Bæjarráð Fjallabyggðar

441. fundur 19. apríl 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Úthlutun beitarhólfa á Siglufirði - Hestamannafélagið Glæsir

Málsnúmer 1603102Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

Tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til Hestamannafélagsins Glæsis.

Bæjarráð samþykkir að breyta tillögu er varðar 2ha hólf norðan Hóls, austan Hólsár samkv. uppdrætti.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að gera samning til þriggja ára við Hestamannafélagið Glæsi.

2.Úthlutun beitarhólfa á Siglufirði - sauðfjáreigendur á Siglufirði

Málsnúmer 1604026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

Tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til sauðfjáreigenda.

Bæjarráð samþykkir að breyta tillögu er varðar 2ha hólf norðan Hóls, austan Hólsár samkv. uppdrætti.

Bæjarráð samþykkir tillögu svo breytta með þremur samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að gera samning til þriggja ára við sauðfjáreigendur.

3.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu á tímabilinu 1. janúar til 31. mars 2016.

Bókfærð upphæð kr. 245,5 milljón er 1,4% hærri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2016, lögð fram.

Um er að ræða aukið rekstrarframlag vegna golfvallar að Hóli, aukið framlag til Hornbrekku vegna dagdvalar aldraðra, frestun á kaup á mannskapsbíl fyrir slökkvilið og heimild til lántöku og uppgreiðslu láns.

Rekstrarbreyting er samtals gjöld umfram tekjur kr. 7.234.000 og efnahagsbreyting samtals lækkun kr. 45.605.000.

Nettóbreyting tillögunnar er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu.

5.Þjónustusamningur Fjallabyggðar og Hornbrekku

Málsnúmer 1603099Vakta málsnúmer

Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, var frestað afgreiðslu erindis varðandi dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir sérstakt framlag til Hornbrekku að upphæð kr. 2.235.000 umfram þær kr. 2.000.000 sem eru á áætlun þessa árs vegna dagdvalar aldraðra.
Jafnframt er samþykkt að vísa afgreiðslu til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að gerð verði úttekt á dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.


6.Beiðni um launalaust leyfi

Málsnúmer 1604003Vakta málsnúmer

Á 27. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 11. apríl 2016, samþykkti nefndin fyrir sitt leyti umsókn starfsmanns leikskóla Fjallabyggðar um launalaust ársleyfi, en lagði til við bæjarráð að settar yrðu reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.

Lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að lögð verði tillaga fyrir bæjarráð að launuðum sem og launalausum leyfum starfsmanna.

Afstaða til beiðni starfsmanns verður tekin þegar reglur liggja fyrir.

7.Málefni jarðganga á Tröllaskaga

Málsnúmer 1604029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

8.Fjallabyggð fráveita 2016, vélbúnaður skolpdælubrunna

Málsnúmer 1604038Vakta málsnúmer

12. apríl voru opnuð tilboð í verkið Fjallabyggð, fráveita 2016, skolpdælubrunnar, vél-, raf- og stjórnbúnaður.

Varma og vélaverk ehf. bauð kr. 21.294.381,- og
Áveitan ehf. kr. 18.985.200,-.

Kostnaðaráætlun var kr. 24.860.000,-.

Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Áveituna ehf.

9.Fráveita Ólafsfirði 2016

Málsnúmer 1604043Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar, óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út í lokuðu útboði, verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

Bæjarráð heimilar að farið verði í lokað útboð og eftirtöldum fyrirtækjum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf. Ólafsfirði
Bás ehf. Siglufirði og
Smári ehf. Ólafsfirði

Útboðsgögn verði afhent 20. apríl og tilboð opnuð 3. maí 2016 kl. 14:00 að Gránugötu 24 Siglufirði.

10.Fráveita Siglufirði 2016

Málsnúmer 1604039Vakta málsnúmer

12. apríl voru opnuð tilboð í verkið Siglufjörður, Fráveita 2016, yfirfalls- og dælubrunnur við Aðalgötu, útrás neðan Aðalgötu, yfirfalls og dælubrunnur við Norðurtún.

Árni Helgason ehf. bauð kr. 49.821.408,- og
Bás ehf. kr. 37.862.304,-.

Kostnaðaráætlun var kr. 36.602.600,-.

Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Bás ehf.

11.Útboð/verðkönnun - Malbikun fyrir Fjallabyggð 2016

Málsnúmer 1603013Vakta málsnúmer

12. apríl voru opnuð tilboð í malbikun fyrir Fjallabyggð 2016.

Malbikun KM ehf. bauð kr. 64.400.000,- og
Kraftfag ehf. kr. 68.197.200,-.

Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Malbikun KM ehf.

12.Veitingasala í Tjarnarborg

Málsnúmer 1601039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi vegna veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg við Bolla og bedda ehf.

Samningurinn gildir til 1. maí 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning og felur bæjarstjóra að undirrita.

13.Ferð ráðgjafarnefndar til Siglufjarðar 24. - 25. maí nk.

Málsnúmer 1604049Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að dagskrá ferðar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Akureyrar og Siglufjarðar 24. - 25. maí.

