Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 15. fundur - 26. apríl 2013

Málsnúmer 1304011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

 

 • .1 1304053 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 27/4 2013
  Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 15. fundur - 26. apríl 2013
  1. Farið yfir breytingar á kosningalögum, þ.á.m. aðstoð við kjósendur.
  Sé kjósandi ekki fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt má hann velja sér fulltrúa til aðstoðar, enda geti kjósandi sjálfur með skýrum hætti tjáð vilja sinn óþvingað þar um við kjörstjórn, ella þarf vottorð réttindagæslumanns.
  Einnig voru lögð fram eyðublöð sem notuð verða.
  2. Ein breyting hefur verið gerð á kjörskrá þar sem Baldur D Alfreðsson kt. 100135-8339 lést þann 18.04.13
  Samtals eru því að kjörskrá í Ólafsfirði 608, 307 karlar og 301 konur.
  3. Lokafrágangur á kjörstað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.