Bæjarráð Fjallabyggðar

295. fundur 07. maí 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Samþykkt var með 3 atkvæðum að taka á dagskrá málsnr. 1303037 Fyrirspurn um áhaldahúsið í Ólafsfirði

1.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð og hagræðingartillögur

Málsnúmer 1305004Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu bæjarfulltrúarnir, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og Bjarkey Gunnarsdóttir, ásamt skýrsluhöfundi Haraldi L Haraldssyni. Sólrún Júlíusdóttir boðaði forföll.
Formaður bæjarráðs bauð fundarmenn velkomna og gaf síðan Haraldi orðið.
Haraldur afhenti fundarmönnum síðan skýrslu sína og kynnti fyrir fundarmönnum.
Málið er trúnaðarmál.

2.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer


Lagt fram minnisblað endurskoðanda Fjallabyggðar og uppfært fjárhagslíkan með áramótastöðu og samþykktum viðaukum við fjárhagsáætlun 2013.  
Gera þarf lítilsháttar breytingar á fjárhagsáætlun ársins vegna fjármagnsliða og afskrifta og verður lögð fram viðaukatillaga á næsta bæjarstjórnarfundi sem tekur tillit til þess að upphæð kr. 109 þúsund.

Að mati endurskoðanda er áætlun efnahags raunhæf og veltufjárstaða í ágætu lagi. Í heildina tekið er talið að áætlunin sé raunhæf en varfærin tekjulega séð.

3.Erindi frá íbúum við Eyrarflöt á Siglufirði vegna lyktarmengunar

Málsnúmer 1304030Vakta málsnúmer

Farið var yfir upplýsingar frá tæknideild bæjarfélagsins.
Lagt er til að ráðist verði strax í lagfæringar á útrásum á staðnum og aka út efni og loka svæðinu og er áætlaður kostnaður tæplega 4,6 m.kr.
Bæjarráð telur rétt að ráðast í umbætur á staðnum í samræmi við óskir íbúa og tillögur tæknideildar og er umrædd fjárfesting sett í forgang er varðar lagfæringar í fráveitumálum bæjarfélagsins.

4.Fyrirspurn um áhaldahúsið í Ólafsfirði

Málsnúmer 1303037Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fékk á 290. fundi bæjarráðs umboð til að ræða við Ósland ehf er varðar áhuga hans um hugsanleg kaup fyrirtækisins á umræddri eign að Námuvegi 6.
Náðst hefur samkomulag um kaup á umræddri eign og er miðað við að afhenda hluta af húsnæðinu þann 1. júní n.k.
Bæjarfélagið hefur áfram afnot af norður hluta hússins samkvæmt nánari samkomulagi til afnota fyrir þjónustu við bæjarbúa á Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að leggja fram kaupsamning á næsta bæjarstjórnarfundi til samþykktar er byggir á framkomnum hugmyndum.

5.Umsókn um leyfi til niðurrifs á mjölhúsi

Málsnúmer 1303038Vakta málsnúmer
Í ljósi framkominna tillagna um nýtt deiliskipulag sem er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd, telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til niðurrifs verði samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd enda verði lögð áhersla á, við útgáfu leyfis, að viðskilnaður og yfirborðsfrágangur lóðar verði bænum og núverandi lóðarhafa til sóma.

Bæjarráð leggur ríka áherslu á að eðlilega verði staðið að niðurrifi þessu og skilum á lóðinni til bæjarfélagsins án nokkurra kvaða eða eftirmála, enda beri Síldarvinnslan fulla ábyrgð á verkinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.