Bæjarstjórn Fjallabyggðar

107. fundur 15. október 2014 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu
Steinunn María Sveinsdóttir varaforseti setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum S. Guðrúnu Hauksdóttur. Í Guðrúnar stað mætti Brynja I Hafsteinsdóttir, D- lista.

Samþykkt var samhljóða að taka á dagskrá fundargerð 355. fundar bæjarráðs frá 16. september 2014.

1.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

1. Leiðrétting vegna laga um kynjahlutfall.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá D-lista vegna laga um kynjahlutfall.


Hafnarstjórn:

Margrét Ósk Harðardóttir verður aðalmaður í stað Steingríms Óla Hákonarsonar.


Félagsmálanefnd:

Þorsteinn Ásgeirsson verður aðalmaður í stað Margrétar Óskar Harðardóttur.


Fræðslu og frístundanefnd:

Steingrímur Óli Hákonarsson verður aðalmaður í stað Hólmfríðar Óskar Norðfjörð sem verður varamaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

2. Fundur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 6. október 2014.
Bæjarstjóri fór yfir fundargerð.
Þar kom fram að til fundar voru boðaðir framkvæmdastjórar þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að AlmEy ásamt yfirlögregluþjóni og sýslumanni. Fram kom að fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sitji í almannavarnarnefndinni, en heimafólk með sérþekkingu á björgunarmálum hvers sveitarfélags séu í vettvangsstjórn hvers svæðis.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa breytingu á skipan fulltrúa Fjallabyggðar í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

3. Kosning forseta.
Á 106. fundi bæjarstjórnar var samþykkt ósk Magnúsar S. Jónassonar um leyfi frá störfum fram til 31. desember 2014.
Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillöguna, og í framhaldi af því tók Ríkharður við stjórn fundarins.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014

Málsnúmer 1409004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Formaður bæjarráðs bauð Valtý Sigurðsson hrl. velkominn til fundar.
  Bæjarstjóri lagði fram fundargerð frá stjórn Leyningsáss ses og ársreikninga fyrir félagið og frá Valló ehf.
  Valtýr fór yfir aðkomu sína að samningum um skíðasvæðið á síðasta kjörtímabili.
  Valtýr fór yfir verkefnastöðu skíðasvæðisins og framtíðarhorfur. Hann ræddi einnig stöðu verkefna við golfvöllinn á Siglufirði sem og stöðu verksins og reikninga.

  Bæjarráð þakkaði Valtý fyrir góða yfirferð og skýringar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Valtýr Sigurðsson fór yfir minnisblað sitt um könnun á rétti Fjallabyggðar á heitu vatni í Skeggjabrekku.

  Bæjarráð felur lögmanni að sækja málið gegn Norðurorku á grundvelli niðurstöðu hans sem fram kemur í áðurnefndu minnisblaði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála varðandi söluheimild fyrir leiguíbúðir og ábendingu um kaup á íbúð.

  Bæjarráð ákvað að fresta málinu til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram erindi frá skipulags- og umhverfisnefnd frá 29.ágúst 2014 og varðar lagfæringar á tjaldsvæði í Ólafsfirði.

  Bæjarráð tekur undir framkomnar ábendingar fagnefndar og felur bæjarstjóra að koma framkvæmdinni af stað hið fyrsta og nýta til þess heimildir í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
  Gert var ráð fyrir 5 m.kr. í áætlun 2014.
  Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lögð fram dagskrá aðalfundar Eyþings sem haldinn verður 3. og 4. október að Narfastöðum í Þingeyjarsýslu. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram bréf bæjarstjóra frá 18. september 2014 til Gunnlaugs Oddssonar er varðar skilyrði fyrir því að forkaupsréttur verði virkur. Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
  Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 09.09.2014.
  Leggur hann áherslu á að hann fái umboð til að ganga til samninga við tilboðsgjafa um heildarinnleiðingu og að kostnaði verði skipt á tvö fjárhagsár.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og viðbótarfjármagn verði tekið inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Ætlunin var að fá fulltrúa KPMG á fund bæjarráðs, en komu þeirra var frestað til 30.09.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdarstjóra Ramma dags. 9. september. Bréfið er til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu frá 26. júní 2014 og bréf frá lögmanni bæjarfélagsins frá 8. ágúst 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram kynningarbréf frá samtökum sjávarútvegssveitarfélaga ódagsett. Fram kemur að aðalfundur verður haldinn 8. október nk. í tengslum við Fjármálaráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 30.september kl. 13:00 í Menningarhúsinu Dalvík.
  Samkvæmt samþykktum Róta bs. 10. gr. skal halda aðalfund fyrir lok septembermánaðar. Á aðalfundi byggðasamlagsins eiga sæti fulltrúar allra aðildarsveitarfélaganna,einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu.
  Fjallabyggð á 7 fulltrúa.
  Fulltrúar Fjallabyggðar eru kjörnir bæjarfulltrúar og varamenn þeirra.
  Kjörgengir til setu á aðalfundi eru aðal-og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaganna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.13 1408060 Aðalfundur Seyru ehf
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagðar fram upplýsingar um aðalfundinn. Hann var haldinn 12.09.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lögð fram fyrstu drög að breytingu á launaáætlun 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til ágúst.
  Niðurstaðan fyrir heildina er 604,2 m.kr. sem er 101,7% af áætlun tímabilsins sem var 593,8 m.kr.
  Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 35,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 25,1 m.kr.
  Nettóniðurstaða er því 10,4 m.kr. umfram áætlun tímabilsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23. september 2014 Fundargerð 818. fundar stjórnar frá 12. september lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 356. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014

