Bæjarstjórn Fjallabyggðar

113. fundur 11. mars 2015 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Sólrúnu Júlíusdóttur. Í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015

Málsnúmer 1502006FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Á fund bæjarráð kom Sigurður Hlöðvesson, verkefnastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og kynnti stöðu verkefnisins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Aðalfundur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja verður haldinn 20. febrúar 2015 í Reykjavík.

  Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson, verði fulltrúi Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 112. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

  Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Kynntir möguleikar á lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar á Ólafsfirði og Siglufirði.

  Skipulags- og umhverfisnefnd á eftir að fjalla um málið og síðan kemur það fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, dagsettu 10. febrúar 2015 þarf að fara í endurnýjun á neysluvatnslögnum í átta leiguíbúðum í Skálarhlíð Siglufirði. Áætlaður kostnaður er 3.000.000.

  Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 1.370.000. Fresta þarf áætluðum verkefnum að upphæð 1.000.000 og færa fjármagn á milli viðhaldsliða að upphæð 630.000.

  Ennfremur er samþykkt að vísa ákvörðun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Malbikun K-M ehf hefur lýst sig reiðubúið til að vinna malbiksvinnu 2015, fyrir bæjarfélagið, á sömu einingarverðum samkv. tilboði síðasta árs.

  Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um malbikun við Malbikun K-M ehf. um eitt ár og leggur áherslu á að yfirlagnir og viðgerðir verði unnar fyrri hluta sumars.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram kostnaðarmat frá VSÓ ráðgjöf dagsett 9. febrúar 2015 er varðar hönnun á endurnýjun hluta Lækjargötu á Siglufirði, Álalækjaræsi og vegna yfirfalls frá Tjarnarborgartjörn í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra tæknideildar að fá tilboð frá VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna þessara tveggja áfanga og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera verðkönnun í einingaverð fyrir vélar og tæki í ýmis viðvik fyrir bæjarfélagið, annað en snjómokstur. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Bæjarráð mælist til þess við atvinnumálanefnd að ákvörðun um fyrirtækjaþing verði tekin þegar nefndin hefur lokið við heimsóknir sínar til fyrirtækja í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagðir fram undirskriftarlistar frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.

  Bæjarráð samþykkir að boða deildarstjóra fjölskyldudeildar og íþrótta- og tómstundafulltrúa á næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Tekin til umræðu innkaup á hreinlætis- og ræstivörum fyrir stofnanir bæjarfélagsins.

  Innkaup á hreinlætis- og ræstivörum og klór nam rúmum 3 millj. á árinu 2014, aðallega í íþróttamiðstöðvum og skólum.

  Bæjarráð leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana leiti hagstæðustu verða hverju sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.13 1409032 Samfélagsþjónusta
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Á 355. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar frá 16. september 2014 var lagt fram bréf frá Fangelsismálastofnun þar sem fram kom ósk um að Fjallabyggð verði einn þeirra aðila sem veitir samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

  Slíkur samningur væri ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrirvaralaust.

  Bæjarráð taldi rétt að kalla eftir áliti deildarstjóra og forstöðumanna hvort hægt sé að verða við fram kominni beiðni.

  Niðurstaða kynnt.

  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við Fangelsismálastofnun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Í erindi Sýslumanns á Norðurlandi eystra, dagsett 7. febrúar 2015, er leitað umsagnar vegna umsóknar Leós R. Ólasonar kt. 091155-2959, um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Suðurgötu 46, Siglufirði.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram yfirlit yfir veikindi síðasta árs.
  Langtímaveikindi námu þar um tveimur þriðju af skráðum veikindum.

  Rætt var um verklag við aðkomu trúnaðarlæknis bæjarfélagsins að starfsmannaveikinum.

  Bæjarráð hafði á 296. fundi sínum 21. maí 2013, samþykkt eftirfarandi tillögu er varðar hlutaveikindi til að skerpa á túlkun:

  "Forstöðumenn og yfirmenn stofnana sveitarfélagsins skulu hafa samráð við skrifstofu- og fjármálastjóra (nú deildarstjóra stórnsýslu og fjármála) þegar til skoðunar er að veita starfsmönnum heimild til að vinna skert starf að læknisráði vegna veikinda eða slysa (hlutaveikindi)."

  Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sem bæjarfélagið er aðili kemur fram í grein 12.1.1.
  "Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem forstöðumanni/yfirmanni stofnunar þykir þörf á."

  Bæjarráð samþykkir að starfsmaður leggi fram læknisvottorð frá trúnaðarlækni bæjarfélagsins þegar um veikindi eða óvinnufærni er að ræða í 4 vikur eða lengur.
  Bæjarráð minnir á að samkvæmt ákvæðum kjarasamninga má forstöðumaður/yfirmaður stofnunar krefjast læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem er.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fráveituframkvæmda og færslu á vegi að skíðasvæði í Skarðsdal. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.17 1502055 Ársreikningur 2014
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar verklýsing KPMG við endurskoðun ársreiknings bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram yfirlit yfir helstu verksamninga sem eru í gildi hjá bæjarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar staðgreiðsluuppgjör 2014 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að koma með umsögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að veita umsögn. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Fundur verður haldinn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík 19. febrúar 2015 n.k.

  Bæjarráð samþykkir að fulltrúi bæjarfélagsins í stjórn Róta, Steinunn María Sveinsdóttir sæki fundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.28 1502072 Umsókn um lóðir
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17. febrúar 2015 Lögð fram lóðaumsókn frá Selvík ehf.

  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 380. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015

Málsnúmer 1502009FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar UÍF, við reglum um húsaleigu- og æfingastyrki Fjallabyggðar til UÍF og aðildarfélaga.

  Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir úthlutun frítíma.
  Fram kom að breytingar á reglum eru til skoðunar.

