Bæjarstjórn Fjallabyggðar

89. fundur 15. maí 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Magnús Guðmundur Ólafsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Allir aðalmenn voru mættir að undanskildum Agli Rögnvaldssyni sem boðaði forföll. Í hans stað mætti Magnús Ólafsson.
Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka á dagskrá nefndarbreytingar svo og fundargerð menningarnefndar frá 13. maí.
Í upphafi færði forseti bæjarstjórnar nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar hamingjuóskir með árangurinn í Skólahreysti.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013

Málsnúmer 1304005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Aðalfundur Tækifæris hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl n.k. að Strandgötu 3 á Akureyri.
    Dagskrá fundarins er í samræmi við samþykktir félagsins, en á fundinum verða lagðar fram tvær tillögur. Sú fyrri er um heimild stjórnar um að auka hlutaféð um 400 m.kr. verði felld út og hin síðari fjallar um að gera félaginu kleift að eignast eigin bréf verði framlengd.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    a) Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 787 konur og 807 karlar, eða alls 1594.
    Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá.

    b) Kjörstaðir í Fjallabyggð verða sem fyrr tveir, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Menntaskólanum í Ólafsfirði.
    Kjörfundur hefst kl. 10:00 í báðum kjördeildum og verður slitið eigi síðar en kl. 22:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Formaður félags hollvina bátsins Húna II vill koma því á framfæri að báturinn verður hálfrar aldar gamall í ár og er ætlunin að sigla honum austur um land og koma við í helstu höfnum landsins. Sótt er um styrk sem nemur hafna- og aðstöðugjöldum, þegar ætlunin er að koma til Siglufjarðar. Gert er ráð fyrir að Húni II verði hér miðvikudaginn 22. maí n.k.
    Nemendum á öllum aldri í Fjallabyggð verður boðið að skoða bátinn af þessu tilefni.
    Knörrinn frá Húsavík verður með í för, en það skip var byggt á sama tíma.
    Bæjarráð telur rétt að taka þátt í verkefninu og samþykkir styrkbeiðnina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Bæjarstjóri lagð fram bréf frá íbúum við Eyrarflöt á Siglufirði, en bréfið er skrifað vegna mikillar lyktarmengunar á svæðinu.
    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um að verið sé að vinna að lausn málsins með Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og að málið sé til afgreiðslu á næsta fundi fagnefndar bæjarfélagsins.
    Bæjarráð leggur áherslu á að lausn finnist á þessu vandamáli hið fyrsta.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Fundur var í vettvangsstjórn Fjallabyggðar 2. apríl sl., en til fundarins var boðað í tengslum við boðað óvissustig vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi.
    Bæjarstjóri gat þess að búið er að boða til fundar um viðbragðsáætlun bæjarfélagsins nk. fimmtudag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Mánaðarlegt yfirlit lagt fram til kynningar fyrir janúar - mars. Niðurstaðan er 193,5 m.kr. sem er 99% af áætlun.
    Bæjarstjóra falið að leita skýringa hjá deildarstjórum, skólastjórum og forstöðumönnum á þeim liðum sem eru fram úr áætlun og þeirra viðbrögðum er varðar samþykkta fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Bæjarfélagið hefur verið lokað af sjö sinnum - aðallega um helgar vegna snjóa í vetur. Vegna margra fyrirspurna er bæjarstjóra falið að ræða málið við Vegagerð ríkisins og leita skýringa.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dags. 15. apríl, en í því kemur fram að ráðast á í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar, með líkum hætti og hefur verið gert sl. sumur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Fundargerð frá 10. apríl, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 19. mars sl., lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 293. fundur - 26. apríl 2013

Málsnúmer 1304006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 293. fundur - 26. apríl 2013
    Í erindi Þjóðskrár Íslands dagsettu 24. apríl 2013 er tilkynnt um breytingu, svo laga megi kjörskrárstofn fyrir Fjallabyggð.
    Gera þarf eina leiðréttingu á kjörskrárstofni vegna látins einstaklings.
    Á kjörskrá í Fjallabyggð eru því 787 konur og 806 karlar, eða alls 1593.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013

Málsnúmer 1304008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 7. júní á Hótel Sögu.
    Fjallabyggð hefur rétt á að tilnefna fulltrúa á fundinn samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Skólahreysti sækir um fjárhagsstuðning að upphæð kr. 50.000.- til að standa straum af kostnaði verkefnisins.
    Bæjarráð samþykkir fjárhæðina, enda er hún í samræmi við styrkupphæð frá fyrra ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Trúnaðarlæknir sveitarfélagsins.
    Tekin til umræðu þörf á ráðningu trúnaðarlæknis til sveitarfélagsins.
    Bæjarráð telur eðlilegt að kanna kostnað og framkvæmd þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar ásamt skýringum með rekstrarsamstæðunni.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu 294. fundar bæjarráðs.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Veiðifélag Ólafsfjarðar hefur boðað til aðalfundar föstudaginn 10. maí n.k.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30. apríl 2013
    Stefnt er að því að halda bæjarráðsfund í næstu viku, þar sem kynnt verður skýrsla um stjórnsýsluúttekt á Fjallabyggð og verður næsti bæjarstjórnarfundur því viku seinna eða miðvikudaginn 15. maí.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 7. maí 2013

