Bæjarstjórn Fjallabyggðar

121. fundur 15. október 2015 kl. 17:00 í húsi eldri borgara Bylgjubyggð 2 b - Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir nema Helga Helgadóttir, D-lista.
Í hennar stað mætti varabæjarfulltrúinn Ásgeir Logi Ásgeirsson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015

Málsnúmer 1510001FVakta málsnúmer

  • 1.1 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála vék einnig af fundi undir þessum dagskrárlið.

    119. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. september 2015, tók til umfjöllunar tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

    Í tillögu kom fram að í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

    a. Stjórnsýslu- og fjármáladeild
    b. Tæknideild
    c. Félagsmáladeild
    d. Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

    Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera drög að starfslýsingu nýs deildarstjóra.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum tillögu að breyttu skipuriti.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram umsóknarbréf til kynningar fyrir Ólafsfjörð og Siglufjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Óskað er eftir heimild til þess að gera verðkönnun vegna framkvæmda í Kirkjugarðinum á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir heimild til gerðar verðkönnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2015.

    Samkvæmt tillögu er gert ráð fyrir rekstrarbreytingum að upphæð kr. -445.000 og efnahagsbreytingum að upphæð kr. 31.148.000.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum afgreiðslu 411. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Tekið fyrir erindi Isavia um yfirtöku Fjallabyggðar á mannvirkjum Siglufjarðarflugvallar, dagsett 28. september 2015.

    Bæjarráð telur drög Isavia að samkomulagi ófullnægjandi og ekki í samræmi við það sem hefur farið á milli aðila í málinu og felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Tekið fyrir erindi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dagsett 25. september 2015, er varðar vanefndir á kjarasamningsbundnum launum til slökkviliðsmanna.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við LSS.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Tekið fyrir erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 1. október 2015, þar sem óskað er eftir auknu fjármagni til að ráða stuðningsfulltrúa og starfskraft í lengda viðveru. Einnig er óskað eftir úrbótum í loftræstingu í skólaeldhúsi skólahúsnæðisins í Ólafsfirði.

    Bæjarráð vísar úrbótum í loftræstingu í skólaeldhúsi til umsagnar deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.

    Bæjarráð samþykkir ráðningu á stuðningsfulltrúa og starfskraft í lengda viðveru til áramóta.
    Bæjarráð felur skólastjóra að mæta auknum launaútgjöldum með hagræðingu í rekstri og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Tilboð í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola voru opnuð föstudaginn 2. október 2015.

    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Bás ehf. kr. 1.432.000
    Smári ehf. kr. 2.170.000
    Kostnaðaráætlun var kr. 1.980.000

    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar að samið verði við Bás ehf.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Ríkharður Hólm Sigurðsson af fundi.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að samið verði við lægstbjóðanda, Bás ehf., í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola, Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram til kynningar sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026, sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.
    Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst til kynningar í Lögbirtingablaðinu og í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. og gefinn frestur til 3. júlí til að koma athugasemdum á framfæri.
    Verkefnisstjórn hefur nú farið yfir þær ábendingar sem bárust og gert tilsvarandi breytingar á áætluninni eftir því sem þörf var talin á.
    Eina efnislega breytingin sem gerð hefur verið, frá þeirri tillögu sem send var til sveitarstjórna í sumarbyrjun, felst í umfjöllun um brennslustöðvar fyrir dýraleifar.

    Hlutaðeigandi sveitarstjórnir þurfa að staðfesta svæðisáætlunina í samræmi við 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum. Þegar allar sveitarstjórnir á svæðinu hafa samþykkt áætlunina verður gengið frá endanlegri útgáfu þar sem dagsetningar samþykkta einstakra sveitarstjórna koma m.a. fram.

    Svæðisáætlunin inniheldur m.a. allítarlegt yfirlit yfir stöðu úrgangsmála í hverju sveitarfélagi um sig og á starfssvæðum einstakra sorpsamlaga. Þar eru einnig settar fram megináherslur sveitarfélaga á Norðurlandi í úrgangsmálum fram til ársins 2026.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 til 2026.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.11 1509099 Aflið - styrkbeiðni
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram styrkbeiðni, dagsett 24. september 2015, vegna reksturs Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.

    Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið er fram á það við sveitarfélög landsins, að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lagt fram til kynningar svarbréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, til Logos lögmannsþjónustu, dagsett 21. september 2015, við fyrirspurn um möguleg kaup á íþróttamiðstöðinni Hóli í Siglufirði.
    Þar kemur m.a. fram að fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF sem haldinn þann 9. september sl. komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri vilji að svo stöddu til að gera breytingar á starfsemi Hóls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram beiðni frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar, dagsett 24. september 2015, um viðbótarframlag vegna reksturs golfvallarins í Ólafsfirði, 2015.

    Bæjarráð samþykkir framlag að upphæð 550 þúsund og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, ósk um viðbótarframlag vegna reksturs golfvallarins í Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram beiðni frá skipuleggjanda konukvölds í Tjarnarborg 3. október s.l. til styrktar Krabbameinsfélaginu, um styrk á móti leigu.

    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 20.000 sem komi til lækkunar reiknings frá Tjarnarborg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Tekin til umræðu útboð á vátryggingum.

    Bæjarráð leggur áherslu á að hraða útboði sem mögulegt er og leggur til að teknar verði upp viðræður við Consello, varðandi umsjón og undirbúning útboðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Á aðalfundi Skalla - félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra, sem haldinn var 23. september s.l. var lýst yfir ánægju og þakklæti með stuðning bæjarstjórnar Fjallabyggðar og byggðaráðs Skagafjarðar við strandveiðar. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Skipulagsstofnun vekur athygli á nýrri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

    Auk almennrar endurskoðunar á eldri reglugerð, hefur nýja reglugerðin að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C, en ákvæði lagabreytingar um flokk C tóku gildi í júní síðastliðnum. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Undantekningar frá þessu eru framkvæmdir í flokki C sem eru áformaðar á öryggis- og varnarsvæðum eða utan netlaga. Þær skal tilkynna til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn skráir ákvörðun sína um matsskyldu framkvæmdar ásamt tilteknum upplýsingum í þar til gerða gagnagátt.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 6. október 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 21. september 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 411. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 190. fundur - 28. september 2015

Málsnúmer 1509010FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 190. fundur - 28. september 2015 Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir helstu viðfangsefni endurskoðunarinnar og teknar voru saman áherslur nefndarinnar í skipulagsvinnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015

Málsnúmer 1510002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lögð fram umsókn Kristins E. Hrafnssonar um lóð við Strandgötu 3, Ólafsfirði. Einnig lagðar fram teikningar og ljósmynd af húsi sem áætlað er að flutt verði á lóðina frá Reykjum. Húsið stóð áður í miðbæ Ólafsfjarðar. Einnig óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðagjöldum.

    Umsókn um lóð er hafnað þar sem fjarlægðarmörk milli húsa uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Einnig samræmist staðsetning hússins á lóð ekki þeirri húsalínu sem fyrir er við Strandgötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Þann 26.maí-23.júní 2015 var tillaga að svölum við Suðurgötu 47b Siglufirði, grenndarkynnt húseiganda við Suðurgötu 47a og athugasemdir teknar fyrir á 185.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 10.júní sl. Athugasemdir voru gerðar við mikla nálægð við stofuglugga athugasemdaraðila og vegna stærðar svala. Afgreiðslu málsins var frestað og umsækjanda gefinn kostur á að leita sátta við athugasemdaaðila um byggingu minni svala m.t.t. yfirlýsts tilgangs með byggingu þeirra.

    Þann 8.júlí s.l. átti deildarstjóri tæknideildar fund með athugasemdaraðila þar sem lögð var fram tillaga að breytingu á svölum Suðurgötu 47b þar sem búið er að færa þær þannig að þær standa 2.22m frá húsvegg á Suðurgötu 47a. Einnig er búið að minnka þær um 50 cm á dýpt. Athugasemdaraðili ætlaði að kynna sér málið betur og senda athugasemdir til skipulags- og umhverfisnefnar.

    Lagðar fram athugasemdir frá Andra Árnasyni hrl. fyrir hönd íbúa við Suðurgötu 47a, dagsett 29.september 2015 þar sem byggingu svalanna er mótmælt og þess krafist að eigandi Suðurgötu 47b fjarlægi pall á neðri hæð hússins.

