Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 432. fundur - 16.02.2016

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1.
Rekstrargjöld aukast um 6,9 millj. og framkvæmdaliðir efnahags breytast um 12,5 millj. aðallega vegna framkvæmda við leikskólann Leikskála.

Breyting er m.a. fjármögnuð með samkomulagsgreiðslu Akureyrarkaupstaðar að upphæð 15 milljónir og niðurskurði í öðrum framkvæmdum.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 01.03.2016

Tillaga að viðauka vegna kaupa á stjórnsýslubifreið í stað þeirrar sem tjónaðist.

Rekstrarbreyting vegna sölu á bifreið og kaup á annarri er jákvæð um 1,8 milljón og eignabreyting er 4,1 milljón.
Tillagan er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2016, lögð fram.

Um er að ræða aukið rekstrarframlag vegna golfvallar að Hóli, aukið framlag til Hornbrekku vegna dagdvalar aldraðra, frestun á kaup á mannskapsbíl fyrir slökkvilið og heimild til lántöku og uppgreiðslu láns.

Rekstrarbreyting er samtals gjöld umfram tekjur kr. 7.234.000 og efnahagsbreyting samtals lækkun kr. 45.605.000.

Nettóbreyting tillögunnar er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2016, lögð fram.

Um er að ræða breytingar á rekstri m.a. vegna jöfnunarsjóðsframlaga, líkamsræktartækjakaupa, vaxta vegna nýrrar lántöku og hlutdeilda stofnana í rekstri.

Rekstrarbreyting er samtals í tekjur umfram gjöld kr. 6.868.000 og efnahagsbreyting samtals lækkun kr. 370.000.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21.06.2016

Lögð fram drög að viðauka sex við fjárhagsáætlun 2016.
Viðaukinn tengist sölu Aðalgötu 52 Ólafsfirði.

Til viðbótar í tillögu þarf að koma afgreiðsla 450. fundar bæjarráðs varðandi viðhaldliði Íbúðasjóðs vegna Skálarhlíðar.

Bæjarráð vísar tillögu að sjötta viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 22.06.2016

Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 5 og 6 við fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Lögð fram drög að viðauka sjö við fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að sjöunda viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 07.09.2016

Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Lögð fram drög að viðauka átta við fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að áttunda viðauka við fjárhagsáætlun 2016 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 141. fundur - 11.01.2017

Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2016
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna kaupa á Lindargötu 2 Siglufirði.

Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka 9 við fjárhagsáætlun 2016.