Málsnúmer 1305002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 7. maí 2013
    Undir þessum dagskrárlið sátu bæjarfulltrúarnir, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og Bjarkey Gunnarsdóttir, ásamt skýrsluhöfundi Haraldi L Haraldssyni. Sólrún Júlíusdóttir boðaði forföll.
    Formaður bæjarráðs bauð fundarmenn velkomna og gaf síðan Haraldi orðið.
    Haraldur afhenti fundarmönnum síðan skýrslu sína og kynnti fyrir fundarmönnum.
    Málið er trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 295. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 7. maí 2013
    Lagt fram minnisblað endurskoðanda Fjallabyggðar og uppfært fjárhagslíkan með áramótastöðu og samþykktum viðaukum við fjárhagsáætlun 2013.  
    Gera þarf lítilsháttar breytingar á fjárhagsáætlun ársins vegna fjármagnsliða og afskrifta og verður lögð fram viðaukatillaga á næsta bæjarstjórnarfundi sem tekur tillit til þess að upphæð kr. 109 þúsund.

    Að mati endurskoðanda er áætlun efnahags raunhæf og veltufjárstaða í ágætu lagi. Í heildina tekið er talið að áætlunin sé raunhæf en varfærin tekjulega séð.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu 295. fundar bæjarráðs.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 7. maí 2013
    Farið var yfir upplýsingar frá tæknideild bæjarfélagsins.
    Lagt er til að ráðist verði strax í lagfæringar á útrásum á staðnum og aka út efni og loka svæðinu og er áætlaður kostnaður tæplega 4,6 m.kr.
    Bæjarráð telur rétt að ráðast í umbætur á staðnum í samræmi við óskir íbúa og tillögur tæknideildar og er umrædd fjárfesting sett í forgang er varðar lagfæringar í fráveitumálum bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 295. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 7. maí 2013
    Bæjarstjóri fékk á 290. fundi bæjarráðs umboð til að ræða við Ósland ehf er varðar áhuga hans um hugsanleg kaup fyrirtækisins á umræddri eign að Námuvegi 6.
    Náðst hefur samkomulag um kaup á umræddri eign og er miðað við að afhenda hluta af húsnæðinu þann 1. júní n.k.
    Bæjarfélagið hefur áfram afnot af norður hluta hússins samkvæmt nánari samkomulagi til afnota fyrir þjónustu við bæjarbúa á Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að leggja fram kaupsamning á næsta bæjarstjórnarfundi til samþykktar er byggir á framkomnum hugmyndum.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR><BR>Bjarkey Gunnarsdóttir óskar eftir að bókað verði að hún hafi ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, þar sem hún telur eðlilegt að þær eignir sem sveitarstjórn hefur ákveðið að selja á hverjum tíma séu auglýstar opinberlega, þannig að allir eigi þess kost að bjóða í þær. <BR><BR>Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar, þar sem endanlegur kaupsamningur liggur ekki fyrir og felur bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.</DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.</DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 7. maí 2013



    Í ljósi framkominna tillagna um nýtt deiliskipulag sem er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd, telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til niðurrifs verði samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd enda verði lögð áhersla á, við útgáfu leyfis, að viðskilnaður og yfirborðsfrágangur lóðar verði bænum og núverandi lóðarhafa til sóma.

    Bæjarráð leggur ríka áherslu á að eðlilega verði staðið að niðurrifi þessu og skilum á lóðinni til bæjarfélagsins án nokkurra kvaða eða eftirmála, enda beri Síldarvinnslan fulla ábyrgð á verkinu.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Bæjarstjóri óskar eftir frestun á afgreiðslu málsins. <BR>Bæjarstjóri hefur fengið upplýsingar um að hugsanlega væru aðilar tilbúnir til að koma starfsemi af stað í húsnæðinu. <BR>Bæjarstjóri ræddi málið við eiganda hússins og féllst hann á að kanna málið til hlítar og fá niðurstöðu í málið fyrir fund í bæjarráði 28.05.2013 eða í síðasta lagi fyrir næsta fund bæjarstjórnar. <BR>Málið er unnið í samráði við þann aðila sem tekið hafði að sér að rífa húsnæðið í umboði eigenda.<BR><BR>Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar og felur bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins. <DIV>Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.<BR><BR>Eftirfarandi bókun var lögð fram af minnihluta, Sólrúnu Júlíusdóttur og Guðmundi Gauta Sveinssyni.<BR>"Minnihlutinn leggur til að ráðist verði í grenndarkynningu áður en niðurrif verði leyft.<BR>Ljóst sé að niðurrif hússins mun hafa víðtæk áhrif á alla eyrina m.t.t. veðurfars. Þetta ætti í raun að snerta með einum eða öðrum hætti alla bæjarbúa og ætti að gefa öllum kost á því að koma sinni skoðun á framfæri."</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013

