Umsókn um aukið landssvæði til farþegaflutninga

Málsnúmer 1604045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Tekið fyrir erindi Arctic Freeride ehf, dagsett 13. apríl 2016, þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að fá aukið landssvæði til farþegaflutninga á snjótroðara, með því að keyra inn í botn Brimnesdals og þaðan upp á topp Kistufjalls.
Þannig megi auka fjölbreytni í þeirra ferðaþjónustu og fyrirtækinu gert kleift að starfa lengur fram á vorið.

Bæjarráð samþykkir umsókn fyrir sitt leyti.