Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013

Málsnúmer 1303009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • .1 1303059 Rekstaryfirlit febrúar 2013
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Lagt fram rekstraryfirlit yfir janúar og febrúar. Það er mat hafnarstjórnar að staðan sé í takt við væntingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .2 1304021 Viðhaldsverkefni Fjallabyggðarhafna 2013
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á neðangreindum viðhaldsverkefnum fyrir næsta fund.
  * Skipta þarf út öllum dekkjum, keðjum og lásum á togarabryggju á vestur kanti, Siglufirði.
     Búið er að gata öll dekk til verksins í þjónustumiðstöð bæjarfélagsins, keðjur eru til og lásar, en fara verður yfir allar festingar.
  * Fá kostnaðarmat á viðgerðum þils við innri höfnina á Siglufirði, en Siglingastofnun hefur tekið saman áætlaðan kostnað.
  * Lagfæringar á hafnarskrifstofu Siglufirði.
  * Lagfæringar á umhverfi hafnarinnar á Siglufirði.
  * Lagfæringar á hafnarvog Siglufirði.
  * Lagfæringa á umhverfi hafnarinnar í Ólafsfirði.
  * Lagfæringar á ljósabúnaði á Hafnarbryggju og Togarabryggju Siglufirði.
  * Hafnarstjórn óskar eftir öðrum ábendingum frá yfirhafnarverði er varðar viðhaldsverkefni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .3 1304022 Framkvæmdir Fjallabyggðarhafna 2013
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á neðangreindum verkefnum fyrir næsta fund.
  * Vegna framkvæmda við nýtt hótel er ljóst að hafnarstjórn verður að finna nýjan stað fyrir uppsátursbraut.
  * Hafnarstjórn telur eðlilegt að ljúka framkvæmdum og uppsetningu við flotbryggju. M.a. þarf að festa kaup á lokun sem felst í uppsetningu á  hliði og grindum.
  * Eftirlitskerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir.
  * Lengja flotbryggju á Siglufirði.
  * Hafnarstjórn óskar eftir öðrum ábendingum frá yfirhafnarverði er varðar nýframkvæmdir.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .4 1304024 Starfsmannamál Fjallabyggðarhafna 2013 - sumarstarfsmenn
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir mannahaldi í sumar. Auk þess gerði hann grein fyrir sumarleyfum og töku orlofs á árinu.
  Undir þessari umræðu kom fram hjá yfirhafnarverði að hann hyggst hætta á næsta ári og mun hann síðar gera hafnarstjórn grein fyrir áformum sínum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .5 1304028 Endurbygging á bát á Siglufirði - Jón Ásmundsson
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Lagt fram bréf frá Jóni Ásmundssyni, en hann sækir um að taka á land bát og endurbyggja á Siglufirði.
  Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur yfirhafnarverði að finna bátnum góðan stað á meðan á framkvæmdum stendur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .6 1202095 Hafnarbryggja - upplýsingar og næstu skref
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Farið yfir stöð málsins og rifjað upp bréf frá Innanríkisráðuneytinu frá 2. nóvember sl. þar sem fram kemur að málinu er vísað til Siglingastofnunar og þar verði það tekið til meðferðar við endurskoðun samgönguáætlunar.
  Hafnarstjóri gerði hafnarstjórn grein fyrir því að fyrirhugaðar breytingar á hafnarlögum náðu ekki fram að ganga og þar með ljóst að kostnaðarþátttaka ríkisins er í uppnámi.
  Hafnarstjórn telur rétt að fá Siglingastofnun til að taka málið til frekari skoðunar og leggja fram tillögu að framkvæmdaáætlun um endurbyggingu Hafnarbryggju. Einnig að fá fram skoðun þeirra á fjármögnun framkvæmdanna og hugsanlegri tímasetningu þeirra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .7 1302071 Til kynningar - verðskrá v. skemmtiferðaskipa og farþega
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Lögð fram til kynningar verðskrá fyrir skemmtiferðaskip og er yfirhafnarverði og hafnarstjóra falið að leggja fram tillögu að verðskrá á næsta fundi hafnarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .8 1304029 Tjón á varnargarði í Ólafsfirði
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 46. fundur - 11. apríl 2013
  Hafnarstjóri hefur fengið úttektaraðila frá Siglingastofnun til að skoða tjón sem varð á varnargarði í Ólafsfirði.

  1. Grjót hefur fallið bæði innfyrir og útfyrir varnargarð á norðurgarði hafnarinnar (á svæði n/við gámasvæði og til nv.).

  Mikið af möl og sandi er komið uppí garðinn að n/verðu, þannig að sjór á orðið greiðari leið yfir garðinn í illviðrum.

  2. Á varnargarði v/v smábátahöfn og akvegi út á og meðfram brimvörn í vesturhöfn eru miklar skemmdir.

  Siglingastofnun brást vel við og hefur komið á staðinn og metið aðstæður.
  Niðurstöðu þeirra er að vænta fyrir næsta fund hafnarstjórnar sem verður 15. maí nk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar hafnarstjórnar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.