Bæjarstjórn Fjallabyggðar

106. fundur 10. september 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson varabæjarfulltrúi, F lista
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu
Í forföllum forseta bæjarstjórnar Magnúsar S. Jónassonar setti varaforseti Steinunn María Sveinsdóttir fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir á framhaldsfund að undanskildum Magnúsi S. Jónassyni
Í hans stað mætti Ríkharður Hólm Sigurðsson, F- lista.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014

Málsnúmer 1408003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
  Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar um óskir verksala er varðar verðtryggingu á samningsupphæð um skólamáltíðir og einnig að tryggt verði að uppreikningur skv. verðlagsbreytingum komi ekki til lækkunar á samningsverði.

  Bæjarráð samþykkir að fallast á óskir verksala um að verð samkvæmt samningi taki breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 1. september 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
  Í kjölfar útboðs á vátryggingum fyrir Fjallabyggð 2009, í umsjón Ríkiskaupa, var samið við Sjóvá Almennar tryggingar hf.
  Samningurinn var til þriggja ára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, sem sveitarfélagið nýtti sér.
  Bæjarráð samþykkir að bjóða út vátryggingar fyrir Fjallabyggð frá 1. janúar 2015 og felur deildarstjóra  stjórnsýslu- og fjármála að leita til Ríkiskaupa með umsjón með útboðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
  Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar, dagsett 14. ágúst 2014.

  Bæjarráði er boðið í heimsókn á slökkvistöðina við hentugleika.
  Slökkviliðsstjóri vekur athygli á að Brunavarnaráætlun Fjallabyggðar 2010-2014 rennur út um næstu áramót og hefur hafið vinnu við næstu áætlun 2015-2019.

  Nokkur atriði eru nefnd sem standa enn útaf vegna framkvæmdahluta brunavarnaáætlunarinnar og er þar helst nefnt kaup á mannskapsbílum fyrir báðar stöðvar, þ.e. Siglufirði og Ólafsfirði.

  Bæjarráð þakkar erindið og boðið og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
  Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til júlí.
  Niðurstaðan fyrir heildina er 518,4 m.kr. sem er 101,4% af áætlun tímabilsins sem var 511,2 m.kr.
  Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 31,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 24,4 m.kr. Nettóniðurstaða er því 7,1 m.kr. umfram áætlun tímabilsins.
  Vísa þarf kjarasamningsbreytingum til viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
  Lögð fram til kynningar fundargerð deildarstjóra frá 12. ágúst 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014

Málsnúmer 1408005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014

  Lögð fram ósk deildarstjóra fjölskyldudeildar um að félagsmiðstöðin Neon fái afnot af gamla skólahúsnæðinu að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði. Á sínum tíma var ákveðið að félagsmiðstöðin yrði með starfsemi sína í nýjum fjölnotasal grunnskólans við Norðurgötu en ljóst er að samnýting með starfsemi skólans hentar ekki sérlega vel. Er þess vegna óskað eftir að félagsmiðstöðin fái að nýta fyrstu hæð húsnæðisins að Hlíðarvegi, þ.e. samliggjandi stofur á fyrstu hæð auk salerna. Gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir umgang upp á efri hæð og jarðhæð hússins.


  Deildarstjóra er kunnugt um áhuga aðila á að nýta salinn á efri hæðinni og skal tekið fram að ef af þeirri nýtingu verður mun það ekki hafa áhrif á starf félagsmiðstöðvarinnar. Reyndar verður að teljast æskilegt að sem mest líf verði í húsinu frekar en láta það standa autt og ónotað.

  Samkvæmt ákvörðun fyrri bæjarstjórnar á að selja húsnæðið, en bæjarráð samþykkir að heimila notkun þess meðan það er í eigu bæjarfélagsins.

  Bæjarráð vill beina því til fræðslu- og frístundanefndar og ungmennaráðs að fundin verði framtíðarlausn fyrir félagsmiðstöðina.