  Bæjarráð óskar eftir því að tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð í lok mars 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram yfirlýsing dagsett 19. febrúar 2015 frá Stefáni Einarssyni ehf. um að starfsmaður Vegagerðarinnar muni stýra verkinu á verkstað á Siglunesi og sjá til þess að verktaki framfylgi þeim skilyrðum sem sett yrðu í framkvæmdaleyfi Fjallabyggðar.

  Einnig staðfesting verkefnissjóra, hafnardeildar Vegagerðar í tölvupósti dagsettur 19. febrúar 2015, um aðkomu að verkefninu á meðan framkvæmdum stendur og að tryggt sé að farið verði eftir skilyrðum sem settar verða fram í framkvæmdaleyfi.

  Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að sem minnst rask verði og að framkvæmdir séu í samráði við landeigendur á svæðinu.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Siglunesi með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Á 380. fundi bæjarráðs frá 17. febrúar 2015, voru lagðir fram undirskriftarlistar frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.

  Bæjarráð samþykkti þá að boða deildarstjóra fjölskyldudeildar og íþrótta- og tómstundafulltrúa á næsta fund bæjarráðs.

  Á fund bæjarráðs mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir þau atriði sem bent var á í undirskriftalista og mögulegar úrbætur.

  Bæjarráð ítrekar fyrri bókun frá 353. fundi sínum 26. ágúst 2014, þar sem því er beint til fræðslu- og frístundanefndar að fundin verði framtíðarlausn fyrir félagsmiðstöðina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram umsögn bæjarstjóra til bæjarráðs er varðar frumvarp til laga um stjórn vatnsmála.

  Breytingar á lögum um stjórn vatnsmála eru í því fólgnar að til að standa undir vatnsþjónustu er lagt árlegt gjald á:
  1. Vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir sem framleiða meira en 250 Gwh/ár.
  2. Vatns- og hitaveitur þar sem vatnstaka er að jafnaði yfir 30 lítrum á sekundu.
  3. Fráveitur, sem taka við meira en 2000 persónueiningum.

  Heildargjaldtaka er samtals um 55 M.kr, þar af komi 40 M.kr. frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum auk hita- og kaldavatnsveitna, fráveitur greiði 15 M.kr.

  Fram kemur í umsögn að Fjallabyggð er rétt yfir mörkum í liðum 2 og 3 og gjaldtaka á sveitarfélagið yrði því óveruleg.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram samanburðaryfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til nokkurra sveitarfélaga ásamt Fjallabyggð.

  Bæjarráð samþykkir að send verði fyrirspurn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem óskað verði eftir nánari forsendum fyrir úthlutun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagður fram hönnunarsamningur við VSÓ vegna endurnýjunar Lækjargötu milli Eyrargötu og Aðalgötu á Siglufirði.
  Hönnun og gerð útboðsgagna er 3.750.000 + vsk.
  Skil verkefnis 28. apríl 2015.
  Einnig vegna yfirfallslögn frá tjörn meðfram Múlavegi til norðurs að hafnarsvæði í Ólafsfirði.
  Hönnun og gerð útboðsgagna 2.700.000 + vsk.
  Skil verkefnis 21. apríl 2015.

  Reiknað er með að verkin verði boðin út strax að lokinni hönnun og framkvæmdir hefjist seinni partinn í maí.

  Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan hönnunarsamning við VSÓ.

  S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og óskaði að eftirfarandi yrði bókað:

  "Þessi brýna framkvæmd er ekki á fjárhagsáætlun 2015 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 15. des. 2014 með 7 atkvæðum. Undirrituð spyr hvort taka eigi fjármagn af þeim framkvæmdum sem eru á áætlun eða hvort sé búið að tryggja fjármagn í framkvæmdina með öðrum hætti.
  Þar sem ekki hefur verið gert grein fyrir fjármögnun í þessa framkvæmd, þá sé ég mér ekki fært um að greiða atkvæði með þessari framkvæmd og sit hjá".
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 379. fundur bæjarráðs frá 10. febrúar 2015 óskaði eftir að markaðs- og menningarfulltrúi tæki saman fyrir bæjarráð þau grunnatriði, leiðbeiningar og reglur sem þarf til fyrir rekstur upplýsingamiðstöðva.

  Lögð fram greinargerð markaðs- og menningarfulltrúa um rekstur upplýsingamiðstöðva.

  Samningur við rekstaraðila upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði rennur út í lok maí 2015.

  Bæjarráð samþykkir að upplýsingamiðstöðvar bæjarfélagsins verði staðsettar í bókasöfnum Fjallabyggðar að svo stöddu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við Rarik ohf. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir. Í stað Steinunnar tók Kristjana R. Sveinsdóttir sæti Steinunnar.

  Tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum vegna umsóknar um leikskóladvöl á Leikskálum og svör við henni.

  Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi með tillögu að lausn vegna erindis og leggi fyrir næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagður fram til kynningar ársreikningur Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar ásamt skýrslu stjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Fyrirhugað er að halda fund bæjarstjóra á Suðurnesjum 7. til 8. maí 2015.
  Bæjarstjóri gerir ráð fyrir að sækja fundinn.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 18. febrúar 2015, vegna fjárhagslegs uppgjörs á málefnum fatlaðra SFNV til aðildarsveitarfélaga.
  Til grundvallar er greinargerð um skiptingu eignarhluta SFNV.

  Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um forsendur skiptingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Bæjarráð samþykkir að fresta þessum lið þar til formleg svör hafa borist frá Vegagerð um kostnaðarþátttöku við uppsetningu hindrunar til að verja húsin við Eyrarflöt. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í tengslum við sölu á Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði (Gaggann) mun skipulags- og umhverfisnefnd leggja fram tillögu að bílastæðum fyrir húsið.

