Sumarstörf hjá Fjallabyggð 2024

Fjallabyggð auglýsir fjöldann allan af spennandi og krefjandi sumarstörfum laus til umsóknar.  Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. 

Eftirtalin sumarstörf hjá Fjallabyggð eru laus til umsóknar:

Sláttugengi.
Þjónustumiðstöð auglýsir eftir starfsmönnum til að sinna slætti og umhirðu á opnum svæðum. Starfstímabil er frá 21. maí til 9. ágúst. Umsækjendur þurfa að vera 16 ára (f.2007) og eldri.

Starfsmaður í skógrækt.
Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna viðhaldsverkefnum í Skógrækt Siglufjarðar. Starfstímabil er frá 1. júní - 31. ágúst. Reynsla af skógræktarvinnu æskileg.

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
Auglýsir eftir starfsmönnum í almenna verkamannavinnu. Helstu verkefni; girðingarvinna, málun gangbrauta og annarra merkinga, hreinsun leiksvæða og opinna svæða. Starfstímabil er frá 21. maí - 9. ágúst.

Vélamaður.
Auglýst er eftir vélamanni til að vinna við garðslátt og umhirðu á opnum svæðum. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og hafa dráttarvélaréttindi. Starfstímabil er frá 21. maí - 9. ágúst.

Yfirflokkstjóri Siglufirði.
Hann skipuleggur og stýrir umhverfisverkefnum og hefur umsjón með sláttugengi, á Siglufirði, sem sinnir slætti og umhirðu á opnum svæðum. Starfstímabil er frá 21. maí til 9. ágúst. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri.

Vinnuskóli Fjallabyggðar. 
Auglýsir eftir flokksstjórum til að starfa við skólann. Starfstímabil er frá 21. maí til 2. ágúst. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Flokksstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokksstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

Umsóknarfrestur allra starfa er til og með 31. maí 2024.


Allar nánari upplýsingar um störfin er hægt að nálgast hjá Birgir bæjarverkstjóra í síma 8931467 og á netföngunum ah@fjallabyggd.is eða armann@fjallabyggd.is

Sótt er um störfin rafrænt í gegnum Þjónustugátt.

Auglýsing til prentunar