Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

72. fundur 09. apríl 2013 kl. 14:30 - 14:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Rögnvaldur Ingólfsson formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Unnsteinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Skálarhlíð, tillaga að stækkun og endurbótum á íbúð á 3. hæð

Málsnúmer 0809169Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu verkefnisins sem lýtur að sameiningu tveggja eins herbergja íbúða í Skálarhlíð í eina íbúð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun júnímánðar.

2.Námskeið í Brussel um félagsmálastefnu ESB 17. - 19. apríl 2013

Málsnúmer 1303019Vakta málsnúmer

Kynnt erindi frá Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Boðið er upp á námskeið í Brussel, með það markmið að kynna félagsmálastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni. Evrópusambandið ber allan kostnað af þátttöku. Félagsmálastjóri mun sækja námskeiðið.

3.Sambýlið Lindargötu 2, ársreikningur 2012

Málsnúmer 1302049Vakta málsnúmer

Ársreikningur íbúasjóðs Sambýlisins að Lindgötu 2 fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1303050Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

5.Fræðslufundur um geðheilbrigði barna og unglinga

Málsnúmer 1304020Vakta málsnúmer

Félagsþjónusta Fjallabyggðar stóð fyrir fræðslufundi um geðheilbrigði barna og unglinga 3. apríl síðast liðinn. Sálfræðingar frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölluðu um um geðheilbrigði barna og unglinga. Fræðslufundurinn var tvískiptur, annars vegar fyrir starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar og hins vegar fyrir foreldra og aðstandendur.
Aðsókn var einstaklega góð, 100% mæting frá starfsfólki skólans og auk þess mættu 30 manns á þann hluta sem ætlaður var foreldrum og aðstandendum.

6.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2013

Málsnúmer 1303039Vakta málsnúmer

Fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 19.03.2013 lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir þjónustuhóps SSNV 2013

Málsnúmer 1301094Vakta málsnúmer

Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 14.03.2013 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.