  Kauptilboð sem borist hafa í húsnæðið til Fasteignasölunnar Hvamms í síðasta lagi 13. mars 2015 verða til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi bæjarráðs 17. mars 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi frá Skáksambandi Íslands dagsett 12. febrúar 2015, um fyrirhugað Íslandsmót í skák 2015.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að greiða fyrir gistingu og uppihald fyrir keppendur, en er tilbúið að útvega keppnisstað fyrir Íslandsmótið, Skáksambandi Íslands að kostnaðarlausu ef það verður haldið í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands dagsett 12. febrúar 2015, með beiðni um þátttöku í könnun á skólamötuneytum sveitarfélaga.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fjölskyldudeildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. febrúar 2015, um málefni innflytjenda.

  Verið er afla upplýsinga um hvaða sveitarfélög hafi sett sér formlega móttökuáætlun fyrir nýja íbúa af erlendum uppruna eða falið sérstökum starfsmönnum að annast móttöku þeirra.
  Beiðnin er tilkomin vegna markmiðs í þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda um að starfshópi verði falið að semja fyrirmynd að móttökuáætlun fyrir sveitarfélög og farið verði í reynsluverkefni.

  Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fjölskyldudeildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.21 1502098 Nýdanskir dagar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í tengslum við "Nýdanska daga" ætlar hljómsveitin Nýdönsk að heimsækja nokkur bæjarfélög með viðeigandi tónleikahaldi, samstarfi vð tónlistarskólana o.fl. sem gleður og göfgar sálina.
  Í erindi sveitarinnar dagsett 10. febrúar 2015, er verið að kanna hvort færa megi fulltrúa bæjarfélagsins gjöf frá hljómsveitinni í tengslum við tónleika í Fjallabyggð 13. mars 2015.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita gjöfinni viðtöku.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins.
  Starfið fer fram allt árið um kring, með uppskeru í lok skólaárs.

  Í erindi framkvæmdastjóra NKG dagsett 11. febrúar er lögð fram ósk um framlag í formi hvatningar og styrks.

  Bæjarráð samþykkir að senda skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar erindið til umsagnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram erindi frá forstöðumanni Tjarnarborgar, dagsett 11. febrúar 2015, varðandi fyrirhugaðs skemmtikvölds 1. maí 2015 og styrkbeiðni þar að lútandi. Ætlunin er að tengja viðburðinn við 100 ára kosningarrétt kvenna á Íslandi.

  Bæjarráð samþykkir að veita kr. 35 þúsund til leigu á hljóðkerfi og styrk fyrir leigu húss og þrifum samkvæmt gjaldskrá að upphæð kr. 50 þúsund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í bréfi Vinnumálastofnunar frá 21. nóvember 2014 kom fram að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23. september 2012 en óskar eftir viðtalsaðstöðu án endurgjalds.

  370. fundur bæjarráðs frá 3. desember 2014 óskaði eftir því að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð í ljósi þess að atvinnuleitendur þurfa á þjónustu og aðstoð að halda.

  Í bréfi Vinnumálastofnunar frá 11. febrúar 2015 kemur m.a. fram að bregðast hafi þurft við hagræðingarkröfu sem fólst í fjárlögum ársins 2015 og að með nýrri aðferð við að taka á móti umsóknum um atvinnuleysistryggingar, rafrænar undirskriftir umsókna, hafi dregið verulega úr þörf fyrir þeirri þjónustu sem felst í þjónustusamningi vinnumálastofnunar, m.a. við sveitarfélög.

  Þótt Vinnumálastofnun sjái sig tilneydda til að taka ákvörðun um að framlengja ekki þjónustusamninginn, óskar stofnunin eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið um verkefni sem snúa að atvinnuleitendum.

  Bæjarráð samþykkir að viðhalda samstarfi eins og kostur er.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Í erindi formanns stjórnar Leyningsáss ses, dagsett 10. febrúar 2015 er vakin athygli á að samkv. 9. grein samþykkta Leyningsáss ses skal Fjallabyggð skipa einn mann í stjórn stofnunarinnar, "sem skal að jafnaði vera bæjarstjóri Fjallabyggðar".

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson verði skipaður í stjórn Leyningsáss í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnar I. Birgisson verði aðalmaður í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar í stjórn Leyningsáss ses.
 • 2.26 1502094 Styrktarsjóður EBÍ
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dagsett 12. febrúar 2015.
  Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, rennur út í lok apríl.

  Bæjarráð vísar málinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð Róta bs. frá 9. janúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings frá 4. febrúar 2015.
  Einnig fundargerð frá sameiginlegum fundi stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis 11. febrúar 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar upplýsingar frá Jóda ehf. sem er fyrirtæki í skrúðgarðyrkju og almennri verktöku. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar upplýsingar um málþing um trjágróður í þéttbýli, sem haldið verður 27. febrúar 2015 í Reykjavík, í samvinnu Garðyrkjufélags Íslands og Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar frá 11. febrúar 2015 um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi, haldinn á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.34 1502001 Fasteignagjöld 2015
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24. febrúar 2015 Undir þessum dagskrárlið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.
  Lagt fram bréf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem athugasemd er gerð við verðkönnun vegna kröfuinnheimtu fasteignagjalda.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu að svari við athugasemdum við verðkönnun.
  Bókun fundar Undir þessum lið vék af fundi Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 381. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015

Málsnúmer 1502010FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.

  Á fundi 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015 var tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum vegna umsóknar um leikskóladvöl á Leikskálum og svör við því.

  Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu með tillögu að lausn vegna erindis og legðu fyrir næsta fund bæjarráðs.

  Á fund bæjarráðs kom leikskólastjóri, Olga Gísladóttir.
  Deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson boðaði forföll.

