Gjaldskrá tjaldsvæða Fjallabyggðar Tarrif Fjallabyggð Camping site
Tjaldsvæði Siglufirði
Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ.
Staðsetning á korti ja.ia
Tjaldsvæði Ólafsfirði
Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum.
Staðsetning á korti ja.is
Opnunartímar tjaldsvæða er frá 15. maí - 15. október ár hvert

Umsjónarmaður Tjaldsvæða Fjallabyggðar er:
Guðmundur Ingi sími 6635560.
Netfang þjónustuaðila gistihusjoa@gmail.com