Málsnúmer 1304009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Lagður fram undirskriftalisti íbúa við Eyrarflöt á Siglufirði, þar sem þeir fara fram á það við bæjaryfirvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að stemma stigu við óþolandi lyktarmengun á svæðinu, sem að langmestu leyti virðist eiga upptök sín í króknum í fjörunni neðan Langeyrarvegar eins og það er orðað í erindinu.
     
    Einnig er minnisblað umhverfisfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra lagt fram, þar sem meðal annars kemur fram að búið er að taka sýni úr fjöruborðinu á umræddum stað. Niðurstöður vegna þessarar sýnatöku liggja ekki fyrir að svo stöddu.
    Að lokum eru lagðar fram tillögur tæknideildar að úrbótum á fráveitu og fyllingu í krikann.
     
    Nefndin samþykkir að tillögu tæknideildar, að fyllt verði að hluta til upp í krikann þar sem lyktarmengunin er sýnu verst skv. minnisblaði umhverfisfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra.
    Einnig felur nefndin tæknideild að kostnaðarmeta og óska eftir fjármagni í varanlegar úrbætur á fráveitu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Drög að umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar lögð fram. Drögin voru tekin fyrir á fundi samráðshóps áætlunarinnar þann 24. apríl síðastliðinn.
     
    Nefndin samþykkir framlögð drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Á 152. fundi nefndarinnar var afgreiðslu á deiliskipulaginu Saurbæjarás Siglufirði frestað vegna framkominnar athugasemdar Örlygs Kristfinnssonar og Guðnýjar Róbertsdóttur.
    Málið er nú tekið fyrir að nýju og eru fyrrnefndir aðilar, Örlygur og Guðný mætt til fundar við nefndina.
    Nefndin tekur undir innsenda athugasemd Örlygs og Guðnýjar og samþykkir deiliskipulagið með þeirri viðbót að lóðin Ráeyrarvegur 1 verði stækkuð í samræmi við gildandi lóðarleigusamning, byggingarreitur verði staðsettur syðst á lóðinni og rotþró verði færð til suðurs út fyrir ný lóðarmörk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Deiliskipulagstillaga fyrir grunnskólareit á Þormóðseyri á Siglufirði var í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 15. mars til og með 26. apríl 2013.
    Tvær athugasemdir bárust, frá Þóri Stefánssyni og Sigurlaugu Guðjónsdóttur annars vegar og hins vegar frá Advel lögmönnum f.h. Sögu Ráðgjafar ehf., þinglýsts eiganda fasteignarinnar að Eyrargötu 3.
     
    Athugasemdirnar eru hér með lagðar fram til kynningar og afgreiðslu á deiliskipulaginu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Fjallskilastjóri f.h. fjárbænda á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar fyrir því að setja upp fjárrétt sem staðsett yrði við hlið Skarðsvegarins, rétt sunnan við dælustöð skv. meðfylgjandi teikningu, fyrst til reynslu en ef vel tekst til þá til frambúðar. Gamla réttin sé orðin léleg og of lítil þannig að það þurfi að byggja nýja rétt. Samkvæmt fjallskilasamþykkt sveitarfélaga við Eyjafjörð er sveitarfélögum skylt að hafa á hverjum réttarstað hæfilega stóra rétt og nægilegt dilkarými.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tók Ólafur H. Marteinsson og flutti tillögu um frestun þessa dagskrárliðar, þar sem ekki er gert ráð fyrir fjárrétt í fjárhagsáætlun og geldur varhug við fyrirhugaðri staðsetningu.<BR><BR>Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sólrúnar Júlíusdóttur, að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Á 151. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna skyldi framkvæmd einbýlishúss við Hafnargötu 4 á Siglufirði. Framkvæmdin var í grenndarkynningu frá 15. mars til og með 17. apríl 2013 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
     
    Engar athugasemdir bárust.
    Nefndin samþykkir byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hafnargötu 4.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Á 151. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna skyldi framkvæmd raðhúss við Gránugötu 12 á Siglufirði. Framkvæmdin var í grenndarkynningu frá 15. mars til og með 17. apríl 2013 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
     
    Ein athugasemd barst, frá Félagi um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar. Segir í henni að stjórnin hafi áhuga á því að taka þátt í umræðum um hvaða hugmyndafræði á að miða við í uppbyggingu miðbæjarins. Mikilvægt sé að skilgreina tæknileg og fagurfræðileg viðmið sem hönnuðir og byggingaraðilar þurfi að fara eftir af virðingu fyrir núverandi húsum og götum.
     
