Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1303056

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 1 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Rekstur málaflokka breytist sem hér segir :
02 - Félagsþjónusta 275.000
04 - Fræðslu- og uppeldismál 12.358.000
05 - Menningarmál 1.100.000
07 - Brunamál og almannavarnir 1.000.000
09 - Skipulags- og byggingamál -5.000.000
13 - Atvinnumál 400.000
21 - Sameiginlegur kostnaður 770.000
Aðalsjóður - samtals 10.903.000
31- Eignasjóður -5.725.000
A - hluti samtals 5.178.000
Breyting á rekstri er fjármögnuð með eigin fé

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 2 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

Tillaga á fundi bæjarstjórnar er framkomin þar sem búið er að ákveða að fresta framkvæmdum og lántöku við grunnskólann á Siglufirði að hluta yfir á næsta fjárhagsár. Forsendur breytinga eru sem hér segir :            
                                                 2013        2014
Lántaka færist milli ára                 -50 m.kr. +50 m.kr.
Framkvæmdir við Grunnskóla       -75 m.kr. +75 m.kr.
Framkvæmdir fluttar fram um ár. +25 m.kr. - 25 m.kr.

Áherslur í fjárfestingum og rekstri á árinu 2013 verða því sem hér segir:
1. Breytingar á fjárheimildum á árinu 2013 25.0 m.kr.
- Atvinnuátak/Umhverfismál* 13.0 m.kr.
- Vatnsveita - holræsi** 5.5 m.kr.
- Ólafsvegur 28 - 30* 3.5 m.kr.
- Hlíðarvegur 45. Sigluf.** 7.0 m.kr.
Færsla af viðhaldslið* -4.0 m.kr
Samtals 25.0 m.kr.

2. Færsla á láni milli ára og minni fjárfestingar.*** 
- Endurreikna þarf fjármagnsliði, þeir lækka á árinu 2013 um 2.0 m.kr. 
- Endurreikna þarf afskriftir, lækka á árinu 2013 um 0.5 m.kr

3. Viðbót vegna breytinga á fjármagnsliðum.*** 2.5 m.kr. 
- Skoða þar lausnir fyrir vagnageymslu við leikskóla 0.5 m.kr. 
- Skipulagsskoðun og lagfæringar á íþróttasv. Siglufirði . 2.0 m.kr. Samtals 2.5 m.kr.

*Í aukinn rekstur er varið 12.5 m.kr.
**Í auknar fjárfestingar er varið 12.5 m.kr.
*** Engar breytingar verða í rekstri vegna færslu á milli liða hér að ofan.
Samtals fjárfestingar 2013 235 - 75 + 12.5 - 3.5* = 169.0 m.kr.
Samtals fjárfestingar 2014 135 + 75 - 25.0 = 185 m.kr.
Samtals fjárfestingar 2015 125 m.kr.
Samtals fjárfestingar 2016 165 m.kr.
Heildarfjárfestingar 2013 - 2016 644 m.kr.

Áherslur í fjárfestingum á árinu 2013 verða því sem hér segir:
1. Grunnskólinn á Siglufirði, útboð 100.0 m.kr.
2. Brunaviðvörunarkerfi Tjarnarborg 1.5 m.kr.
3. Neyðarútgangur í Grunnskóla Ólafsfirði 5.0 m.kr.
4. Vetrarbraut á Siglufirði, útboð lokið 7.0 m.kr.
5. Kirkjugarður á Siglufirði, útboð lokið 4.0 m.kr.
6. Gámasvæðið á Siglufirði, útboð lokið 10.0 m.kr.
7. Holræsi og vatn fyrir Hótel, útboð 7.0 m.kr.
8. Framkvæmdir á hafnarsvæði, óskilgr. 12.5 m.kr.
9. Umferðaröryggisáætlun - skýli 3.5 m.kr.
10. Vatnsveita Ólafsfirði 6.0 m.kr.
11. Holræsi og vatn á Siglufirði 5.5 m.kr.
12. Hlíðarvegur 45 á Siglufirði. 7.0 m.kr.
     Samtals. 169.0 m.kr.

