Úthlutun beitarhólfa á Siglufirði

Málsnúmer 1603102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29.03.2016

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.

Bæjarstjóri kynnti tillögu að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
Á 438. fundi bæjarráðs, 29. mars 2016, var lögð fram til kynningar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.

Á fund bæjarráðs kom Ólafur Helgi Marteinsson og lýsti sjónarmiðum Hestamannafélagsins Glæsis til tillögunnar.
Einnig kom á fund bæjarráðs deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

Bæjarráð mun taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 441. fundur - 19.04.2016

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

Tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði til Hestamannafélagsins Glæsis.

Bæjarráð samþykkir að breyta tillögu er varðar 2ha hólf norðan Hóls, austan Hólsár samkv. uppdrætti.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að gera samning til þriggja ára við Hestamannafélagið Glæsi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi undir þessu máli.

Lagt fram til kynningar erindi Hestamannafélagsins Glæsis, dagsett 6. maí 2016, varðandi úthlutun beitarhólfa.