Bæjarráð Fjallabyggðar - 293. fundur - 26. apríl 2013

Málsnúmer 1304006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 293. fundur - 26. apríl 2013
    Í erindi Þjóðskrár Íslands dagsettu 24. apríl 2013 er tilkynnt um breytingu, svo laga megi kjörskrárstofn fyrir Fjallabyggð.
    Gera þarf eina leiðréttingu á kjörskrárstofni vegna látins einstaklings.
    Á kjörskrá í Fjallabyggð eru því 787 konur og 806 karlar, eða alls 1593.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.