Menning

Í Fjallabyggð er blómlegt menningarlíf á hinum ýmsu sviðum menningarmála.  Fjölmörg félagasamtök halda uppi öflugu starfi, hér má finna glæsileg söfn og haldnar eru fjölmennar metnaðarfullar tónlistarhátíðir.

Þær tónlistarhátíðir sem haldnar eru í bæjarfélaginu eru kunnar fyrir metnaðarfulla dagská og spanna þær yfir vítt svið.  Þar skal fyrst nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem hlaut Eyrarrósina árið 2005 sem áhugaverðasta hátíðin á landsbyggðinni. Trilludagar er fjölskylduhátíð sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi. Á Trilludögum er boðið upp á sjóstöng og útsýnissiglingar út á fjörðinn fagra, grill á hafnarsvæðinu, söng, tónlist, glens og gleði fyrir alla fjölskylduna. Öllu meiri ró er yfir dagskrá Berjadaga, sem haldnir eru hvert haust í Ólafsfirði en þar er sígild tónlist í fyrirrúmi.  Óhætt er að mæla með öllum þessum hátíðum fyrir unnendur góðrar tónlistar og fyrir þá sem vilja njóta tilverunnar.  Að auki eru haldnir í bæjarfélaginu fjölmargir tónleikar þar sem fram koma jafnt heimamenn sem landsþekktir tónlistarmenn.

Leikfélag er starfandi í bæjarfélaginu, nokkrir kórar og hljómsveitir og fjölmörg félagasamtök sem krydda mannlífið með öflugu starfi.

Markaðs- og menningarnefnd er bæjarstjórn til ráðuneytis um menningartengd málefni.  Í nefndinni eru 5 fulltrúar og 5 til vara.  Fundar nefndin einu sinni í mánuði eða eftir þörfum. 

Markaðs- og menningarfulltrúi Linda Lea Bogadóttir er starfsmaður málaflokksins. 

 Veist þú um viðburð í Fjallabyggð sem mætti birta á viðburðadagatalinu? Skráðu hann inn hér.

Tengiliður

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Fréttir

Trilludagar á Siglufirði 23. júlí - dagskrá

Trilludagar verða á Siglufirði 23. júlí nk. Á Trilludögum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gestum verður boðið á sjóstöng og í útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra. Kiwanismenn standa grillvaktina þar sem öllum verður boðið að smakka dýrindis fisk beint úr hafi. Skemmtileg afþreying bæði á sjó og landi fyrir börnin, hoppukastalar verða á Rauðkutúni. Tónlistin mun svo óma af Trillusviði yfir daginn.
Lesa meira

Frjó afmælishátíð 15. - 20. júlí 2022

Í tilefni 10 ára afmælis menningarstarfs í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í umsjá Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur verður efnt til listahátíðar um allan bæ með þátttöku ýmissa menningaraðila og listamanna. Alþýðuhúsið mun standa fyrir fjölda listviðburða sem munu endurspegla þá grósku og fjölbreytni menningarstarfsins í 10 ár. Þar koma fram listamenn sem hafa í gegnum árin verið gjöfulir á list sína í okkar samfélagi og einnig aðrir sem leggja sitt af mörkum í fyrsta sinn. Dagskráin er þétt skipuð og blandast á hverjum degi viðburðir frá Alþýðuhúsinu og þeir sem aðrir menningaraðilar skipuleggja þannig að úr verður mikil veisla lista.
Lesa meira