13. Hönnun - eftirlit - skipulag færist á rekstur* 3.5 m.kr.


Í tengslum við tillögu 2 að viðauka samþykkti bæjarstjórn með 9 atkvæðum að skipa vinnuhóp á vegum bæjarráðs. Verkefnið er undirbúningur, stjórnun og eftirfylgni er varðar atvinnuátak og umhverfisátak á vegum bæjarstjórnar Fjallabyggðar á árinu 2013.
Bæjarstjórn samþykkti að vinnuhópinn skipuðu Ólafur Helgi Marteinsson, Helga Jónsdóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.06.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson, Helga Helgadóttir, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu á tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016 til næsta fundar bæjarstjórnar 20. júní 2013.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 20.06.2013

Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir breytingu á rekstri, tekjur umfram gjöld samtals fyrir árin 2013 til 2016, að upphæð -2.328.000.
Fyrir árið 2013 tekjur umfram gjöld -6.412.000.
Fyrir árið 2014 gjöld umfram tekjur 4.913.000.

Fyrir árið 2015 gjöld umfram tekjur 408.000.

Fyrir árið 2016 gjöld umfram tekjur 263.000.


Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25.09.2013

Lögð fram tillaga að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar 2013, sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu reksturs.


a. Innri leiga, hærri tekjur eignasjóðs að upphæð 16,84 millj. á móti hærri kostnaði á málaflokka aðalsjóðs um sömu upphæð.

b. Tilfærsla á fjárhagslið sérfr.þjónustu innan leikskóla á launaliði.  
Þar sem hluti af áætlaðri sérfræðiþjónustu er skipulagður með beinni ráðningu starfsmanns er lögð til lækkun á fjárhagsáætlun fyrir sérfr. þjónustu um 1,81 millj.  
Launaliðir hækki samtals um sömu tölu.
Laun 1,46 millj., tr.gjald  0,125 millj. og lt.gjöld  0,225 millj.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Lögð fram tillaga að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar 2013, sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu reksturs.

Slökkvilið Fjallabyggðar.
Í erindi slökkviliðsstjóra frá 26. september 2013 er óskað heimildar til að ráðstafa auknum tekjum að upphæð 593 þúsund frá Vegagerðinni vegna þvottar á Héðinsfjarðargöngum, í símagjöld 50 þúsund, í fjarskiptagjöld 60 þúsund og í búnaðarkaup 483 þúsund.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 93. fundur - 09.10.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016.


Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 4 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2013:

02 - Félagsþjónusta -209.000
03 - Heilbrigðismál 206.000
04 - Fræðslu og uppeldismál 6.186.000
05 - Menningarmál 92.000
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 9.919.000
07 - Brunamál og almannavarnir 131.000
08 - Hreinlætismál 831.000
09 - Skipulags- og byggingamál 120.000
10 - Umferðar- og samgöngumál 4.523.000
11-  Umhverfismál -385.000
13 - Atvinnumál 13.000
21 - Sameiginlegur kostnaður 1.025.000
Aðalsjóður samtals um 22.452.000

31- Eignasjóður -16.840.000

A - hluti samtals 5.612.000

Breyting fjármögnuð með eigin fé að upphæð 5.000.000 og tilfærslu af framkvæmdakostnaði við Grunnskóla Fjallabyggðar upp á 612.000

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2014:
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 5.000.000
Breyting fjármögnuð með eigin fé.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2015:
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 5.000.000
Breyting fjármögnuð með eigin fé.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2016:
06 - Æskulýðs- og íþróttamál 5.000.000
Breyting fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

Um er að ræða annars vegar tilfærslu milli fjárhagsliða innan rekstar og hins vegar tilfærslu fjárhagsliða vegna framkvæmda.
Niðurstaða fjárhagsáætlunar breytist ekki.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Lagður fram viðauki er varðar uppgreiðslu lána umfram fjárhagsáætlun.  Að höfðu samráði við endurskoðendur leggur skrifstofu- og fjármálastjóri til að uppgreiðslu lána verði mætt með láni frá Aðalsjóði á sambærilegum kjörum og önnur innri lán sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofanritað verði samþykkt.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 13.11.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016. Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 5 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 til 2016.

