Menning

Í Fjallabyggð er blómlegt menningarlíf á hinum ýmsu sviðum menningarmála.  Fjölmörg félagasamtök halda uppi öflugu starfi, hér má finna glæsileg söfn og haldnar eru fjölmennar metnaðarfullar tónlistarhátíðir.

Þær tónlistarhátíðir sem haldnar eru í bæjarfélaginu eru kunnar fyrir metnaðarfulla dagská og spanna þær yfir vítt svið.  Þar skal fyrst nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem hlaut Eyrarrósina árið 2005 sem áhugaverðasta hátíðin á landsbyggðinni. Trilludagar er fjölskylduhátíð sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi. Á Trilludögum er boðið upp á sjóstöng og útsýnissiglingar út á fjörðinn fagra, grill á hafnarsvæðinu, söng, tónlist, glens og gleði fyrir alla fjölskylduna. Öllu meiri ró er yfir dagskrá Berjadaga, sem haldnir eru hvert haust í Ólafsfirði en þar er sígild tónlist í fyrirrúmi.  Óhætt er að mæla með öllum þessum hátíðum fyrir unnendur góðrar tónlistar og fyrir þá sem vilja njóta tilverunnar.  Að auki eru haldnir í bæjarfélaginu fjölmargir tónleikar þar sem fram koma jafnt heimamenn sem landsþekktir tónlistarmenn.

Leikfélag er starfandi í bæjarfélaginu, nokkrir kórar og hljómsveitir og fjölmörg félagasamtök sem krydda mannlífið með öflugu starfi.

Markaðs- og menningarnefnd er bæjarstjórn til ráðuneytis um menningartengd málefni.  Í nefndinni eru 5 fulltrúar og 5 til vara.  Fundar nefndin einu sinni í mánuði eða eftir þörfum. 

Markaðs- og menningarfulltrúi Linda Lea Bogadóttir er starfsmaður málaflokksins. 

 Veist þú um viðburð í Fjallabyggð sem mætti birta á viðburðadagatalinu? Skráðu hann inn hér.

Tengiliður

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Fréttir

Páskadagskrá Fjallabyggðar - Viðburðir yfir páska

Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 24. mars - 1. apríl nk.
Lesa meira

Ert þú rétti aðilinn til að halda utan um Trilludaga?

Fjallabyggð kannar möguleika á útvistun umsjónar með Trilludögum 2024.
Lesa meira