Málsnúmer 1409007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 8. október nk.
  Bæjarstjóri mun sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Dagana 7.- 9. nóvember fer fram Íslandsmót í blaki undir merkjum Glóa hér í Fjallabyggð.
  Um er að ræða mót í 3.deild - 5.deild kvenna, um 25 lið taka þátt í mótinu.
  Bæjarráð samþykkir notkun á íþróttahúsinu á Siglufirði umrædda daga og veitir félaginu styrk sem nemur leigu á húsnæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Bæjarráð samþykkir að óska eftir fjarfundi með fjárlaganefnd 15. október.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa erindin fyrir fjárlaganefnd og senda bæjarfulltrúum til kynningar.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra KF, dagsett 16. september 2014, er varðar gervigrasvöll í Fjallabyggð.
  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um áætlaðan kostnað og hugsanlega samstarfsaðila.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Lagt fram til kynningar, bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 15. september 2014, er varðar 3. áfanga framkvæmda við upptökustoðvirki á vegum Ofanflóðanefndar á Siglufirði.
  Þar kemur fram að Ofanflóðanefnd er samþykk því að ráðast í 3. áfanga með fyrirvara um nægar fjárheimildir á fjárlögum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Í erindi Lísebetar Haukdóttur frá 18. september 2014, er sótt um leyfi til að opna íþróttamiðstöð fyrir fimleika á laugardögum í Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði.
  Bæjarráð samþykkir opnun íþróttasalar frá kl. 10:00 - 14:00 og byggir ákvörðun bæjarráðs á kostnaðarmati íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  Ósk um að bæjarfélagið fjárfesti í tækjum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
  Erindinu er einnig vísað til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Kristinn Kristjánsson.
  Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðsla þessa dagskrárliðar.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga, dagsett 24. september 2014, um reglugerð er varðar starfsemi slökkviliða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Lagt fram til kynningar bréf félagsmanna MND og SEM varðandi hugmyndir um styrki til félaganna í formi kaupa á innkaupatöskum fyrir bæjarbúa með merki bæjarfélagsins.
  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Fundargerð Ríkislögreglustjóra (almannavarnardeild) frá 18.09.2014, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar KPMG, Þorsteinn Þorsteinsson og Arnar Árnason, bæjarfulltrúinn Kristjana R. Sveinsdóttir og varabæjarfulltrúinn Brynja I Hafsteinsdóttir.
  Fulltrúar KPMG voru með fræðslu um fjármál sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 357. fundur - 30. september 2014 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 9. og 10. október nk. í Reykjavík.
  Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014

Málsnúmer 1410001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Til Sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Már Örlygsson, kt.101275 -5239 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Hafnargötu 6, Siglufirði.

  Sótt er um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. I. flokki 3.gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.
  Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, óskar sýslumaður eftir umsögn Fjallabyggðar um umsóknina.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða umsókn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lögð fram samantekt frá Þorsteini Þorsteinssyni frá KPMG endurskoðun og frá Valtý Sigurðssyni formanni stjórnar Leyningsáss, er varðar framsetningu á síðasta ársreikningi Leyningsáss.

  Bæjarráð þakkar framkomnar ábendingar og felur bæjarstjóra að koma þeim til stjórnar Leyningsáss.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tíma- og kostnaðaráætlun vegna útboðs á vátryggingum fyrir Fjallabyggð og felur Ríkiskaupum að taka verkefnið að sér. Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagt fram minnisblað er varðar afnotasamning Siglufjarðarkaupstaðar við Flugmálastjórn Íslands dags. 18. júní 1982.

  Bæjarstjóri óskar eftir umboði bæjarráðs til að Valtýr Sigurðsson hrl. taki þátt í viðræðum f.h. bæjarfélagsins við Isavia ohf um framtíð flugvallar á Siglufirði.
  Bæjarráð samþykkir beiðni bæjarstjóra.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagðar fram upplýsingar um rekstur bæjarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins.
  Rekstrarniðurstaða tímabils er 28,6 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -74,8 millj. miðað við -46,2 millj.
  Tekjur eru 25,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 13,4 millj. hærri og fjárm.liðir 16,7 millj. hærri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Ráðstefna á vegum Öryrkjabandalags Íslands verður haldin fimmtudaginn 13. nóvember 2014 á Grand Hótel í Reykjavík.
  Á ráðstefnunni verður kynnt ný framtíðarsýn bandalagsins og hvernig hún tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

  Bæjarráð hvetur starfsfólk félagsþjónustunnar og fulltrúa félagsmálanefndar að sækja umrædda ráðstefnu.
  Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagt fram til kynningar minnisblað skólastjóra m.a. vegna óánægju skólaliða á breytingum á störfum sínum á árinu 2014.
  Fundurinn var haldinn 16. september 2014 með skólastjórnendum, bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og formönnum stéttarfélaga.
  Niðurstaða fundarins var að vísa endurmati á störfum skólaliða til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Bæjarráð tekur undir framkomna niðurstöðu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagður fram til kynningar samningur við Hestamannafélagið Glæsi frá 23. september 2013, um bætur vegna innköllunar á 10,8 hektara svæðis sem Glæsir hafði samkvæmt samningi dags. 25. maí 2009.