  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014


  Lögð fram ósk Ásdísar Sigurðardóttur um að fá leigðan salinn á efri hæðinni í Gagnfræðaskólahúsinu Hlíðarvegi Siglufirði, til að bjóða uppá heilsuþjálfun/heilsueflingu fyrir bæjarbúa Fjallabyggðar.  Sérstaklega í framhaldi af því að læknar í Fjallabyggð ætli að fara að ávísa á hreyfingu.

  Samkvæmt ákvörðun fyrri bæjarstjórnar á að selja húsnæðið, en
  bæjarráð samþykkir að kanna möguleika á nýtingu húsnæðisins að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði sem best meðan það er í eigu bæjarfélagsins.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra nýtingu húsnæðisins og vinna drög að gjaldskrá og leggja fyrir 355. fund bæjarráðs.

  Afgreiðslu erindis frestað þar til ákvörðun liggur fyrir.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014

  Lagt fram erindi Ásdísar Sigurðardóttur, þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar að heilsueflingu fyrir eldri borgara, í formi afnota af mannvirkjum og launa leiðbeinenda.


  Bæjarráð þakkar Ásdísi fyrir gott erindi, en sér sér ekki fært að koma að málinu með þessum hætti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014

  Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og sundurliðun á kostnaði sem færður hefur verið vegna breytinga á 3ju hæð ráðhúss Fjallabyggðar. Einnig áætluð upphæð á þá verkþætti sem eftir eru.
  Bæjarráð lýsir yfir undrun sinni á háum kostnaði vegna endurbóta á ráðhúsi Fjallabyggðar. Kostnaður við verkið er kominn langt framúr upphaflegri áætlun tæknideildar frá því á síðasta kjörtímabili. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað fyrir 355. fund bæjarráðs um málið með ítarlegum skýringum á framúrkeyrslu m.v. upphaflega áætlun.  Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.5 1408048 Haustgöngur 2014
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014

  Á fyrsta fundi vinnuhóps um búfjárhald í Fjallabyggð 21. ágúst 2014, var eftirfarandi tillaga samþykkt:
  "Vinnuhópurinn leggur til að í Ólafsfirði verði Ósbrekkurétt aukarétt við haustgöngur 2014. Hann leggur einnig til að fé verði dregið upp úr Ósbrekkurétt skv. VI. kafla, 27.gr. um fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011".

  Bæjarráð tekur vel í tillöguna og samþykkir að vísa henni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.<BR>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
  Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.
  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014


  Lögð fram og bókuð eftirfarandi tilkynning dagsett 21.08 2014 til formanns bæjarráðs Fjallabyggðar, Steinunnar Maríu Sveinsdóttur.

  "Á 105. fundi bæjarstjórnar þann 18. ágúst 2014 lögðu bæjarfulltrúar F-lista og S-lista fram bókun vegna ábendingar okkar um að láðst hefði að auglýsa fund bæjarstjórnar þann 13. ágúst sl., á heimasíðu Fjallabyggðar eins og sveitarstjórnarlög og samþykktir Fjallabyggðar kveða á um. Í bókuninni harma bæjarfulltrúar F- og S- lista þau mistök sem áttu sér stað í stjórnsýslunni og við bentum á. Þrátt fyrir það eru við sakaðar um óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð auk brots á 4. gr. siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Fjallabyggðar án þess að það sé rökstutt frekar. Umræddar fullyrðingar varða æru okkar og starfsheiður sem bæjarstjórnafulltrúa og eru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika okkar og starfsskilyrðum. Í því ljósi óskuðum við óformlega eftir að taka málið á dagskrá fundar bæjarráðs þann 19. ágúst sl. en því var neitað af hálfu bæjarfulltrúa F- og S- lista og bent á að vettvangur slíks væri að þeirra mati næsti bæjarstjórnarfundur þann 10. september nk.. Að okkar mati er um alvarlegar og ómaklegar ásakanir að ræða og höfum við því ákveðið að leita bæði álits innanríkisráðuneytisins á ásökununum og álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á meintu broti okkar á siðareglum svo og hvort að bókun fulltrúa F-lista og S-lista geti fallið undir brot á siðareglum Fjallabyggðar. Þetta tilkynnist hér með og er óskað eftir að tilkynning okkar verði lögð fram til kynningar á næsta fundi bæjarráðs."

