Málefni jarðganga á Tröllaskaga

Málsnúmer 1604029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 03.05.2016

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga á Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett, 20. apríl 2016.

Bæjarráð undrast svör Vegagerðarinnar og felur slökkviliðsstjóra að leita eftir skýrari svörum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga á Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016, var lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett, 20. apríl 2016.

Bæjarráð undraðist svör Vegagerðarinnar og fól slökkviliðsstjóra að leita eftir skýrari svörum.

Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra til Vegagerðarinnar, dagsett 17. maí 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Lagt fram til kynningar svarbréf Vegagerðar, dagsett 30. maí 2016, við bréfi slökkviliðsstjóra til Vegagerðarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni, Akureyri, afrit af bréfinu með ósk um úrbætur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

Lagt fram bréf bæjarstjóra til lögreglustjóra frá 8. júlí vegna umferðarstýringar við Múlagöng.
Bæjarráð skorar á lögregluyfirvöld að tryggja umferðarstjórn og öryggi vegfarenda um Múlagöng á álagstímum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 462. fundur - 23.08.2016

Lagt fram svarbréf lögreglustjórans á Norðurlandi eystra við erindi bæjarráðs vegna umferðarstýringar um Múlagöng dags. 15. ágúst 2016.