Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62

Málsnúmer 1305004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1304039 Hátíðir í Fjallabyggð 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Menningarhátíðir í Fjallabyggð sumarið 2013 eru eftirfarandi:
     
    Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði 31. maí - 2. júní sem sjómannadagsráð heldur árlega. Nefndin leggur til að fáninn verði dreginn að húni við stofnanir sveitarfélagsins. Slysavarnardeildin Vörn á Siglufirði og slysavarnardeildin í Ólafsfirði verða með kaffisölu á sjómannadaginn.
    17. júní verður haldinn hátíðlegur í Fjallabyggð með hátíðardagskrá í Ólafsfirði ásamt hefðbundinni dagskrá á Siglufirði.
    Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins er 22. júní.
    Blue North Music Festival 27.-29. júní sem Jassklúbbur Ólafsfjarðar heldur ár hvert.
    Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3.-8. júlí er undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
    Reitir - alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina á Siglufirði verður 5.-14. júlí sem Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson standa fyrir.
    Ólæti - tónlistar og menningarhátíð verður í Ólafsfirði 4.- 7. júlí. Sunna Valsdóttir og Lilja Björk Jónsdóttir sjá um hátíðina.
    Síldarævintýrið á Siglufirði verður dagana 1.-5. ágúst í umsjón Félags um Síldarævintýris. Framkvæmdarstjóri er Guðmundur Skarphéðinsson.
    Berjadagar 16.-18. ágúst eru klassísk tónlistarhátíð haldin í Ólafsfirði undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur.
    Loks er Ljóðahátíð á Siglufirði um miðjan september sem haldin er af forstöðumanni Ljóðaseturs Íslands, Þórarni Hannessyni.
     
    Það er því ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð í sumar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1304050 Menningarhátíðin Ólæti - hátíð fyrir ungt fólk haldin í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Ólæti er ný tónlistar- og menningarhátíð sem haldin verður í Ólafsfirði 4.-7. júlí. Hátíðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk. Hátíðarhöldin fara að mestu fram í húsnæði gamla frystihússins. Menningarnefnd fagnar þessu framtaki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1304048 Safnadagur 4. maí 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Hinn árlegi safnadagur á Eyjafjarðarsvæðinu var haldinn laugardaginn 4. maí. Þemað í ár var söfn og sögulegt fólk. Góð aðsókn var á Síldarminjasafnið en mjög lítil á Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1304037 Staða og framtíð Þjóðlagaseturs- fundur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Fræðslu- og menningarfulltrúi upplýsti nefndarmenn um fund sem haldinn var í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 10. apríl sl. með fulltrúum frá ráðuneyti, stjórn Þjóðlagaseturs, Menningarráði Eyþings og Fjallabyggðar um stöðu og framtíð Þjóðlagasetursins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1305035 Ný safnalög - kynning
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram ný safnalög sem tóku gildi 1. janúar 2013 og fór yfir helstu atriði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1304051 Rekstraryfirlit mars 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1303033 Starfsmannamál, orlof, ráðningar o.fl. í menningarstofnunum
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Tveir umsækjendur sóttu um 50% ræstingarstöðu í Tjarnarborg. Natalia Jonasz og Zofia Giza. Natalia hefur verið ráðin til starfsins frá og með 15. maí.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .8 1304049 Uppsögn á starfi
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Agnes Vaka Steindórsdóttir sem hefur undanfarið ár sinnt 50% bókavarðarstöðu á bókasafninu í Ólafsfirði hefur sagt upp starfi sínu. Menningarfulltrúa falið að ræða við hana um starfslok.
    Menningarnefnd þakkar henni fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Starfið hefur verið auglýst.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fresta ráðningu í starfið.</DIV><DIV>Bæjarstjórn þakkar Agnesi Vöku Steindórsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu Fjallabyggðar og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.</DIV></DIV>
  • .9 1305024 Ráðning í upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði sumarið 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Tveir umsækjendur sóttu um 50% sumarstarf í upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði. Guðni Brynjólfur Ásgeirsson og Lilja Björk Jónsdóttir. Guðni Brynjólfur uppfyllti skilyrðin sem gerð voru og hefur verið ráðinn í starfið frá 15. maí - 15. ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .10 1208083 Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 62
    Menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir aðila til að taka að sér veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg frá og með 1. júní nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar menningarnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.