Útboð/verðkönnun - Malbikun fyrir Fjallabyggð 2016

Málsnúmer 1603013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, Ármanns V. Sigurðssonar vegna nýlagnar og yfirlagnar malbiks 2016 fyrir Fjallabyggð.

Samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar, er skylt að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna verksamninga er yfir kr. 35.000.000.

Bæjarráð samþykkir því að bjóða út nýlagnir og yfirlagnir malbiks fyrir Fjallabyggð 2016 og felur deildarstóra tæknideildar að sjá um útboðið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

12. apríl voru opnuð tilboð í malbikun fyrir Fjallabyggð 2016.

Malbikun KM ehf. bauð kr. 64.400.000,- og
Kraftfag ehf. kr. 68.197.200,-.

Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Malbikun KM ehf.