Veitingasala í Tjarnarborg

Málsnúmer 1601039

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14.01.2016

Samþykkt
Samningur við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Tjarnarborg rennur út í lok febrúar 2016. Nefndin samþykkir að auglýst verði eftir aðilum sem hafa áhuga á því að taka að sér veitingasölu í húsinu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 15.02.2016

Vísað til nefndar
Á fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vildu taka að sér að sjá um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem samningur við Veitingahúsið Höllina er að renna út. Auglýst var í Tunnunni og barst ein umsókn frá Veitingahúsinu Höllinni sem lýsti yfir áhuga á því að halda áfram að þjónusta menningarhúsið með veitingasölu. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg verði endurskoðaður og endurnýjaður.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23.02.2016

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kom á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vildu taka að sér að sjá um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem samningur við Veitingahúsið Höllina er að renna út. Auglýst var í Tunnunni og barst ein umsókn frá Veitingahúsinu Höllinni sem lýsti yfir áhuga á því að halda áfram að þjónusta menningarhúsið með veitingasölu.
Markaðs- og menningarnefnd lagði til við bæjarráð, á fundi sínum 15. febrúar 2016, að samningurinn við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg yrði endurskoðaður og endurnýjaður.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við Veitingahúsið Höllina og leggja drög fyrir bæjarráð eins og fram kom á fundinum.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14.03.2016

Vísað til nefndar
Veitingahúsið Höllin hafði lýst yfir því að halda áfram með veitingasölu í Tjarnarborg og voru einu aðilarnir sem sóttu um þegar auglýst var eftir aðila til að sjá um veitingasöluna. Samningaviðræður hafa staðið yfir og telur markaðs- og menningarnefnd að ekki sé hægt að ganga að kröfum Hallarinnar. Nefndin leggur til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg verði endurskoðað og á meðan þurfi hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Á 24. fundi markaðs- og menningarnefndar, 14. mars 2016, kom fram að nefndin lagði til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg yrði endurskoðað í ljósi þess að ekki náðust samningar milli Hallarinnar og Fjallabyggðar og á meðan þyrfti hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna áfram með áhuga annarra rekstraraðila á veitingasölu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Lögð fram drög að þjónustusamningi vegna veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg við Bolla og bedda ehf.

Samningurinn gildir til 1. maí 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning og felur bæjarstjóra að undirrita.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30.08.2017

Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar mætti á fundinn og fór yfir punkta vegna veitingarsölu Tjarnarborgar og gerði grein fyrir viðburðum í húsinu það sem af er árinu 2017. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.