Fráveita Ólafsfirði 2016

Málsnúmer 1604043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Deildarstjóri tæknideildar, óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út í lokuðu útboði, verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

Bæjarráð heimilar að farið verði í lokað útboð og eftirtöldum fyrirtækjum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf. Ólafsfirði
Bás ehf. Siglufirði og
Smári ehf. Ólafsfirði

Útboðsgögn verði afhent 20. apríl og tilboð opnuð 3. maí 2016 kl. 14:00 að Gránugötu 24 Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 03.05.2016

Kl. 13:00 í dag 3. maí 2016, voru opnuð tilboð í verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

Tilboð bárust frá:
Bás ehf. Siglufirði kr. 37.414.474,- sem er 132% af kostnaðaráætlun (28.433.800) og
Smári ehf. Ólafsfirði kr. 47.042.556,- sem er 165% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð hafnar framkomnum tilboðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016 var tilboðum hafnað sem bárust í verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

Bæjarstjóri fór yfir stöðu fráveituframkvæmda og lagði fram tillögu um að fresta verkefninu í Ólafsfirði til næsta árs og að það verði þá aftur boðið út.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.