    Nefndin telur að eftir framkomnar breytingar á staðsetningu og stærð svala sé komið til móts við athugasemdir eiganda Suðurgötu 47a og samþykkir byggingarleyfi fyrir svölum við Suðurgötu 47b. Varðandi athugasemdir við pall á neðri hæð þá er hann innan lóðar Suðurgötu 47b samkvæmd mæliblaði tæknideildar.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lögð fram umsókn fyrir hönd E. Sigurðssonar ehf., þar sem óskað er eftir leyfi til að fjarlægja bílskúrshurð á húsnæði við Suðurgötu 6 og setja þar nýja framhlið svo hægt sé að nýta húsnæðið sem verslunarhúsnæði. Einnig lagðar fram teikningar af framhliðinni.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar safnstjóra Síldarminjasafnsins, dagsett 11.september 2015. Fyrir hönd Síldarminjasafnsins er óskað eftir aðstoð bæjarfélagsins við að koma fyrir fráveitulögn til að mæta flóðum eins og þeim sem urðu á lóð Síldarminjasafnsins í vatnsveðrinu mikla þann 28.ágúst sl.

    Nefndin vísar erindinu til úrvinnslu fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
    Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Þorsteins Sveinssonar þar sem óskað er eftir því að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að minnka hraðakstur við Aðalgötuna í Ólafsfirði, aðallega við Tjarnarborg þar sem tónskólinn er staðsettur og mörg börn á ferli.

    Í gildi er umferðaröryggisáætlun þar sem fyrirhugaðar eru hraðatakmarkanir á Aðalgötu í Ólafsfirði. Vísað til fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar I. Birgisson, Hilmar Elefsen, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Umræða tekin á meðal nefndarmanna um hönnun á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.7 1510002 Veiðar í Hólsá
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lögð fram ábending frá íbúa að stöðva ætti veiðar í Hólsá þar sem bleikjan er byrjuð að hrygna. Nefndin telur eðlilegt að sömu reglur gildi um veiði í Hólsá eins og í öðrum ám og ekki verði veitt í ánni á meðan hrygning stendur yfir. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Guðrúnar Unnsteinsdóttur aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 30.september 2015. Óskað er eftir leyfi nefndarinnar til að planta græðlingum sem skólinn hefur fengið úthlutað úr Yrkjusjóði. Svæðið sem um ræðir er rétt sunnan við grunnskólann í Ólafsfirði. Lagt fram kort af svæðinu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Jóns Garðars Steingrímssonar. Óskað er eftir leyfi fyrir eftirtöldum framkvæmdum á lóð hans við Hólaveg 4, Siglufirði:
    Gerð bílastæðis sunnan húseignarinnar að Hólavegi 4, ásamt því að fjarlægja tré sem þar stendur. Lagningu drens umhverfis húseignina. Fjarlægja olíutank sem staðsettur er fyrir miðjum vesturvegg húseignarinnar við Hólaveg 4. Fjarlægja tré sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna slagviðris. Að lokum er óskað eftir því að kaldavatnsveita og holræsalögn verði endurnýjuð að lóðarmörkum.

    Erindi samþykkt. Varðandi vatn og fráveitu þá er því vísað til skoðunar hjá þjónustumiðstöð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Soffíu G. Jóhannesdóttur dagsett 29.september 2015. Óskað er eftir að gerð verði lóðarmarkayfirlýsing vegna lóðarmarka við Hverfisgötu 31 í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 26.ágúst 2014. Einnig er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Suðurgötu 34b.

    Nefndin samþykkir lóðarmarkayfirlýsingu fyrir lóðina Hverfisgötu 31 í samræmi við lóðarblað tæknideildar dag. 26.ágúst 2014 en hafnar endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Suðurgötu 34b og innkallar því lóðina skv. 4.grein gildandi lóðarleigusamnings, þar sem ekki var heimilt að framselja eða láta af hendi lóðina til þriðja aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Jóhanns G. Jóhannssonar dagsett 5. október 2015. Óskað er eftir leiðréttingu á lóðarmörkum við Háveg 2 í samræmi við meðfylgjandi teikningu, þannig að gestahús sem tilheyrir Hávegi 4 standi alfarið á lóð Hávegar 4. Einnig er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamning í samræmi við ofangreint.

