Bæjarstjórn Fjallabyggðar er heimilt að leggja á sorphirðugjald til að standa undir kostnaði bæjarins af sorphirðu og sorpeyðingu samkvæmt samþykkt nr. 84/2010 um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð.
Gjaldskrá þessi, sem er samþykkt af bæjarstjórn Fjallabyggðar, er staðfest samkvæmt heimild í 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000, samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2023. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1605/2021 fyrir sorphirðu í Fjallabyggð.
Fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöð í Fjallabyggð er sem hér segir:
Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp, 4 m³) og sumarhús (8 klipp, 2 m³) sem afhent eru í þjónustuveri Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði. Notendur þurfa að framvísa klippikortinu til að komast inn á endurvinnslustöðvar í Fjallabyggð. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort.
Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skilt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan varning er að ræða.
Hvert klipp er fyrir 0,25 m³ sem samsvarar 240 l heimilistunnu. Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á kr. 13.840.
Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri Ráðhússins á Siglufirði á kr. 33.660 sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25 m³ eða samtals 4 m³.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald frá íbúðum og sumarhúsum, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.
Samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 15. desember 2022.
Gjaldskrá sorphirðu í Fjallabyggð 2023 (pdf)
Gjaldskrá í B-deild stjórnartíðinda 2023