Fræðslu- frístunda- og menningarmál

Fræðslu- frístunda- og menningarmál Fjallabyggðar heyrir undir þrjár nefndir, þær eru fræðslu- og frístundanefnd, markaðs- og menningarnefnd og ungmennaráð.

Verkefni fræðslu- og
frístundanefndar eru: 

 • Skóla- og frístundamál
 • Rekstur skólastofnana
 • Endur- og símenntun
 • Íþrótta- og frístundamál
 • Rekstur íþróttamannvirkja                                      
 • Félagsmiðstöðin Neon
 • Vinnuskóli
 • Forvarnir

 

   Verkefni markaðs- og
   menningarnefndar eru:

 • Menningarmál og menningar-
  tengdir viðburðir                                               
 • Safnamál
 • Tjaldsvæði
 • Vinabæjartengsl
 • Markaðs- og kynningarmál
 • Bóka- og héraðsskjalasafn
 • Tjarnarborg 

 

     Verkefni ungmennaráðs eru:

 • Stefnumótun í málefnum ungs fólks
 • Gæta hagsmuna ungs fólks
 • Ráðgefandi um framtíðarsýn í
  rekstri félagsmiðstöðva
 • Efla tengsl nemenda Fundargerðir

Fundargerðir  Fundargerðir

 

Eftirtalin málefni heyra undir fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeild;

 • Fræðslumál (skólamál)
 • Menningarmál
 • Safnamál
 • Íþrótta- og tómstundamál
 • Íþróttamannvirki
 • Vinnuskóli
 • Ungmennamál
 • Frístundastarf og forvarnir
 • Atvinnumál
 • Kynningar- og markaðsmál
 • Tjaldsvæði

 

Starfsmenn

Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Fréttir

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð - frestur til 7. febrúar

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2023 og fer úthlutun fram þann 9. mars 2023. Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum. Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.
Lesa meira

Starfsemi Karlakórs Fjallabyggðar hefst á ný - Fyrsta æfing mánudaginn 23. janúar

Starfsemi hjá Karlakór Fjallabyggðar hefst að nýju mánudaginn 23. janúar næstkomandi klukkan 19:00 í húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga Siglufirði.
Lesa meira

Opnunarathöfn Will Owen - Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Will Owen opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði föstudaginn 6. janúar nk. kl. 16.30 - 18.00. Sýningin stendur út janúar og er opin þegar skilti er úti. Dumplingar verða framreiddir
Lesa meira

Frístundastyrkur barna á aldrinum 4-18 ára og Sportabler.

Frístundastyrkur Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4 – 18 ára, að báðum árum meðtöldum, hækkaði um 5000 kr eða í 45.000 kr þann 1. janúar 2023. Barnið fær frístundastyrk frá 1. janúar árið sem það er 4ja ára og til loka ársins sem það verður 18 ára. Frístundastyrknum er úthlutað gegnum kerfi sem heitir Sportabler.
Lesa meira

Frístundastyrkur Fjallabyggðar 2023 - Tilkynning

Þau leiðu mistök urðu í gær að hér á vefnum birtist frétt um frístundastyrki Fjallabyggðar sem var röng. Fréttin hefur verið tekin niður. Ný frétt og réttar upplýsingar verða birtar milli jóla og nýars. Bendum á að nýjar reglur um Frístundastyrki Fjallabyggðar 2023 eru aðgengilegar á vef Fjallabyggðar hér.
Lesa meira