Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013

Málsnúmer 1304005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Aðalfundur Tækifæris hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl n.k. að Strandgötu 3 á Akureyri.
    Dagskrá fundarins er í samræmi við samþykktir félagsins, en á fundinum verða lagðar fram tvær tillögur. Sú fyrri er um heimild stjórnar um að auka hlutaféð um 400 m.kr. verði felld út og hin síðari fjallar um að gera félaginu kleift að eignast eigin bréf verði framlengd.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    a) Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 787 konur og 807 karlar, eða alls 1594.
    Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá.

    b) Kjörstaðir í Fjallabyggð verða sem fyrr tveir, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Menntaskólanum í Ólafsfirði.
    Kjörfundur hefst kl. 10:00 í báðum kjördeildum og verður slitið eigi síðar en kl. 22:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Formaður félags hollvina bátsins Húna II vill koma því á framfæri að báturinn verður hálfrar aldar gamall í ár og er ætlunin að sigla honum austur um land og koma við í helstu höfnum landsins. Sótt er um styrk sem nemur hafna- og aðstöðugjöldum, þegar ætlunin er að koma til Siglufjarðar. Gert er ráð fyrir að Húni II verði hér miðvikudaginn 22. maí n.k.
    Nemendum á öllum aldri í Fjallabyggð verður boðið að skoða bátinn af þessu tilefni.
    Knörrinn frá Húsavík verður með í för, en það skip var byggt á sama tíma.
    Bæjarráð telur rétt að taka þátt í verkefninu og samþykkir styrkbeiðnina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Bæjarstjóri lagð fram bréf frá íbúum við Eyrarflöt á Siglufirði, en bréfið er skrifað vegna mikillar lyktarmengunar á svæðinu.
    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um að verið sé að vinna að lausn málsins með Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og að málið sé til afgreiðslu á næsta fundi fagnefndar bæjarfélagsins.
    Bæjarráð leggur áherslu á að lausn finnist á þessu vandamáli hið fyrsta.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Fundur var í vettvangsstjórn Fjallabyggðar 2. apríl sl., en til fundarins var boðað í tengslum við boðað óvissustig vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi.
    Bæjarstjóri gat þess að búið er að boða til fundar um viðbragðsáætlun bæjarfélagsins nk. fimmtudag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Mánaðarlegt yfirlit lagt fram til kynningar fyrir janúar - mars. Niðurstaðan er 193,5 m.kr. sem er 99% af áætlun.
    Bæjarstjóra falið að leita skýringa hjá deildarstjórum, skólastjórum og forstöðumönnum á þeim liðum sem eru fram úr áætlun og þeirra viðbrögðum er varðar samþykkta fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Bæjarfélagið hefur verið lokað af sjö sinnum - aðallega um helgar vegna snjóa í vetur. Vegna margra fyrirspurna er bæjarstjóra falið að ræða málið við Vegagerð ríkisins og leita skýringa.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dags. 15. apríl, en í því kemur fram að ráðast á í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar, með líkum hætti og hefur verið gert sl. sumur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Fundargerð frá 10. apríl, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16. apríl 2013
    Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 19. mars sl., lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 292. fundar bæjarráðs staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.