  S.Guðrún Hauksdóttir
  Helga Helgadóttir  Meirihluti bæjarráðs vill koma eftirfarandi á framfæri:

  "Við undirrituð hörmum tilurð þessa máls. Er það von okkar að bæjarfulltrúar sýni bæði vandaðri vinnubrögð og hverjum öðrum meiri virðingu í framtíðinni og að við getum nú snúið okkur að mikilvægari málum íbúum Fjallabyggðar til heilla".

  Kristinn Kristjánsson
  Steinunn María Sveinsdóttir
  Bókun fundar Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014

Málsnúmer 1408009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 3.1 1408032 Ósk um námsleyfi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum 28. ágúst að Gurrý A. Ingvarsdóttir fái launað námsleyfi í samræmi við kjarasamninga. Um er að ræða frekari sérmenntun sem mun nýtast í hennar störfum fyrir Fjallabyggð.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum 27. ágúst að fjármunir sem eru á launaáætlun 2014 vegna þjónustu við aldraða í Ólafsfirði verði færðir sem framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku.  Einnig er lagt til að gerður verði þjónustusamningur um verkefnið við Hornbrekku.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Helga Helgadóttir og Kristjana R. Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Deildarstjóri tæknideildar hefur óskað eftir áætluðum kostnaði við heildarúttekt á viðhaldi á eignum bæjarfélagsins.
  Ætlunin var að leggja þær upplýsingar fram á fundinum.
  Málinu frestað til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Á síðasta Hafnasambandsþingi var samþykkt samhljóða að halda Hafnasambandsþing í Fjallabyggð og á Dalvík dagana 4. og 5. september.
  Fjallabyggð hefur rétt á að skipa tvo fulltrúa til að fara með atkvæði Fjallabyggðarhafna.
  Bæjarráð samþykkir að formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri verði fulltrúar bæjarfélagsins á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Lagður fram tölvupóstur frá formanni Golfklúbbs Ólafsfjarðar.
  Bæjarráð leggur til að Valtýr Sigurðsson hrl. komi á fund ráðsins sem fyrst og fari yfir málið í heild og geri grein fyrir möguleikum á að ná sáttum, því mikill munur er á hugmyndum Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Norðurorku um lausn þess.
  Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Dagur íslenskrar náttúru verður að venju haldinn hátíðlegur þann 16. september n.k. Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa dag íslenskrar náttúru í huga í störfum sínum.
  Bæjarráð hvetur öll félagasamtök bæjarfélagsins og íbúa að leggja málinu lið. Sveitarfélagið hefur að geyma einstakar náttúruperlur og svæði sem fólk getur notið útivistar og andlegrar upplyftingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
  Fræðslu- og frístundanefnd hefur lagt til að skipaður verði stýrihópur um verkefnið.
  Bæjarráð leggur áherslu á að öll fræðslu- og frístundanefnd taki þátt í verkefninu í samvinnu við deildarstjóra og skólastjóra Fjallabyggðar.
  Bæjarráð samþykkir að frestur til að skila nýrri fræðslustefnu verði lengdur og miðist við komandi áramót.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014

Málsnúmer 1408004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 4.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
  Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.
  Hafnarstjórn samþykkti drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Uppfæra þarf hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir til samræmis við erindisbréf.

  Hafnarstjórn samþykkti að halda að jafnaði fund einu sinni í mánuði á fimmtudögum kl. 17.00.

