Aðalbakarinn

Aðalbakarí er huggulegt bakarí og kaffihús við Aðalgötu í miðbæ Siglufjarðar. Boðið er upp á nýbakað brauð og kökur alla daga. Mikið úrval er af smurðu þar sem allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Í hádeginu alla virka daga er heitur matur. Fylgjast má með matseðli hverrar viku á facebooksíðu bakarísins.
Hágæða kaffi frá Illy, kaldur á krana, boltinn í beinni og þráðlaust net.
Bakaríið tekur að sér smáar sem stórar veislur s.s. erfidrykkjur, útskriftarveislur, fermingar og afmæli. Hægt er að leigja sal sem tekur 30 manns í sæti með aðgengi að skjávarpa.
Lagt er mikið upp úr því að bjóða viðskiptavinum góða þjónustu.

Opnunartími:
Mán-fös: 07:00-16:00
Lau: 09:00-16:00

Aðalbakarí á Facebook.