Skíðagöngunámskeið á Siglufirði 29. - 31. janúar 2024

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024. Skíðagöngunámskeið verður á Siglufirði mánudaginn 29. janúar nk. Kennt verður þrjá daga, 29. 30. og 31. janúar. Mæting er við Hól kl. 18:00 alla dagana.
Lesa meira

Vilt þú sjá íslenska sundlaugamenningu á lista UNESCO?

Elskar þú sund og vilt styðja við tilnefningu sundlaugamenningar á Íslandi á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf? Þitt framlag kallar ekki á mikla vinnu en gæti orðið til þess að íslensk sundlaugamenning verði samþykkt á yfirlitsskrá UNESCO. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa stutta lýsingu á því hvaða þýðingu sundlaugamenningin og sú hefð að fara í sund hefur fyrir þig. Stuðningsyfirlýsingin mun fylgja umsókn Íslands til UNESCO.
Lesa meira

238. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

238. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði. Fundurinn hefst kl. 17 þann 25. janúar 2024.
Lesa meira

Byrjendanámskeið í íslensku sem annað mál

Á fundi sínum, 12. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar tillögu um aukinn stuðning við íslenskukennslu starfsmanna Fjallabyggðar af erlendum uppruna sem eru með lögheimili í Fjallabyggð. Þannig komi stofnanir Fjallabyggðar til móts við námskeiðskostnað og greiði það sem upp á vantar að teknu tilliti til framlaga stéttarfélaga. Fari kennslan fram á dagvinnutíma, skal starfsfólki gert kleift að sækja hana án þess að laun skerðist. Þá eru aðrir vinnuveitendur í sveitarfélaginu hvattir til að auðvelda starfsmönnum sínum af erlendum uppruna að sækja sér íslenskukennslu.
Lesa meira

Við notum EKKI pappapoka undir lífrænt sorp í Fjallabyggð

Íbúar fjallabyggðar eru sérstaklega beðnir um að nota EKKI pappapoka undir lífrænan úrgang eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Fjallabyggðar hafa staðið í þeirri trú að nota skuli pappapoka undir lífrænt efni en líklega hefur þessi misskilningur farið af stað vegna auglýsinga Sorpu sem hirðir úrgang m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Jarðgöng – og hvað svo?

Jarðgöng – og hvað svo? Morgunfundur Vegagerðarinnar um rekstur og viðhald í jarðgöngum
Lesa meira

Auglýst úboð: Fjallabyggðarhafnir óskar eftir tilboðum í verkið "Siglufjörður - Innri höfn, steypt þekja og lagnir 2024"

Fjallabyggðarhafnir óskar eftir tilboðum í verkið "Siglufjörður - Innri höfn, steypt þekja og lagnir 2024". Allar nánari upplýsingar um verkið og útboðsgöng er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir lóðir lausar til úthlutunar

Fjallabyggð auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til úthlutunar að nýju: Eyrarflöt 11-13 (landnúmer 237088), parhúsalóð – 2 íbúðir. Eyrarflöt 22-28 (landnúmer 226887), raðhúsalóð – 4 íbúðir.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu íþróttakennara við skólann. Um er að ræða 100% stöðuhlutfall við bæði íþrótta- og sundkennslu. Staðan er laus nú þegar.
Lesa meira

Íbúakjarninn Lindargötu Siglufirði - Starfsmaður óskast í afleysingar

Hefur þú áhuga á að vinna fjölbreytta og krefjandi vinnu á litlum vinnustað?
Lesa meira