  Bæjarráð vísar samningnum til gerðar fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar öllum góðum tillögum að eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu.

  Bæjarráð leggur þunga áherslu á að heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði ekki skert í Fjallabyggð.

  Bæjarráð leggur einnig áherslu á að Menntaskólinn á Tröllaskaga haldi sínum nemendaígildum og að fallið verði frá hugmyndum um aldurstakmörk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagt fram bréf frá þjónustustjóra Vegagerðar dags. 15.09.2014. Þar kemur fram að búið er að ákveða að Vegagerðin sjái sjálf um vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli í sveitarfélaginu til framtíðar.
  Um er að ræða að sinna vetrarþjónustu í samræmi við sumarþjónustu. Fram kemur að hægt er að semja við verktaka um þjónustuna náist samkomulag um verð og fleira, eins og það er orðað.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá nánari skýringar á fyrirhugaðri vetrarþjónustu er varðar snjómokstur í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lagður fram áætlunarútreikningur fyrir fasteignagjöld fyrir árið 2015. Þar kemur fram að hækkunin muni verða um 6,9% eða um 19,8 m.kr.
  Á næsta fundi verða tekjustofnar bæjarfélagsins lagðir fram til umræðu, ásamt greinargerð bæjarstjóra er varðar ramma að áætlun ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 7. október 2014 Lögð fram fundargerð fagráðs fráveitusviðs Samorku frá 22.08.2014.

  Fráveitumál bæjarfélagsins verða til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð.
  Ljóst er að um verulegar upphæðir er að ræða til að koma þeim í viðunandi horf.
  Fram hefur komið í bæjarráði að verið er að vinna áætlun fyrir Ólafsfjörð, en áætlun fyrir Siglufjörð liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 22

Málsnúmer 1409003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • 5.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 22
  Vegna veikinda Magnúsar Jónassonar aðalmanns á F-lista var Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður skipaður aðalmaður til 31. desember 2014.  Einnig kemur Guðný Kristinsdóttir inn sem nýr varamaður og gefur yfirkjörstjórnin út kjörbréf þeim til handa samkvæmt ofanrituðu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014

Málsnúmer 1409005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Ætlunin var að fá fulltrúa Íslenska gámafélagsins á fund skipulags- og umhverfisnefndar og kynna fyrir nefndinni tillögur um aðgerðir til að bæta flokkun íbúa. Komu þeirra var frestað til 8.10.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagt fram erindi Ólafs Helga Marteinssonar fyrir hönd Ramma hf. og Primex ehf. þar sem krafist er að Fjallabyggð komi fráveitumálum í það horf að við verði unað.

  Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með forráðamanni Ramma hf. um úrlausn á þessu erindi, jafnframt að fá upplýsingar um þær úrbætur sem óskað var eftir í bréfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dagsett 5.7.2013.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Húseigendur við Grundargötu nr.5a, 5b, 7a og Lækjargötu 4c, óska eftir því að fá afnot af lóð við Lækjargötu 6c fyrir bílastæði.

  Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að gera tillögu að nýjum lóðarblöðum og ræða við umsækjendur um tillöguna þar sem leitast verður við að koma til móts við óskir ofangreindra húseigenda. Málið verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar þann 8. október nk. Nefndin ræddi hugmynd um 2m breiðan göngustíg milli lóðarmarka Grundargötu 7b og Grundargötu 9.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagður fram lóðarleigusamningur vegna stækkunar á lóðinni Grundargötu 7b.

  Erindi frestað, sjá dagskrárlið fyrir ofan.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagt fram til kynningar erindi frá Jóni Árna Konráðssyni, fjallskilastjóra.

  Erindi vísað til bæjarráðs.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Helga Helgadóttir, Brynja I. Hafsteinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Á 170. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði nefndin eftir tillögum frá hundaeigendum á Ólafsfirði að svæðum utan íbúabyggðar fyrir afgirt hundasvæði.

  Borist hafa tvær tillögur frá hundaeigendum á Ólafsfirði að staðsetningu og efnisvali í afgirt hundasvæði.

  Nefndin fellst á tillögu 2 sem er við sunnanverðan endan á gamla flugvellinum við Mummavatnið. Erindi um girðingu er vísað til bæjarráðs.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, þar sem óskað er eftir því að heft verði fyrir frekari útbreiðslu lúpínu í Tindaöxl.

  Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því við tæknideild að hún afli upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu lúpínu og kerfils.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lögð fram umsókn Olís um lóð undir eldsneytisafgreiðslu við Vesturtanga 18-20. Aðeins hafði borist þessi eina umsókn að umsóknarfresti liðnum.

  Nefndin samþykkir að veita Olís umbeðna lóð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagt fram erindi húseiganda að Eyrarflöt 5 þar sem óskað er eftir því að útbúið verði einhvers konar hindrun til að verja húsin við Eyrarflöt 1,3 og 5 fyrir bílaumferð. Litlu hefur munað í umferðaróhöppum að bílar hafi lent á húsveggjum viðkomandi húsa.

  Deildarstjóra tæknideildar er falið að koma með hugmyndir fyrir næsta fund að úrbótum. Nefndin leggur ríka áherslu á að Vegagerðin hefji framkvæmdir á hringtorgi við gatnamót Norðurtúns, Snorragötu og Langeyrarvegs. Framkvæmdin þolir enga bið þar sem þarna hafa orðið alvarleg umferðarslys.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Húseigendur að Kirkjuvegi 16 Ólafsfirði, óska eftir að gengið verði frá lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Strandgötu 21b.