    Nefndin felur tæknideild að halda fund með framkvæmdaraðila og stjórn Félags um Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Í erindi dýraeftirlitsmanns Fjallabyggðar til nefndarinnar óskar hann eftir því að nefndin afturkalli hundaleyfi ákveðins hundaeiganda skv. 13. gr. hundasamþykktar nr. 631/2012. Kemur fram í erindi hans að búið sé að senda eigandanum bréf í tvígang þar sem óskað er eftir því að hann virði hundasamþykkt Fjallabyggðar, auk þess sem hann sé sjálfur búinn að ræða við eigandann án þess að það hafi borið árangur.
     
    Nefndin samþykkir að afturkalla hundaleyfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Þorgeir Jónsson arkitekt sækir um f.h. Leigutaks ehf leyfi til gagngerra breytinga á Suðurgötu 49 eins og kemur fram í meðfylgjandi gögnum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Arnar Þór Björnsson sækir um leyfi f.h. AB.co ehf til að setja glugga í stað hurðar á neðstu hæð vesturhliðar Norðurgötu 4b skv. meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30. apríl 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013

Málsnúmer 1305003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 153. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var afgreiðslu á deiliskipulaginu grunnskólareitur á Þormóðseyri frestað vegna framkominna athugasemda sem komu á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar.
     
    Lögð er fyrir nefndina greinargerð sem lögfræðingur bæjarins hefur unnið í samráði við tæknideild Fjallabyggðar og skipulagsráðgjafa bæjarins með svörum við þeim athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulagstillögunnar.
     
    Af öllum framlögðum gögnum samþykkir nefndin deiliskipulagið með þeirri viðbót að gangstétt við bílastæði við Norðurgötu verði færð inn fyrir bílastæðin og felur tæknideild að senda það til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.
    Nefndin felur jafnframt tæknideild að senda framkomna greinargerð með svörum við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 152. fundi nefndarinnar var umsókn Þórs Konráðssonar f.h. Skútabergs ehf sem óskaði eftir, f.h. Síldarvinnslunar hf, leyfi til að rífa mjölhúsið á Siglufirði frestað á þeim forsendum að í vinnslu er deiliskipulag fyrir Þormóðseyri sem nær m.a. yfir umrædda lóð.
    Á 295. fundi bæjarráðs sem haldinn var 7. maí var eftirfarandi bókun um málið samþykkt.
    "Í ljósi framkominna tillagna um nýtt deiliskipulag sem er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd, telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til niðurrifs verði samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd enda verði lögð áhersla á, við útgáfu leyfis, að viðskilnaður og yfirborðsfrágangur lóðar verði bænum og núverandi lóðarhafa til sóma.
    Bæjarráð leggur ríka áherslu á að eðlilega verði staðið að niðurrifi þessu og skilum á lóðinni til bæjarfélagsins án nokkurra kvaða eða eftirmála, enda beri Síldarvinnslan hf fulla ábyrgð á verkinu."
    Nefndin samþykkir byggingarleyfi til niðurrifs á mjölhúsinu (fnr. 213-1073) með fyrirvara um að gerður verði samningur við eiganda hússins, Síldarvinnsluna hf um niðurrifið þar sem kveðið verður á um verktryggingu, verk- og  tímaáætlun, frágang lóðar, förgun úrgangs og dagsektir.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.<BR>Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Valdimar Steingrímsson eigandi Hlíðarvegar 75 í Ólafsfirði sækir um leyfi nefndarinnar til að byggja skjólvegg á stigauppgang og skýli yfir útidyr á neðri og efri hæð skv. meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 119. fundi nefndarinnar óskaði Pétur Arnþórsson eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á Norðurgötu 12. Nefndin óskaði eftir fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og hafa þær nú borist.
     
    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 152. fundi nefndarinnar var erindi Þorsteins Jóhannessonar f.h. E. Sigurðsson ehf um að klæða húseignina Suðurgata 24 að utan og gera bílastæði sunnan við húsið frestað vegna þess að nefndin óskaði eftir nánari lýsingu á timburklæðningarefni.
     
    Borist hefur svar þar sem fram kemur að ætlunin sé að nota 20 mm eikarklæðningu á neðri hluta hússins.
     
