Trilludagar 27. júlí - Öðruvísi fjölskylduhátíð á Siglufirði

Trilludagar á Siglufirði eru svo sannarlega öðruvísi fjölskylduhátíð sem haldin er af Fjallabyggð í samvinnu við eldhressa trillukarla, Kiwanisklúbbinn Skjöld á Siglufirði sem annast flökun og grill á hafnarbakkanum, Björgunarsveitina Stráka sem annast gæslu á sjó og Ungliðasveitirnar Smá Stráka á Siglufirði og Djarf í Ólafsfirði sem m.a. annast gæslu á landi.
Lesa meira

Síldarævintýrið á Siglufirði 2024

Síldarævintýrið á Siglufirði  Dagskráin er komin út fyrir fjölskylduhátíðina Síldarævintýrið 2024.
Lesa meira

GEIRFUGLINN Sýning Örlygs Kristfinnssonar í Söluturninum á Siglufirði

Helgina 26. - 28. júlí verður síðasta sýningarhelgi Örlygs Kristfinnssonar "Geirfuglinn" í Söluturninum við Aðalgötu á Siglufirði. Á sýningunni, sem er einstök, eru myndir unnar með vatnslitum á pappír og leir. Sýningin verður opin frá kl. 15:00-17:00 alla helgina. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir störf leikskólakennara og matráðs

Leikskóli Fjallabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara og matráð til starfa frá 12. ágúst n.k. Um er að ræða 100% stöður. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2024.
Lesa meira

Lausar stöður starfsmanna við frístundastarf yngri nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar

Lausar eru þrjár 40% stöður starfsmanna í frístundastarfi yngri nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð á Siglufirði, frá 20. ágúst nk. Starfið felst í að vinna við frístundastarf barna í 1.- 4. bekk eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í lifandi umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.
Lesa meira

Laus staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar

100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar, Tjarnarstíg er laus til umsóknar. Viðkomandi hefur einnig umsjón með skólahúsinu. Staðan er laus frá 12. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.
Lesa meira

Sápuboltinn Ólafsfirði haldinn helgina 19. -21. júlí 2024

Sápuboltinn verður haldinn helgina 19-21 júlí
Lesa meira

Rekstraraðilar skíðasvæðisins í Skarðsdal

Óskað er eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka að sér rekstur og starfsemi skíðasvæðisins í Skarðsdal með það að markmiði að efla skíðaiðkun, auka aðsókn að skíðasvæðinu og byggja upp jákvæða ímynd þess.
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2024

Frá og með 24. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira

Sendiherra Noregs í heimsókn í Fjallabyggð

Cecilie Annette Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi kom í heimsókn til okkar í Fjallabyggð í gær og naut meðal annars viðburða á Þjóðlagahátíð, heimsótti Síldarminjasafnið og fyrirtæki í Fjallabyggð. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar og Anna Lind Björnsdóttir verkefnastjóri  SSNE á Tröllaskaga tóku vel á móti henni.
Lesa meira