    Erindi samþykkt með fyrirvara á að samþykki eiganda Hávegi 2 liggi fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Sigurjóns Magnússonar dagsett 14. ágúst 2015. Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar vegna umsóknar til Landbúnaðarráðuneytis um stofnun lögbýlis fyrir Brimnes, skv. V. kafla jarðalaga nr. 81/2004. Umsögn þessi er vegna umsóknar til Norðurlandsskóga um skjólbeltaræktun á landinu í kringum Brimnes. Landið þarf að uppfylla og vera skráð sem lögbýli til að Norðurlandsskógar sjái um plöntur til gróðursetningar og aðstoð við plöntun.

    Þar sem svæðið er ekki skilgreint sem landbúnaðarsvæði á gildandi aðalskipulagi, sér nefndin sér ekki fært að gefa jákvæða umsögn um erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram erindi Brynju Ingunnar Hafsteinsdóttur, fyrir hönd Húsfélagsins Laugarvegi 14. Óskað er eftir leyfi til að fella tvö tré, ösp og viðju, sem standa á suðurhorni lóðarinnar. Um er að ræða há tré og eru þau nyrst í þyrpingu nokkurra trjáa.

    Undir þessum lið vék Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir af fundi.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lagt fram til kynningar skilamat vegna Snjóflóðavarna Siglufirði, þvergarðar 2.áfangi, sem unnar voru á tímabilinu 2003-2008. Skilamatið er gefið út af Framkvæmdasýslu ríkisins, en verkkaupar voru Siglufjarðarkaupstaður og Ofanflóðasjóður. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 8. október 2015 Lögð fram til kynningar drög að verkefnalýsingu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur, gefið út af Forsætisráðuneytinu. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015

Málsnúmer 1509011FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Ráðgjafi félagsþjónustu lagði fram drög að samningi um sálfræðiþjónustu 2015-2016.

    Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Erindi synjað. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að sveitarfélögin geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.

    Ráðuneytið samþykkir undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016 og leggur áherslu á að undanþágutíminn verði notaður til þess að kanna samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

    Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með að málið skuli vera komið í þennan farveg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 1. október 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð þjónusthóps um málefni fatlaðra frá 14. september 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar félagsmálanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015

Málsnúmer 1510005FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

    Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 21.05.2015 frestaði nefndin afgreiðslu á nýjum skráningar- og innritunarreglum Leikskóla Fjallabyggðar til næsta fundar.

    Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar lagði leikskólastjóri áherslu á að ljúka þyrfti yfirferð á innritunarreglum og viðmiðunarreglum fyrir sérkennslu.

    Lögð fram drög að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.

    Fræðslu og frístundanefnd samþykkir drög að skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Á fund nefndarinna mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

    Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 21.05.2015 frestaði nefndin ákvörðun um starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar til næsta fundar.

    Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar lagði leikskólastjóri áherslu á að ljúka þyrfti yfirferð á innritunarreglum og viðmiðunarreglum fyrir sérkennslu.

    Lögð fram drög að starfsreglum um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

    410. fundur bæjarráðs, 28. september 2015. vísaði uppfærðri tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði leikskóla við Brekkugötu á Siglufirði til fræðslu- og frístundanefndar.

    Lögð fram uppfærð tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði.

    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga B verði fyrir valinu og vonast til að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram til kynningar tilnefning í ungmennaráð sem samþykkt var í bæjarstjórn.

    Frá Grunnskóla Fjallabyggðar
    Tinna Kristjánsdóttir, 10. bekk og Anna Día Baldvinsdóttir 9. bekk.
    Til vara Helga Dís Magnúsdóttir, 10. bekk og Árni Haukur Þorgeirsson 9. bekk.

    Frá Menntaskólanum á Tröllaskaga
    Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason.
    Til vara Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Jón Áki Friðþjófsson.

    Frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar
    Vaka Rán Þórisdóttir.
    Til vara Erla Marý Sigurpálsdóttir.

    Fræðslu- og frístundanefnd fagnar skipan ungmennaráðs og leggur áherslu á að ráðið verði kallað saman við fyrsta tækifæri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram til kynningar úthlutun á frítímum til aðildarfélaga ÚÍF í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir úthlutun á frítímum fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram drög að samningi um sálfræðiþjónustu 2015-2016.

    Fræðslu og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum samning um sálfræðiþjónustu.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram drög að samningi um greiðslur til foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2015-2016.

    Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema við Grunnskóla Fjallabyggðar. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur samþykkt að greiða skólakostnað vegna námsvistar samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 8. október 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema við Grunnskóla Fjallabyggðar. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða sérkennslu og skólakostnað vegna námsvistar samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsóknina.

    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015

Málsnúmer 1510003FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015 Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns. Fór hún yfir málefni tengt söfnunum og starfsemi upplýsingamiðstöðvar.
    Á árinu 2016 verður áhersla á starfsemi héraðsskjalasafnsins og verður farið í átak í að grisja gögn og eins verður farið í átak að varðveita gögn er tengjast Fjallabyggð, bæði hjá stjórnsýslunni, einkaaðilum og félagasamtökum.

    Opnunartími bókasafnsins er í dag 3,5 klst. Leggur Hrönn til að gerð verði tilraun til áramóta með opnun á bókasafninu á laugardögum milli kl. 11:00 - 14:00.

    Á tímabilinu 15. maí til 30. september komu 1.788 ferðamenn á upplýsingamiðstöðvarnar, þar af voru 1.655 erlendir ferðamenn. Á upplýsingamiðstöðina Siglufirði komu 1.493 ferðamenn og 295 í Ólafsfirði. Erlendir ferðamenn komu frá 32 þjóðlöndum og voru Frakkar og Þjóðverjar fjölmennastir. Að mati Hrannar þarf að auka opnunartíma á upplýsingamiðstöðvunum yfir sumartímann og gera ráð fyrir starfsmanni í 100% starf.

    Nefndin þakkar Hrönn fyrir góða yfirferð á starfsemi bóka- og héraðsskjalasafnsins.
    Nefndin óskar eftir kostnaðartölum er varðar beiðni um opnun á laugardögum og þær verði lagðar fyrir næsta fund.
    Nefndin tekur undir mat Hrannar varðandi aukin opnunartíma á upplýsingamiðstöð og leggur til að það verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015 Á fundinn mætti Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar og fór hún yfir dagskrá hússins fram að áramótum. Nefndin fagnar aukingu á nýtingu hússins og þakkar Ástu fyrir framlögð gögn. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015 Í sumar birti Steingrímur Kristinsson á heimasíðu sinni opið bréf til markaðs- og menningarnefndar með yfirskriftinni "Hvað getur markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar gert til að auka ánægju ferðamanna sem til Fjallabyggðar koma og ekki hvað síst okkur íbúana sem einnig munu njóta?"
    Í bréfinu eru lagðar fram sjö hugmyndir m.a. í þá veru að auka aðgengi ferðamanna að nokkrum stöðum á Siglufirði.
    Nefndin þakkar Steingrími góðar hugmyndir og mun hafa þær til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar 2017 - 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015 Markaðsstofa Norðurlands er orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Þetta samkomulag sem gert var við Vegagerðina gefur ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
    Þann 18. september sl. var haldinn fundur á Höllinni þar sem ferðaþjónustuaðilum og sveitarstjórnum á Tröllaskaga var gefin kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Hvar er úrbóta þörf? Hvar er þörfin brýnust? Hvernig á að forgangsraða verkefnum?Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila til að hafa samband við Markaðsstofu Norðurlands og koma ábendingum og tillögum er að þessu snúa á framfæri.
    Er lýtur að sveitarstjórnarstiginu þá áttu bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar fund með fulltrúum Vegagerðarinnar í gær og fóru þar yfir nokkur atriði sem snúa að bættum samgöngubótum í bæjarfélaginu.
    Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að koma þessum ábendingum áfram til Markaðsstofu Norðurlands og jafnframt telur nefndin afar brýnt að Vegagerðin sinni betur snjómokstri við útsýnispalla í bæjarfélaginu þar sem ferðamannatímabilið er stöðugt að lengjast. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að farið verið í aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á þjóðveginum í gegnum byggðarkjarnana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015 Lögð fram skýrsla framkvæmdanefndar um Síldarævintýrið ásamt reikningum. Tap var á hátíðinni í ár og borgaði framkvæmdastjóri hátíðarinnar úr eigin vasa til að geta gert upp hátíðina. Framkvæmdanefndin segir sig frá hátíðinni eftir sex ára starf.
    Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu og jafnframt þakkar hún framkvæmdanefndinni fyrir óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar sl. ár.
    Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir því að fulltrúar framkvæmdarnefndarinnar mæti á næsta fund til að ræða framtíð Síldarævintýrisins.
    Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Hilmar Elefsen, Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn þakkar framkvæmdanefnd um Síldarævintýrið fyrir mikið og gott starf við framkvæmd hátíðarinnar síðustu ár.
    Afgreiðsla 19. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 8. október 2015 Í tilefni af 100 ára afmæli Ólafsfjarðarkirkju í ár er sótt um styrk vegna útgáfu á geisladisk sem Jón Þorsteinsson óperusöngvari ætlar að gefa kirkjunni. Mun hann ásamt Eyþóri Inga organista flytja íslenska jóla- og áramótasálma. Mun sala á geisladisknum renna til styrktar kirkjunni. Sótt er um styrk til markaðs- og menningarnefndar. Nefndin samþykkir að styrkja útgáfuna um 200.000 kr. og verður upphæðin tekin af óráðstöfuðum styrktarlið 05-81-9291. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 19. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 27. fundur - 8. október 2015

