Safnamál

Vakning hefur orðið í safnamálum og friðun gamalla húsa í bæjarfélaginu á undanförnum árum.  Þar er flaggskipið hið glæsilega Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, sem er þriðja stærsta safn landsins.  Á Siglufirði er einnig Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og Ljóðasetur Íslands. Í Ólafsfirði er áhugavert Náttúrugripasafn - Pálshús. Fleiri minni söfn og vinnustofur eru í bæjarfélaginu sem gaman er að skoða.