  Erindi frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 32b vegna ástands húss við Hvanneyrarbraut 32.

  Erindi frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Guðrún Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á nýstofnaðri lóð úr landi Ytri-Gunnólfsár II. Lagður er fram lóðarleigusamningur sem er í þinglýsingu, byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá.

  Formaður leggur fram tölvupóst frá Júlí Ósk Antonsdóttur fyrir hönd landeigenda að Ytri-Gunnólfsá I. Í ljósi framkominna upplýsinga er málinu frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Þórir Stefánsson og Sigurlaug Guðjónsdóttir sækja um leyfi fyrir hönd AFL, sparisjóðs til að klæða eignina Eyrargötu 12, Siglufirði.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Lagt fram bréf frá Jóni Andrjesi Hinrikssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að klæða neðri hæð húss síns með bárujárni.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Fundargerð starfshóps um búfjárhald í Fjallabyggð 2014 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Í skipulagslögum nr.123/2010 kemur fram í 35. gr. laganna, að þegar að loknum kosningum til sveitarstjórna metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Í málefnasamningi meirihluta S-lista og F-lista kemur fram m.a. að ljúka þurfi endurmati á aðalskipulagi Fjallabyggðar og marka framtíðarsýn í þeim málum.

  Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins og felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráð fyrir þeim kostnaði í tillögum sínum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24. september 2014 Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 12 millj. kr. sem er 105% af áætlun tímabilsins sem var 11,4 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 11,8 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 12,7 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 61,7 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 66,3 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir umhverfismál er 39 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 36 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir eignasjóð er -76 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -59,9 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 13,5 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 15,9 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir veitustofnun er -1,3 millj. kr. sem er -34% af áætlun tímabilsins sem var 3,8 millj. kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014

Málsnúmer 1410002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu kynna fyrir nefndinni tillögur um aðgerðir til að bæta flokkun íbúa.

  Nefndin ræddi umgengni á gámasvæðum ásamt því að fulltrúar Íslenska gámafélagsins kynntu árangur flokkunar í sveitarfélaginu. Ákveðið var að senda tilkynningu til íbúa og þeir hvattir til að bæta flokkun. Íslenska gámafélagið mun fljótlega gefa út nýja flokkunarhandbók sem felur í sér einföldun á flokkun í grænu tunnuna.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Brynja I. Hafsteinsdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Lagt fram erindi frá Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara. Erindið til nefndarinnar tekur á þremur málum:

  1. Óskað er eftir nýjum samningi um beitarlönd í Ósbrekku og Skeggjabrekku.
  2. Að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi "vestan óss".
  3. Frágangur á framtíðar skeiðvelli við efnisnámur í Kleifarhorni.

  1.Tæknideild falið að gera uppdrátt af umræddu beitarlandi ásamt drögum af samningi og leggja fyrir næsta fund.

  2.Nefndin hafnar því að breyta reiðvegi í götu. Samþykkt er að færa tengingu við reiðveg suður fyrir Brimvelli 1.
  Nefndin bendir á að æfingabraut fyrir vélknúin ökutæki vestan hljóðmanar er innan athafnasvæðis Vélsleðaklúbbs Ólafsfjarðar og samkvæmt deiliskipulagi á hljómönin að vera vestan við brautina.

  3.Nefndin samþykkir að taka tillit til beiðni Gnýfara um að frágangur á efnistökusvæði verði þannig háttað að sem minnstur kostnaður falli á Gnýfara við að gera skeiðvöllinn nothæfan eftir að efnisvinnslu lýkur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Lagður fram lóðarleigusamningur að Strandgötu 21b fyrir Alexander Jakob Eyjólfsson, Elsu Maríu Walderhaug, Ómar Braga Walderhaug og Hrafnhildi Mary Eyjólfsdóttur.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 32b þar, sem kvartað er yfir ástandi húss við Hvanneyrarbraut 32. Húsinu er illa við haldið og er farið að skemma út frá sér yfir í samliggjandi hús við Hvanneyrarbraut 32b. Óskað er eftir því að eitthvað verði gert sem allra fyrst.

  Tæknideild falið að senda bréf þar sem krafist er úrbóta til eigenda Hvanneyrarbrautar 32.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Erindi frestað. Með vísan til umsagnar Landslaga er byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir við byggingu sumarhússins. Byggingarfulltrúa er jafnframt falið kanna hvort möguleiki sé að ná sáttum milli umsækjanda og eigenda aðliggjandi jarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Á 170. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að umsókn Rarik um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu 36 yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lauk henni þann 29.september síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust.

  Byggingarleyfið er því samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Sigurður Sveinn Sigurðsson sækir um stækkun lóðar og endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Grundargötu 7b.
  Nefndin samþykkir framlagða tillögu frá tæknideild þar sem lóðin nær 4,2m frá húsi til norðurs og 3,3m til vesturs. Einnig er lóðin minnkuð til austurs svo ekki nái lengur út í götu eins og óskað var eftir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Lögð fram tillaga tæknideildar að útfærslu bílastæða á lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði.

