Þjónustusamningur Fjallabyggðar og Hornbrekku

Málsnúmer 1603099

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31.03.2016

Deildarstjóri félagsþjónustu lagði fram minnisblað um þjónustusamning Fjallabyggðar og Hornbrekku. Samningurinn lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku. Gert er ráð fyrir að málið verði á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Á 97. fundi félagsmálanefndar, 31. mars 2016, lagði deildarstjóri félagsþjónustu fram minnisblað um þjónustusamning Fjallabyggðar og Hornbrekku. Samningurinn lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.

Drög að þjónustusamningi lagður fram til umræðu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir frekari gögnum frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra.
Jafnframt óskar bæjarráð að deildarstjóri félagsmála komi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, var til umfjöllunar samningur er lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.
Bæjarráð samþykkti þá að óska eftir frekari gögnum frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra.
Jafnframt óskaði bæjarráð að deildarstjóri félagsmála kæmi á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri félagsmála, Hjörtur Hjartarson.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til frekari gögn frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra hafa borist.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, var frestað afgreiðslu erindis varðandi dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir sérstakt framlag til Hornbrekku að upphæð kr. 2.235.000 umfram þær kr. 2.000.000 sem eru á áætlun þessa árs vegna dagdvalar aldraðra.
Jafnframt er samþykkt að vísa afgreiðslu til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að gerð verði úttekt á dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.