Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013

Málsnúmer 1305001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1305011 Drög að nýrri skólanámskrá Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri 
     
    Skólastjórar lögðu fram drög að nýrri skólanámskrá Leikskóla Fjallabyggðar. Skólanámskráin tekur mið af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri Aðalnámskrá leikskóla, lögum um leikskóla og fræðslustefnu Fjallabyggðar. Unnið er eftir ákveðinni hugmyndafræði í daglegu leikskólastarfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1305010 Viðbragðsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1305009 Skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2013 - 2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Skóladagatalið lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1305012 Inntöku- og verklagsreglur á Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessu máli sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri

    Inntökureglur Leikskóla Fjallabyggðar

    Leikskóli Fjallabyggðar er ætlaður börnum á aldursbilinu tveggja til sex ára en heimilt er að veita eins árs gömlum börnum leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs.

    Fötluð börn hafa forgang fram yfir önnur börn frá átján mánaða aldri ásamt börnum sem hafa sérstaka þörf fyrir leikskóladvöl samkvæmt mati félagsþjónustu Fjallabyggðar.

    Hópar sem hafa forgang fram yfir önnur börn  í sama árgangi:

    ·         Börn sem búa í tvítyngdu málumhverfi

    ·         Börn einstæðra foreldra

    ·         Börn námsmanna ef nám mun standa meira en tvö ár

    Vinnulag við innritun

    Að jafnaði eru ekki innrituð ársgömul  /tæplega ársgömul börn í júní jafnvel þó að eitthvað af elstu börnunum hætti á þeim tíma. Það kemur til af nokkrum ástæðum.

    ·         Færa þyrfti á milli deilda nemendur af miðdeild upp á elstu og af yngstu yfir á miðdeild til losa pláss á yngstu deildinni.  

    ·         Færri nemendur yfir síðustu 4-6 vikur að vori gerir kleyft að senda fólk í orlof án þess að ráða inn sumarafleysingafólk.

    ·         Þó eru teknir inn eldri nemendur, sem eru leikskólavanir ef pláss hafa losnað um mánaðarmót  maí - júní. Þeir eru þá yfirleitt teknir inn á þá deild sem þeir koma til með að vera á næsta skólaár.

     

     

     

     

     

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ingvar Erlingsson og S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Eftirfarandi bókun var lögð fram af minnihluta, Sólrúnu Júlíusdóttur og Guðmundi Gauta Sveinssyni.<BR>"Það er skoðun bæjarfulltrúa minnihlutans að Fjallabyggð verði að sjá til þess að úrræði séu fyrir hendi varðandi gæslu barna ef leikskólar Fjallabyggðar sjá sér ekki fært að taka börn sem eru eins árs eða eldri.<BR>Staða flestra foreldra er sú, í nútíma þjóðfélagi, að ekki er hægt að vera utan vinnumarkaðar meira en eitt ár og þá er átt við að fólk þarf á launum að halda og einnig að atvinnurekendur geta ekki misst fólk úr vinnu svo árum skiptir".</DIV><DIV>Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • .5 1305006 Skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Skólastjórar lögðu fram 3 tillögur að skóladagatali 2013-2014. Fræðslunefnd leggur til að tillaga nr. 2 verði valin þar sem vetrarfrí eru tveir dagar á haustönn og tveir dagar á vorönn. Skólastjórar fá tillögur skólaráðs áður en þeir taka ákvörðun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1305008 Skilgreining á skóladögum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Umræður um álit Mennta- og menningarmálaráðuneytis á skilgreiningu á skóladögum í grunnskólum.  
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1305007 Niðurstöður úr könnunum í Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 6. maí 2013
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri
     
    Farið yfir foreldrakönnun sem lögð var fyrir á skólaárinu. Niðurstöður úr nemendakönnun skoðaðar á næsta fundi fræðslunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.