Um er að ræða annars vegar tilfærslu milli fjárhagsliða í rekstri og hins vegar milli framkvæmdaliða og innri lán.

Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2013:
02 - Félagsmál 535.000
04 - Fræðslumál 2.127.000
06 - Æskulýðs og íþróttamál -5.230.000

11 - Umhverfismál -4.677.000
13 - Atvinnumál 230.000
21 - Sameiginlegur kostnaður 1.614.000
Aðalsjóður samtals -5.401.000
31 - Eignasjóður 3.938.000
A  - hluti samtals -1.463.000
B  - hluti
65- Veitustofnun 1.463.000

Efnahagur breytist sem hér segir 2013:
Aðalsjóður 56.250.567
Eignasjóður -4.000.000
A - hluti samtals 52.250.567
Hafnarsjóður 4.000.000
Íbúðasjóður -56.250.567
B - hluti samtals -52.250.567

Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19.11.2013

Bæjarstjóri lagði fram hugmynd að viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við breytingar á húsnæði ráðhússins á Siglufirði en ætlunin er að starfsemin verði að mestu kominn á einn stað um áramót.

Áætlaður kostnaður við lágmarksbreytingar er að mati deildarstjóra tæknideildar um 5 milljónir króna.
Fjármagn er tekið af öðrum framkvæmdarlið og mun þar með ekki hafa áhrif á útkomuspá ársins.

Tillaga að viðauka verður sett fram á næsta bæjarráðsfundi með frekari skýringum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26.11.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagáætlun 2013.


Ráðhús 3ja hæð breytingar vegna starfsaðstöðu.
Bókasafn - tilfærsla milli fjárhagsliða og ósk um aukið safnaefnisframlag.

 

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur er varðar útgáfu bókar enda um áður gerðan samning að ræða kr. 500 þúsund.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
95. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 6 að viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Um er að ræða tilfærslu milli fjárhagsliða í rekstri og tilfærslu milli framkvæmdaliða.  Einnig aukin útgjaldaheimild.
Rekstur málaflokka breytist sem hér segir 2013:
A - hluti Aðalsjóður 05 - Menningarmál 1.550.000
B - hluti Veitustofnun þjónustumiðstöð  -800.000
Samtals fyrir A- og B hluta 750.000
Gert er ráð fyrir að breyting á rekstri sé fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17.12.2013

Lagðar fram hugmyndir um lausnir á biðlista á leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu sem nemur kr. 2.0 m.kr. Bæjarráð vísar málinu til fræðslu- og frístundanefndar og leggur áherslu á að foreldrráð verði með í ráðum. Rétt er að kynna fullmótaðar tillögur fyrir foreldrum barna á Leikskálum.Viðauki er samþykktur samhljóða.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 10.01.2014

Nefndarmenn ræddu þá tillögu sem vísað var til fræðslu- og frístundanefndar úr bæjarráði þann 17.12.2013, að færa 5 ára börn af leikskólum í neðra skólahús, til að bregðast við biðlistanum í leikskóla Fjallabyggðar Siglufjarðarmegin.

Ekki liggur fyrir fullmótað skipulag frá leikskólastjóra með þessa tilfærslu, en nefndin setur sig ekki upp á móti þessari tillögu, en leggur mikla áherslu á að fundað verði með foreldrum 5 ára barna og kynntar verði fullmótaðar tillögur, og hvernig staðið verði að þessari tilfærslu.

Einnig óskar nefndin að þegar tillagan liggur fyrir að hún verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 04.02.2014

Lögð fram greinargerð skólastjóra leikskólans um tilfærslu 5 ára barna af leikskólum í neðra skólahús. Nýja leikskóladeildin flytur í húsnæði grunnskólans 4. febrúar og mun verða þar fram að sumarlokun.