  Fundarritari sé að jafnaði hafnarstjóri/bæjarstjóri Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
  Í framhaldi af fundi formanns hafnarstjónar og bæjarstjóra með fulltrúum Vegagerðarinnar sem nú fer með framkvæmd hafnarmála þeim Hreini Haraldssyni vegamálastjóra og Sigurði Áss Grétarssyni forstöðumanni nýlega þá lagði formaður til við hafnarstjórn eftirfarandi tillögu:
  "Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði veitt fjármagni til undirbúnings, hönnunar og gerð kostnaðaráætlunar að endurbótum á hafnarbryggjunni á Siglufirði, sem er afar brýnt eins og ástand bryggjunnar ber glöggt vitni um. Vinna þessi verði unnin í nánu samstarfi við Vegagerð ríkisins - hafnamáladeild. "

  Greinagerð formanns með tillögunni:
  Löngu er tímabært er að hefja nauðsynlegar endurbætur á hafnarbryggjunni og minni ég á að fyrir all mörgum árum var fjármagni veitt á samgönguáætlun til endurbóta á bryggjunni sem með samkomulagi var fært yfir í byggingu löndunarbryggju SR ( Óskarsbryggju ) sem þá var talið nauðsynlegt að byggja hratt og vel vegna stækkunar loðnuskipa og komu þeirra til löndunar. Með þessu samkomulagi var þessum nauðsynlegum endurbótum frestað eins og áður sagði, og því tel ég nauðsynlegt að flytja þessa tillögu nú til að uppfæra þessar áætlanir og leggja fyrir samgönguyfirvöld fyrir gerð næstu samgönguáætlunar.

  Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
  Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar.
  Tekjur eru hærri um 3,0 m.kr. (41,2/38,2)
  Launaliðir eru undir áætlun um 0,5 m.kr. (15,9/16,4)
  Annar rekstrarkostnaður eru lægri um 1,3 m.kr. ( 18,8/20,1)
  og fjármagnsliðir eru hærri um 0,5 m.kr. (2,3/1,8)

  Hafnarstjórn fagnar jákvæðri niðurstöðu tímabilsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.4 1405039 Umhverfisátak 2014
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014

  Farið yfir eftirfarandi þætti er tengjast umhverfisátaki.

  1. Fuglafæla

  Búnaður verður settur upp í næstu viku í Siglufjarðarhöfn.


  2. Öryggismyndavélar

  Lagt fram til kynningar og verður til umfjöllunar á næsta fundi.


  3. Fiskúrgangur
  Framtíðarlausn þarf að finnast fyrir bæjarfélagið.  
  Hafnarstjóra falið að leita leiða í samtarfi við fagaðila.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
  Hafnarstjórn, aðal- og varamenn ásamt starfsmönnum hafnarinnar fóru í kynnisferð 25. júlí s.l. um hafnir á norðurlandi, Dalvík, Akureyri og Húsavík.
  Ferðin var gagnleg og fróðleg og hafnarstjórn þakkar góðar móttökur á höfnunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
  Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um hvalaskoðun:
  "Hafnarnefnd samþykkir að óska eftir nánu samstarfi við nýstofnaða atvinnumálanefnd svo og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu að kanna með að koma á varanlegum ferðum til hvalaskoðunar fyrir ferðamenn í sveitafélaginu strax næsta sumar".

  Greinagerð:
  Sívaxandi ferðamannastraumur til sveitarfélagsins kallar á fleiri afþreyingarkosti fyrir ferðamenn inn í hina miklu flóru okkar sem þegar er fyrir.
  Hvalskoðun er sívaxandi ferðamannagrein sem vert er að gefa gaum og kanna með rekstrargrundvöll fyrir í sveitafélaginu.

  Tillaga borin upp til atkvæða og samþykkt með 3 atkvæðum.
  Ásgeir Logi Ásgeirsson og Steingrímur Óli Hákonarson sátu hjá.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014

Málsnúmer 1408007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014

  Lögð fram tillaga frá formanni nefndarinnar um að fjármunir sem eru á launaáætlun 2014, vegna þjónustu við aldraða í Ólafsfirði verði færðir sem framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku. Á launaáætlun Skálarhlíðar er heimild fyrir ráðningu í 50% stöðugildi sérstaklega vegna verkefna við öldrunarþjónustu í Ólafsfirði. Lagt er til að gerður verði þjónustusamningur við Hornbrekku um verkefnið.

   Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Félagsmálanefnd samþykkir að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar verði endurskoðuð. Deildarstjóra falið að vinna drög að endurskoðaðri áætlun og leggja fyrir nefndina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Félagsmálanefnd samþykkir að skipa rýnihóp til að fjalla um þjónustu Fjallabyggðar við eldri borgara bæjarfélagsins og leggja fram tillögur sem nýtast munu bæjaryfirvöldum við frekari stefnumótun málaflokksins. Lagt er til að rýnihópurinn verði skipaður af formanni félagsmálanefndar, einum fulltrúa frá félagi eldri borgara á Ólafsfirði og einum fulltrúa félagi eldri borgara á Siglufirði, auk þess sem fjórir bæjarbúar 60 ára og eldri verði valdir með tilviljunar úrtaki af íbúaskrá Fjallabyggðar. Starfsmaður hópsins verði deildarstjóri fjölskyldudeildar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Kristjana R. Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Deildarstóri lagði fram tillögu að samningi um sálfræðiþjónustu 2014-2015. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem er nú í kjölfar sveitarstjórnarkosninga að skipuleggja námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustunnar. Námskeiðin eru liður í námskeiðshaldi sambandsins fyrir sveitarfélögin og kjörna fulltrúa, en gert er ráð fyrir að námskeið fyrir félagsþjónustuna verði í byrjun árs 2015.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Kristjana R. Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Lögð fram fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 20.08.2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27. ágúst 2014
  Lögð fram til kynningar fundargerð þjónustuhóps um málefni fatlaðra frá 22.07.2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar félagsmálanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014

Málsnúmer 1408006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Samkvæmt 35.grein skipulagslaga nr.123/2010 ber sveitarstjórn að meta eftir sveitarstjónarkosningar hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
   
  Nefndin hvetur bæjarfulltrúa til að kynna sér aðalskipulag Fjallabyggðar og meta hvort endurskoða þurfi aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.
   
  Bókun fundar <DIV><SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson<FONT size=2 face=Verdana> og Helga Helgadóttir.</FONT><BR></SPAN>Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til gerðar fjárhagsáætlunar.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Borist hefur ábending um slæma umgengni á gámasvæðinu á Siglufirði af rekstraraðilum þess. Er sorp á víð og dreif um svæðið sem veldur því að ásýnd svæðisins er ekki góð. Að auki er frágangur rekstraraðila á sorptunnum í sorpskýli ábótavant þegar búið er að losa úr þeim sorp. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Moltu þar sem kvartað er yfir að plast og járn sé blandað í lífrænan úrgang.
   
  Skipulags- og umhverfisnefnd fer þess á leit við Íslenska gámafélagið að sjá sóma sinn í því að ganga vel um gámasvæði í sveitarfélaginu. Það er til háborinnar skammar að sjá umgengnina á svæðunum sem voru útbúin á seinustu árum. Einnig eiga starfsmenn að losa allar tunnur samkvæmt sorphirðudagatali og ganga frá tunnunum á sinn stað eftir losun. Jafnframt eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að flokka með fullnægjandi hætti.
   
   
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, <SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Sigurður Valur Ásbjarnarson</SPAN> og Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Þar sem engar úrbætur hafa átt sér stað á húsnæðinu við Aðalgötu 6, Siglufirði óskar nefndin eftir að farið verði í sömu aðgerðir og gerðar voru við fyrri eiganda þar sem krafist var úrbóta.
   
  Bókun fundar <DIV><SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson,<FONT size=2 face=Verdana> Helga Helgadóttir og Kristinn Kristjánsson.</FONT></SPAN><BR>Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • 6.4 1408048 Haustgöngur 2014
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Á fyrsta fundi vinnuhóps um búfjárhald í Fjallabyggð 21. ágúst 2014, var eftirfarandi tillaga samþykkt:
  "Vinnuhópurinn leggur til að í Ólafsfirði verði Ósbrekkurétt aukarétt við haustgöngur 2014. Hann leggur einnig til að fé verði dregið upp úr Ósbrekkurétt skv. VI. kafla, 27.gr. um fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011".

