Valdsvið
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir sveitarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar. Hafnarstjórn er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem henni eru falin nema á fundum Hafnarstjórnar. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með
starfsmanni, enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.
Heimildir hafnarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu mála eru háðar því að samþykktir þeirra sem hafa í för með sér að útgjöld séu innan heimilda í fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi málaflokk. Sé nefndinni ekki falið að taka fullnaðarákvörðun um mál, skv. lögum eða samþykkt þessari, teljast ályktanir hennar tillögur til bæjarstjórnar, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir eða samþykktir nefndar. Slíkar ákvarðanir þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.
Málaflokkar
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur umsjón með rekstri hafnarþjónustu, hafnarmannvirkja og hafnarsvæða í Fjallabyggð.
Fundargerðir hafnarstjórnar
Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Erindisbréf hafnarstjórnar
Nafn |
Starfsheiti |
Netfang |
Aðalmenn
|
|
|
|
|
|
Varamenn
|
|
|
|
|
|