1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”.

1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”. Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Fjallabyggð að tefla fram nýja björgunarskipinu Sigurvin með bátaflokk Björgunarsveitarinnar Stráka í stafni og setja á svið sjóbjörgun í Siglufjarðarhöfn ásamt Slökkviliði Fjallabyggðar, sjúkraflutningateymi HSN í Fjallabyggð og lögreglu.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð 2024 - Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024 Ástþór Árnason verður útnefndur við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 15. febrúar 2024 kl. 17:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningar- og fræðslumála, til hátíðarhalda, reksturs safna og setra og til grænna verkefna.
Lesa meira

Ekki missa af umsóknarfresti fyrir verkefnið þitt á heimasíðu SSNE

Ert þú búin/n að skoða viðburðalistann á heimasíðu SSNE ? Opið er fyrir umsóknir um styrki úr hinum ýmsu flokkum. Ekki missa af umsóknarfresti fyrir verkefnið þitt.
Lesa meira

Umsóknarfrestur: Matvælasjóður

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2024 vegna fjórðu úthlutunar sjóðsins. Umsóknarfrestur er til miðnættis 29. febrúar 2024.
Lesa meira

Málþing: Út um borg og bý

Málþingið ,,Út um borg og bý: Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?" á vegum SSNE fer fram í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 9. febrúar og hefst kl. 11:00. Reynslumikið fólk flytur erindi undir þemunum þremur Húsaþyrping eða samfélag?, Samstarfs sveitarfélaga og Borgarstefna. Áætlað er að málþinginu verði slitið kl. 16:00. Málþinginu verður jafnframt streymt.
Lesa meira

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu við umönnun

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu við umönnun
Lesa meira

Bókasafnið í Ólafsfirði verður lokað frá 16. febrúar vegna flutninga

Bókasafn Fjallabyggðar í Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, verður lokað frá 16. febrúar nk, í óákveðinn tíma, vegna flutninga safnsins í Bylgjubyggð 2b (Hús eldri borgara). Opnunartími safnsins, á nýjum stað, verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda 2024 í Fjallabyggð

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lesa meira

Sól er yfir Fjallabyggð

Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði í gær fimmtudaginn 25. janúar. Sunnudaginn 28. janúar er fyrsti sólardagur á Siglufirði. Sólin hverfur frá miðjum nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Lesa meira

Öryggi barna í bíl

Öryggi barna í bílum er efni okkar allra og alltaf gott að upplýsa sig vel og fara yfir reglulega.
Lesa meira