  Á fundinum kom leikskólastjóri fram með tillögu að lausn málsins.
  Bæjarráð samþykkir tillögu leikskólastjóra.

  Taka þarf innritunarreglur leikskólans til endurskoðunar og felur bæjarráð deildarstjóra fjölskyldudeildar og fræðslu- og frístundanefnd það verkefni.
  Bókun fundar Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 25. febrúar 2015 var lagður fram uppdráttur að stoðvirkjum 3.áfanga í Hafnarfjalli.

  Nefndin gerði ekki athugasemdir við uppdráttinn og samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi verði veitt.

  Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis og samþykkir einnig fyrir sitt leyti að útboð fari fram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar bréf sent Vegagerðinni dagsett 24. febrúar 2015 er varðar snjósöfnun við Saurbæjarás og gangnamuna í Héðinsfirði.
  Er þess farið á leit við Vegagerðina að þjóðvegurinn, í gegnum Saurbæjarásin á Siglufirði, verði skoðaður og fundin lausn með það fyrir augum að draga úr snjósöfnun. Einnig er óskað eftir að settar verði upp snjósöfnunargrindur við gangnamuna í Héðinsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Undir þessum dagskrárlið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.

  Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015, var lagt fram bréf útibússtjóra Arion banka í Fjallabyggð, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem athugasemd er gerð við verðkönnun vegna kröfuinnheimtu fasteignagjalda.

  Bæjarráð samþykkti að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu að svari við athugasemdum við verðkönnun.

  Bæjarráð samþykkir tillögu að svari við athugasemdum.
  Bókun fundar Undir þessum lið vék af fundi Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. febrúar 2015 voru lagðar fram tillögur að staðsetningu lóða í Ólafsfirði og Siglufirði, fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

  Nefndin lagði til að úthlutuð yrði lóð sunnan Námuvegar og vestan við Múlaveg í Ólafsfirði. Á Siglufirði leggur nefndin til að úthlutuð verði lóð nr. 3 samkvæmt tillögu tæknideildar sem er við innkeyrslu í bæinn að norðanverðu.

  Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með fulltrúum Skeljungs á grundvelli tillagna skipulags- og umhverfisnefndar um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar á Siglufirði og í Ólafsfirði fyrir Skeljung.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.6 1502072 Umsókn um lóðir
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 25. febrúar sl., var tekið fyrir erindi Selvíkur ehf. sem sótti um þrjár lóðir, Suðurgötu 14, Lindargötu 11 og Lindargötu 11b Siglufirði.
  Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti úthlutun á lóðum.

  Bæjarráð samþykkir að úthluta Selvík ofangreindum lóðum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að úthluta Selvík lóðum samkvæmt umsókn.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015 var tekið fyrir erindi frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, þar sem óskað var eftir framlagi í formi hvatningar og styrks.

  Bæjarráð samþykkti að senda skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar erindið til umsagnar.

  Í umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, sem lögð var fyrir bæjarráð, kemur fram að Nýsköpunarkennsla hefur ekki verið formleg í Grunnskóla Fjallabyggðar til þessa. Með tilkomu aðalnámskrár 2011 þar sem sköpun er einn af grunnþáttum menntunar er enn brýnna að finna nýsköpun stað í skólastarfi Grunnskóla Fjallabyggðar og finna leiðir til að þróa hana.

  Skólastjóri hvetur bæjarráð til að leggja verkefninu lið og mun beita sér fyrir því að nýsköpun verði með einhverju móti liður í skólastarfi 2015-2016 með það fyrir augum að taka þátt í keppninni. Til dæmis gæti verið um að ræða valgrein á unglingastigi.

  Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50 þúsund til Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagður fram framlengdur samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla.

  Bæjarráð samþykkir samstarfssamning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 25. febrúar 2015 voru lagðar fram tillögur tæknideildar að bílastæðum við gamla gagnfræðaskólann á Siglufirði við Hlíðarveg 20.

  Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu tæknideildar, um 16 bílastæði sem rúmast innan lóðar. Einnig leggur nefndin til að reitur A sem rúmar 6 bílastæði, muni tilheyra Hlíðarvegi 20. Nefndin bendir á mögulega fjölgun bílastæða á reit B og C samkvæmt framlögðum uppdrætti.

  Bæjarráð samþykkir tillögu um 16 bílastæði sem rúmast innan lóðar og að reitur A sem rúmar 6 bílastæði, muni tilheyra Hlíðarvegi 20.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Rætur bs. hefur boðað til upplýsinga- og umræðufundar 4. mars á Sauðárkróki um fjárhagsstöðu málefna fatlaðra.

  Formaður bæjarráðs kynnti hugmyndir sem ræddar hafa verið á síðustu stjórnarfundum Róta bs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

  Lagður fram til kynningar undirritaður rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árin 2015 og 2016.

  Fjallabyggð leggur árlega fram fasta fjárveitingu í þeim tilgangi að tryggja rekstur sjálfseignarstofnunarinnar og er fyrst og fremst fólginn í því að annast og reka Síldarminjasafn Íslands eins og lýst er í skipulagsskrá stofnunarinnar. Þar má nefna söfnun, varðveislu og rannsóknir á menningarsögulegum minjum og að auðvelda almenningi aðgang og kynni af þeim.

  Allir íbúar með lögheimili í Fjallabyggð fá frían aðgang að safninu og sýningum þess.
  Bókun fundar Undir þessum lið vék af fundi Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • 3.12 1409032 Samfélagsþjónusta
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Fangelsismálastofnunar í tengslum við ósk stofnunarinnar um að Fjallabyggð verði einn af þeim aðilum sem veiti samfélagsþjónum tímabundið ólaunað starf.