    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013

Málsnúmer 1305001FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1305011 Drög að nýrri skólanámskrá Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri 
     
    Skólastjórar lögðu fram drög að nýrri skólanámskrá Leikskóla Fjallabyggðar. Skólanámskráin tekur mið af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri Aðalnámskrá leikskóla, lögum um leikskóla og fræðslustefnu Fjallabyggðar. Unnið er eftir ákveðinni hugmyndafræði í daglegu leikskólastarfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.2 1305010 Viðbragðsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.3 1305009 Skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2013 - 2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Skóladagatalið lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.4 1305012 Inntöku- og verklagsreglur á Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri

    Inntökureglur Leikskóla Fjallabyggðar

    Leikskóli Fjallabyggðar er ætlaður börnum á aldursbilinu tveggja til sex ára en heimilt er að veita eins árs gömlum börnum leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs.

    Fötluð börn hafa forgang fram yfir önnur börn frá átján mánaða aldri ásamt börnum sem hafa sérstaka þörf fyrir leikskóladvöl samkvæmt mati félagsþjónustu Fjallabyggðar.

    Hópar sem hafa forgang fram yfir önnur börn  í sama árgangi:

    ·         Börn sem búa í tvítyngdu málumhverfi

    ·         Börn einstæðra foreldra

    ·         Börn námsmanna ef nám mun standa meira en tvö ár

    Vinnulag við innritun

    Að jafnaði eru ekki innrituð ársgömul  /tæplega ársgömul börn í júní jafnvel þó að eitthvað af elstu börnunum hætti á þeim tíma. Það kemur til af nokkrum ástæðum.

    ·         Færa þyrfti á milli deilda nemendur af miðdeild upp á elstu og af yngstu yfir á miðdeild til losa pláss á yngstu deildinni.  

    ·         Færri nemendur yfir síðustu 4-6 vikur að vori gerir kleyft að senda fólk í orlof án þess að ráða inn sumarafleysingafólk.

    ·         Þó eru teknir inn eldri nemendur, sem eru leikskólavanir ef pláss hafa losnað um mánaðarmót  maí - júní. Þeir eru þá yfirleitt teknir inn á þá deild sem þeir koma til með að vera á næsta skólaár.

     

     

     

     

     

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ingvar Erlingsson og S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Eftirfarandi bókun var lögð fram af minnihluta, Sólrúnu Júlíusdóttur og Guðmundi Gauta Sveinssyni.<BR>"Það er skoðun bæjarfulltrúa minnihlutans að Fjallabyggð verði að sjá til þess að úrræði séu fyrir hendi varðandi gæslu barna ef leikskólar Fjallabyggðar sjá sér ekki fært að taka börn sem eru eins árs eða eldri.<BR>Staða flestra foreldra er sú, í nútíma þjóðfélagi, að ekki er hægt að vera utan vinnumarkaðar meira en eitt ár og þá er átt við að fólk þarf á launum að halda og einnig að atvinnurekendur geta ekki misst fólk úr vinnu svo árum skiptir".</DIV><DIV>Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • 7.5 1305006 Skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Skólastjórar lögðu fram 3 tillögur að skóladagatali 2013-2014. Fræðslunefnd leggur til að tillaga nr. 2 verði valin þar sem vetrarfrí eru tveir dagar á haustönn og tveir dagar á vorönn. Skólastjórar fá tillögur skólaráðs áður en þeir taka ákvörðun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.6 1305008 Skilgreining á skóladögum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Umræður um álit Mennta- og menningarmálaráðuneytis á skilgreiningu á skóladögum í grunnskólum.  
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.7 1305007 Niðurstöður úr könnunum í Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Farið yfir foreldrakönnun sem lögð var fyrir á skólaárinu. Niðurstöður úr nemendakönnun skoðaðar á næsta fundi fræðslunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 14. fundur - 23. apríl 2013

Málsnúmer 1304010FVakta málsnúmer

 

  • 8.1 1304053 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 27/4 2013
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 14. fundur - 23. apríl 2013

    1.  Formaður tilkynnti að Guðrún Þorvaldsdóttir og Ruth Gylfadóttir hefðu verið kallaðar inn samkv. 17. gr laga um kosningar til Alþingis nr. 24. 16. maí 2000 í stað Signýjar Hreiðarsdóttur og Eydísar Víðisdóttur.
    2.  Lagðar fram þrjár kjörskrár undirritaðar af bæjarstjóra. Samtals eru á kjörskrá 609, karlar 308 og konur 301.
    3.  Lögð fram auglýsing vegna kjörfundar og  vinnuplan á kjördag.
    4.  Formaður mun útvega dyraverði.
    5.  Kjörstaður verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst  hann kl. 10.00, nefndarmenn mæti kl. 08.00.
    6.  Undirkjörstjórn mun mæta í Menntaskólann föstudaginn 26.04. nk. til að ganga frá undirbúningi kjörstaðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 15. fundur - 26. apríl 2013