  Nefndin samþykkir framkomna tillögu.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.</DIV><DIV>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Einar Á. Sigurðsson og Stefanía G. Ámundadóttir óska eftir því fyrir hönd eigenda frístundahúsa á Saurbæjarási að skipulags- og umhverfisnefnd hvetji Rarik til þess að leggja heitt vatn að svæðinu.
   
  Nefndin felur tæknideild að koma framkomnu erindi til Rarik.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og <SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Sigurður Valur Ásbjarnarson.</SPAN><BR>Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Lögð fram ósk fimm hundaeigenda um að sveitarfélagið útbúi afgirt svæði fyrir hunda. Leggja þau fram eftirfarandi tillögur að svæðum; stóri bletturinn bak við blokkirnar á Ólafsveginum, við endann á Hlíðarveginum við Hlíðarveg 11, svæðið við hlið reiðhallarinnar.
  Einnig lagt fram bréf frá hundaeigenda á Siglufirði, þar sem óskað er eftir nýju svæði sem hægt er að nota allan ársins hring. Bæjarráð hefur falið tæknideild að kanna hvort hentugra svæði sé fyrir hundaeigendur í Fjallabyggð sem hægt er að nota allt árið.
  Nefndin frestar þessum lið til næsta fundar þar sem hún sér sér ekki fært til að úthluta umbeðnum svæðum við íbúabyggð á Ólafsfirði og óskar eftir tillögum að svæðum utan íbúabyggðar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og <SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Sigurður Valur Ásbjarnarson.</SPAN><BR>Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar vegna tjaldsvæðisins í Ólafsfirði. Þar er óskað eftir að farið verði í framkvæmdir við að hækka landið og þökuleggja í haust svo hægt sé að nýta svæðið á næsta ári.
   
  Nefndin tekur undir umrætt erindi og vísar fjármögnun á verkefninu til bæjarráðs.
   
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson og Sólrún Júlíusdóttir.<BR>Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Lögð fram tillaga að spennistöð sem er felld inn í landið.
   
  Nefndin samþykkir framkomna tillögu og felur tæknideild að grendarkynna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Kristján Hauksson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóðinni Skógarstígur 8 á Saurbæjarási Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Lögð fram ósk Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar um framlengingu á stöðuleyfi sæluhúss við Aðalgötu 22.
   
  Nefndin samþykkir að endurnýja stöðuleyfi og felur tæknideild að ganga frá nýjum samningi.  
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Björn Böðvarsson, nýr eigandi að A-sumarbústað í landi Vatnsenda í Ólafsfirði, óskar eftir leyfi til að fjarlægja bústaðinn.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Sævar Örn Kárason og Bryndís Þorsteinsdóttir sækja um leyfi til að gera skjólvegg við Laugarveg 8.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Lögð fram drög að ræktunarsamning milli Skógræktar Siglufjarðar og Fjallabyggðar vegna skógræktar austan Hólsár.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Lagður fram lóðarleigusamningur vegna stækkunar á lóðinni Grundargötu 7b.
   
  Erindi frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Hálfdán Sveinsson fyrir hönd Siglunes Guesthouse sækir um afnotarétt af lóðinni Eyrargötu 13 undir bílastæði fyrir gesti gistiheimilisins.
   
  Lóðin Eyrargata 13 er í dag notuð sem almennt bílastæði og geta gestir gistiheimilisins nýtt sér það eins og aðrir íbúar. Nefndin sér sig ekki fært að úthluta gistiheimilinu afnotarétt umfram það.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014
  Anna M. Jónsdóttir og Steingrímur J. Garðarsson sækja um afnot af lóð frá syðri lóðarmörkum Ránargötu 16 að Ránargötu.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27. ágúst 2014

  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir júní 2014.

   

  Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 10,8 millj. kr. sem er 112% af áætlun tímabilsins sem var 9,7 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 10 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 10,7 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 56,2 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 60,3 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir umhverfismál er 20,2 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 21,3 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir eignasjóð er -67,2 millj. kr. sem er 119% af áætlun tímabilsins sem var -56,4 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 11,5 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 12,2 millj. kr.