  Nefndin samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu þar sem aðkoma að bílastæði yrði frá Lækjargötu en tenging með göngustígum yfir á Grundargötu og einnig Lækjargötu. Tillagan verður grenndarkynnt öllum aðliggjandi lóðarhöfum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Jón Valgeir Baldursson óskar eftir leyfi nefndarinnar til að halda hænur á lóð sinni við Aðalgötu 37, Ólafsfirði. Meðfylgjandi er samþykki íbúa aðliggjandi lóða.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Nefndin felur tæknideild að ræða við Vegagerðina um úrbætur á öryggismálum vegna nálægðar Eyrarflatar 1,3 og 5 við þjóðveg í þéttbýli. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Á 171.fundi skipulags- og umhverfisnefnar óskaði nefndin eftir því að tæknideild aflaði upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.

  Lögð fram til kynningar skýrsla á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu, varnir og nýtingu tegundanna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 8. október 2014 Lagður fram tölvupóstur frá Líney Rut Halldórsdóttur þar sem hún afsalar sér úthlutun lóðar nr.8 við Sólarstíg á Saurbæjarás.

  Því er lóðin Sólarstígur 8 laus til umsóknar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 2. október 2014

Málsnúmer 1409006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • 8.1 1405039 Umhverfisátak 2014
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 2. október 2014 Lögð fram tilboð í eftirlitsmyndavélar sem eiga að stuðla að betri umgengni um hafnarsvæðið.
  Tvö tilboð bárust.
  Frá Icetronica, þar er um að ræða tveggja ára ábyrgð á Zavio myndavélum og myndþjóni en á harða diskinum nær ábyrgðin til þriggja ára.

  Búnaður fyrir Siglufjörð
  Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.603.193.-
  Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.054.065.-

  Frá Securitas, þar er um að ræða samskonar ábyrgð á Mobitic myndavélum og Hik-vision myndavélum með Avigilion upptökubúnaði.

  Búnaður fyrir Siglufjörð
  Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.237.853.-
  Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.010.187.-

  Hafnarstjórn telur rétt að taka lægra tilboðinu enda sé um að ræða sambærilegan búnað.
  Hafnarstjóra er falið að ganga frá samningi við söluaðila.
  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir tilboði í búnaði fyrir Ólafsfjörð.
  Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 61. fundar hafnarstjórnar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 2. október 2014 Nokkur umræða var um úttekt á eignum og þörf á viðhaldsverkefnum á hafnarsvæðinu.
  Farið var yfir ábendingar sem komu fram á fundi 04.07.2014.
  Fram komu einnig ábendingar um neðantalin verkefni og er lagt til að þeim málum verði vísað til gerðar áætlunar fyrir árið 2015.
  Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að hafnarstjórn forgangsraði verkefnum næsta árs.
  1. Fjölga tengingum fyrir afgreiðslu á rafmagni á Hafnarbryggju.
  2. Fjölga tengingum fyrir afgreiðslu á vatni fyrir Hafnarbryggju.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að kostnaður við þessa framkvæmd verði lagður fram á næsta fundi.
  3. Lýsing á hafnarsvæðinu er verið að bæta og verður verkinu lokið fyrir mánaðarmót.
  Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar hafnarstjórnar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 2. október 2014 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir janúar til og með júlí 2014.
  Rekstur hafnarsjóðs er í samræmi við áætlun ársins og tekjurnar hærri en áætlun gerir ráð fyrir. Ber að þakka þann árangur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar hafnarstjórnar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 2. október 2014 Lagt fram til kynningar frumvarp um breytingar á hafnarlögum nr. 61/2003 með síðari breytingum.
  Bendir hafnarstjóri sérstaklega á þær greinar er snúa að framkvæmdum og kostnaðarskiptingu.

  Hafnarstjórn fór yfir athugasemdir við lagafrumvarpið og fagnar fram komnum breytingum og skorar á alþingi að samþykkja ný hafnarlög fyrir áramót.
  Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar hafnarstjórnar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 2. október 2014 Lagður fram verksamningur um endurbyggingu Norðurgarðs á Ólafsfirði, sem siglingasvið Vegagerðarinnar hefur boðið út.
  Áætlaður kostnaður er um 8 m.kr., en tilboðsgjafi er Vélþjónustan Messuholt ehf.
  Verkinun á að vera lokið 31.október 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar hafnarstjórnar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014

Málsnúmer 1409009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 Formaður nefndarinnar lagði fram minnisblað um vettvangsferð í húsnæði Leikskála á Siglufirði og húsnæði Tónskólans við Aðalgötu á Siglufirði, sem farin var þann 19. september síðastliðinn.
  Húsnæðisaðstæður Tónskólans eru viðunandi, en gera þarf betrumbætur á kaffistofu kennara.
  Leikskálar á Siglufirði er þétt setinn leikskóli og aðstaða barna og starfsfólks langt frá því að vera viðunandi.
  Nefndin samþykkir að óska eftir skriflegum lista frá skólastjórum yfir það sem ábótavant er og jafnframt að þeir forgangsraði þeim endurbótum sem brýnust eru.
  Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Steinunn María Sveinsdóttir, Brynja I. Hafsteinsdóttir og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 a) Á fundinn mætti Guðný Helgadóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, kl. 17:00.
  Guðný gerði grein fyrir umsókn UÍF til Fjallabyggðar um styrk til að ráða launaðan starfsmann í hlutastarf til UÍF. Formaður leggur áherslu á að með þessu móti verði UÍF betur í stakk búið til að sinna skyldum gagnvart Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og aðildarfélögum UÍF. Er þetta í þriðja sinn sem UÍF sendir inn samsvarandi umsókn til Fjallabyggðar. Guðný vék af fundi kl. 17:30.

