Fræðslumál

Grunnskóli Fjallabyggðar

Haustið 2010 voru skólarnir í Fjallabyggð sameinaðir í einn leikskóla, einn grunnskóla og einn tónskóla með starfstöðvar í báðum byggðarkjörnum, Ólafsfirði og Siglufirði.  

Unnið er að nýrri skólastefnu og skólanámskrá en stefna Grunnskóla Fjallabyggðar styðst við eftirfarandi þætti:

  • Starfsaðferðir Uppeldis til ábyrgðar. Meginatriðið er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga, sjálfsstjórn og ýta undir sjálfstraust.
  • ,,Skóli á grænni grein að starfa í sátt við umhverfið
  • Olweusaráætlunina gegn einelti
  • Hreysti og heilbrigði.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:

Yngri deild á Siglufirði 1. - 5. bekkur, þar sem nemendafjöldi er u.þ.b. 100

Eldri deild á Ólafsfirði 6. - 10. bekkur, þar sem nemendafjöldi er u.þ.b. 100

Leikskóli Fjallabyggðar

Í Leikskóla Fjallabyggðar eru 82 börn á Leikhólum og Leikskálum. Í leikskólanum er lögð áhersla á skapandi starf og leik barnsins. Af leik sprettur ný þekking, nýjar tilfinningar, athafnir og leikni. Starfsfólk Leikhóla hefur hlýju, virðingu og umburðarlyndi að leiðarljósi í samskiptum sínum við börnin. Verið er að innleiða Olweusaráætlun gegn einelti á leikskólanum og starfsmenn fengið fræðslu um einelti og hvernig bregðast eigi við ef grunur leikur á því. Þá hafa starfsmenn í vetur unnið að nýrri skólastefnu og skólanámskrá.

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Við Tónlistarskólann á Tröllaskaga stunda fjölmargir nemendur nám. Starfslið skólans samanstendur af velmenntuðu og reyndum kennurum. Við skólann starfa 15 kennarar.  Starfsmenn hafa fengið fræðslu um Olweusaráætlunina og unnið er eftir henni í tónskólanum.

Hlutverk tónlistarskólans er að stuðla að aukinni hæfni nemenda til að:

  • flytja, greina og skapa tónlist
  • hlusta á tónlist og njóta hennar
  • geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur
  • stunda tónlistarlíf í sínu sveitarfélagi og annars staðar

Símenntunarstöð Eyjafjarðar (SÍMEY)

Símenntunarstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) sinnir Fjallabyggð með fræðslu, hvort sem um er að ræða starfsmenntun tómstundanám, bóklega- eða verklega fræðslu.

Margvís - Tungumálamiðstöð á Akureyri býður upp á íslenskunám fyrir útlendinga í Fjallabyggð.

Fjallabyggð býður upp á leigu á fjarfundarbúnaði í Ráðhúsinu.

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga er dreifnámsskóli í Ólafsfirði sem tók til starfa haustið 2010. Skólinn starfar samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla sem gefur aukið svigrúm í námsvali til stúdentsprófs og framhaldsskólaprófs. Skólinn býður upp á metnaðarfullt nám með fjölbreyttum kennsluháttum sem miða að virkni nemenda og sjálfstæði

Heimasíða Menntaskólans á Tröllaskaga er: http://www.mtr.is/