Beiðni um aukningu ferðamöguleika

Málsnúmer 1604024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Í erindi B og G tours, dagsett 7. apríl 2016, er óskað eftir aðkomu bæjarfélagsins að opnun vegar um Siglufjarðarskarð.

Lögð fram umsögn bæjarstjóra.
Þar kemur m.a. fram að Vegagerðin hefur lofað að opna gamla Siglufjarðarveginn upp á Siglufjarðarskarð nú í vor.
Vegagerðin telur að mikið þurfi til að gera við veginn Skagafjarðarmegin og ekki sé fjármagn til þess verkefnis.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, var tekið fyrir erindi B og G tours, þar sem óskað var eftir aðkomu bæjarfélagsins að opnun vegar um Siglufjarðarskarð.

Í bókun bæjarráðs var tiltekið að Vegagerðin hefur lofað að opna gamla Siglufjarðarveginn upp á Siglufjarðarskarð nú í vor og einnig að Vegagerðin telji að mikið þurfi til að gera við veginn Skagafjarðarmegin og ekki sé fjármagn til þess verkefnis.

14. apríl 2016, óskar fulltrúi B og G tours eftir því að snjór verði ruddur af veginum um Siglufjarðarskarð, Fljótamegin.

Þar sem vegurinn er á forræði Vegagerðar, er fulltrúi B og G tours beðinn að taka beiðni sína upp á þeim vettvangi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 463. fundur - 30.08.2016

Tekið fyrir erindi eiganda B og G tours þar sem stjórnendur Fjallabyggðar eru sakaðir um svik á gefnum loforðum við fyrirtækið, þar sem Skarðsvegur hafi ekki verið opnaður fyrr en í júlímánuði. Bæjarráð vísar ásökununum á bug enda ber sveitarfélagið ekki ábyrgð á opnun vegarins.

Í umsögn bæjarstjóra kemur fram að Vegagerðin, sem er eigandi vegarins og ber ábyrgð á opnun hans, hafi stefnt að því að opna veginn í júní. Sökum mikilla snjóalaga var ekki hægt að opna veginn fyrr en um miðjan júlí, en mikil umferð hefur verið um veginn frá því að hann var opnaður.