Tjaldsvæði

Tjaldsvæði Siglufirði
Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ.

Staðsetning á korti ja.ia

Verð:
Sama gjald á tjöld og vagna: 1.200 kr. per. mann
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.000 kr. per. mann
Frítt fyrir börn undir 16 ára
Rafmagn: 1.00 kr. nóttin.
Hægt er að þvo og þurrka þvott á tjaldstæðinu, það kostar 800 kr. 

Tjaldsvæði Ólafsfirði 
Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum.

Staðsetning á korti ja.is

Verð á Tjaldsvæði Fjallabyggðar:
Sama gjald á tjöld og vagna: 1.200 kr. per. mann
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.00 kr. per. mann
Frítt fyrir börn undir 16 ára
Rafmagn: 1.00 kr. nóttin.
Hægt er að þvo og þurrka þvott í íþróttamiðstöðinni, það kostar 800 kr.

Opnunartímar tjaldsvæða er frá 15. maí - 15. október