Beiðni um launalaust leyfi

Málsnúmer 1604003

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11.04.2016

Gurrý Anna Ingvarsdóttir óskar eftir launalausu ársleyfi frá störfum við leikskólann Leikskála frá og með 1. ágúst 2016. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir launalaust leyfi fyrir sitt leyti en leggur til við bæjarráð að settar verði reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.

Olga Gísladóttir og Berglind Hrönn Hlynsdóttir véku á fundi að loknum þessum lið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Á 27. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 11. apríl 2016, samþykkti nefndin fyrir sitt leyti umsókn starfsmanns leikskóla Fjallabyggðar um launalaust ársleyfi, en lagði til við bæjarráð að settar yrðu reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.

Lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að lögð verði tillaga fyrir bæjarráð að launuðum sem og launalausum leyfum starfsmanna.

Afstaða til beiðni starfsmanns verður tekin þegar reglur liggja fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

Á 441. fundi bæjarráðs, frá 19. apríl 2016,
frestaði bæjarráð að taka afstöðu til beiðni starfsmanns leikskóla Fjallabyggðar um launalaust ársleyfi, þar til tillaga að launuðum sem og launalausum leyfum starfsmanna lægi fyrir.

Tekið fyrir erindi frá leyfisbeiðanda, dagsett 25. apríl 2016, þar sem þess er óskað að bæjarráð taki afstöðu til beiðninnar um launalaust leyfi sem fyrst, óháð reglum sem eftir er að setja.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.