  Niðurstaða fyrir veitustofnun er -3,6 millj. kr. sem er 2388% af áætlun tímabilsins sem var -0,15 millj. kr.

   

  Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

Málsnúmer 1408008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

  Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Magnús Ólafsson, skólastjóri Tónskólans. Skólastjóri lagði fram skóladagatal Tónskólans fyrir skólaárið 2014-2015. Þetta skóladagatal er fyrsta samræmda dagatal tónskóla, grunnskóla og leikskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Kenndar eru 20,5 kennslustundir á viku, í 35 vikur.  Kennsla hefst mánudaginn 1. september næst komandi. Magnús sagði frá áhugaverðu tónlistarverkefni í samstarfi við Tónskólann, Grunnskólann og Listhús Fjallabyggðar.

  Fjöldi nemenda er 100 nú í upphafi skólaárs sem er svipaður nemendafjöldi og var í skólanum á síðasta skólaári.

  Við skólann eru 12 starfsmenn í 5,7 stöðugildum.  

  Um síðustu áramót var tekið upp samstarf við Dalvíkurbyggð um að Magnús gegndi jafnfram stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Dalvíkur. Er þetta fyrirkomulag til reynslu í eitt ár. Magnús telur að sameina eigi tónskóla bæjarfélaganna undir einn hatt.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með starfssemi tónskólans.<BR>Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

  Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskólans. Skólastjóri lagði fram skóladagatal Leikskólans fyrir skólaárið 2014-2015. Skóladagatalið er með hefðbundnu sniði, en eins og skóladagatal Tónskólans þá er það samræmt dagatali hinna skólanna og eru m.a. skipulagsdagar Leikskólans samræmdir við starfsdaga Grunnskólans og Tónskólans.
  Olga leggur áherslu á að Leikskólanum verði gert kleift að fjölga skipulagsdögum um einn og bæta við fjórum starfsmannafundum á ári utan vinnutíma, sem eru tveir klukkutímar í senn.

  Eins og endranær verður sumarlokun Leikskólans fjórar vikur, frá 13. júlí til 12. ágúst 2015.

  Fjöldi nemenda eru 116 og hefur fjölgað um 15 frá síðasta ári.

  Lausa kennslustofan  sem staðsett  er á lóð Leikskála verður tekin í gagnið 2. september næst komandi.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

  Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir,  skólastjóri Grunnskólans. Ríkey lagði fram Ársskýrslu Grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014.

  Á síðasta skólaári voru 49 starfsmenn starfandi við skólann, þar af 26 kennarar. Nemendafjöldi var 206. Nú í upphafi skólaárs eru starfsmenn 45, þar af 25 kennarar. Fjöldi nemenda er 201 og þrátt fyrir fækkun nemenda milli ára er hún mun minni er gert var ráð fyrir.

  Ríkey gerði grein fyrir breyttri starsemi skólans en eins og kunnugt er hefur viðbygging við skólahúsið við Norðurgötu verið tekin í notkun um leið og skólinn hættir að nýta húsnæðið að Hlíðarvegi 18-20.  Þar með er starfsemi skólans á Siglufirði komin undir eitt þak.  Bekkjardeildir í skólahúsinu við Norðurgötu eru 1.- 4. bekkur og 8.-10. bekkur. Bekkjardeildir á Ólafsfirði eru 1.-7. bekkur.
  Í máli Ríkeyjar kom fram að þessum breytingum fylgja óhjákvæmilega nokkrir byrjunarörðugleikar, en segir að starfslið skólans og nemendur hafi lagst á eitt við að sníða af þá annamarka sem komið hafi upp.

  Í umræðum komu fram áhyggjur nefndarmanna af ástandi skólalóðarinnar við Norðurgötu, en lóðin þarfnast talsverðrar lagfæringar við. Jafnframt er þörf á lagfæringum á skólalóðinni við skólann í Ólafsfirði.