  Fram kemur að Fjallabyggð er reiðubúið að taka þátt í þessu verkefni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Tekið til umfjöllunar erindi frá lögmanni bæjarfélagsins dagsett 23. febrúar 2015 um afstöðu Fjallabyggðar til málssóknar í ljósi viðbragða Norðurorku hf.

  Í ljósi ábendinga frá lögmanni samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að eiga viðræður við Norðurorku um lausn málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 23. febrúar 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga á íbúð í Brekkugötu 23, Ólafsfirði.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Varðandi bókun S. Guðrúnar Hauksdóttur á bæjarráðsfundi 24/2 2015, vill bæjarstjóri koma eftirfarandi á framfæri.

  A. Upphæð hönnunarsamnings við VSÓ sem samþykktur var í bæjarráði 24/2 sem eru um 6 mkr. er langt innan fjárhagsáætlunar.

  B. Þau verk, sem verða framkvæmd í sumar í endurgerð gatna og holræsa eru:

  1. Álalækjarræsi + endurnýjun götu (Siglufirði)

  a. Endurnýjun götu
  30,0 mkr. (65-31-8590)
  b. Endurnýjun gangstétt 7,0 mkr. (65-31-8590)
  c. Vatnsveita 4,0 mkr. (65-31-8590)
  Samtals 41,0 mkr.

  2. Yfirfallslögn frá tjörn til norðurs (Ólafsfirði)

  a. Endurnýjun götu
  10,0 mkr. (65-31-8590)
  b. Endurnýjun gangstétt 5,0 mkr. (65-31-8590)
  c. Ný drenlögn 30,0 mkr. (65-31-8590)
  Samtals 45,0 mkr.

  Heildarfjármögnun til gatnagerðar, gangstétta, holræsa og vatnslagna er 105 mkr., þá má benda á að fjármagn til ófyrirséðra framkvæmda er 12,5 mkr.
  Þá má reikna með að tilboð í verkið verði eitthvað lægri en kostnaðaráætlun.
  Það er því ljóst að ofangreindar framkvæmdir rúmast vel innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Ef til vill þarf að færa framkvæmdakostnað á milli einstakra liða þ.e. meira magn til holræsa og minna til gangstétta.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 13. janúar 2015 og 10. febrúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar frá 11. febrúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 825. fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara um breytingar á kjarasamningi aðila.
  Aðilar urðu sammála um að ákvæði um viðbótarkennslu samhliða eigin kennslu, verði óbreytt eins og það var fyrir undirritun kjarasamnings aðila í maí 2014.
  Gildistími og forsenduákvæði breyttust.
  Fyrsta málsgrein 8. greinar, í samkomulagi aðila frá 20. maí 2014, um starf samstarfsnefndar fellur niður og einnig forsenduákvæði sem undirritað var samhliða sama dag.
  Gildistími kjarasamningsins styttist til 31. maí 2016, sbr. 2. mgr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð leggur til að kannað verði í tengslum við uppfærslu á bókhaldskerfi bæjarfélagins síðar á árinu, hvort hagkvæmt sé að taka upp innkaupakort.
  Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 3. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 382. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015

Málsnúmer 1502007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar.

  Hafnarstjórn leggur til að tillögurnar verði kynntar hagsmuaaðilum fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Margrét Ósk Harðardóttir, nefndarmaður í hafnarstjórn lagði fram fyrirspurn í tölvupósti 3. febrúar 2015 um
  aflagjöld skipa og báta með einkennisstafina ÓF og SI á árinu 2014, flokkað eftir neðangreindum stærðum:
  0 - 6 brl.
  6,1 - 15 brl.
  15,1 - 100 brl.
  100,1 - 500 brl.
  500,1 brl. og stærri

  Einnig hver hafi verið aflagjöld skipa og báta með aðra einkennisstafi en ÓF og SI.

  Umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum úr Gafli, vigtarkerfi Fiskistofu var landað í höfnum Fjallabyggðar árið 2014 samtals 19.903 tonnum og skiptist milla hafna þannig 19.097 á Siglufirði og 806 á Ólafsfirði. Árið 2013 samtals 21.158 tonnum og skiptist milla hafna þannig 19.884 á Siglufirði og 1.274 á Ólafsfirði.

  Tekjur hafnarsjóðs af aflagjöldum fyrir árið 2014 voru tæplega 79 milljónir sem er um 70% af tekjum hafnarsjóðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Gústaf Daníelsson forsvarsmaður SigloSeaSafari hefur með samtali óskað eftir vilyrði um aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í báðum höfnum Fjallabyggðar.

  Nefndi aðstöðu í Ólafsfirði þar sem Norðursigling var með aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta og aðstöðu í Siglufirði fyrir framan Síldarminjasafnið.

  Yfirhafnarvörður bendir á ofangreinda viðlegustaði.

  Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Í erindi Valgeirs T. Sigurðssonar dagsettu 27. janúar 2015, er óskað eftir því að sett verði varanleg flotbryggja milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, sem nota megi sem viðlegu fyrir sjóflugvélar í tengslum við útsýnisferðir frá Akureyri til Siglufjarðar.

  Hafnarstjórn samþykkir að setja 8 metra einingu á ofangreindan stað til reynslu sumarið 2015 og óskar eftir tillögu um gjaldtöku vegna viðlegu frá yfirhafnarverði og hafnarstjóra.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
  Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
  Kristjana R. Sveinsdóttir sat hjá.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Í erindi frá Ljósmáli ehf, dagsett 27. janúar 2015, er óskað eftir stuðningi hafna í Fjallabyggð við gerð heimildamyndar um sögu vita á Íslandi.

  Hafnarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu vegna annarra brýnni verkefna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.6 1401114 Flotbryggjur
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Á 62. fundi hafnarstjórnar, 6.11.2014, var eftirfarandi samþykkt og staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar, 14.11.2014:
  "Hafnarstjórn telur rétt og tímabært að endurnýja flotbryggjuna í Ólafsfirði.
  Hafnarstjórn leggur til að keyptar verði tvær 20 m einingar með 16 st. festipollum á flotbryggjur, tenglastólpum og landgangi.
  Öryggisstigar og botnfestur ásamt vinnu og flutningi fylgja kaupum þessum.
  Áætlaður kostnaður er um 16.6 m.kr."

  Lagt fram uppfært tilboð frá Króla í flotbryggju í Ólafsfirði.

  Hafnarstjórn heldur sig við ofangreinda bókun að viðbættum innsteyptum grópum vegna festinga fyrir fingur. Viðbótar fingur ásamt tilheyrandi kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs 2016.  Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 18. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 371. fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015

Málsnúmer 1503003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015 Lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Tillögur sem fram koma í skýrslunni hafa verið kynntar hagsmunaaðilum og var það almenn skoðun þeirra að tillaga 3 væri ákjósanlegust.

  Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur á endurnýjun bæjarbryggjunnar og leggur til að valin verði tillaga 3 og hönnun verði sett á fullt. Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015 Lögð fram uppfærð tilboð í myndavélakerfi fyrir báðar hafnir ásamt staðsetningum myndavéla, þrjár á Ólafsfirði og 5-6 á Siglufirði. Kostnaður með uppsetningu er áætlaður 3 milljónir.

  Hafnarstjórn staðfestir fyrri ákvörðun um kaupin og tillögu að uppsetningu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 3. mars 2015 Í ljósi þess að dýpkunarúthald er á leið til Norðurlands þá þótti hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar rétt að nýta tækifærið til að dýpka í smábátahöfn á Siglufirði. Lagðar fram teikningar af dýptarmælingum í smábátahöfnum á Siglufirði. Áætlað er að dýpka þurfi um 2.780m3 til að ná niður í kóta -3. Stór hluti kostnaðar er flutningur á dýpkunartækjum en hann dreifist á nokkrar hafnir hér á Norðurlandi og er því hagstætt að nýta tækin.

  Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga um dýpkun í smábátahöfn Siglufirði við Hagtak, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Deildarstjóra tæknideildar falið að leggja fram uppkast að verksamningi við Hagtak fyrir næsta fund hafnarstjórnar. Einnig er hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að leita eftir þáttöku ríkisins í verkefninu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar hafnarstjórnar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015

Málsnúmer 1502008FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Lagðar fram tillögur tæknideildar að bílastæðum við gamla gagnfræðaskólann á Siglufirði við Hlíðarveg 20.

  Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu tæknideildar þau 16 bílastæði sem rúmast innan lóðar. Einnig leggur nefndin til að reitur A sem rúmar 6 bílastæði, muni tilheyra Hlíðarvegi 20. Nefndin bendir á mögulega fjölgun bílastæða á reit B og C samkvæmt framlögðum uppdrætti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Lagðar fram tillögur að staðsetningu lóða í Ólafsfirði og Siglufirði, fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

  Nefndin leggur til að úthlutuð verði lóð sunnan Námuvegar og vestan við Múlaveg í Ólafsfirði. Á Siglufirði leggur nefndin til að úthlutuð verði lóð nr. 3 samkvæmt tillögu tæknideildar sem er við innkeyrslu í bæinn að norðanverðu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 6.3 1502072 Umsókn um lóðir
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Selvíkur ehf., sækir um þrjár lóðir. Lóðirnar sem um ræðir eru Suðurgata 14, Lindargata 11 og Lindargata 11b.

  Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun á lóðum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Lagður fram uppdráttur að stoðvirkjum 3.áfanga í Hafnarfjalli.

  Nefndin gerir ekki athugasemdir við uppdráttinn og samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi verði veitt. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Kaupendur að Aðalgötu 19 Siglufirði, hafa óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings þar sem eldri samningur er útrunninn. Lagður er fram nýr lóðarleigusamningur og lóðarblað með nýjum lóðarmörkum.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Vegna vinnslu við deiliskipulag Leirutanga eru lagðar fram lóðamarkabreytingar á lóðunum Vesturtanga 2-6 og Vesturtanga 1-5.

  Erindi frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Steini Odds slf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugám við Grundargötu 24, Siglufirði.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 6.8 1412012 Gjaldskrár 2015
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Lagðar voru fram leiðréttar gjaldskrár fyrir hundahald, kattahald og stofngjald fráveitu.

  Samþykkt.
  Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.
  Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25. febrúar 2015 Lögð fram til kynningar drög að skýringaruppdrætti fyrir deiliskipulag Leirutanga. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015

Málsnúmer 1503002FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Sunna ehf. sækir um leyfi til breytinga á húsnæði við Vetrarbraut 8-10. Lagðar voru fram teikningar af fyrirhuguðum breytingum.

  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS óska eftir samstarfi Fjallabyggðar sumarið 2015 sem felur í sér að fá sjálfboðaliðahópa til að fegra umhverfið í kringum fyrirtæki í bænum, hreinsa fjörur í sveitarfélaginu og önnur tilfallandi verkefni. Í kynningarbréfi samtakanna kemur fram að samstarfsaðilinn útvegar fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan verkefninu stendur.

  Nefndin tekur vel í erindið og felur tæknideild að finna verkefni sem henta samtökunum og hver hugsanlegur kostnaður gæti verið.
  Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir og Kristjana R. Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Eigandi neðri hæðar við Aðalgötu 15, Siglufirði óskar eftir að fá úthlutað lóð sunnan við Aðalgötu 15 þar sem fyrirhugað er að byggja tvöfaldan bílskúr.

