Snjóflóðavarnir í Siglufirði - uppsetning stoðvirkja í Hafnarhyrnu

Málsnúmer 1305013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Fyrir bæjarstjórn er lögð tillaga Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs í framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Hafnarhyrnu í Siglufirði. Lagt er til að tilboði ÍAV hf sé tekið en það var að upphæð kr. 447 milljónir 900 þúsund og 335 krónur og er 99,26% af kostnaðaráætlun.
Aðrir bjóðendur voru: Árni Helgason ehf og Finnur ehf kr. 388.629.780 86,13%
Köfunarþjónustan ehf kr. 449.984.877 99,72%
Kostnaðaráætlun kr. 451.226.500 100%
Framkvæmdasýslan yfirfór tilboð í verkið og telur að lægstbjóðandi hafi ekki uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnum og því sé ekki unnt að taka því tilboði.

Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og Þorbjörn Sigurðsson.
Þorbjörn Sigurðursson flutti tillögu um frestun á afgreiðslu málsins í ljósi þess að lægstbjóðandi hefur óskað frekari skýringar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar og felur bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 297. fundur - 28.05.2013

89. fundur bæjarstjórnar samþykkti  að fela bæjarráði fullnaðarafgeiðslu málsins.

Samkvæmt upplýsingum Framkvæmdasýslunnar hefur lægst bjóðandi fengið viðeigandi skýringar.

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs nr. 15418 í framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Hafnarhyrnu í Siglufirði.

Lagt var til að tilboði ÍAV hf yrði tekið en það var að upphæð kr. 447 milljónir 900 þúsund og 335 krónur og er 99,26% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun var kr. 451.226.500 100%