Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga

Málsnúmer 1601094

Vakta málsnúmer

Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25.01.2016

Aðstöðu vantar í skólann fyrir félagsaðstöðu fyrir nemendur, mataraðstöðu nemenda og kennara, fundaraðstöðu og geymslur (fjölnota sal). Farið yfir mögulega nýtingu á salnum og skólameistara falið að koma með hugmyndir stjórnenda skólans að nýtingu, út frá þarfagreiningu innan skólans eftir ca tvær vikur.

Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 2. fundur - 10.02.2016

Á síðasta fundi vinnuhópsins var skólameistara MTR falið að koma með hugmyndir stjórnenda skólans að nýtingu, út frá þarfagreiningu innan skólans.

Lára skólameistari lagði fram og gerði grein fyrir þarfagreiningu sem búið er að vinna innan skólans. Í þarfagreiningunni er samantekt á hvað viðbygging við skólann þyrfti að innihalda, þ.e. matsalur og móttökueldhús, félagsaðstaða fyrir nemendur, salur með sviði, kaffiaðstaða fyrir starfsmenn, geymslur fyrir útivistarbúnað og aðstaða til viðhalds á útivistarbúnaði.

Vinnuhópurinn felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að hefja viðræður við AVH arkitekta og verkfræðistofu um vinnu við þarfagreiningu og forhönnun á viðbyggingu skólann.

Næsti fundur verður haldinn eftir 2-3 vikur.

Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 3. fundur - 24.02.2016

AVH arkitekta og verkfræðistofa hafa skilað forhönnun á viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga. Hönnunin tekur mið af þarfagreiningu sem unnin var innan skólans.

Bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er falið að vinna frekar að tillögunni með AVH arkitektum.

Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 4. fundur - 22.03.2016

Lögð fram tillaga 2 AVH arkitekta og verkfræðistofu að viðbyggingu við Menntaskóann á Tröllaskaga.

Farið yfir tillögu 2 og fundarmenn ánægðir með lausnir að undanskildum smávægilegum breytingum sem gera þarf. Ákveðið að fá Fanneyju Hauksdóttir arkitekt á næsta fund starfshópsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til menntamálaráðherra, dagsett 7. apríl 2016 er varðar beiðni um aðkomu mennta -og menningarmálaráðuneytis að byggingu matar- og félagsaðstöðu við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 5. fundur - 15.04.2016

Lagðar fram útlitsteikningar og tillaga 3 að grunnmynd fyrir viðbyggingu við MTR ásamt frumdrögum að kostnaðaráætlun viðbyggingarinnar.
Lagt fram til kynningar.
Einnig lagðar fram athugasemdir skólameistara við stærð glugga og lögð áhersla á að hugað verði að hljóðvist í viðbyggingunni.
Ekki liggur fyrir áætlaður kostnaður vegna stofnbúnaðar í viðbyggingu en skipting hans milli ríkis og sveitarfélaga er 60/40. Skólameistari ætlar að leggja fram áætlun um kostnað stofnbúnaðar fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Bæjarstjóri óskaði eftir því við bæjarráð að fá heimild til að gera hönnunarsamning við AVH arkitekta og verkfræðistofu um viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Viðbyggingin er ætluð sem mataraðstaða fyrir nemendur og starfsmenn, félagsaðstaða fyrir nemendur og fundaraðstaða bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Með tilkomu viðbyggingarinnar sem inniheldur móttökueldhús, geymslur og sal, mun aðstaða nemenda og starfsmanna batna til muna.

Gert er ráð fyrir 5 milljónum í fjárhagsáætlun til hönnunar.

Bæjarráð samþykkir beiðni.

Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 6. fundur - 27.04.2016

1. Fanney Hauksdóttir mætti á fund starfshópsins og kynnti tillögu að viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Starfshópurinn samþykkir að fela AVH Arkitekta og Verkfræðiþjónustu að fara af stað með hönnun viðbyggingarinnar á grundvelli tillagna sem Fanney kynnti á fundinum og þeim ábendingum sem fram komu.
Skólameistari tók fram að hvorki hún né aðstoðarskólameistari hafa heimild til þess að skuldbinda ríkið fjárhagslega í þessu samhengi. Bæjarstjóri bendir á að starfshópurinn var kosinn af bæjarstjórn og fulltrúar hans hafa atkvæðisrétt.

2. Lögð fram kostnaðaráætlun skólameistara vegna stofnbúnaðar fyrir viðbygginguna.

3. Framkvæmdaáætlun.
Reiknað er með að hönnun ljúki í byrjun júlí og útboð á uppsteypu viðbyggingarinnar verði í júlí og tilboð opnuð í byrjun ágúst. Ef hönnun gengur hratt fyrir sig gætu dagssetningar orðið fyrr sem því nemur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 03.05.2016

Lögð fram drög að hönnunarsamningi við AVH ehf. v. viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23.05.2016

Umsókn um byggingarleyfi á viðbyggingu við MTR
Nefndin samþykkir byggingarleyfi skv. uppdráttum dags. 17.5.2016 frá AVH ehf. Arkitektúr-Verkfræði-Hönnun.
Einnig lagt fram lóðarblað fyrir stækkun á lóð til austurs. Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 455. fundur - 13.07.2016

Útboð viðbyggingar við MTR.
Bæjarráð heimilar útboð á viðbyggingu við MTR skv. lýsingu sem þegar hafa verið kynntar í starfshóp um Menntaskólann á Tröllaskaga og bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Opnuð voru tilboð í viðbyggingu við MTR, 8. ágúst 2016.

Tilboð bárust frá:
Tréverki ehf, kr. 114.188.559,-
BB byggingar ehf, kr. 110.811.800,-
Kostnaðaráætlun var kr. 93.519.264,-.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Deildarstjóra tæknideildar var jafnframt falið að kanna með sparnaðarleiðir í tengslum við viðbygginguna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram bréf bæjarstjóra til mennta- og menningarmála, dags. 18. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að gengið verði frá samkomulagi um leigugreiðslur ráðuneytisins til Fjallabyggðar vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.

Áætlað er að viðbygging við MTR verði afhent skólanum í byrjun ágúst og formleg vígsla fari fram við skólasetningu síðar í mánuðinum.