Fræðslu- frístunda- og menningarmál

Fræðslu- frístunda- og menningarmál Fjallabyggðar heyrir undir þrjár nefndir, þær eru fræðslu- og frístundanefnd, markaðs- og menningarnefnd og ungmennaráð.

Verkefni fræðslu- og
frístundanefndar eru: 

 • Skóla- og frístundamál
 • Rekstur skólastofnana
 • Endur- og símenntun
 • Íþrótta- og frístundamál
 • Rekstur íþróttamannvirkja                                      
 • Félagsmiðstöðin Neon
 • Vinnuskóli
 • Forvarnir

 

   Verkefni markaðs- og
   menningarnefndar eru:

 • Menningarmál og menningar-
  tengdir viðburðir                                               
 • Safnamál
 • Tjaldsvæði
 • Vinabæjartengsl
 • Markaðs- og kynningarmál
 • Bóka- og héraðsskjalasafn
 • Tjarnarborg 

 

     Verkefni ungmennaráðs eru:

 • Stefnumótun í málefnum ungs fólks
 • Gæta hagsmuna ungs fólks
 • Ráðgefandi um framtíðarsýn í
  rekstri félagsmiðstöðva
 • Efla tengsl nemenda Fundargerðir

 Fundargerðir  Fundargerðir 

 

Eftirtalin málefni heyra undir fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeild;

 • Fræðslumál (skólamál)
 • Menningarmál
 • Safnamál
 • Íþrótta- og tómstundamál
 • Íþróttamannvirki
 • Vinnuskóli
 • Ungmennamál
 • Frístundastarf og forvarnir
 • Atvinnumál
 • Kynningar- og markaðsmál
 • Tjaldsvæði

 

Tengiliðir

Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Haukur Sigurðsson

Forst.maður íþr.mannvirkja og vinnuskóla

Fréttir

Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði 30. júlí – 2. ágúst 2021

Berjadagar tónlistarhátíð verður haldin í Ólafsfirði dagana 30. júlí - 2. ágúst 2021. Á Berjadögum heyrast íslensk sönglög í bland við innlenda og erlenda kammermúsik og óperuaríur þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram undir einkunnarorðunum ,,Náttúra og listsköpun". Hlíðar dala Ólafsfjarðar eru árlega fullir af aðalbláberjum og þaðan dregur hátíðin nafn sitt. Hátíðin er full af lengri og styttri viðburðum; göngum, listsýningu og ólíkum tónleikum allt frá sálmasöng í Knappstaðakirkju í Fljótum til óperutónleika í Tjarnarborg eða hátíðartónleika í Ólafsfjarðarkirkju!
Lesa meira

NATA styrkir - opið fyrir umsóknir

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 30. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar þakkar Fjallabyggð stuðning við Sjómannadagshátíðina

Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar færði Fjallabyggð skjöld með merki Sjómannadags Fjallabyggðar 2021 sem þakklætisvott fyrir stuðning við sjómannadagshátíðina
Lesa meira

Gangamót Greifans 29. júlí 2021 Siglufjörður - Akureyri

Gangamót Greifans verður haldið fimmtudaginn 29. júlí nk. Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ og þarf að vera skráður í félag sem er aðili að HRÍ til að skrá sig í stigamót. Öllum er frjálst að skrá sig í almenningsflokk.
Lesa meira

Rut Hallgrímsdóttir sýnir í Saga Fotografica. Sýningaropnun 17. júní kl. 13:00

Ljósmyndarinn Rut Hallgrímsdóttir opnar sýningu í Saga Fotografica safninu á Siglufirði 17. júní. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá 1985 en þær nýjustu teknar á þessu ári.
Lesa meira