  Nefndin hafnar beiðni um lóð sunnan Aðalgötu 15, en leggur til að bílskúrinn verði byggður innan lóðarmarka Aðalgötu 15.
  Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Lagt fram bréf og uppdráttur frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu innan sveitarfélagsins.

  Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Lögð fram endurbætt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga sbr. bókun 177. fundar nefndarinnar vegna máls nr.1501084.
  Einnig eru lögð fram drög að breytingarblaði vegna breytingar á aðalskipulagi.

  Nefndin samþykkir lýsinguna og felur tæknideild að framlengja umsagnartíma hennar, kynna hana fyrir almenningi og leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum, í samræmi við 1. mgr. 30. og 1. og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Nefndin samþykkir einnig drög að breytingarblaði og felur tæknideild að kynna þau almenningi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 4. mars 2015 Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga.

  Nefndin samþykkir að gögn þessi verði kynnt almenningi í samræmi við 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015

Málsnúmer 1503001FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • 8.1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
  Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Fundurinn hófst með heimsóknum í fyrirtækin Egils sjávarafurðir og Premium á Sigufirði. Atvinnumálanefnd þakkar forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fyrir góðar móttökur og greinargóðar kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
  Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um hugsanlegt fyrirkomulag á fyrirtækjaþingum í Fjallabyggð. Vegna bókunar bæjarráðs um fyrirtækjaþing á fundi sínum þann 17. febrúar sl. vill atvinnumálanefnd koma því á framfæri að kjörtímabilið mun ekki duga til að heimsækja öll fyrirtæki í bæjarfélaginu. Samkvæmt minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa er markmið með þessum þingum m.a. að efla tengsl á milli stjórnsýslunnar og atvinnulífsins, auka á upplýsingaflæði á milli aðila og jafnframt að auka þekkingu allra aðila á atvinnutengdri starfsemi í Fjallabyggð.
  Einnig var lagt fram bréf frá MTR þar sem skólinn býður fram aðstoð sína við framkvæmd slíks þings. Nefndin þakkar MTR sýndan áhuga.

  Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að fyrsta þing verði haldið um mánaðarmótin september/október 2015 og skipaður verði starfshópur líkt og upphafleg var lagt til, til að undirbúa slíkt þing.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Kristjana R. Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.
  Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.3 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
  Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Lokadagur til þátttöku í Ræsingu í Fjallabyggð er í dag, miðvikudaginn 4. mars.
  Nefndin samþykkir að skipa Val Þór Hilmarsson formann nefndarinnar sem fulltrúa Fjallabyggðar í dómnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.4 1503002 Atvinnuleysistölur Fjallabyggðar
  Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 4. mars 2015 Lagðar fram tölur frá VMST um atvinnuleysi í Fjallabyggð og þróun frá árinu 2007 til 2015. 41 var á atvinnuleysisskrá í janúar 2015 sem eru jafn margir og voru á skrá í janúar 2014. Af þessum fjölda eru 13 karlar og 28 konur. Flestir, eða 15, eru á aldrinum 20 - 29 ára. Á árinu 2014 voru fæstir atvinnulausir í júlí eða 28. Áætlað atvinnuleysi í janúar 2015 er 3,8%. Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson og Helga Helgadóttir.
  Afgreiðsla 7. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2015.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri að upphæð 1.370.000, vegna endurnýjunar vatnslagna í eign Íbúðasjóðs.
Samkvæmt tillögu verður rekstrarniðurstaða jákvæð um 58.383.000 í stað 59.753.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 2 með 7 atkvæðum.

10.Ársreikningur Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1502055Vakta málsnúmer

Á fund bæjarstjórnar kom endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G. Þorsteinsson og fór yfir helstu kennitölur í ársreikningi, endurskoðunarskýrslu og svaraði fyrirspurnum.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2014 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.985,3 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 167,3 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.071,0 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.747,3 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 145,7 millj. kr.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrirliggjandi ársreikningar sýna vel þann árangur sem náðist í fjármálum Fjallabyggðar á síðasta kjörtímabili. Fjárhagur sveitarfélagsins er mjög traustur en áfram þarf að sýna ábyrgð í fjármálum til að viðhalda þessari góðu stöðu til hagsbóta fyrir íbúa Fjallabyggðar. Ársreikningarnir sýna einnig að engin innistæða var fyrir bókun meirihluta bæjarstjórnar á 110. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember 2014, þar sem látið var liggja að því að staða sveitarfélagsins væri verri en hún er í raun. Einnig viljum við þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra þátt í því að þessi niðurstaða er orðinn að veruleika.

S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir"

Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

11.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

a) Markaðs- og menningarnefnd
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að
Nanna Árnadóttir S- lista, verði varamaður í markaðs- og menningarnefnd í stað Svanborgar Önnu Sigurlaugsdóttur.

b) Magnús Jónasson F-lista, hefur komið á framfæri ósk um áframhaldandi leyfi frá störfum fyrir Fjallabyggð vegna veikinda, frá 1. apríl 2015 til og með 31. maí 2015.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni samhljóða.

Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar frá 1. apríl 2015 til og með 31. maí 2015 og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Jafnfram samþykkir bæjarstjórn samhljóða að Ríkarður Hólm Sigurðsson, verði varamaður í stað Magnúsar Jónassonar í bæjarráði frá 1. apríl 2015 til og með 31. maí 2015.

12.Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015

Málsnúmer 1503004FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015 þar sem úthlutun frítíma og reglur fyrir íþróttamiðstöð Fjallabyggðar var til umræðu var óskað eftir yfirliti um nýtingu tíma hjá félögum.

  Á fund bæjarráðs mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir yfirlit um notkun á tímum í íþróttasal.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Skeljungs um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar í Fjallabyggð svo uppfylla megi makaskiptasamning frá 2008.