  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Bæjarstjórn fagnar þeim tímamótum að starfsemi grunnskólans í Siglufirði sé komin undir eitt þak við Norðurgötu.  <BR>Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.<BR></DIV></DIV>
 • 7.4 1408032 Ósk um námsleyfi
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

  Fyrir liggur ósk um launað námsleyfi frá Gurrý Önnu Ingvarsdóttur, leikskólakennara við Leikskóla Fjallabyggðar. Gurrý Anna hyggst sækja framhaldsnám við Háskólann á Akureyri.
  Fræðslu- og frístundanefnd fagnar því að starfsmenn Fjallabyggðar séu tilbúnir til að bæta við sig sérmenntun sem nýtist í starfi og mælir með því að Gurrý Anna fái launað námsleyfi í samræmi við ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna félags leikskólakennara.
  Málinu er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

  Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014
  Deildarstjóri lagði fram tillögu að samningi um sálfræðiþjónustu 2014-2015.
  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

  Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 29.07.2014 að fræðslustefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra. Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að skipa stýrihóp um verkefnið og í hópnum sitji Guðný Kristinsdóttir, varaformaður fræðslu- og frístundanefndar og er hún formaður hópsins, skólastjórar grunn- leik- og tónskóla, auk þess tilnefni kennarar og foreldrafélög skólanna einn fulltrúa hvor úr sínum röðum. Starfsmaður stýrihópsins er deildarstjóri fjölskyldudeildar. Bakhópur stýrihópsins er fræðslu- og frístundanefnd.

  Nefndin samþykkir jafnframt að fræðslustefnan verði látin  heita skólastefna Fjallabyggðar 2015-2018.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.</DIV><DIV>Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum að undanskildri tillögu nefndarinnar um breytingu á heiti stefnunnar, sjá fundargerð 354. fundar bæjarráðs, 8. lið.</DIV>
 • 7.7 1408057 Göngum í skólann
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28. ágúst 2014

  Lagt fram til kynningar bréf frá  aðstandendum átaksins Göngum í skólann 2014. Markmiðið er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
  Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: www.gongumiskolann.is.

  Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

1. Tilkynning með ósk um lausn frá störfum.
Bæjarstjóri las upp tilkynningu frá Magnúsi S. Jónassyni, sem óskar eftir leyfi frá störfum fram til 31. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fram komna ósk samhljóða.
Ríkharður Hólm Sigurðsson mun taka við sem aðalmaður Fjallabyggðarlistans frá og með næsta fundi bæjarstjórnar.

2. Leiðrétting vegna laga um kynjahlutfall.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá F-lista vegna laga um kynjahlutfall.
Félagsmálanefnd:
Ríkharður Hólm Sigurðsson verður aðalmaður í stað Ásdísar Sigurðardóttur.
Markaðs- og menningarnefnd:
Gunnlaugur Stefán Guðleifsson verður aðalmaður í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur sem verður varamaður í hans stað.
Hafnarstjórn:
Ragnheiður Ragnarsdóttir verður aðalmaður í stað Ríkharðs Hólm Sigurðssonar.

3. Leiðrétting D-lista er varðar kynjahlutfall verður gerð á fundi bæjarstjórnar í október.

4. Tilnefning stjórnarmanns í Seyru.

Samþykkt var samhljóða að fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Seyru verði Ríkharður Hólm Sigurðsson og Valur Þór Hilmarsson til vara.

5. Tilnefning fulltrúa í Flokkun Eyjafjörður ehf í stað Arnars F Þrastarsonar.
Samþykkt var samhljóða að fulltrúi Fjallabyggðar verði deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

6. Varaáheyrnarfulltrúi B-lista í Atvinnumálanefnd.
Samþykkt var samhljóða að varááheyrnarfulltrúi B-lista í Atvinnumálanefnd verði Kolbrún Bjarnadóttir í stað Jóns Valgeirs Baldurssonar.

9.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir og lagði fram til tillögu að skilgreiningu á hlutverkum og tímasetningu verkþátta í tengslum við fjárhagsáætlunarferlið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

Fundi slitið - kl. 19:00.