Ráðgjafarnefndin og starfsmenn sjóðsins óska eftir að fá að hitta fulltrúa bæjarfélagsins á fundi fyrir hádegi 25. maí.

Bæjarráð samþykkir að taka á móti fulltrúum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

14.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 14. apríl 2016, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að halda skólaþing og íbúafundi um fræðslu og frístundamál v/endurskoðunar á stefnum bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögu frá deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að lækkun á áætlunarliðum viðkomandi málaflokka á móti kostnaði vegna íbúafundar og skólaþings.

15.Framkvæmdalán til leikskólabyggingar - uppgreiðsla skuldabréfs

Málsnúmer 1604053Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 80 mkr. til 10 ára vegna framkvæmda við leikskóla. Þetta gerir bæjarsjóði einnig mögulegt að greiða upp óhagstætt skuldabréfalán, sem tekið var árið 2003.
Þetta mun leiða til yfir kr. 30 milljóna króna ábata fyrir bæjarsjóð á lánstímabilinu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

16.Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga

Málsnúmer 1601094Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri óskaði eftir því við bæjarráð að fá heimild til að gera hönnunarsamning við AVH arkitekta og verkfræðistofu um viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Viðbyggingin er ætluð sem mataraðstaða fyrir nemendur og starfsmenn, félagsaðstaða fyrir nemendur og fundaraðstaða bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Með tilkomu viðbyggingarinnar sem inniheldur móttökueldhús, geymslur og sal, mun aðstaða nemenda og starfsmanna batna til muna.

Gert er ráð fyrir 5 milljónum í fjárhagsáætlun til hönnunar.

Bæjarráð samþykkir beiðni.

17.Beiðni um aukningu ferðamöguleika

Málsnúmer 1604024Vakta málsnúmer

Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, var tekið fyrir erindi B og G tours, þar sem óskað var eftir aðkomu bæjarfélagsins að opnun vegar um Siglufjarðarskarð.

Í bókun bæjarráðs var tiltekið að Vegagerðin hefur lofað að opna gamla Siglufjarðarveginn upp á Siglufjarðarskarð nú í vor og einnig að Vegagerðin telji að mikið þurfi til að gera við veginn Skagafjarðarmegin og ekki sé fjármagn til þess verkefnis.

14. apríl 2016, óskar fulltrúi B og G tours eftir því að snjór verði ruddur af veginum um Siglufjarðarskarð, Fljótamegin.

Þar sem vegurinn er á forræði Vegagerðar, er fulltrúi B og G tours beðinn að taka beiðni sína upp á þeim vettvangi.

18.Umsókn um aukið landssvæði til farþegaflutninga

Málsnúmer 1604045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Arctic Freeride ehf, dagsett 13. apríl 2016, þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að fá aukið landssvæði til farþegaflutninga á snjótroðara, með því að keyra inn í botn Brimnesdals og þaðan upp á topp Kistufjalls.
Þannig megi auka fjölbreytni í þeirra ferðaþjónustu og fyrirtækinu gert kleift að starfa lengur fram á vorið.

Bæjarráð samþykkir umsókn fyrir sitt leyti.

19.Kjarasamningur við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Málsnúmer 1604030Vakta málsnúmer

Þann 7. apríl 2016 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. september 2015 til 31. mars 2019.

Lagt fram til kynningar.

20.Ályktun stjórnar Hrafnabjargavirkjunar vegna rammaáætlunar III

Málsnúmer 1604048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Hrafnabjargavirkjunar hf. vegna friðunaráforma verkefnistjórnar Rammaáætlunar 3 varðandi vatnsaflsvirkjanir í Skjálfandafljóti ofan Bárðardals.

21.Leiðbeiningar á heimasíðu sambandsins um fasteignaskatt og ferðaþjónustu

Málsnúmer 1604050Vakta málsnúmer

Í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. apríl 2016, koma fram leiðbeiningar, hvar nálgast má upplýsingar á heimasíðu sambandsins um fasteignaskatt og ferðaþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

22.Dreifibréf undanþágunefndar grunnskóla 2016-2017

Málsnúmer 1604047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2016-2017, dagsett 11. apríl 2016, þar sem vakin er athygli á nokkrum þáttum í tengslum við umsóknir til nefndarinnar.

Undanþágunefnd grunnskóla metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi mennta- og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla, samkvæmt 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og reglugerð nr. 440/2010 um störf og starfshætti undanþágunefndar grunnskóla.

23.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - Grái turninn ehf

Málsnúmer 1604058Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. apríl 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar og sölu veitinga að Aðalgötu 10, 580 Siglufirði, áður Gistihúsið Hvanneyri.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

24.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

199. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 14. apríl 2016.

Varðandi umfjöllun nefndarinnar um Lóðarmörk Tjarnargötu 16, 18 og 20, Siglufirði, þá leggur bæjarráð til að málið verði tekið aftur fyrir í nefndinni til frekari úrvinnslu.

25. fundur markaðs- og menningarnefndar, 14. apríl 2016.

5. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 15. apríl 2016.

Fundi slitið.