Málsnúmer 1510007FVakta málsnúmer

  • 7.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 27. fundur - 8. október 2015 Á 120. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar 7. október 2015 var tekin fyrir beiðni Magnúsar S Jónassonar um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi það sem eftir er af kjörtímabilinu.
    Bæjarstjórn samþykkti beiðnina samhljóða.

    Vegna þessarar samþykktar kemur varabæjarfulltrúi Ríkharður Hólm Sigurðsson inn í bæjarstjórn sem aðalbæjarfulltrúi F-lista og nýr varabæjarfulltrúi Aðalsteinn Arnarson kemur inn af F-lista.

    Gjörningur þessi er samþykktur af yfirkjörstjórn og verða gefin út ný kjörbréf til handa Ríkharði Hólm Sigurðssyni og Aðalsteini Arnarsyni, dagsett 8. október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015

Málsnúmer 1510006FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Lagt fram yfirlit yfir orlof starfsmanna í Fjallabyggðarhöfnum. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Lagt fram minnisblað frá LEX lögmannstofu þar sem farið er yfir réttarstöðu hafna í tryggingarmálum. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Lögð fram tilllaga að skilti sem sett yrði við hafnir þar sem bent er á að hafnarsvæði eru vöktuð með myndavélum.

    Hafnarstjóra falið að fá tilboð í smíði og uppsetningu á skiltum.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1.jan 2015 til 9.okt. 2015.
    Siglufjörður 17072 T í 2077 löndunum. Ólafsfjörður 493 T í 538 löndunum.

    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir tímabilið 1.1. - 31.8.2015
    Hafnarsjóður rekstur rauntölur -23.459.728 áætlun -20.319.200
    Hafnarsjóður framkvæmdir rauntölur -28.862.571 áætlun -25.000.000
    Rekstrarstaða hafnarsjóðs er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Umræða var um umgengni og frágang á hafnarsvæði.

    Hafnarstjóra falið að senda hlutaðeigandi aðilum bréf þar sem óskað er eftir úrbótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Ólafur Sveinsson, hagverkfræðingur kynnti rekstrarúttekt sem hann vann fyrir hafnarstjórn. Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Lagðar fram útboðsteikningar af nýjum bryggjukanti við Bæjarbryggju, Siglufirði.

    Hafnastjórn samþykkir að bjóða út niðurrekstur á þili og dýpkun fyrir þili og rennu.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að bjóða út niðurrekstur á þili og og fyllingu við Bæjarbryggju.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Lögð fram viðbragðsáætlun fyrir Fjallabyggðarhafnir. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Skemmtiferðaskipið Deutschland hefur bókað komu sína til Siglufjarðar 20. júlí 2016.

    Hafnarstjórn óskar eftir að Aníta Elefsen komi á næsta fund hafnarstjórnar og geri grein fyrir áætlun komu skemmtiferðaskipa árið 2016.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12. október 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar hafnarstjórnar staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Tekin til síðari umræðu tillaga að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir tillögunni.

Í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

a. Stjórnsýslu- og fjármáladeild
b. Tæknideild
c. Félagsmáladeild
d. Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.

Einnig er lögð til breyting á starfslýsingum annarra deildarstjóra bæjarfélagsins.

Staðan verður auglýst hið fyrsta og umsóknarfrestur gefinn til 2. nóvember 2015.
Reiknað er með að nýr deildarstjóri taki til starfa sem fyrst.

