar Til máls tók Kristjana R. Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 5. febrúar 2015 Niðurstaða fyrir félagsþjónustu er 98,8 millj.kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 99,7 millj.kr. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar félagsmálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs fór yfir tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri að upphæð 11.669.000.
Samkvæmt tillögu verður rekstrarniðurstaða jákvæð um 59.753.000 í stað 71.422.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Til máls tók Gunnar I. Birgisson.

Bæjarstjórn samþykkir fyrri lið tillögu að viðauka um kaup á gólfþvottavél með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir síðari lið tillögu að viðauka um starfslokasamning við bæjarstjóra með 6 atkvæðum.
Helga Helgadóttir greiðir atkvæði á móti og óskar að eftirfarandi sé bókað:
"Fyrirliggjandi starfslokasamningur við fráfarandi bæjarstjóra er ekki í samræmi við bókun meirihluta bæjarráðs frá 23. janúar 2015. Eins og samningurinn liggur hér fyrir samræmist hann heldur ekki uppsagnarákvæðum ráðningarsamnings hans eða almennum grundvallarreglum vinnuréttar. En samkvæmt starfslokasamningi þessum sagði fráfarandi bæjarstjóri upp störfum að eigin frumkvæði af persónulegum ástæðum og lét af störfum 1. febrúar samkvæmt samkomulagi. Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til. Um háa upphæð er að ræða, heildarkostnað upp á rúmlega 11,6 millj. sem ég tel að nýta mætti í þágu íbúa Fjallabyggðar."

15.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

a) Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá B-lista:

Markaðs- og menningarnefnd.
Helga Jónsdóttir verður áheyrnarfulltrúi fyrir B - lista í stað Kristófers Þórs Jóhannssonar.
Vara áheyrnarfulltrúi verður Hafey Pétursdóttir
í stað Helgu Jónsdóttur.

Atvinnumálanefnd.
Kolbrún Bjarnadóttir verður áheyrnarfulltrúi fyrir B - lista í stað Sólrúnar Júlíusdóttur.
Vara áheyrnarfulltrúi verður Sólrún Júlíusdóttir.

b) Samþykkt var að tilnefna Gunnar I. Birgisson í Almannavarnanefnd Eyjafjarðar í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.

16.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa

Málsnúmer 1501102Vakta málsnúmer

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Siðareglur bæjarfélagsins voru kynntar án athugasemda.

17.Starfslok bæjarstjóra

Málsnúmer 1501038Vakta málsnúmer

Á 376. fundi bæjarráðs 23. janúar 2015 var lagður fram starfslokasamningur við Sigurð Val Ásbjarnason, fráfarandi bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Formaður bæjarráðs lagði starfslokasamning fram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Í ljósi fyrirspurnar S. Guðrúnar Hauksdóttur um starfslok bæjarstjóra vilja undirrituð að eftirfarandi sé bókað.
"Í 2 gr. starfslokasamningsins kemur fram að samkomulag var um að starfslok miðuðust við 1. febrúar 2015. Í því samkomulagi fólst ósk meirihlutans um að fráfarandi bæjarstjóri ynni ekki uppsagnarfrestinn."

Steinunn María Sveinsdóttir
Kristinn Kristjánsson
Ríkharður Hólm Sigurðsson
Kristjana R. Sveinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir starfslokasamning með 6 atkvæðum.
Helga Helgadóttir greiðir atkvæði á móti og óskar að eftirfarandi sé bókað:
"Fyrirliggjandi starfslokasamningur við fráfarandi bæjarstjóra er ekki í samræmi við bókun meirihluta bæjarráðs frá 23. janúar 2015. Eins og samningurinn liggur hér fyrir samræmist hann heldur ekki uppsagnarákvæðum ráðningarsamnings hans eða almennum grundvallarreglum vinnuréttar. En samkvæmt starfslokasamningi þessum sagði fráfarandi bæjarstjóri upp störfum að eigin frumkvæði af persónulegum ástæðum og lét af störfum 1. febrúar samkvæmt samkomulagi. Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til. Um háa upphæð er að ræða, heildarkostnað upp á rúmlega 11,6 millj. sem ég tel að nýta mætti í þágu íbúa Fjallabyggðar."

18.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 1501039Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs lagði fram undirritaðan ráðningarsamning við Gunnar Inga Bigirsson sem bæjarstjóra Fjallabyggðar til loka kjörtímabils núverandi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir ráðningarsamning með 5 atkvæðum.

Fulltrúar D- lista S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir sátu hjá og vísa í bókun sem lögð var fram á 111. fundi bæjarstjórnar.

Formaður bæjarráðs lagði einnig fram tillögu um prókúruumboð til bæjarstjóra.

Tillagan samþykkt samhljóða.

19.Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10. febrúar 2015

Málsnúmer 1502005FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

Fundi slitið.