Málsnúmer 1304011FVakta málsnúmer

 

  • 9.1 1304053 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 27/4 2013
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 15. fundur - 26. apríl 2013
    1. Farið yfir breytingar á kosningalögum, þ.á.m. aðstoð við kjósendur.
    Sé kjósandi ekki fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt má hann velja sér fulltrúa til aðstoðar, enda geti kjósandi sjálfur með skýrum hætti tjáð vilja sinn óþvingað þar um við kjörstjórn, ella þarf vottorð réttindagæslumanns.
    Einnig voru lögð fram eyðublöð sem notuð verða.
    2. Ein breyting hefur verið gerð á kjörskrá þar sem Baldur D Alfreðsson kt. 100135-8339 lést þann 18.04.13
    Samtals eru því að kjörskrá í Ólafsfirði 608, 307 karlar og 301 konur.
    3. Lokafrágangur á kjörstað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 23. fundur - 23. apríl 2013

Málsnúmer 1304007FVakta málsnúmer

  • 10.1 1304053 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 27/4 2013
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 23. fundur - 23. apríl 2013
    1.   Farið var yfir ýmis atriði úr kosningalögunum.  Sérstaklega var rætt um nýjar reglur um aðstoð við kjósendur og þá sem aðstoða.
    2.   Formaður sagði frá smíði nýrra kjörklefa.  Eru þeir þannig að hjólastólar komast greiðlega inn í þá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 24. fundur - 26. apríl 2013

Málsnúmer 1304013FVakta málsnúmer

 

  • 11.1 1304053 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 27/4 2013
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 24
    1. Farið yfir kjörgögn og gengið frá kjörskrármöppum.
    2. Gengið frá í kjörstofu, klefar yfirfarnir og sætum komið fyrir á gangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

12.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013

Málsnúmer 1304004FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013

    Rætt um stöðu verkefnisins sem lýtur að sameiningu tveggja eins herbergja íbúða í Skálarhlíð í eina íbúð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun júnímánðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013

    Kynnt erindi frá Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Boðið er upp á námskeið í Brussel, með það markmið að kynna félagsmálastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni. Evrópusambandið ber allan kostnað af þátttöku. Félagsmálastjóri mun sækja námskeiðið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013

    Ársreikningur íbúasjóðs Sambýlisins að Lindgötu 2 fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013
    Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013

    Félagsþjónusta Fjallabyggðar stóð fyrir fræðslufundi um geðheilbrigði barna og unglinga 3. apríl síðast liðinn. Sálfræðingar frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölluðu um um geðheilbrigði barna og unglinga. Fræðslufundurinn var tvískiptur, annars vegar fyrir starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar og hins vegar fyrir foreldra og aðstandendur.
    Aðsókn var einstaklega góð, 100% mæting frá starfsfólki skólans og auk þess mættu 30 manns á þann hluta sem ætlaður var foreldrum og aðstandendum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013
    Fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 19.03.2013 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 9. apríl 2013

    Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 14.03.2013 lögð fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar félagsmálanefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

