Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 14. fundur - 23. apríl 2013

Málsnúmer 1304010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

 

 • .1 1304053 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 27/4 2013
  Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 14. fundur - 23. apríl 2013

  1.  Formaður tilkynnti að Guðrún Þorvaldsdóttir og Ruth Gylfadóttir hefðu verið kallaðar inn samkv. 17. gr laga um kosningar til Alþingis nr. 24. 16. maí 2000 í stað Signýjar Hreiðarsdóttur og Eydísar Víðisdóttur.
  2.  Lagðar fram þrjár kjörskrár undirritaðar af bæjarstjóra. Samtals eru á kjörskrá 609, karlar 308 og konur 301.
  3.  Lögð fram auglýsing vegna kjörfundar og  vinnuplan á kjördag.
  4.  Formaður mun útvega dyraverði.
  5.  Kjörstaður verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst  hann kl. 10.00, nefndarmenn mæti kl. 08.00.
  6.  Undirkjörstjórn mun mæta í Menntaskólann föstudaginn 26.04. nk. til að ganga frá undirbúningi kjörstaðar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.