  b) Á fundinn mætti Sigurpáll Þór Gunnarsson, formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar. kl. 17:45.
  Sigupáll gerði grein fyrir styrkumsóknum Skíðafélags Ólafsfjarðar.
  Skíðafélagið sækir um styrk vegna Skíðamóts Íslands sem haldið verður á Dalvík og Ólafsfirði dagana 20. - 22. mars 2015.
  Skíðafélagið sækir um fjármagn til lagfæringar á troðaraskemmu og palli við skíðaskálann við Tindaöxl, en þessar eignir eru í eigu Fjallabyggðar. Eru þeir tilbúnir til að leggja vinnu sína fram í sjálfboðastarfi ef fjármagn fæst til endurbóta. Einnig sækir félagið um hækkun á framlagi Fjallabyggðar og lengingu á rekstarstyrk vegna reksturs skíðasvæðisins í Tindaöxl.
  Sigurpáll Þór vék af fundi kl. 18:30.

  c) Á fundinn mætti Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar kl. 18:30.
  Rósa gerði grein fyrir umsókn GÓ um aukið framlag frá Fjallabyggð til rekstrarsamnings golfvallarins á Ólafsfirði.
  Rósa vék af fundi kl. 19:00.
  Bókun fundar Til máls tóku Brynja I. Hafsteinsdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Guðný Helgadóttir, formaður UÍF. Guðný fór yfir, í stórum dráttum, starfsemi aðildarfélaganna á síðasta ári. Aðildarfélög UÍF eru 12 talsins og starfsemi þeirra flestra blómleg. Fjárhagsleg staða félaganna er ágæt og skuldastaða þeirra er óveruleg.
  Velta íþróttafélaganna á árinu 2013 var u.þ.b. 100 mkr.
  Guðný óskar eftir að stjórn UÍF fái fund með fræðslu- og frístundanefnd við fyrsta tækifæri og samþykkti nefndin að verða við því.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 Lögð fram skýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa um ástand knattspyrnuvalla í Fjallabyggð eftir úttekt sem gerð var 12.-15. september síðastliðinn. Niðurstöður skýrslunnar eru, að ástand vallanna er nokkuð gott. Hins vegar telst ástand æfingasvæðisins við Hól lélegt og söluskúr við völlinn á Ólafsfirði nánast ónýtur. Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Brynja I. Hafsteinsdóttir.
  Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 133,7 millj. kr. sem er 100% af áætlun tímabilsins sem var 133,9 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 342,7 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 345,1 millj. kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 119,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 120,4 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 295,4 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 300,8 millj. kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 2. október 2014 Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um kynning á breytingum á námsmati í grunnskóla. Ný aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti frá 2011 og greinasvið frá 2013 gera ráð fyrir breyttu einkunnakerfi við lok grunnskóla. Breytingin felur m.a. í sér að einkunnir skuli gefnar í bókstöfunum A, B, C og D við brautskráningu nemenda úr grunnskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014

Málsnúmer 1409008FVakta málsnúmer

formaður félagsmálanefndar, Kristjana Rannveig Sveinsdóttir, gerði grein fyrir fundargerð.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 4. september 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Niðurstaða fyrir félagsþjónustu 62,5 millj. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 57,1 millj. kr. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Niðurstaða fyrir félagsþjónustu 49,5 sem er 104% af áætlun tímabilsins sem var 47,8 millj. kr. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Lagðar fram til kynningar fundargerðir þjónustuhópsins frá 2. september, 9. september og 12. september 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Deildarstjóri lagði fram minnisblað um atvinnumál fatlaðs fólks (AMS). Í minnisblaðinu kemur fram að nú hillir undir að samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélags um vinnumarkaðsúrræði fatlaðs fólks. Í því fellst m.a. að aðilar komi á formföstu samstarfi þar sem þjónustuþarfir eru skoðaðar heildstætt og umsækjendum vísað í úrræði eftir mati á vinnufærni. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Lögð fram fundargerð fyrsta fundar rýnihóps um málefni aldraðra í Fjallabyggð frá 1. október 2014. Hópurinn mun halda fjóra fundi í októbermánuði og síðan skila greinargerð til félagsmálanefndar. Bókun fundar Til máls tóku Kristjana Rannveig Sveinsdóttir og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara Siglufirði dags. 15. september 2014. Í erindinu óskar félagið eftir að föndurstofan í Skálarhlíð verði mönnuð að nýju. Einnig sækir félagið um 1 klst. í viku í íþróttahúsinu endurgjaldslaust. Félagsmálanefnd samþykkir að taka þann lið sem lýtur að föndurstofu Skálarhlíðar upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Varðandi beiðni um tíma í íþróttahúsinu mælir nefndin með fyrir sitt leyti að félagið fái umbeðinn tíma, en fái afslátt af gjaldskrá. Bókun fundar Til máls tóku Kristjana Rannveig Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir og Kristinn Kristjánsson.
  Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi synjað. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 6. október 2014 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar félagsmálanefndar staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014

Málsnúmer 1409001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Steinunn setti fund, en vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Kristjana R. Sveinsdóttir tók hennar sæti. Varaformaður stjórnaði fundi.
  Lagt fram bréf dags. 10. september undirritað af formanni safnastjórnar og safnstjóra. Í bréfinu er upptalin sú þjónusta sem safnið veitir á móti árlegum styrk frá bæjarfélaginu.
  Núverandi samningur gildir til 31.12.2014 og vísa bréfritarar til svarbréfs bæjarstjórnar frá síðasta ári en þar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 skuli taka samninginn til endurskoðunar með tilliti til endurnýjunar.