Breytt skipurit tekur gildi þegar nýr deildarstjóri tekur til starfa.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu með 7 samhljóða atkvæðum.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram breytt tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunni.

Samkvæmt tillögu er nú gert ráð fyrir rekstrarbreytingum að upphæð kr. -2.145.000 og efnahagsbreytingum að upphæð kr. 31.148.000.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

11.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026

Málsnúmer 1509073Vakta málsnúmer

Tekin til afgreiðslu tillaga um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst til kynningar í Lögbirtingablaðinu og í Fréttablaðinu þann 22. maí sl. og gefinn frestur til 3. júlí til að koma athugasemdum á framfæri.
Verkefnisstjórn hefur farið yfir þær ábendingar sem bárust og gert tilsvarandi breytingar á áætluninni eftir því sem þörf var talin á.
Eina efnislega breytingin sem gerð hefur verið, frá þeirri tillögu sem send var til sveitarstjórna í sumarbyrjun, felst í umfjöllun um brennslustöðvar fyrir dýraleifar.

Hlutaðeigandi sveitarstjórnir þurfa að staðfesta svæðisáætlunina í samræmi við 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum. Þegar allar sveitarstjórnir á svæðinu hafa samþykkt áætlunina verður gengið frá endanlegri útgáfu þar sem dagsetningar samþykkta einstakra sveitarstjórna koma m.a. fram.

Svæðisáætlunin inniheldur m.a. allítarlegt yfirlit yfir stöðu úrgangsmála í hverju sveitarfélagi um sig og á starfssvæðum einstakra sorpsamlaga. Þar eru einnig settar fram megináherslur sveitarfélaga á Norðurlandi í úrgangsmálum fram til ársins 2026.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 til 2026.

12.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá B-lista:

Ólafur Jónsson verður áheyrnarfulltrúi í félagsmálanefnd í stað Hafeyjar Pétursdóttur.
Ólafur Jónsson verður varaáheyrnarfulltrúi í markaðs- og menningarnefnd í stað Hafeyjar Pétursdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá D-lista:
Brynja Hafsteinsdóttir verður varamaður í fræðslu- og frístundanefnd í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

13.Bæjarráð Fjallabyggðar - 412

Málsnúmer 1510008FVakta málsnúmer

  • 13.1 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram drög að starfslýsingum og atvinnuauglýsingu vegna deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum, tillögu að breyttu skipuriti.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Á 409. fundi bæjarráðs, 22. september 2015, var lagt fram tilboð í mannskaps og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar frá fyrirtækinu Ósland ehf. sem sérhæft er í smíði og framleiðslu á slökkvibifreiðum.
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.

    Lagður fram samningur að upphæð 8.690.000 án/vsk til staðfestingar.

    Bæjarráð samþykkir samning og vísar kr. 1.690.000 til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, samning um kaup á mannskaps- og tækjabifreið fyrir slökkvilið Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 410. fundur bæjarráðs, 28. september 2015, vísaði uppfærðri tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði leikskóla við Brekkugötu á Siglufirði til fræðslu- og frístundanefndar.

    21. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. október 2015, lagði til við bæjarráð að tillaga B yrði fyrir valinu og vonaðist til að framkvæmdir hæfust eins fljótt og kostur er.

    Bæjarráð samþykkir tillögu B og felur bæjarstjóra að leita eftir tilboði í burðarþols- og lagnateikningar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, tillögu B að stækkun leikskólans Leikskála.
    Jafnframt að bæjarstjóra sé falið að leita eftir tilboði í burðarþols- og lagnateikningar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram niðurstaða í verðkönnun vegna framkvæmda í syðri kirkjugarðinum í Siglufirði.

    Tilboð voru opnuð 13. október 2015.
    Eftirtaldir aðilar buðu:
    Sölvi Sölvason kr. 8.420.000
    Bás ehf. kr. 5.635.400
    Smári ehf. kr. 8.939.000

    Kostnaðaráætlun var kr. 4.708.000

    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og vísar kr. 635.400 til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Ríkharður Hólm Sigurðsson af fundi.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Bás ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Tilboð í sameiningu íbúða á 3ju hæð í Skálarhlíð á Siglufirði voru opnuð 9. október 2015.