  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögu að staðsetningu lóða fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs í Ólafsfirði og á Siglufirði.
  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt þessa tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram samkomulag sem gert var við kaupendur að Bylgjubyggð 63 Ólafsfirði, vegna skemmda á baðherbergi.

  Bæjarráð samþykkir samkomulagið og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lögð fram ársskýrsla slökkviliðsstjóra um starfsemi Slökkviliðs Fjallabyggðar 2014.

  Bæjarráð þakkar fyrir góða greinargerð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs dagsett 4 mars 2015, þar sem formlega er farið fram á að Ofanflóðasjóður komi að hlutdeild í kostun á færslu skíðasvæðisins í Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015, var lagt fram samanburðaryfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til nokkurra sveitarfélaga ásamt Fjallabyggð.

  Bæjarráð samþykkti að senda fyrirspurn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nánari forsendum fyrir úthlutun.

  Í svari Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2015, er farið yfir forsendur framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sérstakra reglugerða.

  Bæjarráð þakkar greinargóð svör.

  Jafnframt vill bæjarráð að eftirfarandi sé kannað:
  1. Þarf að sækja sérstaklega um framlag vegna snjómoksturs.
  2. Á bæjarfélagið rétt á jöfnunarsjóðsframlagi vegna skólabúða að Reykjum.

  Bæjarráð óskar eftir útreikningi og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 7. fundur Atvinnumálanefndar frá 4. mars 2015, lagði til við bæjarráð að haldið yrði fyrirtækjaþing í Fjallabyggð, um mánaðarmótin september/október 2015 og að skipaður verði starfshópur til að undirbúa slíkt þing.

  Í minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa kemur fram nánari útfærsla á hugmyndinni um fyrirtækjaþing í Fjallabyggð, framkvæmd, markmið og áætlaður kostnaður.

  Bæjarráð lítur jákvætt á málið og óskar eftir nánari hugmyndum atvinnumálanefndar að útfærslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015, var tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 18. febrúar 2015, vegna fjárhagslegs uppgjörs á málefnum fatlaðra SFNV til aðildarsveitarfélaga.
  Til grundvallar var greinargerð um skiptingu eignarhluta SFNV.

  Bæjarráð óskaði eftir nánari upplýsingum um forsendur skiptingar.

  Svör við fyrirspurn liggja nú fyrir, dagsett 3. mars 2015.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagslegt uppgjör.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Á 66. fundi hafnarstjórnar frá 3. mars 2015, var lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Tillögur sem fram koma í skýrslunni hafa verið kynntar hagsmunaaðilum og var það almenn skoðun þeirra að tillaga 3 væri ákjósanlegust.

  Hafnarstjórn lýsti yfir ánægju með framkomnar tillögur á endurnýjun bæjarbryggjunnar og lagði til að valin yrði tillaga 3 og að hönnun verði sett á fullt.

  Bæjarráð tekur undir samþykkt hafnarstjórnar um val á tillögu 3.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu 3 um endurnýjun bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju).
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 66. fundur hafnarstjórnar frá 3. mars 2015, samþykkti að ganga til samninga um dýpkun í smábátahöfn Siglufirði við Hagtak. Deildarstjóra tæknideildar var falið að leggja fram uppkast að verksamningi við Hagtak fyrir næsta fund hafnarstjórnar. Einnig var hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að leita eftir þátttöku ríkisins í verkefninu.

  Bæjarráð samþykkir að taka málið til formlegrar afgreiðslu þegar þátttaka ríkisins í verkefninu liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014 lagður fram og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar, 11. mars 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi með forstjóra Íslenska gámafélagsins, en ÍG sér um sorphirðu í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram bréf og uppdráttur frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu innan sveitarfélagsins.

  179. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 4. mars 2015, gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Í erindi frá Ríkiskaupum frá 2. mars 2015, er kannaður vilji bæjarfélagsins til áframhaldandi aðild að rammasamningum Ríkiskaupa 2015.

  Bæjarráð samþykkir óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram erindi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, dagsett 25. febrúar 2015, varðandi sjálfboðaliðahópa næsta sumar í hreinsun og önnur tilfallandi verkefni í bæjarfélaginu næsta sumar.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015, um starf Flugklasans Air 66N á Norðurlandi.
  Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.
  Stofnaðilar 2011, voru yfir 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög á Norðurlandi.

  Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár, 2015-2017.

  Bæjarráð óskar eftir að fulltrúi Flugklasans Air 66N á Norðurlandi komi á fund bæjarráðs og kynni verkefnið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar, dagsett 24. febrúar 2015.
  Í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018, er lagt til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi afmælisins.

  Bæjarráð telur rétt að haldið sé upp á stórafmæli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og samþykkir að vísa erindinu og frekari undirbúningsvinnu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lögð fram til kynningar umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið, einnig áfangaskýrsla um almenningssamgöngur. Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lagt fram kynningarbréf um sýninguna MATUR-INN 2015 sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október.

  Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að áframsenda erindið á viðeigandi aðila innan Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Boðun XXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. apríl 2015, í Kópavogi.

  Fulltrúar bæjarfélagsins verða Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs og Kristinn Kristjánsson varaformaður bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Erindi sent til allra aðildarhafna frá Hafnasambandi Íslands, þar sem óskað er eftir áætluðum kostnaði hafnasjóða við viðhald og nýframkvæmdir næstu árin. Hafnarsambandið mun nýta þessar upplýsingar til að færa rök fyrir nauðsyn þess að auka þurfi fjármagn til hafnaframkvæmda í samgönguáætlun sem innanríkisráðuneytið vinnur nú að.

  Bæjarráð felur hafnarstjóra að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10. mars 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 826. fundar Bókun fundar Afgreiðsla 383. fundar bæjarráðs staðfest á 113. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.