  Bæjarráð þakkar framkomnar skýringar og ábendingar.
  Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og til umfjöllunar markaðs - og menningarnefndar.

  Kristjana R. Sveinsdóttir vék af fundi og Steinunn María Sveinsdóttir tók við stjórn.
  Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Í skipulagslögum nr.123/2010 kemur fram í 35. gr. laganna, að þegar að loknum kosningum til sveitarstjórna metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
  Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Tilkynna skal Skipulagsstofnun um þá niðurstöðu.
  Í málefnasamningi meirihluta S-lista og F-lista kemur fram m.a. að ljúka þurfi endurmati á aðalskipulagi Fjallabyggðar og marka framtíðarsýn í þeim málum.

  Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins og felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráð fyrir þeim kostnaði í tillögum sínum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Rétt er að minna á bókun bæjarstjórnar frá 10. september s.l.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagður fram tölvupóstur frá Flokkun Eyjafjarðar ehf - forstöðumanni, frá 1. september 2014.
  Verið er að minna á aðalfund og kalla eftir upplýsingum um stjórnarbreytingar og skapa umræðu í sveitarstjórnum um verkefni Flokkunar ehf og þar með framtíð fyrirtækisins.
  Um er að ræða m.a. hagsmunagæslu og stefnumótun í úrgangsmálum.
  Verið er að vinna svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og standa vonir til að í byrjun vetrar komi hún út og þar með til yfirferðar og samþykktar í öllum 18 sveitarstjórnum á svæðinu.

  Bæjarráð ákvað að bíða með frekari málsmeðferð fram yfir aðalfund, sem haldinn er í lok september eða byrjun nóvember.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra Flugvalla og mannvirkjasviðs um fyrirhugaða lokun Siglufjarðarflugvallar, en ætlunin er að taka hann af skrá 16. október 2014.
  Bæjarfélaginu er gefinn kostur á að skila inn athugasemdum fyrir 15. september n.k. Búið er að koma skriflegum athugasemdum til stjórnar ISAVIA.

  Bæjarráð telur rétt að boða stjórnendur ISAVIA til fundar um endurbætur og/eða frágang á húsnæði sem og flugbraut.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
  Þar kemur fram að við gerð áætlunar fyrir árið 2014 var lagt til hliðar fjármagn vegna langtímaveikinda sem stofnanir gætu fengið hlutdeild í, eftir aðstæðum hverju sinni.
  Gert var ráð fyrir að miða ætti við að starfsmaður sé veikur í 8 vikur eða 56 daga.
  Lagt er til við bæjarráð, að heimila tilfærslu á fjármagni vegna langtímaveikinda að upphæð 12.8 m.kr. af fjárhagslið 21-60 yfir á launalið viðkomandi stofnana.

  Bæjarráð samþykkir fram komna tilfærslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Framkvæmdarstjóri Siglunes hf. vill kanna hvort Fjallabyggð vilji nýta sér forkaupsrétt að Jonna ÓF -86 ásamt aflahlutdeild og aflamarki. Áætlaður kostnaður er rétt tæplega 1 milljarður.

  Bæjarráð þakkar fram komið erindi en telur sér ekki fært að nýta sér forkaupsréttinn. Það er von bæjarráðs að verði af sölu á umræddum aflaheimildum þá verði útgerðaraðilum í Fjallabyggð boðið að kaupa þær.
  Sólrún Júlíusdóttir áskilur sér rétt að koma með bókun á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. september 2014, en um er að ræða auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.
  Sækja skal um á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð á grundvelli umræddra laga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram bréf dags. 9. september 2014 undirritað af slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra um að Slökkvilið Fjallabyggðar muni sjá um allt eftirlit með öllum búnaði sem tilheyra eldvörnum í stofnunum bæjarfélagsins.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrædda ákvörðun, enda er hún í takt við þá ábyrgð sem bæjarfélagið hefur.

  Bæjarráð leggur áherslu á að eldvarnareftirlit í stofnunum og fyrirtækjum er í umsjá slökkviliðsstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 1. september 2014. Þar kemur fram að vinna við gerð nýrrar reglugerðar um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun hafi staðið yfir að undanförnu. Þar er kveðið á um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða svo og vatnsöflun til slökkvistarfa. Ráðuneytið óskar eftir umsögn um framkomin drög fyrir 24. september n.k.

  Búið er að gera úttekt á slökkviliði Fjallabyggðar og voru engar athugasemdir gerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lögð fram ítrekun frá Landssambandi slökkviliða og sjúkraflutningamanna um að skipulag bakvakta hjá Slökkviliði Fjallabyggðar verði komið í eðlilegt horf.

  Eftir umræður og yfirferð leggur bæjarráð til að kalla eftir áliti Mannvirkjastofnunar á fyrirkomulagi bakvakta í Fjallabyggð. Í framhaldi af þeirri úttekt er launadeild Sambands ísl. sveitarfélaga falið að semja við Landssamband slökkviliðsmanna um nýjan kjarasamning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 11.11 1409032 Samfélagsþjónusta
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram bréf frá Fangelsismálastofnun dags.05.09.2014. þar sem fram kemur ósk um að Fjallabyggð verði einn þeirra aðila sem veitir samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

  Slíkur samningur er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrirvaralaust.