    Eftirtaldir buðu í verkið:
    Byggingarfélagið Berg ehf kr. 7.486.000
    ÓHK trésmíðar ehf kr. 6.936.600

    Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7.515.582

    Báðir tilboðsgjafar settu fram beiðni um lengri verktíma.

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda og að verktími verði lengdur um mánuð til 31. janúar 2016.

    Bæjaráð samþykkir að samið verið við ÓHK trésmíðar ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum, að samið verði við ÓHK Trésmíðar ehf. um verkið.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2015.

    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar er 61,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -169,0 millj. í stað -107,5 millj.
    Tekjur eru 71,8 millj. hærri en áætlun, gjöld 8,4 millj. hærri og fjármagnsliðir 1,9 millj. hærri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til september 2015.

    Breyting á launaáætlun vegna starfsmatsbreytinga að upphæð 13,7 millj. sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er meðtalin í þessu yfirliti.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 749,1 m.kr. sem er 97,2% af áætlun tímabilsins sem var 770,3 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 7,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 28,5 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 21,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Einnig bráðabirgðaútreikningur fasteignagjalda 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Á 401. fundi bæjarráðs, 28. september 2015, var lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að þau geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.
    Ráðuneytið samþykkti undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016 og lagði jafnframt áheyrslu á að undanþágutíminn verði notaður til að kanna gaumgæfilega samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

    Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Dalvíkurbyggðar,
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs,
    Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður í byggðaráði,
    Silja Pálsdóttir, formaður félagsmálaráðs,
    Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri,
    Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og
    Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs.

    Einnig komu á fund bæjarráðs,
    Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar og
    Nanna Árnadóttir formaður félagsmálanefndar.

    Farið var yfir næstu skref varðandi stofnun þjónustusvæðis og skipulag þess.
    Starfshópur fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar
    mun koma saman í næstu viku.

    Bæjarráð leggur til að fulltrúar Fjallabyggðar í starfshópnum verði bæjarstjóri, deildarstjóri fjölskyldudeildar og deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum tilnefningu í starfshóp Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um stofnun og skipulag þjónustusvæðis sveitarfélagana um málefni fatlaðra.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Boðað er til aukaaðalfundar Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, 16. október n.k.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagna tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram til kynningar, svarbréf Velferðarráðuneytis, dagsett 21. september 2015, þar sem tilkynnt er að ekki verði unnt að verða við styrkumsókn Fjallabyggðar vegna úttekta í aðgengismálum fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram tilkynning um fund hjá Umhverfisstofnun, 16. október n.k. í Reykjavík, um nýjar reglur varðandi rafhlöður, rafgeyma og rafeinda- og raftækjaúrgang.
    Skv. 5. gr. reglugerðar nr. 442/2015 gegna sveitarfélög hlutverki varðandi móttöku rafeinda- og raftækjaúrgangs svo og upplýsingaveitingu um móttökustaði og flokkun úrgangsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lagt fram bréf formanns undirbúningshóps að stofnun Soroptimistaklúbbs Tröllaskaga, dagsett 5. október 2015.

    Markmið soroptimista, sem eru alþjóðleg samtök, er að stuðla að velferð stúlkna og kvenna með fjölþjóðlegu tengslaneti og verkefnum sem styðja m.a. við menntun og eflingu leiðtogahæfni þeirra

    Stofnfundur verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga 17. október n.k.
    Fulltrúum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er boðið að heiðra stofnfélaga með nærveru sinni á hátíðarkvöldverðinum.

    Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að þiggja boðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Innanríkisráðuneytið vekur athygli á því að til umsagnar er hjá innanríkisráðuneytinu skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
    Í skýrslunni er lagt til að lögfest verði ákvæði í barnalög sem heimili skipta búsetu barns á grundvelli staðfests samkomulags foreldra, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Í erindi Veraldarvina, dagsett 2. október 2015, er settur fram samstarfsáhugi á árinu 2016.
    Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin hafa umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Samtökin nálgast markmið sín með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Flugfélagið Estonian Air mun hefja flug milli Kaupmannahafnar og Akureyrar næsta sumar, einu sinni í viku.

    Lagt fram til kynningar.

    Bæjarráð fagnar þessum árangri sem hefur náðst nú þegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.
    Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 13.18 1504025 Síldarævintýri 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Skýrsla Síldarævintýris 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13. október 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignahaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands frá 23. september 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 412. fundar bæjarráðs staðfest á 121. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.