13.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013

Málsnúmer 1303009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 13.1 1303059 Rekstaryfirlit febrúar 2013
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Lagt fram rekstraryfirlit yfir janúar og febrúar. Það er mat hafnarstjórnar að staðan sé í takt við væntingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.2 1304021 Viðhaldsverkefni Fjallabyggðarhafna 2013
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á neðangreindum viðhaldsverkefnum fyrir næsta fund.
    * Skipta þarf út öllum dekkjum, keðjum og lásum á togarabryggju á vestur kanti, Siglufirði.
       Búið er að gata öll dekk til verksins í þjónustumiðstöð bæjarfélagsins, keðjur eru til og lásar, en fara verður yfir allar festingar.
    * Fá kostnaðarmat á viðgerðum þils við innri höfnina á Siglufirði, en Siglingastofnun hefur tekið saman áætlaðan kostnað.
    * Lagfæringar á hafnarskrifstofu Siglufirði.
    * Lagfæringar á umhverfi hafnarinnar á Siglufirði.
    * Lagfæringar á hafnarvog Siglufirði.
    * Lagfæringa á umhverfi hafnarinnar í Ólafsfirði.
    * Lagfæringar á ljósabúnaði á Hafnarbryggju og Togarabryggju Siglufirði.
    * Hafnarstjórn óskar eftir öðrum ábendingum frá yfirhafnarverði er varðar viðhaldsverkefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.3 1304022 Framkvæmdir Fjallabyggðarhafna 2013
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á neðangreindum verkefnum fyrir næsta fund.
    * Vegna framkvæmda við nýtt hótel er ljóst að hafnarstjórn verður að finna nýjan stað fyrir uppsátursbraut.
    * Hafnarstjórn telur eðlilegt að ljúka framkvæmdum og uppsetningu við flotbryggju. M.a. þarf að festa kaup á lokun sem felst í uppsetningu á  hliði og grindum.
    * Eftirlitskerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir.
    * Lengja flotbryggju á Siglufirði.
    * Hafnarstjórn óskar eftir öðrum ábendingum frá yfirhafnarverði er varðar nýframkvæmdir.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.4 1304024 Starfsmannamál Fjallabyggðarhafna 2013 - sumarstarfsmenn
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir mannahaldi í sumar. Auk þess gerði hann grein fyrir sumarleyfum og töku orlofs á árinu.
    Undir þessari umræðu kom fram hjá yfirhafnarverði að hann hyggst hætta á næsta ári og mun hann síðar gera hafnarstjórn grein fyrir áformum sínum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.5 1304028 Endurbygging á bát á Siglufirði - Jón Ásmundsson
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Lagt fram bréf frá Jóni Ásmundssyni, en hann sækir um að taka á land bát og endurbyggja á Siglufirði.
    Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur yfirhafnarverði að finna bátnum góðan stað á meðan á framkvæmdum stendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.6 1202095 Hafnarbryggja - upplýsingar og næstu skref
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Farið yfir stöð málsins og rifjað upp bréf frá Innanríkisráðuneytinu frá 2. nóvember sl. þar sem fram kemur að málinu er vísað til Siglingastofnunar og þar verði það tekið til meðferðar við endurskoðun samgönguáætlunar.
    Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir því að fyrirhugaðar breytingar á hafnarlögum náðu ekki fram að ganga og þar með ljóst að kostnaðarþátttaka ríkisins er í uppnámi.
    Hafnarstjórn telur rétt að fá Siglingastofnun til að taka málið til frekari skoðunar og leggja fram tillögu að framkvæmdaáætlun um endurbyggingu Hafnarbryggju. Einnig að fá fram skoðun þeirra á fjármögnun framkvæmdanna og hugsanlegri tímasetningu þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.7 1302071 Til kynningar - verðskrá v. skemmtiferðaskipa og farþega
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar verðskrá fyrir skemmtiferðaskip og er yfirhafnarverði og hafnarstjóra falið að leggja fram tillögu að verðskrá á næsta fundi hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 13.8 1304029 Tjón á varnargarði í Ólafsfirði
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
    Hafnarstjóri hefur fengið úttektaraðila frá Siglingastofnun til að skoða tjón sem varð á varnargarði í Ólafsfirði.

    1. Grjót hefur fallið bæði innfyrir og útfyrir varnargarð á norðurgarði hafnarinnar (á svæði n/við gámasvæði og til nv.).

    Mikið af möl og sandi er komið uppí garðinn að n/verðu, þannig að sjór á orðið greiðari leið yfir garðinn í illviðrum.

    2. Á varnargarði v/v smábátahöfn og akvegi út á og meðfram brimvörn í vesturhöfn eru miklar skemmdir.

    Siglingastofnun brást vel við og hefur komið á staðinn og metið aðstæður.
    Niðurstöðu þeirra er að vænta fyrir næsta fund hafnarstjórnar sem verður 15. maí nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

14.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

15.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - uppsetning stoðvirkja í Hafnarhyrnu

Málsnúmer 1305013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn er lögð tillaga Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs í framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Hafnarhyrnu í Siglufirði. Lagt er til að tilboði ÍAV hf sé tekið en það var að upphæð kr. 447 milljónir 900 þúsund og 335 krónur og er 99,26% af kostnaðaráætlun.
Aðrir bjóðendur voru: Árni Helgason ehf og Finnur ehf kr. 388.629.780 86,13%
Köfunarþjónustan ehf kr. 449.984.877 99,72%
Kostnaðaráætlun kr. 451.226.500 100%
Framkvæmdasýslan yfirfór tilboð í verkið og telur að lægstbjóðandi hafi ekki uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnum og því sé ekki unnt að taka því tilboði.

Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og Þorbjörn Sigurðsson.
Þorbjörn Sigurðursson flutti tillögu um frestun á afgreiðslu málsins í ljósi þess að lægstbjóðandi hefur óskað frekari skýringar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar og felur bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.