  Bæjarráð telur rétt að kalla eftir áliti deildarstjóra og forstöðumanna hvort hægt sé að verða við fram kominni beiðni.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
  Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram kauptilboð frá Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur um kaup á Ólafsvegi 30 íbúð 102 Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð.
  Bæjarráð leggur áherslu á að búið er að upplýsa tilboðsgjafa um núverandi ástand íbúðarinnar.
  Tilboðið endurspeglar þá staðreynd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram erindi frá Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara dags. 31.08.2014. Bréfið tekur á fimm málum er snerta félagið.

  1. Óskað er eftir nýjum samningi um beitarlönd í Ósbrekku og Skeggjabrekku.

  2. Að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi "vestan óss."

  3. Áfallinn kostnaður við hreinsunardag á vegum stjórnar verði greiddur af bæjarfélaginu.

  4. Fyrirhugaðar lagfæringar á framtíðar skeiðvelli við efnisnámur í Kleifarhorni.

  5. Áskorun um að ábendingar um reiðskemmu verði komið á framfæri við þingmenn og ráðherra.

  Bæjarráð vísar liðum 1, 2 og 4 til skipulags- og umhverfisnefndar.
  Bæjarfulltrúar munu fara yfir lið 5 í viðræðum sínum við þingmenn.
  Lið 3 er hafnað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Óskað er eftir fjárveitingu fyrir 50% stöðuhlutfalli við Bókasafnið Ólafsfirði í tengslum við flutning safnsins.

  Um er að ræða kr. 450 þúsund fram að áramótum.

  Bæjarráð samþykkir framkomna ósk fram að áramótum en vísar umræðu um framtíðar stöðugildi safnsins til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Wise hefur gert bæjarfélaginu tilboð dags. 2. september 2014, í uppfærslu ásamt viðbótum við núverandi kerfi.

  Í fjárhagsáætlun þessa árs fékkst fjárheimild fyrir tæplega helmingi af kostnaði við innleiðingu.

  Í minnisblaði deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er lögð fram beiðni um að fá að ganga til samninga við tilboðsgjafa um heildarinnleiðingu og að kostnaði verði skipt á tvö fjárhagsáætlunartímabil.

  Bæjarráð ákvað að fresta málinu til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagðar fram upplýsingar frá deildarstjóra tæknideildar og fjárhagsyfirlit frá aðalbókara bæjarfélagsins.
  Bæjarstjóri lagði fram samanburð á heildar áætlun fyrir verkið og rauntölur.

  Bæjarráð vísar málinu til gerðar viðauka þegar leiðrétting á launaáætlun vegna kjarasamninga verður tekin fyrir í bæjarráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagðar fram tillögur um næstu skref er varðar áætlun ársins 2015.
  Bæjarráð samþykkir neðanritað.
  1.
  að boða til fundar með fulltrúum KPMG þriðjudaginn 23.09.2014., um áætlun og stöðu Fjallabyggðar.
  2.
  að taka til afgreiðslu tillögu um álagningarstofna Fjallabyggðar á næsta fundi bæjarráð 23.09.2014 fyrir árið 2015.

  Bæjarráð leggur einnig áherslu á neðanritað, er varðar vinnu við áætlun fyrir árið 2015.
  1.
  að útgönguspá fyrir árið 2014 verði til umræðu þriðjudaginn 28.10.2014.
  2.
  að allar rekstrartölur fyrir árið 2014 séu yfirfarnar af deildarstjórum.
  3.
  að allar upplýsingar um viðhaldsverkefni verði til umræðu á þeim fundi.
  4.
  að allar upplýsingar um fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir verði til yfirferðar og umræðu á sama fundi.
  5.
  að búið verði að reikna öll laun bæjarstarfsmanna og senda til forstöðumanna til skoðunar og staðfestingar.
  6.
  að búið sé að fara vandlega yfir öll stöðugildi og nýjar óskir fyrir árið 2015.
  7.
  að búið sé að reikna innri leigu til að hægt sé að setja hana inn í reiknilíkan bæjarfélagsins.
  8. að búið sé að yfirfara og skoða gjaldskrár, koma fram með tillögur um breytingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir sjö fyrstu mánuðina.

  Rekstrarniðurstaða tímabils er 4,7 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -36,5 millj. miðað við -31,8 millj.
  Tekjur eru 0,7 millj. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 10,5 millj. hærri og fjárm.liðir 15,9 millj. lægri.

  Bæjarstjóri lagði fram fyrstu drög að breytingu á launaáætlun fyrir árið 2014 en, ekki náðist að setja málið á dagskrá fyrir fund.
  Bæjarráð ákvað að kynna sér gögnin til næsta fundar og verður málið tekið formlega á dagskrá undir máli nr. 1408064.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagðir fram tölvupóstar er varða Aðalgötu 46 - 58.
  Um er að ræða fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir við þak á umræddum eignum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Aðalfundur Samtaka ungra bænda haldinn í Úthlíð 22. mars 2014 hvetur sveitarstjórnir til að kynna sé og nýta heimldir í skipulagslögum til að varðveita landbúnaðarland.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Róta bs. frá 26. mars 2014 og 24. júlí 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16. september 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð 257. fundar frá 13. ágúst 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar bæjarráðs staðfest á 107. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.