Bæjarráð Fjallabyggðar

294. fundur 30. apríl 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aðalfundur Málræktarsjóðs 7. júní 2013

Málsnúmer 1304052Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 7. júní á Hótel Sögu.
Fjallabyggð hefur rétt á að tilnefna fulltrúa á fundinn samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Skólahreysti 2013 - umsókn um styrk

Málsnúmer 1304046Vakta málsnúmer

Skólahreysti sækir um fjárhagsstuðning að upphæð kr. 50.000.- til að standa straum af kostnaði verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir fjárhæðina, enda er hún í samræmi við styrkupphæð frá fyrra ári.

3.Túlkun og framkvæmd kjarasamninga sveitarfélaga

Málsnúmer 1304044Vakta málsnúmer

Trúnaðarlæknir sveitarfélagsins.
Tekin til umræðu þörf á ráðningu trúnaðarlæknis til sveitarfélagsins.
Bæjarráð telur eðlilegt að kanna kostnað og framkvæmd þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið.

4.Rekstraryfirlit mars 2013

Málsnúmer 1304051Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar ásamt skýringum með rekstrarsamstæðunni.

5.Aðalfundur 10.maí 2013 - Veiðifélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1304034Vakta málsnúmer

Veiðifélag Ólafsfjarðar hefur boðað til aðalfundar föstudaginn 10. maí n.k.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301025Vakta málsnúmer

Fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

7.Tímasetning næsta bæjarstjórnarfundar

Málsnúmer 1304059Vakta málsnúmer

Stefnt er að því að halda bæjarráðsfund í næstu viku, þar sem kynnt verður skýrsla um stjórnsýsluúttekt á Fjallabyggð og verður næsti bæjarstjórnarfundur því viku seinna eða miðvikudaginn 15. maí.

Að loknum fundi bæjarráðs var farið í vettvangsferð á slökkvistöðina á Siglufirði, en þar tók slökkviliðsstjóri Ámundi Gunnarsson á móti fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:00.