16.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62

Málsnúmer 1305004FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 16.1 1304039 Hátíðir í Fjallabyggð 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Menningarhátíðir í Fjallabyggð sumarið 2013 eru eftirfarandi:
     
    Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði 31. maí - 2. júní sem sjómannadagsráð heldur árlega. Nefndin leggur til að fáninn verði dreginn að húni við stofnanir sveitarfélagsins. Slysavarnardeildin Vörn á Siglufirði og slysavarnardeildin í Ólafsfirði verða með kaffisölu á sjómannadaginn.
    17. júní verður haldinn hátíðlegur í Fjallabyggð með hátíðardagskrá í Ólafsfirði ásamt hefðbundinni dagskrá á Siglufirði.
    Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins er 22. júní.
    Blue North Music Festival 27.-29. júní sem Jassklúbbur Ólafsfjarðar heldur ár hvert.
    Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3.-8. júlí er undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
    Reitir - alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina á Siglufirði verður 5.-14. júlí sem Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson standa fyrir.
    Ólæti - tónlistar og menningarhátíð verður í Ólafsfirði 4.- 7. júlí. Sunna Valsdóttir og Lilja Björk Jónsdóttir sjá um hátíðina.
    Síldarævintýrið á Siglufirði verður dagana 1.-5. ágúst í umsjón Félags um Síldarævintýris. Framkvæmdarstjóri er Guðmundur Skarphéðinsson.
    Berjadagar 16.-18. ágúst eru klassísk tónlistarhátíð haldin í Ólafsfirði undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur.
    Loks er Ljóðahátíð á Siglufirði um miðjan september sem haldin er af forstöðumanni Ljóðaseturs Íslands, Þórarni Hannessyni.
     
    Það er því ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð í sumar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.2 1304050 Menningarhátíðin Ólæti - hátíð fyrir ungt fólk haldin í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Ólæti er ný tónlistar- og menningarhátíð sem haldin verður í Ólafsfirði 4.-7. júlí. Hátíðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk. Hátíðarhöldin fara að mestu fram í húsnæði gamla frystihússins. Menningarnefnd fagnar þessu framtaki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.3 1304048 Safnadagur 4. maí 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Hinn árlegi safnadagur á Eyjafjarðarsvæðinu var haldinn laugardaginn 4. maí. Þemað í ár var söfn og sögulegt fólk. Góð aðsókn var á Síldarminjasafnið en mjög lítil á Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.4 1304037 Staða og framtíð Þjóðlagaseturs- fundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Fræðslu- og menningarfulltrúi upplýsti nefndarmenn um fund sem haldinn var í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 10. apríl sl. með fulltrúum frá ráðuneyti, stjórn Þjóðlagaseturs, Menningarráði Eyþings og Fjallabyggðar um stöðu og framtíð Þjóðlagasetursins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.5 1305035 Ný safnalög - kynning
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram ný safnalög sem tóku gildi 1. janúar 2013 og fór yfir helstu atriði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.6 1304051 Rekstraryfirlit mars 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.7 1303033 Starfsmannamál, orlof, ráðningar o.fl. í menningarstofnunum
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Tveir umsækjendur sóttu um 50% ræstingarstöðu í Tjarnarborg. Natalia Jonasz og Zofia Giza. Natalia hefur verið ráðin til starfsins frá og með 15. maí.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 16.8 1304049 Uppsögn á starfi
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Agnes Vaka Steindórsdóttir sem hefur undanfarið ár sinnt 50% bókavarðarstöðu á bókasafninu í Ólafsfirði hefur sagt upp starfi sínu. Menningarfulltrúa falið að ræða við hana um starfslok.
    Menningarnefnd þakkar henni fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Starfið hefur verið auglýst.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta ráðningu í starfið.</DIV><DIV>Bæjarstjórn þakkar Agnesi Vöku Steindórsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu Fjallabyggðar og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.</DIV></DIV>
  • 16.9 1305024 Ráðning í upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði sumarið 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Tveir umsækjendur sóttu um 50% sumarstarf í upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson og Lilja Björk Jónsdóttir. Guðni Brynjólfur uppfyllti skilyrðin sem gerð voru og hefur verið ráðinn í starfið frá 15. maí - 15. ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.10 1208083 Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir aðila til að taka að sér veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg frá og með 1. júní nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

17.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingu í frístundanefnd:

Fyrir T-lista verður María Bjarney Leifsdóttir, aðalmaður og Sigurður Björn Gunnarsson, varamaður.

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingu í menningarnefnd:

Fyrir T - lista verður Inga Eiríksdóttir formaður og Sigurður Hlöðversson, varamaður.

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti með 9 atkvæðum ósk Bjarkeyjar Gunnarsdóttur, um lausn frá störfum bæjarstjórnar til loka kjörtímabils.
Aðalmaður í bæjarstjórn verður Sigurður Hlöðvesson og varabæjarfulltrúi Guðrún Unnsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar þakkaði Bjarkey fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskaði velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi Alþingis.

Bjarkey Gunnarsdóttir tók til máls undir þessum lið og þakkaði ánægjulegt samstarf og góð kynni.

Fundi slitið - kl. 19:00.